Morgunblaðið - 05.09.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 05.09.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 15 FRÉTTIR HINN 23. ágúst sl. var haldin minningarathöfn í tilefni þess að 60 ár eru síðan Óskar Gíslason myndaði björgunina á togaranum Sargon sem strand- aði 1. des. 1948 í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Óskar hafði verið að gera heimildarmynd um björgun togarans Dhoons, sem strandaði undir Látra- bjargi, er Sargon strandaði og sýnir því einstök myndbrot af björguninni sjálfri. Um 60 manns mættu á athöfnina sem fór fram í Flug- og minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti. Sylvía Ingibergsdóttir, barnabarn Óskars, flutti þar tölu ásamt því að heimildarmyndin sjálf var sýnd 60 ár frá strandi HINN 1. ágúst sl. var afhjúpaður minningarskjöldur við Svínafells- jökul um Þjóðverjana Mathias Hinz og Thomas Grundt en þeir hurfu í ágúst í fyrra og var leitin að þeim sú viðamesta í sögu björgunarsveitanna. Minningarskjöldinn afhjúpuðu fjöl- skyldur þeirra og vinir, að við- stöddum eigendum Hótels Skafta- fells, Önnu Maríu Ragnarsdóttur og Jóni Benediktssyni, Regínu Hreins- dóttur þjóðgarðsverði og félögum úr hjálparsveitinni Kára í Öræfum, sem tóku þátt í leitinni og voru fjölskyld- unni til halds og trausts við uppsetningu minningarskjaldarins. Móðir Mathiasar ávarpaði viðstadda og þakkaði öllum björgunarsveit- armönnunum fyrir leitina og stuðninginn. Að því loknu beindi hún orðum sínum til horfnu mannanna beggja: „Nú er ár liðið síðan þið lögðuð í leið- angur sem þið komuð aldrei til baka úr. Eitt ár er aðeins augnablik í mann- kynssögunni, en fyrir okkur var þetta fyrsta árið án ykkar. Við hugsum með þakklæti um allar hamingjustundirnar sem við upplifðum með ykkur. Takk fyrir að hafa verið til. Nú vonum við að þið hafið fundið frið í hvítum breiðum jökulsins. Við söknum ykkar.“ Minningarskjöldur um týnda fjallgöngumenn NÓBELSVERÐLAUNAHAFI Í læknisfræði, dr. Susumu Tone- gawa, heimsækir Ísland um næstu helgi og heldur fyrirlestur í Há- skólanum í Reykjavík á laugardaginn nk. kl. 14-15 í boði tækni- og verk- fræðideildar Há- skólans í Reykja- vík og Tauga- vísindafélags Íslands. Aðgang- ur er ókeypis og öllum opinn. Dr. Tonegawa er fæddur í Japan árið 1939. Hann varð prófessor í líf- fræði við MIT 1981 og hóf rann- sóknir við rannsóknarstofnun í krabbameinsfræðum. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræðum og læknavísindum árið 1987 fyrir að leysa afar erfiða gátu í ónæm- isfræði. Ef eitt gen er skráð fyrir hverju mótefni (eins og áður var talið) þyrfti milljónir gena til að framleiða öll þau mótefni sem við þurfum. Tonegawa sýndi hins veg- ar fram á að erfðaefni getur um- raðast til þess að skapa öll þau mót- efni sem þarf. Því þarf aðeins fá gen til þess að mynda ótölulegan fjölda mótefna. Tonegawa stofnaði Center for Learning and Memory við MIT árið 1994 og hefur síðan einbeitt sér að rannsóknum á sameindafræðileg- um undirstöðum náms og minnis. Nóbelsverðlaunahafi heldur fyrirlestur á Íslandi Susumi Tonegawa SAMSKIP hafa hleypt af stokk- unum skóla sem ber heitið Flutn- ingaskóli Samskipa. Skólinn er sér- hæfður fyrir þá sem starfa í vöruhúsum, á gámavelli eða sem bílstjórar. Um tvíþætt nám er að ræða, bæði fagnám og starfsnám í vöruflutningum. Skólinn er starf- ræktur í samstarfi við Mími sí- menntun og tekur námið tvær ann- ir, samtals 339 kennslustundir. Flutningaskóli Samskipa NÝ reglugerð um þvotta- og hreinsiefni hefur tekið gildi. Sam- kvæmt reglugerðinni skulu þvotta- efni merkt með innihaldsupplýs- ingum og upplýsingum um skammtastærðir og fjölda þvotta- skammta í pakkningu og skal skammtastærð gefin upp í þrenns konar hörku vatns. Í flestum til- fellum geta íslenskir neytendur gengið út frá því að þvottavatn þeirra sé í lægsta hörkuflokki. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Breytt þvottaefni SAMTÖK atvinnulífsins efna til hugmyndaþings á Hofsósi í dag, föstudag, klukkan 14.00-16.30. Þingið fer fram í Vesturfarasetrinu en þar mun valinkunnt fólk úr ís- lensku atvinnulífi deila reynslu sinni af uppbyggingu atvinnulífsins á Íslandi og draga upp mynd af framtíð atvinnulífs á landsbyggð- inni. Hugmyndaþing STUTT Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HENRY E. Demone, forstjóri kan- adíska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods í Lunenburg suður af Halifax, segir að mikil samkeppni sé á markaðnum í Bandaríkjunum og ekki síst við Íslendinga. Hann hvetur Íslendinga til að láta hrun þorsk- stofnsins við Austur-Kanada sér að kenningu verða og segir mikla mögu- leika í vinnslu og sölu sjávarafurða í heiminum. High Liner Foods er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki í Norður-Am- eríku og skiptast viðskiptin nokkuð jafnt á Bandaríkin og Kanada. Fyr- irtækið er með um 45% markaðarins í framleiðslu og sölu sjávarafurða í Kanada og um 8% í Bandaríkjunum. Markaðsskrifstofur eru í Toronto og Boston og árssalan nemur um 600 milljónum Kanadadollara. Henry Demone segir að kanadíski markaðurinn haldist frekar góður. Kanadíski dollarinn sé sterkur, mikil gas- og olíuframleiðsla sé í vestur- hluta landsins og góð kornuppskera á landbúnaðarsvæðunum. Hins vegar þurfi að hafa meira fyrir bandaríska markaðnum, því neytendur séu undir meira álagi í Bandaríkjunum heldur en í Kanada. Orkuverð sé hátt, íbúða- verð hafi hækkað, matarverð og vext- ir. Þeir haldi því að sér höndum, fari sjaldnar út að borða á veitingastöðum og þegar þeir geri það verði ódýrari matur frekar fyrir valinu en dýrari matur og þar með talinn fiskur. Þetta hafi mikil áhrif á sjávarvöruframleið- endur en High Liner Foods standi traustum fótum. Íslendingar hafa lengi látið að sér kveða á markaði með sjávarafurðir í Bandaríkjunum og Kanada. Henry Demone segir að samkeppni High Li- ner Foods sé einna mest við íslenskan sjávarútveg í Bandaríkjunum en minna beri á þeim í Kanada. „Það er mikil samkeppni þar sem Íslendingar og fiskur eru því Ísland á sér langa hefð í sjávarútvegi og mikil sérfræði- kunnátta er fyrir hendi í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum,“ segir hann. Demone bendir á að minna sé af íslenskum fiski á Bandaríkjamarkaði en áður, þar sem fiskurinn komi víða að. „Við eigum í samkeppni við ís- lensk fyrirtæki og íslenskt hugvit en ekki endilega íslenskan fisk.“ Þorskstofninn hrundi við austur- strönd Kanada fyrir um 16 árum og þrátt fyrir nær algjört þorskveiði- bann frá 1992 hefur stofninn ekki náð að taka við sér. Demone segir að vís- bendingar séu um að hann sé að ná sér á strik, en bendir á að fyrir nokkr- um árum hafi fiskimenn sagt að nóg af þorski væri í sjónum, þó vísinda- mennirnir segðu annað. Þeir hafi fengið leyfi til að sanna mál sitt en komið tómhentir til baka. „Það eru merki um betri tíð en vísindamenn halda enn að sér höndum.“ Lærdómur Bent hefur verið á að ástæða hrunsins við austurströnd Kanada hafi verið ofveiði við óhagstæð um- hverfisskilyrði. Demone segir að Ís- lendingar geti lært af gangi mála vestra. Mikilvægt sé að gera varúðar- ráðstafanir þegar stofnstærðin minnki. „Það er lærdómurinn sem Ís- lendingar geta dregið af stöðunni í Austur-Kanada.“ Hann bætir við að ef þorskstofninn hryndi við Ísland yrði um langtímaáhrif að ræða, rétt eins og í Kanada. Fiskimenn í Austur- Kanada sneru sér að krabba og rækju þegar þorskurinn hvarf og þorskleys- ið ýtti undir frekari flutning ungs fólks úr dreifbýli í þéttbýli. „Ef þorsk- urinn nær sér á strik hjá okkur eru engin skip eftir til þess að veiða hann, engar verksmiðjur til að vinna hann og ekkert fólk til starfa við hann. Ég held að Ísland vilji ekki ganga í gegn- um slíkt ástand í dreifbýli sem er háð fiskveiðum.“ Miklir möguleikar Fáir hafa eins mikla alþjóðlega reynslu í sjávarútvegsmálum og Henry Demone, sem hefur starfað í þessum geira í áratugi. Hann segir að heimsmarkaðurinn taki stöðugum breytingum og undanfarin ár hafi fiskeldi haft mestu áhrifin, en það skilar um 44% alls fiskmetis sem neytt er. Demone segir að Kína hafi líka breytt miklu. Fiskneysla sé þar mikil og hún hafi áhrif á eftirspurn og verð. Kína sé líka miðstöð frumframleiðslu sjávarafurða með þátttöku margra helstu sjávarútvegsfyrirtækja heims. Henry Demone segir að spennandi tímar séu í framleiðslu og sölu sjáv- arafurða. „Það eru meiri möguleikar en vandamál,“ segir hann og vísar til mikillar umræðu um mikilvægi heil- brigðs lífernis og þar með matar- neyslu, meðal annars vegna aukinnar offitu í heiminum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Kanada. Þetta leiði til aukinnar fiskneyslu. „Ísland kemur alltaf til með að gegna stóru hlutverki vegna hefðar- innar og nálægðar við fiskimiðin,“ segir Demone. Bandaríski markað- urinn mjög erfiður  Miklir möguleikar í vinnslu og sölu sjávarafurða  Hefðin rík og Íslendingar gegna áfram lykilhlutverki Morgunblaðið/Golli Reynsla Henry E. Demone, forstjóri kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods, þekkri sjávarútveginn út og inn. Í HNOTSKURN » Henry Demone er stjórn-arformaður ráðstefnunnar Groundfish Forum, sem fjallar um stöðu á fiskmörkuðum, fiskframleiðslu og veiði og hefur farið fram árlega í 16 ár. » Friðrik Pálsson kom ráð-stefnunni á laggirnar með öðrum og fór fyrir henni, en Henry Demone tók við af hon- um fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.