Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 11 FRÉTTIR AUKIN byggð á þessu svæði um- hverfis Smáralind og í nágrenni kallar á viðamiklar umferðar- lausnir. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa látið vinna áfangaskýrslu þar sem er að finna umferðarspá í tengslum við breytingarnar. Spáin hefur verið kynnt með skipulags- breytingunni við aðalskipulag Glað- heimasvæðisins og greinir frá um- ferðarsköpum með umræddri uppbyggingu. „Meira að segja tekur framtíðar- sýn okkar um svæðið við Dalveg og Nónhæðina, Glaðheimasvæðið og væntanlega þéttingu byggðar við Smáralindina,“ segir Smári Smára- son, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar. Úrlausnir sýna að svæðið verður greiðfært með þeim umferðar- lausnum sem koma skulu. „Annars værum við ekki að leggja af stað með framtíðarsýn um svæðið ef við hefðum ekki umferðarlausnir á hreinu,“ segir Smári. Umferðar- spáin hefur verið lögð fyrir sam- vinnunefnd svæðisskipulags höfuð- borgarsvæðisins, sem hefur sam- þykkt áætlunina. Samþykki Vega- gerðarinnar þarf svo til á seinni skipulagsstigum. Í takt við áform Vegagerðarinnar og skipulagsáætlanir breytist Reykjanesbrautin, hún mun breikka þar sem hún liggur fram hjá Smára- lindinni. Smári leggur áherslu á að allar þessar breytingar séu framtíð- arsýn og muni eiga sér stað á „löngum“ tíma. Svæðisskipulagið nær fram til ársins 2024. Svæðið greiðfært LÖNGUM hefur verið uppi orðróm- ur um að rífa eigi Smáratorg 1. Elko var í húsinu til skamms tíma en hefur flutt sig um set, yfir götuna í verslunarmiðstöðina Lindir. Einnig er í húsinu verslunin Egg en fram hefur komið að sú verslun mun fara. Orðrómurinn hefur verið að þarna eigi að rísa turn í stað núverandi húsnæðis. Björn Jakob Björnsson, lögfræð- ingur fasteignafélagsins SMI, sem á og rekur húsnæðið, fullyrðir að ekki standi til að rífa það. „Ég get stað- fest það hér og nú að þetta er bara orðrómur,“ segir Björn. „Við höfum heyrt þetta hérna innanhúss líka en þetta á sér ekki stoð í neinu.“ Þeir hlutar hússins sem nú standa auðir munu fara í útleigu á ný. Því 2.000 fermetra húsnæði sem Elko var í áður hefur verið skipt upp og verður leigt í tveimur 1.000 fer- metra hlutum. Björn vildi ekki upp- lýsa hvaða verslanir mundu koma í húsnæðið en sagði þó að annar hlut- inn hefði þegar verið leigður. „Hitt er í góðri vinnslu,“ segir Björn. „Svo er hitt, með verslunina Egg, við höfum ekkert heyrt um það nema í fjölmiðlum, að þeir ætli að minnka sín umsvif. Við höfum ekki fengið frá þeim formlega að þeir óski eftir að segja upp leiguhúsnæð- inu.“ Rúmfatalagerinn verður áfram á Smáratorgi 1. Smáratorg stendur FRÉTTASKÝRING Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi halda ótrauð áfram uppbyggingu í og við Smáralindina og þar um kring. Á Glaðheimasvæðinu, austan Reykjanesbrautar og á móts við Smáralind, hefur verið samþykkt breyting á svæðisskipulagi. Að sögn Smára Smárasonar, skipu- lagsstjóra hjá Kópavogsbæ, er þar um að ræða fyrstu breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæð- isins sem fer í ítarlegra kynning- arferli en almennt gerist. Svæð- isskipulagsbreytingin felur í sér að í stað núverandi hesthúsa komi miðbæjarsvæði, svokallaður svæð- iskjarni. Áætlað er að á svæðinu, sem tekur til um 12,6 hektara, verði byggðir um 158.000 fermetr- ar, þar af 130.000 fermetrar af verslunar- og þjónustuhúsnæði og 245 íbúðir eða um 28.000 fermetr- ar. Aðalskipulag svæðisins er núna í kynningu og deiliskipulagsvinna í mótun. Hinum megin við Fífuhvamms- veg, á móts við Smáratorg, var ný- lega tekið í notkun verslunarhús- næðið Lindir. Nú er verið að auglýsa þar breytt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir sjö og níu hæða byggingu í suðurhluta Skógarlindar nr. 2. „Heildarstækkun frá sam- þykktu deiliskipulagi er ekki meira en 3.000 fermetrar,“ segir Smári. Hann tekur þó fram að breytingin sé í kynningu. „Ég man ekki eftir deiliskipulagi sem ekki hefur mót- ast eitthvað í kynningarferlinu,“ segir hann. Beint á móti, í átt að Garðabæ, er þegar í byggingu þriggja hæða verslunar- og þjón- ustuhúsnæði. Það gefur auga leið að huga þarf vel að umferðarmannvirkjum í tengslum við fyrirhugaðar fram- kvæmdir og mjög fjölbreyttar að- gerðir eru í gangi til að mæta auknum umferðarþunga. Fyrir liggja tillögur að úrlausn- um í gatnakerfinu með hliðsjón af skipulagshugmyndunum og þegar hefur verið hafist handa við mis- læg gatnamót við Arnarnesveg og Reykjanesbraut. „Sá áfangi og lagning Arnarnesvegar frá Reykja- nesbraut að Fífuhvammsvegi við kirkjugarðinn í Kópavogi hefur mikið að segja og einnig er unnið að því að gera veg fyrir bílaumferð undir Reykjanesbraut við hús- næðið sem Rúmfatalagerinn er í á Smáratorgi. Þar kemur Digranes- vegur til með að tengjast Linda- hverfinu og greiða fyrir umferð um svæðið.“ Morgunblaðið/Ómar Vandast málið Hluti af umræddu svæði. Til vinstri má sjá nýbyggða verslunarmiðstöð, Lindir. Til hægri er Glaðheimasvæðið, sem verður mjög þétt byggt. Enn þéttist byggðin  Fjölbreyttar aðgerðir eru í gangi til að mæta auknum umferðarþunga  Byrjað á mislægum gatnamótum við Arnarnesveg og Reykjanesbraut                   !  "       #  "$  % &         ' ( )  * -. -. /  0 1 2 3 1  45( 6 -. 5( 6 +,#! # 4                       !     " 45( 6 #          !!!  $%& "'      (() *   !  " +    (( %,-!   !   " .&  .% !   /   0  1*  .&" 23     /   /         * / 0 *!   )    .&,.% " SAMFYLKINGIN hefur frá upphafi varað við miklu byggingarmagni við Smáralindina og í nágrenni hennar, að sögn Jóns Júlíussonar, sem er í skipulagsnefnd Kópavogsbæjar, fyrir hönd Samfylkingar. „Í ljósi þess hvað svæðið var keypt dýru verði þarf að byggja t.d. Glað- heimasvæðið mjög þétt. Við gagnrýndum upp- kaupin á landinu, sem gerð voru rétt fyrir kosningar 2006. Þau eru orsök þess hversu langt menn teygja sig með byggingarmagnið.“ Ekki hafi verið sýnt fram á raunhæfar umferð- arlausnir í tengslum við þessa gríðarmiklu uppbyggingu á öllu svæðinu „… með öðru en 10-12 akreinum á Reykjanesbraut meðfram Smáralindinni“. Miðað við magnið sé gert ráð fyrir að mesti umferðar- þungi á Íslandi verði á þessu svæði. „Á bilinu 105- 110.000 bílar á sólarhring,“ segir Jón. Samfylkingin hafi bent á að ekki eingöngu byggðin sem er nálægt muni finna fyrir umferðarþunganum „… heldur líka Suðurhlíð- arnar og Hjallahverfið, Lindasvæðið og íbúar Smáranna. Þeir verða varir við niðinn og mikla mengun sem kemur frá umferðinni.“ Jón segir þær umferðarlausn- ir sem stungið hafi verið upp á þýða að umferð- armannvirkin verði „gífurleg“. Samfylkingin er ekki á móti því að byggt verði á svæðinu, spurningin snúist um „hæfilegt byggingar- magn en ekki allt of þétt“. Jón bendir á að hugmyndir hafi verið settar fram um byggð á óbyggðum lóðum upp á tugi þúsunda fermetra sunnan Smáralindar og jafnvel tvo til þrjá turna í viðbót. „Uppi eru hugmyndir hjá lóðarhöfum Smáralindar um að byggja 25-26 hæða turn fyrir sunnan Smára- lind,“ segir hann. Hugmyndirnar hafa verið kynntar í skipulagsnefnd en settar á bið vegna hinna sveitarfélaganna í svæðisskipulags- ráðinu. „Þar vilja menn sjá skipulagið í heild sinni en ekki lóð fyrir lóð.“ Jón segir að í síðustu tveimur til þremur um- ferðarskýrslum hafi verið reynt að taka tillit til framkominna hugmynda. „En það eru að sjálf- sögðu spár en ekki hinn blákaldi veruleiki,“ segir hann. Þegar er einn turn risinn, sá á Smáratorgi, einn er í byggingu við Smáralindina og sam- þykktur hefur verið turn við Bæjarlind 10, upp á 10-12 hæðir. Á Glaðheimasvæðinu hafa verið lagðar fram hugmyndir um tvo stóra turna, jafnvel þrjá, að sögn Jóns, yfir 30 hæðir, og tvær íbúðarblokkir upp á 10-12 hæðir. „Því til viðbótar tvö til þrjú háhýsi sunnan Smáralind- ar, þá erum við komnir með níu háhýsi, og 10 með þessu í Skógarlindinni,“ segir Jón. Umferðarmannvirkin „gífurleg“ Jón Júlíusson SVÆÐIÐ milli Smárans og Mjóddarinnar er skilgreint sem svæðiskjarni. Miðbær Reykjavíkur telst í svæð- isskipulagi höfuðborgarsvæð- isins vera landskjarni sem þjónustar næsta nágrenni og landið allt en svæðiskjarni er skilgreindur á eftirfarandi hátt: „Gert er ráð fyrir einum svæðiskjarna í Smáranum sem er í samræmi við að- alskipulag Kópavogs og fær þýðingarmikið hlutverk í krafti stórra verslunarmið- stöðva. Gengið er út frá því að Mjóddin og Smárinn renni saman og myndi einn kjarna sem liggur vel við umferð- armannvirkjum og beinum tengslum við Reykjanes- braut.“ Frá Mjódd að Smára skilgreint sem svæðiskjarni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.