Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „AUÐVITAÐ voru þetta mikil von- brigði,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ), þegar ljóst var að fyrsti sáttafundur við samninganefnd rík- isins eftir verkfall var árangurslaus. Á fundinum lögðu ljósmæður m.a. fram nýjar útfærslur á þeim hug- myndum sem þær hafa áður boðið fram en þær hlutu lítinn hljómgrunn að sögn Guðlaugar. „Það gekk hvorki né rak þannig að þetta er ennþá stál í stál.“ Fæðingar á fyrsta verkfallsdegi Fyrsta verkfall ljósmæðra skall á eftir miðnætti á miðvikudag. Því lýk- ur á miðnætti í dag en verður end- urtekið í næstu viku, og svo hverri viku út mánuðinn ef ekki semst. Á Landspítalanum höfðu níu fæðingar átt sér stað fyrir kvöldmat í gær og gengu þær vel fyrir sig að sögn læknis, þótt mikið álag hafi verið á starfsfólki. Þá megi allt eins búast við miklu álagi um helgina ef vera skyldi að þá komi upp minni háttar mál sem verðandi foreldrar hafi slegið á frest að leita lausna við í verkfallinu. Guðlaug segir neyðarmönnun nánast vera viðvarandi ástand á sængurkvennadeildum og það versni með hverju árinu. Með kjara- baráttunni nú vilji þær afstýra því að unnið verði undir neyðarmönnun í framtíðinni sem ástandið í verkfall- inu sé kannski aðeins forsmekkurinn að. „Ég er ansi hrædd um það. Það gilda engir undanþágulistar í fram- tíðinni svo horfurnar eru ekki bjart- ar ef við fáum ekki fleiri ljósmæður til starfa.“ Verkfallinu fylgja óhjákvæmileg óþægindi fyrir foreldra, ekki síst þar sem sængurlegudeildin Hreiðrið er lokuð. Ekki kom þó til þess í gær að konur þyrftu að víkja óvenju- snemma úr rúmi til að hleypa öðrum að á sængurkvennagangi. Öll grunn- þjónusta er áfram veitt þeim konum sem fæða og hefur Ljósmæðra- félagið einnig opnað stuðningslínu (571-0000) þar sem verðandi mæður geta leitað eftir stuðningi og upplýs- ingum frá ljósmæðrum. Stuðningurinn mikils virði Guðlaug segir mikinn styrk í þeim meðbyr sem ljósmæður finna fyrir frá samfélaginu. „Okkur berst ótrú- legur stuðningur úr öllum áttum og við erum mjög þakklátar fyrir það, ekki síst þeim skjólstæðingum okkar sem komnar eru að fæðingu en styðja okkur samt heilshugar. Þær vita hvers virði þessi þjónusta er.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Samstaða Ljósmæður eru samtaka í baráttunni og fjölmenntu í Borgartúnið þar sem samningafundurinn stóð í gær frá kl.10 til um 15.30. Verkfall stendur enn Sú þjónustuskerðing sem fylgir verkfalli ljósmæðra í gær og í dag gæti verið for- smekkur þess sem verður í framtíðinni ef engin endurnýjun verður í stéttinni MAÐURINN sem lenti í reiðhjóla- slysi á Akureyri á þriðjudagskvöld liggur nú á gjörgæsludeild Land- spítalans í Reykjavík en þangað var hann fluttur til aðgerðar eftir slysið. Líðan hans er stöðug, að sögn læknis, en hann hlaut alvarlega áverka á hálsi og mænu við fallið. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var á ferð um stíg í Kjarnaskógi ásamt hópi hjólreiðamanna sem stunda reglulegar hjólreiðaferðir saman þegar hann stakkst fram fyr- ir sig af hjólinu og fékk harða byltu. Með í hópnum voru læknir og hjúkrunarfræðingur og var því brugðist skjótt við slysinu. Ekki fengust nánari upplýsingar um hversu alvarlega maðurinn er slas- aður. unas@mbl.is Hjólreiða- maður á gjörgæslu Á ÖÐRUM degi verkfalls ljós- mæðra er nú hvatt til samstöðufundar á Austurvelli í dag. Í frétta- tilkynningu seg- ir að nú verði þjóðin að láta í sér heyra, en ljósmæðrum hefur þegar borist stuðningur frá fjölmörgum stéttarfélögum og samtökum. Að samstöðunni standa m.a. Fem- ínistafélag Íslands, Kvenréttinda- félag Íslands, Læknafélag Íslands, BHM, Kennarasamband Íslands, LMFÍ og Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Samstaðan hefst kl. 12.15. „Þjóðin styður ljósmæður“ Nýfætt Ljósmæður eru ómetanlegar. Hver eru laun ljósmæðra í dag? Meðalgrunnlaun ljósmæðra eru 306.000 krónur á mánuði, og þar með 73.511 kr. lægri en meðalgrunn- laun sex efstu félaga í Bandalagi há- skólamanna (BHM) Hvers krefjast þær? Ljósmæður vilja fá laun leiðrétt í samræmi við menntun og ábyrgð. Krafan er að launin verði sambærileg við laun annarra stétta með sam- bærilegan bakgrunn, en til þess þarf 24-25% hækkun grunnlauna. Sambærilegan bakgrunn? Já, ljósmæður eiga að baki langt nám, eitt það lengsta innan BHM, og vilja fá það metið að verðleikum eins og aðrar stéttir. Forkrafa inn í ljós- móðurnám er 4 ára hjúkrunarnám á BS-stigi. Að því loknu tekur við 2 ára nám á meistarstigi til embættis- prófs, alls 6 ára háskólanám. Hvað er í verkahring ljósmæðra? Ljósmæður annast fæðingarþjón- ustu, mæðravernd og sængurlegu. Hvert er næsta skref? Fjögur tveggja daga verkföll verða háð í september að óbreyttu og um mánaðamót verður allsherjarverkfall ef ekki hefur samist. Þá hafa fjöl- margar ljósmæður sagt upp og taka uppsagnirnar flestar gildi 1. október S&S MARGIR hafa ritað nafn sitt í minn- ingarbók um herra Sigurbjörn Ein- arsson biskup í Kirkjuhúsinu. Sig- urbjörn verður jarðsunginn á morgun. Ríkissjónvarpið sýnir frá útförinni og hefst útsending kl. 13.45. Á sunnudagskvöld verður sýndur þátturinn Herra Sigurbjörn Einarsson biskup – Minning. Morgunblaðið/Golli Ritað í minningarbók um herra Sigurbjörn ÖKUMAÐUR dráttarbíls slasaðist þegar flutningabíll, sem reyndi framúrakstur, rakst á hann við Gufuá, norðan við Borgarnes, um kl. sex í gærkvöld. Báðir bílar end- uðu utan vegar og skemmdust tals- vert að sögn lögreglu. Maðurinn var fluttur á heilsugæslu Borg- arness en er ekki alvarlega slas- aður. Slys varð í framúrakstri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.