Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Við verðum að fara að hætta að hittast svona, dæla mín, viðskiptaráðherra er farið að gruna eitthvað. VEÐUR Steingrímur J. Sigfússon brásthinn versti við á Alþingi í fyrra- dag þegar Össur Skarphéðinsson neri honum því um nasir að hann hefði bæði stutt virkjanir í neðri- hluta Þjórsár og álver á Keilisnesi.     Steingrímur sagði að Össur hefðilogið upp á sig: „Hæstvirtur ráðherra veit auðvitað vel að ég hef ekki þau sjón- armið sem hann ber upp á mig en hann gerir það samt.“     Hvað hefur for-maður VG sagt um Þjórsá og Keilisnes?     Í umræðum á Al-þingi um fyrirhugað álver á Keil- isnesi 15. október 1990 sagði hann: „Og þá tel ég reyndar að við getum með stolti sýnt fram á að með því að slík álframleiðsla færi fram á Ís- landi og orkan væri raforka en ekki kol eða olía og að hér væru ýtrustu hreinsunartæki notuð drifin með raforku, þá væri hér um það bil eins lítil mengun við álframleiðslu og hægt væri að hugsa sér yfirleitt í heiminum. Og þá er það að sjálf- sögðu jákvæð niðurstaða í stærra samhengi séð að þetta sé gert hér en t.d. ekki annars staðar þar sem orkugjafarnir væru kol eða olía.“     Og 22. nóvember 2005 sagðiSteingrímur á þingi: „Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hag- kvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði.“     Aldrei skal neitt vera að markahann Össur. STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Hvað sagði Steingrímur? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                !!"          :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                      *$BC                             *! $$ B *! # $ % & $ &' (  "& ) " <2 <! <2 <! <2 # (&% * !+,- ".  D$ -                   6 2  E    8   !     "       "    #     $% "  *    B  !  &#'(    %   #     %  )         *   /    !   #+(    %       +#( " )    %     /  "00 "& 1' " - "* ! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR „FRAM hefur komið í máli þá- verandi borgar- stjóra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar, að ferðin hafi ekki verið farin í boði fyrirtækis, hún hafi verið far- in í boði vinar og félaga til áratuga og að honum hafi verið ókunnugt um aðkomu tilvitn- aðs fyrirtækis að Miðfjarðará. Miðað við þau svör má ljóst vera að þáver- andi borgarstjóri braut ekki gegn reglum Reykjavíkurborgar.“ Þetta segir í svari Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borgarstjóra við fyrirspurn í borgarráði um laxveiðiferð fyrrver- andi borgarstjóra í Miðfjarðará. Þar segir að skv. innkaupareglum sé starfsmönnum borgarinnar og fulltrúum í nefndum, ráðum og stjórnum hennar óheimilt að þiggja boðsferðir sem tengjast viðskiptum við borgina nema með sérstakri heimild borgarstjóra hverju sinni. Sams konar ákvæði sé í innkaupa- reglum OR. Braut ekki reglur borg- arinnar Svar um laxveiðiferð birt í borgarráði Hanna Birna Kristjánsdóttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA er eiginlega ekki svaravert. Um er að ræða upphlaup hjá honum Audun Maråk [fram- kvæmdastjóra samtaka norskra útgerðarmanna, Fiskebåt] eins og svo oft áður,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um kröfur Fiskebåt þess efnis að norsk stjórnvöld setji innflutningsbann á mjöl og lýsi frá Íslandi vegna utankvótaveiða Ís- lendinga á makríl. Á vefsvæði Fiskebåt segir Maråk að Íslending- ar hafi engin veiðiréttindi í makríl en þrátt fyrir það hafi þeir veitt nærri 100 þúsund lestir af honum án þess að koma að stjórn á veiði úr sameiginlegum makrílstofni. „Mest af makrílnum, sem ís- lensk skip veiða, fer í mjöl- og lýsisframleiðslu á Íslandi,“ seg- ir Maråk og einnig að Íslend- ingar séu enn á ný að hefja ut- ankvótaveiðar á fiskistofnum til að reyna tryggja sér veiði- kvóta. Hvetur hann því stjórn- völd til að banna innflutninginn og vonar að ESB fylgi því eftir með sams konar takmörkunum. Friðrik segir Íslendinga í fullum rétti til að veiða innan lögsögu sinnar og segir furðulegt að Maråk komi fram með þetta „rugl“. „Við tökum þetta ekki alvarlega og raunar er svona upphlaup eitthvað sem við eigum að venjast frá þessum manni. Hann virðist alltaf missa sig þegar hug- urinn reikar til Íslands. Fyrir nokkru sagði hann okkur þurfa að sýna fram á að það væri makríll innan lögsögunnar.“ Friðrik segir að hann hafi óskað eftir að fá að koma að samningum um makrílstofninn en því hafi verið hafnað. „Og þeir hafa ekki boðið okkur að sækja fund sem haldinn verður í lok október um stjórn markrílveiða.“ „Tökum þetta ekki alvarlega“ Framkvæmdastjóri LÍÚ segir kröfu Fiskebåt um innflutningsbann furðulega Friðrik J. Arngrímsson STARFSFÓLK og nemendur Há- skólans í Reykjavík fögnuðu tíu ára afmæli skólans í gær. Í tilefni dags- ins var hleypt af stokkunum sam- starfsverkefni HR-inga í þágu al- mannaheilla. Verkefnið nefnist Fræið og snýst um að skólinn bjóði þeim sem starfa í þágu almannaheilla starfskrafta sína og þekkingu. Með því vilja nem- endur og starfsfólk stuðla að aukn- um lífsgæðum í samfélaginu og jafn- framt skapa gott fordæmi um samfélagslega ábyrgð fólks og fyr- irtækja. Dæmi um verkefni sem HR-ingar vilja taka að sér eru seta í stjórnum samtaka, markaðsmál, vöruþróun og kostnaðargreining fyrir vinnustaði fatlaðra og ráðgjöf í stefnumótun og samningatækni. Gert er ráð fyrir að stærri verk- efni geti hópar nemenda og kennara unnið í sameiningu. Morgunblaðið/Kristinn Rektor Svafa Grönfeldt fagnaði afmælinu ásamt starfsfólki og nemendum. Góðgerðastarf hafið á stórafmæli háskólans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.