Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI             !  " # $%& '() *)  +) (  ,(    -   "        !   '      ,( ( .       /    0 -  # -  # . (( (  1  2 3    , 2  (   # . (( (  /  # $%& '() *)  +) (   +4+' +4!5 ,   0 -  # -  # . (( ! . -  1  2 3    , (   # . (( ! . -  /  # $%& '() *)  +) (  ! +4+' +4! 6    $%& '() *)  +) (    " 7 5 " 8 .2     " # $%& '() *)  +) (    9 : . ( 9 55 ;3 .    ( - "         7 0  # # .#  9 : . ( 9 ;3 .  #  9 <<<  9  (  ;3 . 9 5 "   1=&/; +>'+4 /':/ ,? Borga meira ekki minna Sjúkratryggingafrumvarpið var af- greitt úr heilbrigðisnefnd í gær en Framsókn og VG skrifa ekki undir nefndarálit meirihlutans. Gert er ráð fyrir að Sjúkratryggingastofn- un, sem á að annast kaup á heil- brigðisþjónustu fyrir ríkið, muni einnig hafa eftirlit með gæðum og árangri þeirra sem samið er við. Deilt hefur verið um ákvæði í frum- varpinu sem veitir ráðherra heimild til að kveða nánar á um kostn- aðarþátttöku stofnunarinnar og áhyggjur verið uppi um að það verði nýtt til að minnka fé til mála- flokksins. Í áliti meirihlutans segir hins vegar að þetta lúti aðeins að því að auka kostnaðarþátttöku, en ekki að draga úr henni. Eitt gangi yfir alla Ríkisstjórnin er farin að ganga svo langt að líta á að löggjafarvaldið sé í hennar höndum, sagði Krist- inn H. Gunn- arsson, Frjáls- lyndum, á þingi í gær og var ósáttur við bráðabirgðalög viðskiptaráð- herra um hækk- un lágmarks- sjálfsábyrgðar hjá Við- lagatryggingu Íslands. Lögin voru sett eftir jarðskjálftana á Suð- urlandi sl. vor en Kristni þótti sæta furðu að lög sem þessi væru sett núna meðan fórnarlömb ann- arra náttúruhamfara hefðu þurft að bera háa sjálfsábyrgð, auk þess sem hann áréttaði að al- mennt stæðust afturvirk lög vart stjórnarskrá. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra sagði hins vegar að fagna bæri því að stjórnvöld hefðu lært af reynslunni auk þess sem upphæð sjálfsábyrgðarinnar væri miðuð við vísitölu byggingarkostn- aðar sem væri óvanalega há núna. Kristinn H. Gunnarsson ÞÆR KRÖFUR sem ljósmæður hafa sett fram í yfirstandandi kjara- viðræðum eru á rökum reistar. Þetta sagði Ásta Möller, formaður heil- brigðisnefndar, á Alþingi í gær, en- Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna um kjör ljósmæðra. Ásta sagði slæm skilaboð til kvenna sem hefðu áhuga á að leggja á sig tveggja ára viðbótarnám í ljós- móðurfræðum að geta átt von á launalækkun að því loknu. „Það er ekki viðunandi að hefðbundin kvennastörf hjá hinu opinbera, sem krefjast langrar menntunar og mik- illar sérþekkingar, séu metin til tug- þúsunda lægri launa en aðrar fag- stéttir, svo ekki sé talað um hefðbundnar karlastéttir sem virð- ast ætíð tróna á toppnum í launum,“ sagði Ásta og áréttaði einnig að heil- brigðisstofnanir jafnt sem fulltrúar ljósmæðra hefðu sýnt mikla ábyrgð og barnshafandi konum væri því ekki hætta búin. Tækifærið er núna Stjórnarandstöðuþingmenn minntu á loforð stjórnarsáttmálans um að kjör kvennastétta verði leið- rétt. „Ég vil nýta tækifærið hér og skora á karlinn, hæstvirtan fjár- málaráðherra, Árna Mathiesen, að hlusta á konurnar sem krefjast eðli- legra launabóta,“ sagði Siv Friðleifs- dóttir, þingmaður Framsóknar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, sagði að þar sem væri vilji þar væri vegur og að pólitískur vilji lægi fyrir hjá núverandi ríkis- stjórn að bæta kjör kvennastétta. Innbyggt misrétti yrði hins vegar ekki leiðrétt í einni svipan. Steinunn komst lítið áfram í ræðu sinni vegna frammíkalla stjórnarandstæðinga. „Tækifærið var í vor, tækifærið er núna,“ sagði Þuríður Backman, þing- maður VG, sem ekki var hrifin af yf- irlýsingum um að kjör kvennastétta yrðu rædd á jafnréttisþingi í haust. Mikil samstaða með ljósmæðrum Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Þuríður Backman. Karlastéttirnar tróna á toppnum Í HNOTSKURN » Verkfall ljósmæðra hófst ígær og stendur í tvo sólar- hringa. » Ellert B. Schram var einikarlinn sem tók þátt í um- ræðunni í gær en fleiri urðu til að lýsa yfir stuðningi við ljós- mæður á undan ræðum sínum um matvælafrumvarpið. ÞEIR VORU íbyggnir, alþingismennirnir sem ýmist horfðu hugsandi fram fyrir sig eða skiptust á nokkrum orðum á Alþingi í vikunni. Ekki fylgir þó sögunni hvað fór á milli þeirra félaga Árna Páls Árnasonar og Sigurðar Kára Kristjánssonar þegar ljósmyndari Morgunblaðsins smellti af en les- endur geta skemmt sér við að giska á það. Morgunblaðið/Golli Með hönd á höku ÞRIÐJA umræða um frumvarp um alþjóðlega þróunarsamvinnu fór fram í gær. Samstaða er um málið meðal allra þingflokka þó að bæði Framsókn og VG geri ákveðna fyr- irvara. Vinstri græn vilja ekki að friðargæsla og þróunarmál séu samtvinnuð innan utanríkisráðu- neytisins og Siv Friðleifsdóttir ger- ir fyrirvara við að ekki þurfi að auglýsa störf þegar starfsmenn eru fluttir milli utanríkisráðuneytis og Þróunarsamvinnustofnunar. Breytt lög í augsýn HÆTTA getur verið á því að sam- keppnisþjóðir Íslands í sjávarútvegi reyni að koma í veg fyrir innflutning á íslenskum fiski inn á EES-svæðið vegna þess að matvælafrumvarpið hefur ekki fengist samþykkt á Al- þingi. Þetta kom fram í máli Arn- bjargar Sveinsdóttur, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd- ar, á Alþingi í gær en hún taldi þó að menn myndu hafa þolinmæði fram eftir hausti og því yrðu afleiðingar frestunarinnar ekki alvarlegar. Kemst fisk- urinn á EES? Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÓVÍST er hvort frumvarp dóms- málaráðherra um nálgunarbann verði að lögum á þessu þingi. Að öðrum kosti þarf að leggja það aft- ur fram eftir að nýtt þing er sett, 1. október nk. Ágæt sátt um breytingar Allsherjarnefnd hefur frumvarp- ið til meðferðar en Birgir Ármanns- son, formaður, segir ágæta sátt um að vinna að breytingum sem geri nálgunarbannsúrræðið skilvirkara þannig að það nái tilgangi sínum í framkvæmd. Samkvæmt núgildandi lögum taka dómstólar ákvarðanir um nálgunarbann en ferlið hefur sætt gagnrýni fyrir að vera alltof þungt í vöfum, sem getur sett fórn- arlömb ofbeldis í mikla hættu. Birgir segir að nefndin sé að skoða hvort lögreglan eða ákæru- valdið gætu mögulega haft vald til að koma á nálgunarbanni en að sá sem sæti banninu geti farið með það fyrir dómstóla. „Nú liggjum við yfir því hvernig er hægt að standa að því með tilliti til kæruleiða og málsmeðferðar,“ segir Birgir og bætir við að einnig sé verið að fara yfir orðalag þannig að skýrt sé hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi svo hægt sé að beita nálg- unarbanni. Beðið eftir nálgunarbanni Úrræðið þarf að geta uppfyllt tilganginn Í HNOTSKURN » Lög um nálgunarbannvoru fyrst sett árið 2000 og þá sem hluti af lögum um meðferð opinberra mála. » Eina breytingin í frum-varpi dómsmálaráðherra er að ákvæðin fari í sérstakan lagabálk. Birgir Ármannsson ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.