Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 13 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HEILDARLAUN ljósmæðra eru litlu hærri en heildarlaun hjúkr- unarfræðinga þrátt fyrir að ljós- mæður hafi að baki tveggja ára meistaranám sem þær síðarnefndu hafa ekki. Nemur munurinn aðeins rétt rúmum tveimur prósentum og því ekki að undra að ljósmæður óttist að dragi úr nýliðun í stétt- inni. Á næstu tíu árum verður tæp- ur helmingur þeirra ljósmæðra sem nú eru að störfum farinn á eft- irlaun. Ljósmæður krefjast 25% launa- leiðréttingar til samræmis við stétt- ir í þjónustu ríkisins með sambæri- lega menntun. Það segja þær réttmæta kröfu í ljósi menntunar og ábyrgðar í starfi. Mat menntunar grundvallarmál Í tengslum við kjarabaráttu ljós- mæðra hefur verið bent á þá klausu í stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar að endurmeta beri sérstaklega „kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri- hluta“. Að mati Guðlaugar Krist- jánsdóttur, formanns BHM, þarf að gæta þess að blanda ekki um- ræðunni um að jafna kjör kynjanna of mikið í baráttuna fyrir launum í samræmi við menntun. Kynbund- inn launamunur hafi þó eflaust eitt- hvað að segja um lág laun stétt- arinnar. BHM hefur sent út stuðnings- yfirlýsingu við ljósmæður og segir Guðlaug það mikið grundvallarmál í allri baráttu BHM að fá menntun metna til launa. Guðlaug vill ekki leggja mat á hvort nauðsynlegt hafi verið að efna til verkfalls en hún segist halda að e.k. þrýstingur eða aðgerðir hafi verið eina vopnið sem stéttarfélagið átti í þessari kjara- baráttu. Óverulegur kostnaður fyrir ríki Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í fyrradag að samþykkti ríkið kröfu ljósmæðra um 25% launahækkun myndi það kosta um 10 milljónir á mánuði. Guðlaug segist hafa heyrt svipaða upphæð nefnda. „Ég held að reikn- ingurinn fyrir þessa hækkun til ljósmæðra myndi ekki leggja rík- isskútuna á hliðina.“ Guðlaug segir fróðlegt fyrir BHM að vita hvernig ríkið svari kröfum um að fá menntun metna, hvort sú krafa fái hljómgrunn eða hvort verði „snúið yfir í að þetta sé kvennaleiðrétting“. Nefnt hefur verið að hið opinbera óttist að verði farið að launakröfu ljósmæðra komi fjöldi annarra starfsstétta í kjölfar- ið og krefjist sambærilegrar launa- hækkunar. Guðlaug segist eiga erfitt með að sjá að svo fari innan BHM. Um sé að ræða launaskekkju langt aftur í tímann og nefnir sem dæmi að þeg- ar grunnskólakennarar fengu leið- réttingu sinna launa komu engar aðrar starfsstéttir á eftir og kröfð- ust sömu kjara. „Stundum eru leið- réttingar sem aðrir hafa einfaldlega skilning á. Ég er ekki viss um að það sé biðröð eftir ljósmæðrum.“ Ekki kvennaleiðrétting, heldur barátta fyrir mati menntunar Í HNOTSKURN »Meðalheildarlaun ljós-mæðra eru 439 þúsund kr., 2,2% hærri en meðalheild- arlaun hjúkrunarfræðinga. »Sé meðalheildarlaunumdeilt niður á fjölda náms- ára fá ljósmæður rúmar 73 þús kr. fyrir hvert ár meðan hjúkrunarfræðingar fá rúm- lega 107 þús. kr. Ljós- mæðranám tekur sex ár en hjúkrunarfræðinám fjögur. -    !"#$ % &'( % )$* $ $ + #), .! / 0 . # ) ,1) - . # / & / / ) 6 7 - .! ( /#!(, $( 0123 $ 45505 $ /   % / 8.6 - .! ( /#!(, $( 0663 $ 521563 $ / %    98.6 - .! ( /#!(, $( 55145 $ 5243 $ /  % ) 8.6 - .! ( /#!(, $( 54632 $ 536526 $ / %   4-7 - .! ( /#!(, $( 5165 $ 45003 $ /    FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is EFTIR mikinn tekjuafgang á rík- issjóði undanfarin ár, eða litla 170 milljarða króna á síðustu fjórum ár- um, bendir allt til að næsta ár verði rekið með halla. Nægir að nefna spár fjármálaráðuneytisins frá í vor, sem gerðu ráð fyrir að tekju- afkoma ríkissjóðs yrði neikvæð um tæpa 20 milljarða króna á árinu 2009 og um 15 milljarða árið 2010. Komi halli fram á fjárlögunum verður það í fyrsta sinn síðan árið 2001. Eins og efnahagsástandið hefur verið undanfarið þarf heldur ekki mikinn talnaspeking til að sjá að næsta ár verði ríkissjóði erfitt. Skatttekjur dragast saman að raun- virði á sama tíma og útgjöld eru að aukast. Vinna við fjárlagafrumvarpið er nú á lokasprettinum en fjár- málaráðherra mun leggja það fram á Alþingi 1. október næstkomandi. Fagráðuneytin hafa skilað sínum tillögum og sérfræðingar fjár- málaráðuneytisins fara nú yfir út- komu ársins það sem af er, skipt- ingu útgjalda, tekjuáætlanir og horfur í þjóðarbúskapnum á næsta ári. Aukin útgjöld Minnkandi innlend eftirspurn, aukin verðbólga, lækkanir á fjár- málamörkuðum og fleiri þættir hafa haft í för með sér minnkandi tekjur fyrir ríkissjóð og á sama tíma hafa útgjöld verið að aukast, ekki síst vegna kjarasamninga en launa- kostnaður er stór liður í útgjöldum ríkisins, um 65%. Til viðbótar hefur krónan gefið eftir og öll aðföng hækkað í verði. Fyrir liggur að skattar eins og t.d. af fjármagnstekjum verða mun minni á næsta ári en því síðasta. Hið sama má segja um tekjuskatt fyrirtækjanna, til þess þarf ein- göngu að líta á afkomutölur fyr- irtækja á hlutabréfamarkaði sem hafa skilað mun lakari niðurstöðu en á síðasta ári. Í upphafi árs komu fram áhyggj- ur yfir minni tekjum af tekjuskatti fyrirtækja og fjármagnstekjuskatti. Voru áætlanir þá lækkaðar um þá skatta en á móti var talið að tekju- skattur einstaklinga, virð- isaukaskattur og tryggingagjald gætu skilað meira en ætlað var. Endurskoðuð áætlun síðan í vor gerði ráð fyrir tekjuafgangi upp á 28 milljarða króna en talið er að hann geti jafnvel farið yfir 30 millj- arða. Það yrði engu að síður minni afgangur en upphafleg fjárlög árs- ins 2008 voru afgreidd með, sem gerðu ráð fyrir nærri 40 milljarða króna tekjuafgangi. Hvar verður skorið niður? Einn viðmælenda blaðsins úr röðum stjórnarþingmanna sagði að stóra spurningin væri hvernig rík- issjóði tækist að hemja útgjöldin. Fyrirsjáanlegt er að þrátt fyrir fyr- irheit um auknar framkvæmdir á einhverjum sviðum verði að skera verulega niður á öðrum. „Það mun reyna verulega á fjármálaráðherra, það standa öll spjót á honum,“ sagði einn þingmanna sem rætt var við. Meðal þeirra leiða sem ríkið mun væntanlega grípa til, til að auka tekjurnar, er aukin sala eigna. Eru í því sambandi nefndir eignarhlutar eins og í Íslandspósti, Leifsstöð og Landsvirkjun. Ólíklegast er þó talið að ríkið hreyfi eitthvað við hlut sín- um í síðast talda fyrirtækinu, a.m.k. ekki fyrsta kastið. Kreppan kemur fram í fjárlögum Ríkissjóður sér fram á minnkandi tekjur og aukin útgjöld Styttist í að fjárlagafrumvarpið komi fram á Alþingi Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjárlög Öll spjóta standa nú á Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is NÝJAR tölur frá fjármálaráðuneyt- inu sýna með augljósum hætti minnkandi eftirspurn innanlands. Innheimta veltuskatta nam 111 milljörðum króna á fyrstu sjö mán- uðum ársins, sem er 2,8% aukning milli ára að nafnvirði en raunlækkun um 5,3% þegar tekið hefur verið tillit til hækkunar neysluvísitölunnar. Virðisaukaskattur er stærsti hluti veltuskattanna og skilaði hann rík- issjóði nærri 80 milljörðum króna frá janúar til júlí. Það er raunlækk- un milli ára um 4%. Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðunum námu 264 milljörðum króna sem er aukning um 11 milljarða milli ára. Skatt- tekjur og tryggingagjöld námu 240 milljörðum, sem er aukning um 5,5% af nafnvirði en 2,8% raunlækkun. Í takt við væntingar Þorsteinn Þorgeirsson, skrif- stofustjóri efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins, segir að nýjar tölur um greiðsluafkomuna fyrstu sjö mánuði sýni að endurskoðuð áætlun ráðuneytisins sé nokkuð ná- lægt lagi. Hann segir að þróunin á árinu sé nokkuð í takt við væntingar um að fjármagnsskattar muni held- ur dragast saman, annars vegar tekjuskattur lögaðila og hins vegar fjármagnstekjuskattur. Aðrir skatt- ar hafi endurspeglað að ástandið hafi haldist betur hvað varðar at- vinnustig og tekjuþróun. Tekju- skattur einstaklinga hafi þannig gef- ið aðeins betur af sér en ráðuneytið reiknaði með og uppsveiflan verið þrautseigari en spáð var. „Svipaða sögu er að segja um veltuskatta, þótt þróun þeirra bendi jafnframt til þess að samdráttur sé hafinn í einkaneyslu, til viðbótar við samdrátt í fjárfestingu. Á móti er mikill viðsnúningur í utanrík- isviðskiptum, sem við höfum lengi búist við. Sá viðsnúningur; bæði aukinn útflutningur og minni inn- flutningur, skilar sér í meiri hag- vexti. Á meðan samdráttur þjóð- arútgjalda er að draga úr hagvexti er minnkandi halli á utanrík- isviðskiptum að auka við hagvöxtinn. Það er samspil þessara tveggja þátta sem segir til um hvort hag- vöxtur verður jákvæður eða nei- kvæður. Því er erfitt að segja til um hvernig þetta ár kemur út.“ Minni tekjur af „vaskinum“ Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins nokkuð nálægt áætlun 2 ,# ! *!!! !,3   7# && $ #!& (!. 7# && $ ('. 8!( 9 && $ * )*$% .&# $    !$8!  && $ 8$!$ && $ * '$ . :+ & !   ! "     : ;) );. !!% !!' % #$%&#' 44241 6442 646 % &( ))% $' 2114 13 *%' # *+%&)# ;<8!$ %!((+ % $ (%(') 343 6424 61 (%'&$ +& %& 24 004 $%*(* **% $+  ) %+ ( 3524 63461 24 31 6663 02 036 $% # *$%)') !!% !!& !!'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.