Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 55 • Rótgróið ræstingafyrirtæki með fasta viðskiptavini og skriflega samninga. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 25 mkr. • Innflutnings- og famleiðslufyrirtæki með góðum hagnaði óskar eftir sameiningu við vandaða trésmiðju sem sérhæfir sig í innréttingum. • Rótgróin verslun í Kringlunni með fatnað fyrir konur. • Þekkt verslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 140 mkr. • Sérhæft líkamsræktarfyrirtæki í góðum vexti. Ágætur hagnaður. • Markaðsstjóri-meðeigandi óskast að innréttingafyrirtæki. EBITDA 20 mkr. • Narfeyrarstofa. Glæsilegt veitingahús í eigin húsnæði á besta stað í • Stykkishólmi. Góður og vaxandi rekstur. Góður hagnaður. • Heildverslun með neytendavörur fyrir konur. Ársvelta 100 mkr. Góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings út á land. • Lítil heildverslun með matvæli. • Þjónustufyrirtæki með rekstrarvörur. Ársvelta 450 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að stóru bílaþjónustufyrirtæki. EBITDA 17 mkr. • Traust heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 140 mkr. EBITDA 20 mkr. • Heildverslun með varahluti fyrir vinnuvélar og bíla. Ársvelta 140 mkr. YOGA YOGA YOGA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Sértímar fyrir barnshafandi konur, byrjendur og lengra komna. JÓGA HEFST 8. SEPT. Ásta Arnardóttir • 862 6098 www.this.is/asta • astaarn@mi.is www.lotusjogasetur.is • Borgartúni 20 MORGUN / HÁDEGI / SÍÐDEGI JÓGA FYRIR ALLA BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 8. SEPT. Enskuskóli Erlu Ara Auglýsir enskunám í Hafnarfirði • 10 getustig með áherslu á tal • Styrkt af starfsmenntasjóðum Skráning stendur yfir í síma 891 7576 og erlaara@simnet.is Skipuleggjum námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga. Sjá nánar um starfsemi skólans á www.enskafyriralla.is Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fimmtudag. 4. september kl. 19.30 Upphafstónleikar - Vadim Repin Starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands byrjar með glæsibrag. Einhver skærasta einleikaraheimsins sækir hljómveitina heim og leikur einn dáðasta fiðlukonsert allra tíma. Stjórnandi: Rumon Gamba Einleikari: Vadim Repin Pjotr Tsjajkovskíj: Fiðlukonsert Pjotr Tsjajkovskíj: Rómeó og Júlía, forleikur Vincent d'Indy: Sinfónía nr. 2 Endurnýjun áskriftarkorta stendur nú yfir. Áskrifendur síðasta árs hafa forkaupsrétt á sætum sínum til 5. september. Sala á stökum miðum, nýjum áskriftum og Regnbogaskírteinum hefst 1. september. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „ÞETTA er gamall draumur. Við höfum lengi verið að spá í að gera plötu, vorum löngu hættir sem band en alltaf hefur eitthvað togað í okk- ur að koma saman aftur,“ segir Tómas Tómasson, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Rokka- billíband Reykjavíkur. „Svo bara kom að því að við létum vaða og skelltum okkur í upptökur.“ Hljómsveitin, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið fyrir tveimur áratug- um sendi fyrr í vikunni frá sér disk- inn Reykjavík. Þetta er annar geisladiskur hljómsveitarinnar sem árið 1993 sendi frá sér ábreiðula- gadiskinn Læf. Auk Tómasar skipa bandið þeir Björn Vilhjálmsson kontrabassaleikari, Sigfús Örn Ótt- arsson trommuleikari og Emil Guð- mundsson sem er nýjasti meðlimur hljómsveitarinnar og sér um áslátt. Upprisa rokkabillí Tómas segir rokkabillírokkið enn lifa góðu lífi og meðal þess sem hvatti meðlimi bandsins til að leggj- ast í útgáfu var stöðug eftirspurn frá gömlum aðdáendum. „Þetta er fólk sem hefur á orði hvað gamla rokkabillíið var skemmtilegt, og gaman á böllunum. Það er svo mikil gleði í þessu,“ segir hann og bendir á að rokkabillíið er að vaxa að vin- sældum ef eitthvað er: „Það er rosalega mikil gróska úti um allan heim, haldnar rokkabillíhátíðir út um hvippinn og hvappinn og jafnvel að krakkar eru að stofna rokk- abillíbönd og gefa út frumsamið efni.“ Á nýja diskinum má finna 10 lög sem öll eru á íslensku, sjö frum- samin en þrjú við erlenda laglínu með texta Kristjáns Jónssonar. Tómas á heiðurinn að lagi og texta fimm laga á diskinum, en Guð- mundur Jónsson (kenndur við Sál- ina hans Jóns míns) og Hreimur Ö. Heimisson (úr Landi og sonum) sömdu tvö laganna. Rokkabillíbandið hefur ekki hald- ið tónleika hér á landi í a.m.k. þrjú ár, að því er Tómas fær best munað, en þeir eru nú farnir af stað í mikið tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. Yfirskrift ferðalagsins er viðeigandi „Rokk&Ról’08“ en með í för verður hljómsveitin Vax. Rokkabillíbandið aftur á ról Morgunblaðið/Kristinn Helmingurinn Tómas og Emil eru rokkabillí-rokkarar í húð og hár. Sigfús og Björn vantar á myndina. Nýr geisladiskur kominn út og tón- leikaferðalag um landið í september www.myspace.com/ rockabillybandreykjavikur ORÐIÐ „rockabilly“ er blanda af ensku orðunum „rock-and-roll“ og „hillbilly“ (sveitalubbi), en seinna orðið vísar í kántrítónlist. Rokkabillí er ein elsta stefnan innan rokktónlistar og kom fram snemma á 6. áratugnum í suð- urríkjum Bandaríkjanna og er undir áhrifum frá kántríi, en einn- ig frá stefnum á borð við búggí- vúggí og swing. Flokka má sem rokkabillí margt af því sem tónlistarmenn á borð við Elvis Presley, Johnny Cash og Jerry Lee Lewis gerðu en eitt helsta einkenni rokkabillí er notk- un kontrabassans sem sleginn er með sérstökum hætti, „kontra- bassa-slap“ eins og það er stundum kallað og framkallar það ákveðinn hljóm. Í rokkabillíböndum eru yfirleitt einnig gítar og trommur, og hljóm- urinn er einfaldur og hrár. Ekta amerískt 4. sept. Keflavík – Paddy’s á Ljósanótt 5. sept. Flateyri – Vagninn 6. sept. Ísafjörður – Edinborgarhúsið 11. sept. Sauðárkrókur – Mælifell 12. sept. Akureyri – Græni hatturinn 13. sept. Húsavík – Gamli Baukur 16. sept. Grindavík – Salthúsið 17. sept. Flúðir – Útlaginn 18. sept. Reykjavík – Organ 19. sept. Kópavogur – Players 20. sept. Stokkseyri – Draugabarinn 21. sept. Þorlákshöfn – Ráðhúskaffi Næstu tónleikar: @
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.