Morgunblaðið - 05.09.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.09.2008, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                              Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TILRAUNABORANIR á Þeistareykjum geta farið fram samhliða heildarumhverfis- mati álversins á Bakka og tengdra framkvæmda. Að minnsta kosti er að mati emb- ættismanna ekkert í úrskurði umhverfisráðherra um að hið sameiginlega mat banni það. Skipulagsstofnun fer nú yfir hvort þetta sé hægt. Úrskurðurinn var krafa um að heildaráhrifum framkvæmdanna fjögurra yrði lýst áður en leyfi fengist fyrir hverri einstakri framkvæmd. „Að okkar mati er ekkert í þessum úrskurði um hið sameiginlega mat, sem útilokar að frekari rann- sóknir vegna framkvæmdanna fari fram áður en gengið er frá sameiginlegu mati á umhverfis- áhrifum,“ segir Magnús Jó- hannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu. Þar á bæ er því ekki gerður ágrein- ingur um orð Össurar Skarp- héðinssonar iðnaðarráðherra á þingi í fyrradag, þar sem hann kvað engin lög mæla gegn því að tilraunaboranir hefðu sinn eðlilega gang þrátt fyrir heild- armatið. Í gær skoraði stjórn Sam- orku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, á stjórn- völd að endurskoða úrskurðinn til að lágmarka skaðann sem af honum gæti hlotist. „Náist ekki ásættanleg niðurstaða í þeim efnum telur stjórn Samorku nauðsynlegt, með hliðsjón af alvarleika málsins, að dómstólar verði látnir skera úr um lögmæti úrskurðar ráðherra, vegna framtíðar- hagsmuna orkuiðnaðarins,“ sagði í ályktuninni. Hagsmunir Þeistareykja ehf. og Landsvirkj- unar eru þeir að rannsóknum megi halda áfram næsta sumar svo ferlið tefjist ekki um heilt ár. Því skiptir máli hvort rannsóknarboranir falli undir úrskurðinn eða ekki. Samkvæmt fyrr- greindum ummælum úr iðnaðar- og umhverf- isráðuneytinu falla þær ekki undir hann. „Fögnum orðum Össurar“ „Við fögnum orðum Össurar og gerum ekki ráð fyrir öðru en að þau standi,“ segir Franz Árna- son, stjórnarformaður Þeistareykja ehf. og Sam- orku. Frestist tilraunaboranir fram yfir næsta sumar tefst verkefnið um heilt ár. „Það er búið að leggja í þetta eitthvað sem nálgast 4 til 5 millj- arða. Í dag borga menn 22% vexti, svo þá geta menn alveg séð hvað þessir árstöf myndi kosta.“ Verði niðurstaða Skipulagsstofnunar jákvæð geta boranir haldið áfram um miðjan júní á næsta ári, ef veður leyfir. Mega bora meira á Þeistareykjum Magnús Jóhannesson Franz Árnason FYRSTA sprengjuhleðslan í Bolungarvíkur- göngum var sprengd í gær. Hvellurinn reið af Bolungarvíkurmegin, en það var Kristján Möller samgönguráðherra sem fékk þann heiður að sprengja munnann. Að því loknu var haldin stutt athöfn í Nátt- úrugripasafni Bolungarvíkur í boði ÍAV og Marti Contractors Ltd., sem framkvæma verkið. Göngin verða 8,7 m breið og 5,1 km löng. Sam- hliða gangagerðinni verða byggðir um 270 metra langir vegskálar, vegur lagður á 3,7 km kafla og tvær brýr smíðaðar. Samkvæmt útboði skal verkinu vera að fullu lokið 15. júlí 2010. Jarðvinna hófst við ganga- munnana beggja vegna í júlí. onundur@mbl.is Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Byrjað að sprengja Bolungarvíkurgöng Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ sendi í gær frá sér yfirlýsingu í kjölfar um- fjöllunar fjölmiðla um hugsanlegar bætur til fyrrverandi vistmanna á Breiðavík. Þar segir m.a. að ráðu- neytið harmi þá ákvörðun Breiðavík- ursamtakanna (BRV) að tjá sig op- inberlega án samráðs um drög að frumvarpi um bætur sem þeim hafi verið kynnt í trúnaði og séu aðeins vinnuskjal. Leitast sé við það að setja fram reglur sem tryggi að bætur sem þess- ar verði í samræmi við bótafjárhæðir á öðrum skyldum sviðum íslensks réttar. Ljóst sé að hugmyndir BRV um bótafjárhæðir séu fjarri því sem frumvarpið geri ráð fyrir en verið sé að fara yfir athugasemdir þeirra. BRV sendu í kjölfarið frá sér yf- irlýsingu þar sem segir að þau harmi framgöngu forsætisráðuneytisins. Þar segir að yfirlýsing ráðuneytisins sé í andstöðu við orð lögmanns þess sem hafi sagt að drögin hafi verið kynnt ríkisstjórninni og samþykkt þar. Á sama fundi, 11. ágúst, hafi samtökin verið beðin um trúnað í tvær vikur sem þau hafi virt. Síðan hafi engu verið hnikað til þrátt fyrir ítrekaðar athugsasemdir um bóta- fjárhæðir. BRV hafi ekki áhuga á að munnhöggvast við ráðuneytið um at- riði sem ekki lúta að kjarna málsins. Harma umfjöllun Breiðavíkursamtök áttu ekki að tjá sig um bætur að mati forsætisráðuneytis Í HNOTSKURN »Frumvarpsdrögin vorukynnt BRV 11. ágúst en þau biðu með fund til 3.sept. »Gert er ráð fyrir að bóta-fjárhæðir verði á bilinu 375-2.085 þúsund krónur. FRÁ og með 1. október munu fjórir félagsliðar í Kópavogi hefja störf við heimahjúkrun. Samningur þess efnis var undirritaður í gær en hann er gerður milli Kópavogs- bæjar og Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins. Fjármunir betur nýttir Félagsliðarnir munu starfa undir heilsugæslunni Hamraborg en um er að ræða lið í því átaki að sam- þætta þjónustu ríkis og sveitarfé- laga á þessu sviði. Félagsliðarnir munu sinna félagslegum þætti heimahjúkrunarinnar, sem rekin er af ríkinu, en félagsleg heimaþjón- usta fellur undir sveitarfélagið. Að sögn Þórs Jónssonar, upplýs- ingafulltrúa Kópavogsbæjar, unnu menn áður hver á sínum stað, sveit- arfélögin annars vegar og heilsu- gæslan hins vegar. „Nú taka þeir aðilar höndum saman í því skyni að bæta þjónustuna við fólkið til að nýta fjármunina í þessa þjónustu betur en gert var.“ Aðalsteinn Sigfússon, félags- málastjóri í Kópavogi, segir ekki vanþörf á aðstoð við heimahjúkrun. Að meðaltali sé tvö hundruð ein- staklingum sinnt í hverjum mánuði. Sumir fái aðstoð hálfsmánaðarlega en aðrir allt upp í þrisvar til fjórum sinnum á dag. ylfa@mbl.is Félagsliðar létta undir með heima- hjúkrun HANNA Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri lagði á borgarráðs- fundi í gær fram tillögu um að sviðsstjórum ÍTR og menntasviðs yrði falið að leiða vinnu við gerð til- lagna um hvernig leysa megi mann- eklu og að- stöðuvanda frístundaheimila í borginni. Mark- miðið er að tryggja sem flestum börnum á aldrinum 6-9 ára fjöl- breytt frístundastarf eftir að skóla- starfi lýkur á daginn. Tillagan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi borgarráðs að viku liðinni. Leitað verður leiða til að efla og samþætta störf sviðanna auk skóla og frístundaheimila í þessu skyni. Jafnframt verða kannaðar fjöl- breyttar lausnir varðandi rekstur frístundaheimilanna svo sem með samstarfi við félagasamtök, íþróttafélög og aðra. Vandi frí- stundaheimil- anna ræddur FORGANGSREIN strætisvagna á Miklubraut milli Skeiðarvogs og Kringlunnar var malbikuð rauð í gær. Áður hafa verið gerðar til- raunir með rauðar akreinar en lit- urinn farið af þeim. Í þetta skipti er hins vegar vandað til verks því rautt granít frá Skotlandi var sérstaklega flutt inn til verksins. Samkvæmt til- kynningu frá Reykjavíkurborg er malbikið blandað járnoxíði, svo yf- irborð vegarins verði enn rauðara. Aukakostnaður vegna þessa er um átta milljónir. Með þessu er verið að tryggja að rauði liturinn haldist þeg- ar malbikið slitnar. Morgunblaðið/Golli Forgangur Ökumenn sjá nú rautt fari þeir inn á akreinar strætisvagna. Rautt, skoskt granít notað í forgangsreinar Strætó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.