Morgunblaðið - 05.09.2008, Page 1

Morgunblaðið - 05.09.2008, Page 1
F Ö S T U D A G U R 5. S E P T E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 242. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF SPILAR FÓTBOLTA OG FINNST ÍSINN GÓÐUR LISTIR Ljóðmyndir, leikrit og Háveruleiki Fjórar saman Nýjar umbúðir H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Leikhúsin í landinu >> 37 RÆTIST glæstustu spár gæti íslenska ríkið haft þús- undir milljarða króna í tekjur af skattlagningu á olíu- vinnslu á Drekasvæðinu, norðaustur af landinu, á næstu áratugum. Óvissuþættirnir eru þó margir og munu skatt- tekjurnar ráðast af sveiflum á heimsmarkaðsverði á olíu. Þetta kom fram á fjölsóttri ráðstefnu iðnaðarráðuneyt- isins og Orkustofnunar um fýsileika á olíuvinnslu á Drekasvæðinu í Reykjavík í gær, þar sem farið var yfir það sem er efst á baugi í rannsóknum á svæðinu. Kom þar meðal annars fram að jarðfræðingar í hópi fyrirlesara töldu góðar líkur á að olíu væri að finna á svæðinu og lagði Terje Hagevang, sérfræðingur hjá Sag- ex Petroleum, fram það ef til vill djarfa mat að þar kynni að leynast ígildi 10 milljarða tunna af olíu. Þótt óvíst sé að olíulindirnar reynist svo drjúgar má ljóst vera að afar ólíklegt er að olíuvinnsla fari í fullan gang á svæðinu fyrir árið 2020. | 6 Olíuvinnsla á Drekasvæðinu gæti aflað ríkinu mikilla tekna Olíuævintýri í fæðingu? Óopnuð gullkista? Vinnslan mun krefjast olíuborpalla. FULLT var í sal Lindaskóla í Kópavogi í gærkvöldi, þegar Íbúasamtök Lindahverfis voru stofnuð. Á annað hundrað manns sóttu fundinn. Sam- tökunum er ætlað að verða sameiginlegur vettvangur íbúa í skipulags- málum til framtíðar en ekki að hverfast um eitt tiltekið mál, að sögn Sig- urðar Þórs Sigurðssonar, stjórnarmanns. Hins vegar eru íbúar greinilega uggandi yfir væntanlegum skipulagsbreytingum í Lindahverfi og ná- grenni þess. Helst var að heyra á fundarmönnum að upplýsingaflæðið frá bæjaryfirvöldum væri mikið en á köflum óskýrt. Fyrir liggur að gríð- arlegar breytingar verða gerðar á deiliskipulagi Glaðheimasvæðis við Reykjanesbraut. Samfara þeim breytingum búast margir við umfangs- miklum gatnaframkvæmdum. Eins hefur byggingamagn í Skógarlind ver- ið að aukast mikið. Á nýauglýstu deiliskipulagi er gert ráð fyrir sjö og níu hæða byggingum þar. Samtökin munu einnig láta sig skipulagsmál í að- liggjandi hverfum varða. onundur@mbl.is | 11 Morgunblaðið/Ómar Íbúarnir í Lindahverfi taka höndum saman Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÍSLENDINGAR töpuðu 117 millj- örðum króna á erlendum eignum sín- um á öðrum ársfjórðungi, að því er fram kemur í tölum frá Seðlabank- anum. Ekki er ólíklegt að hér spili inn í afskriftir erlendra fyrirtækja í eigu Íslendinga, að sögn Tómasar Arnar Kristinssonar, framkvæmdastjóra upplýsingasviðs Seðlabankans. Viðskiptahalli við útlönd jókst um 128 milljarða króna á fjórðungnum, að stærstum hluta vegna áðurnefnds taps á erlendum eignum. Þessi nið- urstaða gæti vakið erlenda fjárfesta til alvarlegrar umhugsunar um ástand efnahagsmála hér á landi, að mati Ásgeirs Jónssonar, forstöðu- manns greiningardeildar Kaupþings. „Ég hef af því áhyggjur hvað gerast mun [í dag] þegar markaðir bregðast við tölum sem þessum.“ Erlendar skuldir aukast Erlendar skuldir hins opinbera jukust um 53,5% á öðrum ársfjórð- ungi þessa árs og eru nú um 496 millj- arðar króna. Þessi aukning ætti ekki að koma á óvart því ríkið gaf á tíma- bilinu út skuldabréf, sem keypt voru að miklu leyti af erlendum fjárfest- um, auk þess sem tekin hafa verið er- lend lán til styrkingar gjaldeyris- forða Seðlabankans. Erlend staða þjóðarbúsins, þ.e. mismunur er- lendra eigna og skulda, versnaði um 27 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Erlendar eignir nema nú 8.430 millj- örðum króna og skuldir 10.520 millj- örðum. Útlán viðskiptabankanna til erlendra aðila nema nú um þriðjungi eigna Íslendinga erlendis.  Viðskiptahalli | 7 Töpuðu 117 milljörðum Tap Íslendinga af erlendum eignum jókst um 473% á öðrum ársfjórðungi  Til þess að efla trúverðugleika fjárlagaramm- ans ætti að inn- leiða bindandi út- gjaldaþak fyrir hvert ráðuneyti yfir heilt kjör- tímabil. Þak af þessu tagi myndi draga úr póli- tískum þrýstingi á aukin útgjöld og auka framlag fjármálastjórn- arinnar til sveiflujöfnunar. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Viðskiptaráðs Íslands um útþenslu hins opinbera. Núverandi löggjöf um fjármál sveitarstjórna og framlag þeirra til hagstjórnar er tiltölulega áhrifa- lítil. Þörf er á sérstakri fjármála- reglu fyrir sveitarfélög. Reglan yrði ekki lögfest en myndi veita sveitarfélögum aðhald í rekstri. Árni Mathiesen fjármálaráðherra telur lögbindingu slíkrar reglu óþarfa. Hið pólitíska aðhald sé í raun nóg í þessu samhengi. » 17 Þörf á hertum útgjalda- reglum fyrir hið opinbera Árni Mathiesen  Danir líkjast Norðmönnum, Norður- Þjóðverjum og Hollendingum erfðafræðilega en eru ekki eins líkir Svíum, sam- kvæmt erfða- rannsókn sem náði til 2.500 manna á 23 stöðum í Evrópu. Rannsóknin bendir til þess að Svíar séu ólíkir Dönum og Norð- mönnum erfðafræðilega að því leyti að þeir líkist aðeins Þjóðverjum, að sögn fréttavefjar danska rík- isútvarpsins. Finnar og Ítalir hafa mesta erfðafræðilega sérstöðu í Evrópu samkvæmt rannsókninni. Erfðir Dana og Svía ólíkar  Vinna við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2009 er á lokastigi, en það verður lagt fram á Alþingi 1. októ- ber nk. Embættismenn í fjármála- ráðuneytinu eru þögulir sem gröfin um innihald frumvarps, en ekki þarf mikinn talnaspeking til að komast að þeirri niðurstöðu að fjár- lögin verði með nokkrum tekju- halla, í fyrsta sinn síðan 2001. » 13 Kreppan kemur fram í fjárlagafrumvarpinu 117 milljarðar Tap af erlendum eignum 128 milljarðar Halli á viðskiptum við útlönd 496 milljarðar Erlendar skuldir hins opinbera

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.