Morgunblaðið - 05.09.2008, Side 14

Morgunblaðið - 05.09.2008, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÉRA Ragnheiður Jónsdóttir mun frá og með 15. október nk. gegna embætti sókn- arprests í Mosfellsprestakalli í Kjal- arnesprófastsdæmi. Hún tekur við starf- inu af sr. Jóni Þorsteinssyni sem hefur verið sóknarprestur í Mosfellsbæ und- anfarin 20 ár. „Ég er vitaskuld mjög þakklát og finnst það mikill heiður að mér skuli treyst fyrir þessu embætti,“ segir Ragnheiður um veitinguna. Hún hefur starfað í prestakallinu í rúm fjögur ár. Þar áður var hún sókn- arprestur í Hofsósi en þangað fluttist hún 1998, sama ár og hún lauk kandídatsprófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands. Ragn- heiður segir áhersluna í Mosfells- prestakalli hafa verið að gera kirkjuna sýnilegri í samfélaginu. Söfnuðurinn sé stór, um 8.600 manns, og í honum mikið af fjölskyldufólki. Hún segist vilja halda áfram með það starf sem kirkjan er þegar með en efla það. Mikilvægt sé að kirkjan nái til allra aldurshópa og leiði öflugt safn- aðarstarf. Til stendur að byggja nýja kirkju og nýtt safnaðarheimili í Mosfellsbæ. „Vinnu- aðstaðan á eftir að breytast mikið og með henni verða auknir möguleikar til fjöl- breytts safnaðarstarfs og helgihalds,“ seg- ir Ragnheiður að lokum og vonast til að kirkjan verði áfram lifandi og kröftug í samfélaginu. ylfa@mbl.isRagnheiður Jónsdóttir Nýr sóknarprestur skipaður HJÚKRUNARRÁÐ LSH lýsti í gær áhyggjum sínum af boðuðu verkfalli ljósmæðra í september og af þeim afleiðingum sem verkfallið hefur fyrir barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Eru yfirvöld hvött til að leita allra úrræða til lausnar þessari deilu. Fjölmargar yfirlýsingar hafa borist þar sem lýst er stuðningi við kjarabar- áttu ljósmæðra. Þ.á m. lýsa fæðingar- og kvensjúkdómalæknar á kvennadeild LSH yfir stuðningi sínum og mælast til að samið verði við þær sem fyrst og fæðingar- og kvensjúkdómalæknar á Miðstöð mæðraverndar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hvetja til að gengið verði strax til samninga. Sjúkra- liðafélag Íslands lýsir yfir fyllsta stuðningi við baráttu ljósmæðra og svæf- ingahjúkrunarfræðingar og skurðhjúkrunarfræðingar á Landspítalanum í Fossvogi skora á stjórnvöld að efna loforð stjórnarsáttmála um leiðréttingu á kynbundnum launamun. Fjölmargar stuðn- ingsyfirlýsingar Yfirvöld hvött til að leita allra úrræða sínum tíma með Jóhanni Berg- þórssyni og Ell- ert Borgari Þor- valdssyni. Þá skipuðu þeir menn annars staðar af listan- um sem vara- menn í bæjar- stjórn og bæjarráð. Málið var kært til fé- lagsmálaráðuneytisins sem lagði blessun sína yfir það,“ segir Ósk- ar. Í bókun sem lögð var fram í nafni borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna á borgarráðs- fundi í gær segir meðal annars að það sé ekki til þess fallið að auka virðingu borgarstjórnar að meiri- hlutinn láti það óátalið að um- ræddur varamaður sitji við borð framkvæmdastjórnar borgarinnar, sem borgarráð er, þrátt fyrir fyr- irliggjandi efasemdir. VIÐ vorum sammála því í borg- arráði að vísa málinu til forsæt- isnefndar Alþingis til að fá úr því skorið hvort þetta sé ekki örugg- lega heimilt,“ segir Óskar Bergs- son, borgarfulltrúi Framsóknar- flokks, um það vafamál hvort Guðlaugur Sverrisson, stjórnarfor- maður OR, uppfylli kjörgengisskil- yrði til borgarráðs. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur óljóst hvort gerð séu strangari kjörgengisskil- yrði í borgarráði en í aðrar nefndir og ráð borgarinnar. Telur hann að skýrar þurfi að kveða á um þau í samþykktum. Jafnframt telur hann að færa megi rök að því að varamaður í borgarráði þurfi að minnsta kosti að vera varaborg- arfulltrúi. „Ég geri alveg ráð fyrir að Guð- laugur uppfylli kjörgengisskilyrði, hann átti sæti á framboðslistan- um,“ segir Óskar. „Sambærilegt mál kom upp í Hafnarfirði þegar Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði á Forsætisnefnd beðin að dæma Óskar Bergsson Vafi með varamann Óskars í borgarráði Þeir benda einnig á að áratuga löng hefð sé fyrir því að aðalskipu- lag Reykjavíkur sé endurskoðað á fjögurra ára fresti en núna hafi það ekki verið endurskoðað í sjö eða átta ár. „Það bitnar á öllum skipulagsmál- um í Reykjavík að það skuli ekki vera komið nýtt aðalskipulag,“ segir Gunnar. Þá segja þeir að í úttekt í mars 2007 hafi fórnarkostnaður af flugi í Vatnsmýri verið talinn a.m.k. 3,5 milljarðar kr. á ári. Samtökin hafi hins vegar fært rök fyrir því að þessi kostnaður sé a.m.k. fjórfalt hærri. Úttektin hafi ekki verið kynnt almenningi því niðurstöður hennar „henti ekki“ samgönguyfir- völdum, að sögn þeirra. „FULLYRÐING Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra um bindandi samning [við samgönguyf- irvöld] um flug í Vatnsmýri til 2024 er röng,“ segir forsvarsmenn Sam- taka um betri byggð. Þeir boðuðu til fréttamannafundar í gær um mál- efni Vatnsmýrar og Reykjavíkur- flugvallar. „Væntanlega er hún að vísa til þess að í gildandi aðalskipu- lagi til 2024 er gert ráð fyrir að hluti flugvallarins, ein flugbraut, geti ver- ið þar áfram til þess tíma. Þarna er um hagsmuni allra höfuðborgarbúa að ræða og mikilvægt að rétt sé far- ið með þessi mál,“ segir Örn Sig- urðsson, formaður samtakanna. Hann segir að ekkert ákvæði skipu- lagsáætlunar geti verið ígildi bind- andi samnings. „Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson lýsti því yfir fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins árið 2006 að borgarstjórnarflokkurinn hefði þá stefnu að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri ekki síðar en 2016,“ bendir Gunnar H. Gunnarsson á. Þeir halda því einnig fram að borg- arstjóri virðist hafa gleymt þeirri lýðræðislegu ákvörðun kjósenda í kosningunum um flugvöllinn á sín- um tíma, að flugið skuli víkja úr Vatnsmýri eigi síðar en 2016. „Það er athyglisvert að Hanna Birna skuli núna vera farin að tala á þess- um nótum. Segja má að brottför flugvallarins hafi fengið 90% at- kvæða,“ segir Örn. Segja orð borg- arstjóra röng Gagnrýna ummæli um flugvallarmálið Í HNOTSKURN »Talsmenn Samtaka umbetri byggð segja að í skugga stjórnsýsluóreiðu líti borgarfulltrúar framhjá heild- arhagsmunum borgarbúa. »Núverandi aðalskipulagReykjavíkur hafi magnað upp stjórnlausa útþenslu byggðar á höfuðborgarsvæð- inu og stuðlað sé að auknum einkabílaakstri umfram fjölg- un íbúa. Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Þjónustuver 411 1111 ı www.reykjavik.is/fer FR A 09 08 -0 2 op nu n Trjágró›ur er til pr‡›i og ánægju fyrir eigendur og vegfarendur Þegar trjágró›ur er hins vegar farinn a› hindra umfer› okkar á gangstéttum, götum og stígum er hann ekki til ánægju og getur jafnvel valdi› hættu ef hann hylur umfer›armerki – sem er því mi›ur of algengt í Reykjavík. Þetta þurfum vi› a› bæta í sameiningu. Ákvæ›i í byggingarregluger› Reykjavíkurborgar nr. 441/1998 skylda íbúa til a› gæta a› þessum þáttum. Ef því er ekki sinnt innan ákve›inna tímamarka og áminningu ekki sinnt, geta borgaryfirvöld láti› fjarlægja þennan gró›ur, á kostna› ló›areigenda. Gerum fallega borg enn fallegri, snyrtum trén okkar. Nú er rétti tíminn. Sýnum tillitssemi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.