Morgunblaðið - 05.09.2008, Page 17

Morgunblaðið - 05.09.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN »Opinber umsvif fara vax-andi á Íslandi. Sem hlutfall af landsframleiðslu hafa þau aukist um tæp 10% á síðustu tíu árum. »Framundan eru verkefnisem munu kosta skatt- greiðendur hundruð milljarða. Tónlistarhús, háskólasjúkra- hús, samgöngumannvirki, orkuvirki o.fl. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@ml.is TIL þess efla trúverðugleika fjár- lagarammans ætti að innleiða bind- andi útgjaldaþak fyrir hvert ráðu- neyti yfir heilt kjörtímabil. Þak af þessu tagi myndi draga úr pólitísk- um þrýstingi á aukin útgjöld og auka framlag fjármálastjórnarinnar til sveiflujöfnunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkom- inni skýrslu Viðskiptaráðs Íslands um útþenslu hins opinbera. Útgjaldaþróun hins opinbera hef- ur verið á skjön við þróun annarra ríkja innan Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu [OECD]. Þannig hafa útgjöld sem hlutfall af lands- framleiðslu heldur dregist saman meðal OECD-ríkja á sama tíma og þau hafa vaxið hér. Auknar tekjur en minna aðhald „Þegar litið er til raunvaxtar í rekstrarútgjöldum undanfarin ár er ljóst að 2/3 hluta þess vaxtar má rekja til hækkunar á launum og launaígildum innan almannatrygg- ingakerfisins,“ sagði Árni Mathie- sen fjármálaráðherra, á morgun- verðarfundi Viðskiptaráðs Íslands í gær þar sem skýrslan var kynnt. Í skýrslunni kemur fram að hið opinbera hefur aukið umsvif sín verulega á undanförnum árum. Svo dæmi sé tekið námu útgjöld hins op- inbera 43% af landsframleiðslu árið 2007. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að góð skuldastaða ríkis og sveitarfélaga sé nær eingöngu til komin vegna stóraukinna tekna en ekki aðhalds í rekstri. Útgjöldin hafa vaxið mjög hratt „Útgjöld hins opinbera hafa vaxið mjög hratt,“ sagði Frosti Ólafsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Vöxt- ur útgjalda hins opinbera hefur ver- ið mun hraðari á Íslandi heldur en í öðrum OECD-löndum. […] Vöxtur- inn er mestur í opinberri stjórn- sýslu og er sama hvort horft er tíu ár aftur í tímann eða lengur,“ sagði Frosti. „Vegna þess hve laun eru stór hluti af ríkisútgjöldunum má segja að bættur hagur almennings í landinu leiði sjálfkrafa til aukningar á útgjöldum hins opinbera,“ sagði Árni. Aukið vægi fjármálareglna „Fjármálareglur [hafa] fengið aukið vægi í OECD-ríkjum undan- farin ár. Ísland er engin undantekn- ing hvað það varðar. Þótt vel hafi gengið að fylgja þessum reglum undanfarin ár hafa komið upp vara- samir tímapunktar, sérstaklega í kringum kosningar,“ sagði Árni. „Sú reynsla segir, ef eitthvað er, að það þurfi að herða þessar [fjár- mála]reglur enn frekar. Jafnframt er vinna í gangi að fá sveitarfélög til að undirgangast sambærilegar fjár- málareglur og taka þannig virkan þátt í efnahagsstjórn landsins. Það væri mjög jákvætt ef þau féllust sjálfviljug á það,“ sagði Árni. „Það hefur verið á döfinni í eitt og hálft ár,“ sagði Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri á Ísafirði og for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga [SÍS], í samtalið við Morgunblaðið. „Við höfum lagt fram mjög ígrundaðar tillögur í því máli til fjármálaráðuneytisins,“ bætti Halldór við. Hann sagðist bíða eftir viðbrögðum frá ráðuneytinu. Áhrifalítil löggjöf Núverandi löggjöf um fjármál sveitarstjórna og framlag þeirra til hagstjórnar er tiltölulega áhrifalítil, segir í skýrslu Viðskiptaráðs. Sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skila fjárhagsáætl- un með halla en þau hafa heimild til að breyta og endurskoða fjárhags- áætlanir sínar á öllum stigum. Þörf er á útgjaldareglu sveitarfélaga til þess að veita þeim aðhald í rekstri. Sigurður Snævarr borgarhag- fræðingur hefur setið í samráðs- nefnd SÍS um efnahagsmál: „Grunnreglan yrði sú að útgjöld sveitarfélaga mættu bara vaxa um ákveðna lága prósentu á hverju ári en útgjöldin myndu ekki hækka eða lækka eftir því sem tekjur ykjust eða minnkuðu. Þetta myndi hafa það í för með sér að þegar vel áraði mynduðu sveitarfélögin afgang sem þau gætu síðan nýtt þegar rekst- urinn stæði illa,“ segir Sigurður. Slíkar reglur yrðu ekki lögbundn- ar. Árni Mathiesen sagði að það væri minni skuldbinding fólgin í lög- bindingu útgjaldareglna, hið póli- tíska aðhald væri í raun nóg til þess að menn héldu að sér höndum. Vilja hertar útgjaldareglur  Útgjaldaþróun hins opinbera á skjön við önnur OECD-ríki  Nauðsynlegt að innleiða bindandi útgjaldaþak á ríkisútgjöld til að efla trúverðugleika  Unnið að fjármálareglum fyrir sveitarfélög Morgunblaðið/G.Rúnar Útgjöldin Frosti Ólafsson, t.v., og Árni Mathiesen á fundi Viðskiptaráðs. => 4 => 2 '&' + ,$-' ,$-' ? ? => 0 5 @> *%*)' $$ ,$-( ,$- ? ? -A # B , C ++%+ *%* ) ,$-& ,$-* ? ? D79 - > %$(* (%* & ,*- ,*-) ? ? => 663 => 74 '%+*+ )'( ,+-* ,$-* ? ? 8 &   > ?6(@- .> ?65.= A. #,@, !!' 9: 3! ) 1 ) 3 # ()#E ;) &$ $ ;) @  '$ $ ;) F!& ;) (!&!$ " ! ;) /) !%! )G( . ( , E#( , !$ $ ;)  :!. @  ;) ," ! ( , ;) = $#( ;) 9 B 9&$ % $H@ $8 $* D*$)" ;) I $ ;) ;# : / 8  &( &!E !$A J &( &!E #&$(# % KD ! @ ! DL$J @  BM;#$! ;) 7#J%! ;) !( &'8! ;) 9 7 & / <  N#& $J ( %! % N /@ $ ,! ;) / % !8  ;) '=  (-(# '- & * - & #-+ +'-#+ +$-$ *&-'& #&&-&& *$- & '-)& $-'& -#* )'-'& *&&-&& +(* -&& *+*-&& + - & *+- & *-*) - & $('&-&& +  / "   ,..4 ,.564 ,&4 ,64 ,.5.4 ,6564 &&&4 ,&6-4 ,&764 ,.&84 ,&%4 ,%4 ,&-%4 , , ,5.4 ,&64 , , , ,%864 , , !8! &! , .! 7!("8  ( , .O  9 ( 6102 6045121 42604 63262022 3323466 635 6060102 6066000 2465604 66522211 634 50305616 66566   34450 62466 H H H 66652 H H 2P2 4P 3P1 P63 64P23 65P53 P3 200P 5P4 14P 5P5 1P 04P4 P 6263P 66P 631P H H H 523P H H 2P21 4P14 2P P 64P6 65P3 P4 P 5P33 13P 5P46 1P1 04P1 5P 625P 2P 630P 6P1 P60 1P3 5233P 6P3 3P D'(,! !8! & 66 3 66 50 4 1  664 3 1  52 4 H H 6 2 H H H 6 H H - .#&!. !8#$8 401 401 401 401 401 401 401 401 401 401 401 401 401 01 501 401 401 621 311 521 401 6411 51 7 7 „VIÐ afgreiðum öll mál með sama hætti, sama hver á í hlut og gerum allt til að bjarga verðmætum Icebank með hagsmuni hluthafa að leiðar- ljósi,“ segir Agnar Hansson banka- stjóri Icebank. Hann vill ekki tala um einstakar lánafyrirgreiðslur til viðskiptamanna og neitar hvorki né játar að félagið Suðurnesjamenn hafi fjármagnað kaup í Sparisjóði Keflavíkur með láni frá Icebank. Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær kom fram að félagið Suðurnesja- menn væri komið í vanskil með lán í Icebank, sem notað var til að kaupa hlut í Sparisjóði Keflavíkur. Eiríkur Tómasson, útgerðarmaður og stjórnarformaður Suðurnesja- manna, segir að ekki hafi verið vilji til að leggja fram auknar tryggingar fyr- ir láninu. Lánið er í erlendri mynt og hefur hækkað á meðan verðmæti hlutarins í Sparisjóði Keflavíkur hef- ur hrunið. Suðurnesjamenn ætluðu upphaflega að kaupa hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Þegar það gekk ekki eftir keypti félagið hlut í Sparisjóði Keflavíkur, Icebank og Bláa lóninu. Auk Eiríks koma Grímur Sæmundsen í Bláa lóninu að þessu fé- lagi, Pétur Pálsson í Vísi, Grindavík, og Bergþór Baldvinsson í Nesfiski. Geirmundur Kristinsson, sparisjóðs- stjóri í Keflavík, segir þá hafa átt hlut í Suðurnesjamönnum en selt. Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri á Suður- nesjum, býst ekki við að fá neitt fyrir fjárfestingu í félaginu. Eiga enga peninga Forsvarsmenn Suðurnesjamanna, sem Morgunblaðið ræddi við, segja boltann núna vera hjá Icebank. Ekki sé greitt af láninu enda eigi félagið enga peninga. Á meðan hækkar lánið og stofnfjárbréfin í Sparisjóði Kefla- víkur eru verðlítil. Í gær var lægsta kauptilboð í stofn- fjárbréf Sparisjóðs Keflavíkur á genginu 0,4. Sjóðnum ber að innleysa stofnfjárbréf á genginu einn með samþykki stjórnar. Gerir allt til að bjarga verðmætum Icebank á næsta leik vegna vanskila Suðurnesjamanna af erlendu láni Morgunblaðið/Sverrir Sparisjóðsstjóri Sparisjóður Kefla- víkur átti í Suðurnesjamönnum. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Ekki var hægt að ganga að tilboði Hibernia, félags í eigu Kenneth Pet- erson sem stofnaði Norðurál á sínum tíma, í lagningu ljósleiðara milli Ís- lands og Evrópu vegna óviðunandi skilmála, segir Róbert Marshall, að- stoðarmaður samgönguráðherra. Vildi Hibernia meðal annars tak- marka möguleika á lagningu annars sæstrengs í ákveðinn tíma að sögn Róberts. Ekki hafi verið hægt að ganga að því og kom ríkið að lagn- ingu Danice-strengsins. Peterson hélt því fram í viðtali við Morgunblaðið í gær að það hefði komið honum á óvart að gengið hefði verið fram hjá tilboði Hibernia um lagningu sæstrengs og Danice hefði frekar verið lagður. Róbert vill taka fram að félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfsson- ar, Verne Holding, á ekkert í Danice- strengnum eins og skilja mátti af orðum Petersons í Morgunblaðinu. Félagið noti strenginn hins vegar til að selja þjónustu. bjorgvin@mbl.is Setti óraunhæf skilyrði í tilboð Vildi takmarka lagningu annars strengs ● AUSTURRÍKISMENN eru nú meðal 11 íbúa Evrópuríkja sem geta lagt sparifé inn á Kaupthing Edge inn- lánsreikning. Var þetta tilkynnt í gær. Í tilkynningu frá bankanum segir að Hreiðar Már Sigurðsson hafi sagt á ráðstefnu svissneska bankans UBS í Svíþjóð í gær að heildarinnlán á Edge-reikningum nálgist 600 millj- arða króna. Þar af hafi 200 milljarðar bæst við í júní og júlí. Markmiðið sé að hlutfall innlána af útlánum verði 50% fyrir árslok. Blaðamannafundur var haldinn í Austurríki af þessu til- efni. bjorgvin@mbl.is Kaupthing Edge opinn íbúum Austurríkis ● BÆÐI hlutabréf og gengi krónunnar lækkuðu í viðskiptum gærdagsins. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,18% og var lokagildi hennar 4.120 stig. Bréf Icelandair voru þau einu sem ekki lækkuðu, en gengi þeirra stóð í stað. Bréf Existu lækkuðu hins vegar um 4,79%, Eimskips um 4,64% og Straums-Burðaráss um 2,79%. Þá veiktist gengi krónunnar um 0,52% í gær og var lokagildi geng- isvísitölunnar 161,4 stig. Gengi Bandaríkjadals er skráð 88,84 krón- ur. Gengi punds er 152,36 krónur og evru 123,75. bjarni@mbl.is Hlutabréf og króna lækkuðu í gær ● HLUTABRÉF á Walls Street í New York tóku dýfu í gær. Dow Jones- vísitalan lækkaði um 2,99% og er nú 11.187,34 stig. Nasdaq lækkaði um 3,20% og er nú 2.259,04 stig. Þá lækkaði Standard & Poor’s 500- vísitalan um 2,99% og er nú 1.236,78 stig. Hlutabréf deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagrein- ingar, lækkuðu um 2,61% á banda- ríska hlutabréfamarkaðinum í gær og er verð þeirra nú 1,12 dalir á hlut. bjarni@mbl.is Lækkanir vestanhafs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.