Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 52
Að vísu hafa þeir ekki heldur getað neitt eft- ir það en það er önnur saga … 59 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is É g er bara á kontórnum,“ segir Mugi- son þegar blaðamaður innir hann frétta. Okkar maður er staddur á heimili sínu á Súðavík og hefur verið að taka það rólega að undanförnu eft- ir yfirgripsmikið tónleikaferðalag um Evrópu og Bandaríkin en eins og við mátti búast er ekkert verið að sitja of lengi með hendur í skauti. „Platan (Mugiboogie) kom loksins út í Bandaríkj- unum í síðustu viku. Hún hefur tafist dálítið vegna einhvers umslagsrugls í Mike Patton og félögum (Pat- ton, sú fjölhæfa jaðartónlistargoðsögn, er eigandi Ipe- cac sem er útgefandi Mugison í Bandaríkjunum en Mugison „leigir“ þeim plötuna eins og hann orðar það).“ Í lok september fer Mugison svo út til Bandaríkj- anna ásamt Davíð Þór Jónssyni, meðlimi Mugi- bandsins, til að fylgja útgáfunni eftir. „Við spilum tólf tónleika og keyrum frá New York til Los Angeles. Við förum tveir einfaldlega vegna þess að það er of dýrt að taka allt bandið út. Þannig að við ætlum að reyna að búa til smásirkus og koma geð- veikinni á framfæri þannig.“ Tvíeykið spilar meðal annars á tónlistarhátíðinni Austin City Limits þar sem fram koma m.a. Foo Fig- hters, Robert Plant og Alison Krauss, Beck og Racon- teurs. Tvær plötur Eftir þennan Ameríkutúr liggur leiðin svo til Berl- ínar þar sem Mugison treður upp á tónlistarhátíðinni/ ráðstefnunni Popkomm ásamt fullskipaðri sveit. Ein- hverjir fleiri tónleikar verða í kringum þá för. „Hálft bandið er í barneignarleyfi þannig að við ætl- um að taka vikutúr í senn, einu sinni í mánuði. Þetta er október, nóvember og desember og við spilum í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Skandinavíu og í Niðurlöndum. Og þá myndi ég segja að þessari kynn- ingarstarfsemi á Mugiboogie væri lokið.“ Mugison er þá með tvær nýjar plötur í smíðum, og er önnur klúbbatónlist, rafræn „tsjillát“-tónlist. „Ég er að spá í að kalla hana Fyrir klúbba og kaffi- hús. Ég fékk þessa hugmynd þegar ég sat einhverju sinni inni á kaffihúsi og var farinn að dilla hausnum fram og aftur, eins og hæna. Ég uppgötvaði að maður gerir þetta alltaf á kaffihúsi ef það er tónlist í gangi, burtséð frá gæðum hennar. Þannig að ég ákvað að henda í eina svona plötu. Eins og er hljómar þetta eins og blanda af Stilluppsteypu og Daft Punk. En síðan verður þetta kannski eitthvert hundleiðinlegt Brian Eno-lyftudrasl!“ Muggi í réttunum Hin platan sem Mugison er að vinna að er íslensk sönglagaplata. „Ég hef ekki enn ákveðið hvort ég muni syngja hana eða einhver annar. Eins og þú heyrir er staðan á „Ætli ég kalli mig ekki bara Mugi-Múla“ Mugison er með tvær plötur í smíðum, önnur þeirra með teknóskotnu tsjilláti Tónleikaferðalög til Bandaríkjanna og Evrópu fram að áramótum Syngur dúett með Ragnheiði Gröndal á plötu eftir Tómas R. Einarsson Ljósmynd/Jónas Valtýsson Þjóðlegur „Ég vil geta sungið klassísk íslensk sönglög eftir sjálfan mig þegar ég verð eldri og er staddur í réttunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.