Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 7 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is TÖLUR frá Seðlabanka Íslands um viðskiptahalla Íslands við útlönd á öðrum ársfjórðungi gætu vakið er- lenda fjárfesta til alvarlegrar um- hugsunar um ástand efnahagsmála hér á landi, að mati Ásgeirs Jóns- sonar, forstöðumanns greiningar- deildar Kaupþings. „Ég hef af því áhyggjur hvað ger- ast mun á morgun [í dag] þegar markaðir bregðast við tölum sem þessum.“ Viðskiptajöfnuður mældist á öðr- um fjórðungi þessa árs neikvæður um 128,1 milljarð króna, en við- skiptajöfnuður er mismunur útflutn- ings vöru og þjónustu að viðbættum svokölluðum þáttatekjum auk ann- ars. Viðskiptahallinn nú er umtals- vert meiri en hann var fyrir ári eða á fyrsta fjórðungi þessa árs og skýrist munurinn einmitt að mestu af hinum svokölluðu þáttatekjum. Í einföldu máli eru þáttatekjur tekjur af eign- um Íslendinga erlendis og er því ljóst að umtalsvert tap hefur orðið á þeim á tímabilinu. Þáttatekjur voru neikvæðar upp á um 20,5 milljarða á fyrsta ársfjórð- ungi, en voru á öðrum fjórðungi nei- kvæðar upp á 117,7 milljarða, sem er 470% aukning milli fjórðunga. Afskriftir hafa áhrif Tveir þættir hafa þar megináhrif til aukningar hallans, ávöxtun af eignum erlendis og vaxtagjöld. Ávöxtun eigna var á fyrsta ársfjórð- ungi jákvæð upp á um þrjátíu millj- arða króna og skýrist það m.a. af því að á því tímabili koma til greiðslu arðgreiðslur vegna ársins á undan. Á öðrum ársfjórðungi var þessi liður hins vegar neikvæður um 61 milljarð króna og er munurinn á milli fjórð- unga því ríflega níutíu milljarðar. „Ekki er ólíklegt að hér spili inn í afskriftir fyrirtækja í eigu Íslend- inga erlendis,“ segir Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri upp- lýsingasviðs Seðlabanka Íslands. „Ekki er langt síðan greint var frá því að Askar Capital, sem flutt hafa alla sína starfsemi til Svíþjóðar, hafi neyðst til að afskrifa fjárfestingar fyrir umtalsverðar fjárhæðir og hafa slíkir atburðir áhrif á þennan lið.“ Þá hafa fyrirtæki í eigu Íslendinga eins og Sampo og Storebrand tapað umtalsverðu fé á lækkunum hluta- bréfa erlendis og hefur það neikvæð áhrif á afkomu þeirra og kemur fram í þáttatekjuliðnum. Skuldastaðan versnar Seðlabankinn birti í gær jafnframt tölur um erlenda stöðu þjóðarbúsins og kemur þar fram að hrein staða við útlönd versnaði um 27 milljarða króna og er nú tæpir 2.100 milljarð- ar. Skuldir jukust um 6,5% og eru nú 10,5 milljarðar, en það skýrist m.a. af kaupum erlendra fjárfesta á íslensk- um skuldabréfum. Viðskiptahalli við útlönd eykst um 128 milljarða Tölurnar ekki sagðar draga upp rétta mynd af fjármagnsstreymi til og frá landinu.         !!"   !!#   !!$   !!%   !!&   !!'   ( )* BORGARRÁÐ fagnar samningi Reykjavíkurborgar og félagsmála- ráðuneytisins um þjónustu við geð- fatlaða, sem lagður var fram í borgarráði í gær. Að honum stend- ur einnig Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík. Í bókun borgarráðs segir að samningurinn marki tímamót í nærþjónustu við geðfatlaða og veiti þeim nauðsynlegan stuðning. Þá takist Reykjavíkurborg á hendur aukna ábyrgð í málaflokknum. Þjónusta við geðfatlaða 72 ÁRA karlmaður fannst látinn í trillu sinni sem hafði strandað við malarnámurnar á Geldinganesi á miðvikudagskvöld. Lögreglan fékk tilkynningu um málið kl. 19.40 og sendi lögregluþjóna ásamt sjúkra- liði og björgunarsveitamönnum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg á staðinn. Að sögn lögreglu höfðu veikindi valdið andláti mannsins. Fannst látinn í Geldinganesi LÖGREGLAN tók 250 grömm af kókaíni í íbúð í miðbæ Reykjavíkur á miðvikudag og handtók þrjá menn á staðnum. Kókaínið var ætl- að til sölu. Þessu til viðbótar var maður á sextugsaldri stöðvaður á Laugavegi með 15 grömm af fíkni- efnum á sér. Þá var álíka magn tek- ið af manni í Vesturbænum og loks voru tveir menn teknir með 35 grömm af fíkniefnum í Árbæ. Teknir með fíkniefni „ÉG hef aldrei séð útreikninga sem þessa áður og draga þeir ekki upp rétta mynd af fjármagnsstreymi til og frá landinu, sem þeir eiga jú að gera,“ segir Ásgeir Jónsson. „Grundvallaratriði í þjóðarbók- haldi sem þessu er að viðskiptajöfn- uður og fjármagnsjöfnuður eigi að stemma og mismunur komi fram í hreyfingum á gjaldeyrisforða Seðlabankans. Það hefur að mínu viti aldrei gerst áður að í tölum sem þessum sé bæði viðskipta- og fjár- magnsjöfnuður neikvæður og það svo afgreitt með skekkjulið upp á heila 184 milljarða króna,“ segir Ásgeir. Hætta sé á að tölurnar verði rangtúlkaðar erlendis. Stemmir ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.