Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fundi með Shimon Peres, forseta Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórn- arinnar, sl. miðvikudag. Á fundunum var m.a. fjallað um friðarhorfur í Mið-Austurlöndum, skv. upplýsingum forsetaskrifstofunnar. Um var að ræða fyrstu heimsókn forseta Íslands til heima- stjórnarsvæða Palestínumanna. Ólafur Ragnar hitti Shimon Peres að morgni í forsetahöllinni í Jerúsalem en síðdegis fór hann til Ramallah, höfuðborgar Palestínusvæðanna, og hitti Mahmoud Abbas. Á fundinum með Peres var m.a. fjallað um aukið samstarf Íslendinga við ríki í Mið-Austurlöndum og framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Peres ræddi ítarlega um friðarhorfur í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas bauð Ólafi Ragnari að koma til fundar við sig í höfuðstöðvum heimastjórn- arinnar í Ramallah. Bauð Abbas Ólafi Ragnari að koma innan tíðar í nokkurra daga heimsókn til heimastjórnarsvæða Palestínumanna til að kynna sér aðstæður, viðhorf íbúanna og sögu- fræga staði kristninnar. Abbas fjallaði ítarlega um friðarviðræðurnar sem fram hafa farið. Enda þótt stjórnmálaástandið í Ísrael og kjör á nýjum forsætisráðherra þar kynni að tefja gang mála taldi Abbas að verulegur árangur hefði nú þegar náðst í mörgum málaflokkum. Skapast hefði grundvöllur sem gæti leitt til formlegra frið- arsamninga. omfr@mbl.is Friðarhorfur Mið-Austurlanda ræddar  Forseti Íslands átti fundi með Shimon Peres og Mahmoud Abbas í Jerúsalem og Ramallah  Forsetinn fékk boð um að koma innan tíðar í heimsókn til heimastjórnarsvæða Palestínumanna Í HNOTSKURN »Ólafur Ragnar ogMahmoud Abbas ræddu m.a. um framlag smárra þjóða til friðarviðræðna og jákvæðrar þróunar í alþjóða- málum. »Abbas bauð forseta aðkoma innan tíðar í nokk- urra daga heimsókn til heimastjórnarsvæða Palest- ínumanna. »Shimon Peres sagði aðaukin umsvif í atvinnulífi og viðskiptum milli þjóða í Mið-Austurlöndum væru ár- angursríkasta leiðin til frið- ar Við höfuðstöðvarnar Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna, bauð Ólafi Ragnari að koma til fundar við sig í höfuðstöðvum heimastjórnarinnar í Ramallah á Vesturbakkanum. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SVO gæti farið að tekjur íslenska ríkisins af skattlagningu á olíu- vinnslu á Drekasvæðinu muni þegar fram í sækir skila þúsundum millj- arða króna í þjóðarbúið, ásamt því að verða veruleg búbót fyrir vænt- anlega þjónustuaðila á Austurlandi. Óvissuþættirnir eru hins vegar mýmargir og eins og kom fram á ráðstefnu iðnaðarráðuneytisins og Orkustofnunar um Drekasvæðið í Reykjavík í gær er allt of snemmt að segja til um hversu gjöfular hinar ónýttu olíulindir muni verða. Norðmaðurinn Terje Hagevang, einn sérfræðinga Sagex Petroleum, fyrirtækis sem hefur túlkað gögn um olíuleit með hljóðendurvarps- mælingum á svæðinu, er hins vegar bjartsýnn og áætlar að þar megi vinna ígildi 10 milljarða tunna af ol- íu, þar af tvo þriðju hluta gas, eða helming þess magns sem ætla má að sé á Jan-Mayen-svæðinu öllu. Til samanburðar er heimsnotkunin nú um 33 milljarðar tunna á ári. Reynist þetta rétt er um gífurlega hagsmuni að ræða og miðað við að olíutunnan fari á hundrað Banda- ríkjadali á vinnslutímanum er verð- mæti þessa magns 85.000 milljarðar króna, miðað við núverandi gengi. Ýmis jarðfræðileg líkindi eru með Drekasvæðinu og öðrum olíu- auðugum svæðum í Norður- Atlantshafi og er Jørgen A. Bojesen- Koefoed, sérfræðingur hjá Jarð- fræðistofnun Danmerkur og Græn- lands, í hópi þeirra sem telja að góðar líkur séu á að þar leynist olía. Allt að 40% olíuskattar Inntur eftir því hvernig ríkið hyggist skattleggja olíuvinnsluna segir Þórarinn Sveinn Arnarson, sérfræðingur hjá Orkustofnun, að miðað við núverandi hugmyndir verði fyrirtækjunum gert að greiða 15% tekjuskatt og svo þrepaskiptan vinnsluskatt upp að 7,5%, að því gefnu að hagnaður fyrirtækjanna sé enn undir 20% af vinnslukostn- aðinum. Fari hagnaðarhlutfallið yfir það muni skatturinn hækka í þrep- um, upp í allt að 40% af tekjunum. Máltækið ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið á hins vegar einkar vel við í þessu samhengi. Þannig bendir Jan-Egil Arne- berg, hjá fyrirtækinu Bayerngas í Noregi, á að á þessu stigi sé óraun- hæft að ætla að vinna megi gas í miklum mæli á Drekasvæðinu, nema þá að þar finnist mjög stórar gas- lindir, af stærðargráðunni 150 til 200 milljarðar rúmmetra, sem sé stórt á norskan mælikvarða. Hugsanlegt sé að í framtíðinni muni koma fram hagkvæmar aðferð- ir við að flytja gas á svo miklu dýpi og svo fjarri landi, svo sem með því að vinna úr því gervidísilolíu, sem síðan yrði flutt á olíutankskipum. Hvað snerti olíulindirnar kveðst Arneberg ætla að þær þurfi að vera drýgri en 200 milljónir tunna hver til að réttmæta vinnslu á þessu stigi, en það magn svarar til um tveggja daga heimsnotkunar um þessar mundir. Hann segir margt leggjast á eitt um að gera aðstæður á Drekasvæð- inu erfiðar. Milli 200 og 400 km séu til lands frá svæðinu og dýpið þar að meðaltali um 1.500 metrar. Morgunblaðið/Kristinn Í ræðustól Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra bauð erlend olíufyrirtæki velkomin til samstarfs á ráðstefnunni um Drekasvæðið í Reykjavík í gær. Olíuhappdrætti að hefjast  Olíuskattar gætu skilað íslenska ríkinu þúsundum milljarða króna í framtíðinni  Sérfræðingur telur að ígildi 10 milljarða olíutunna sé að finna á Drekasvæðinu INNHEIMTUSTOFNUN sveitarfé- laga hefur flutt starfsemi sína á Flateyri. Aðalskrifstofan er enn í Reykjavík en stofnunin sér um inn- heimtu meðlaga fyrir sveitarfélög landsins. Í vetur sl. ákvað stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að flytja hluta starfseminnar til Ísa- fjarðar. Í kjölfarið var afráðið að setja upp starfsstöð á Flateyri með þremur starfsmönnum í byrjun. Þeir hófu störf 1. september sl. og eru Guðríður R. Kristjánsdóttir á Flateyri, Daðína M. Helgadóttir úr Dýrafirði og Ólafur Hall- grímsson lögfræðingur, búsettur á Ísafirði. Stjórnarformaður Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga er Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ. ylfa@mbl.is Innheimtu- stofnun flyst til Flateyrar BORGARRÁÐ hefur að tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borg- arstjóra skipað fimm manna starfs- hóp til að ljúka gerð siðareglna fyr- ir kjörna fulltrúa á vegum borgarinnar. Magnús Þór Gylfa- son, aðstoðarmaður borgarstjóra, veitir starfshópnum formennsku. Aðrir fulltrúar í hópnum eru borg- arfulltrúarnir Gísli Marteinn Bald- ursson, Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir. Hafa á sam- ráð við Samband íslenskra sveitar- félaga, Siðfræðistofnun Íslands og fleiri. Starfshópnum er falið að skila niðurstöðum sínum 1. desember nk. Falið að semja siðareglur HANNES Hlífar Stefánsson leiðir í meistaraflokki á Skákþingi Ís- lands þegar tvær umferðir eru eft- ir. Áskor- endaflokki er lokið og höfðu Sigurbjörn Björnsson og Omar Salama sigur. Þau Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Patrekur Maron Magnússon, bæði fædd 1993, náðu þar eftirtektarverðum ár- angri, sjötta og níunda sæti. Hannes leiðir á skákþinginu Jóhanna Björg Jóhannsdóttir Hvenær hefjast tilraunaboranir? Hinn 15. janúar nk. verður rétturinn til olíuleitar á Drekasvæðinu boðinn út og er stefnt að því að niðurstöður útboðsins liggi fyrir í lok næsta árs. Eftir það fer í hönd nokkurra ára tímabil ítarlegri könnunar með hljóð- endurvarps- og bylgjubrotsmæling- um áður en tilraunaborarnir hefjast. Hvað svo? Nokkur ár geta liðið þar til tilrauna- boranir á vel völdum stöðum leiða til fundar á olíulind sem hagkvæmt er að hefja olíuvinnslu í. En þar með er ekki öll sagan sögð, því þá þarf að bóka olíuborpalla og hefjast handa við uppbyggingu innviða. Hvenær hefst svo vinnslan? Að mati Jan-Egils Arnebergs hjá Bayerngas í Noregi er ekki óraun- hæft að ætla að í tilviki Drekasvæð- isins muni líða 16 ár þar til vinnsla hefst þar að fullu, að því gefnu að ol- ía finnist þar í nægjanlegu magni. Hann segir útilokað að spá um hvort olíuverð haldist yfir 100 dali tunnan. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.