Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞORGERÐUR Agla Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs. Hún er bók- menntafræðingur frá Háskóla Ís- lands og M.Sc. í menningarstjórnun frá Queen Margaret University í Edinborg. Þorgerður Agla hefur undanfarin ár starfað hjá bóka- forlaginu Bjarti-Veröld og situr einnig í stjórn Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Alls sótti 21 um starfið en það var auglýst 10. ágúst sl. Þorgerður Agla segir sjóðinn það nýjan af nálinni að enn sé verið að móta stefnur í ýmsum málum. Hlut- verk Bókmenntasjóðs er að efla ís- lenskar bókmenntir, þýðingar á er- lendum ritum á íslensku, íslenska bókmenningu, bókaútgáfu og stuðla að útbreiðslu og kynningu á íslensk- um bókmenntum erlendis. Þorgerður Agla segir starfið fela margt í sér, m.a. að fara yfir um- sóknir um þýðinga- og útgáfustyrki. „Það er verið að móta stefnuna í því hverjar áherslurnar verða í framtíð- inni, það sem lýtur að öðrum skyld- um sjóðsins, eins og kynningu á bók- um hérlendis og erlendis.“ Njörður Sigurjónsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra, hef- ur verið ráðinn forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst. Bókmenntasjóður tók til starfa í fyrra. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á www.bok.is. | helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Bók í hendi Þorgerður Agla. Stefnan mótuð Nýr framkvæmda- stjóri tekur við hjá Bókmenntasjóði FULLTRÚAR gallerísins Baltic Centre for Con- temporary Arts í Gateshead á Englandi mættu fyrir rétti í gær, vegna ákæru um að hafa sært blygðunarkennd manna með því að sýna gifsstyttu af Jesú Kristi með holdris. Stytta þessi var á sýn- ingunni Gone, Yet Still, sem hófst í september í fyrra og lauk í janúar síðastliðnum. Styttan var meðal tuga annarra í innsetningu kín- verska listamannsins Terence Koh. Auk Jesústyttunnar mátti þar sjá styttur af Mikka mús og ET. Emily nokkur Mapfuwa varð svo móðguð er hún sá styttuna af Jesú að hún fór í mál við galleríið. Þótti henni styttan særa blygðunarkennd fólks og valda hugarangri. Map- fuwa benti á að svona yrði aldrei farið með Múhameð spámann. Kristileg samtök í Northumbria slógust í lið með henni og hétu því að greiða allan málskostnað. Fulltrúar gallerísins bera við sakleysi, en málið verður tekið fyr- ir aftur 23. september. Málsókn út af dónaleg- um Kristi Styttan umdeilda. SÝNING á verkum Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur fyrir bókina Örlög guðanna verður opnuð í Þjóðminjasafninu á morgun. Bókin kom út fyrir hálfum mánuði og er um nor- ræna goðafræði. Í bókinni má finna allar helstu sögurnar af norrænum goðum og gyðjum í endursögn sem höfða á til allr- ar fjölskyldunnar. Ingunn Ás- dísardóttir er höfundur text- ans og útgefandi er Mál og menning. Kristín Ragna hannaði jafnframt bókina. Sýningin verður opnuð kl. 14 og mun Ingunn lesa upp úr bókinni. Þá munu Ingunn og Kristín árita bækur og léttar veitingar verða í boði fyrir gesti. Myndlist Örlög guðanna í Þjóðminjasafni Ein af myndum Kristínar Rögnu NÝTT gallerí, Marló, verður opnað í dag kl. 18 á Laugavegi 82. Galleríið er í eigu Mar- grétar Lóu Jónsdóttur og verð- ur lögð sérstök áhersla á að sýna og selja teikningar og grafík eftir framsækna lista- menn nokkurra kynslóða sem spanna vítt svið íslenskrar myndlistar. Í galleríinu verða m.a. til sölu verk eftir Birgi Snæbjörn Birgisson, Bjarna Hinriksson, Halldór Baldursson, Hallgrím Helga- son, Helga Þorgils Friðjónsson, Hugleik Dagsson, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, Ragnhildi Jóhanns- dóttur, Sigríði Melrós Ólafsdóttir, Söru Björns- dóttur og Þórarin Leifsson. Myndlist Áhersla á grafík og teikningar Trérista eftir Sigríði Melrós Á MORGUN verður haldin ráðstefna í hátíðarsal Háskóla Íslands um strúktúralisma í mannvísindum, í tilefni af ald- arafmæli franska mannfræð- ingsins Claudes Lévi-Strauss sem talinn er einn helsti kenn- ingasmiður síðustu aldar. Ráðstefnan hefst klukkan 10 og lýkur kl. 16. Hún er á vegum Hugvísindastofnunar og Mannfræðistofnunar með að- stoð sendiráða Frakklands, Kanada og rektors Háskóla Íslands og verða fluttir sjö fyrirlestrar og fara þeir flestir fram á ensku. Aðalfyrirlesarar verða Philippe Descola frá Collège de France og Margaret Lock, mannfræðingur frá Kanada. Fræði Um strúktúralisma í mannvísindum Claude Lévi-Strauss ÁSDÍS Sif Gunnardóttir og Ingibjörg Magnadóttir skrifa handrit og leikstýra kvikmyndinni Háveruleiki sem frumsýnd verður í Regnboganum í kvöld. Leikarahópurinn er mjög fjölbreyttur og telur m.a. myndlistarmenn, fyrrverandi sjónvarpsstjóra og hár- greiðslumenn. „Þetta er kvikmyndagerðarhópurinn Hin dýra list og svo vinir og ættingjar sem bættust í hópinn,“ segir Ásdís Sif. Myndin fjallar um sértrúarsöfnuð. „Þessi söfnuður trúir því að draumur sé það sama og raunveruleiki. Hann hefur líka ýmiskon- ar reglur, til dæmis að það má ekki tala illa um fólk og það má ekki tala um fortíðina.“ Hún segir að myndin hafi hvorki upphaf né endi, heldur sé hún samsett af litlum sögum sem eru fléttaðar saman. „Það koma líka inn í þetta vídeóverk, svo maður hefur aldrei á hreinu hvað er að gerast.“ Fjölbreyttur söfnuður Leikarahópurinn í Háveruleika kemur úr öllum áttum Geðlæknir og klæðskiptingur: Benedikt Erlingsson Kona í leit að hjálp: Laufey Elíasdóttir Leiðtogi: Ragnar Kjartansson Kærasta og dansari: Ingibjörg Magnadóttir Kærasti: Egill Sæbjörnsson Dagbjört: Ásdís Sif Gunnarsdóttir Kærasti Dagbjartar: Jón Atli Jónasson 10 ára strákur: Curver Thoroddsen Mamma: Guðrún Ásmundsdóttir Pabbi: Magni R. Magnússon Mamma: Steinunn Guðlaugsdóttir Hommi: Skjöldur Eyfjörð Fréttamaður 1: Jón Hallur Stefánsson Fréttamaður 2: Jón Óttar Ragnarsson Meðlimur í sértrúarsöfnuði: Guðmundur Oddur Persónur og leikendur Kærasti Egill Sæbjörnsson í hlutverki sínu í Háveruleika. EFtir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is UNDANFARNA fjóra mánuði hefur myndlistarmaðurinn Ásdís Sif Gunnarsdóttir verið á flakki um heiminn og tekið upp efni á myndbönd. Þau eru efniviðurinn í sýningu á vídeóverkum sem hún opnar annað kvöld í Kling & Bang gallerí. Sýningin ber yfirskriftina Appelsínurauði eldurinn sem þú sýndir mér í Hljómskálagarðinum og er Hekla Dögg Jónsdóttir sýn- ingarstjóri. Texti og myndir spila þar saman, en titillinn er sóttur í útvarpsleikrit sem Ásdís Sif samdi og flutt var á Rás 1 í vetur. Hún segir að líta megi á vídeó- verkin að vissu leyti sem málverk. „Þegar maður er að setja sýn- inguna upp þarf maður að finna staði fyrir allt og þá teiknar mað- ur inn í rýmið.“ Vídeó í ljóði Vídeóverkunum er varpað á veggi sýningarsalarins svo að gestir ganga um inni í þeim. „Þetta eru þrjú vídeóverk sem ég gerði á þessu ári og þau fljóta um sýningarrýmið bæði á skjám og veggjum. Þetta er svolítið eins og vídeó í ljóði.“ Hún segist leggja upp með ákveðna tilfinningu sem hún spinnur svo út frá og breytir í orð og myndir. „Þetta er byggt upp þannig að ég fæ hugmynd að ein- hverri ákveðinni stemningu og svo klippi ég þetta saman til þess að búa hana til. Þetta er unnið mjög mikið út frá tilfinningum og ég er aldrei með neitt handrit. Ég beini oft myndavélinni frá mér þegar ég er úti að labba. Myndböndin eru tekin í París, Kanada, Belgíu, New York, Berlín og New Or- leans, þannig að þetta eru klippur úr líkamlegu og sálrænu ferða- lagi.“ Sýningin verður opnuð klukkan átta og tveimur tímum síðar býður Ásdís Sif upp á sjónrænt leikrit eftir sig sem heitir Fallegi, við- kvæmi konungdómur þinn sem Guðrún Ásmundsdóttir leikstýrir. „Það á sér rætur í ljóðum sem ég er búin að vera að skrifa og fjalla mikið um ástina,“ segir hún. Appelsínu- rauður eldur Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir vídeóverk og leikrit í Kling & Bang galleríi Morgunblaðið/Golli Á ferð „Þetta eru klippur úr líkamlegu og sálrænu ferðalagi,“ segir Ásdís Sif Gunnarsdóttir um verk sín sem hún sýnir í Kling & Bang. „Mig dreymdi að þú værir að tala um þig og ég bað þig um að endurtaka þig. Því í orð- unum var algjör sannleikur. Eitthvað sem þú þurftir að heyra! Sannleikur já, mig langaði til að vita hvað ég ætti að gera. Þetta er svo fall-eg rödd. Þessi rödd sann- leikans. Ég skil ekki alveg þennan draum en hann sækir á mig, ég fæ ljúfsára tilfinn- ingu. Þegar ég er búinn að klára listaverk, þá líður mér eins og að ég hafi labbað út á enda veraldar og er búinn að tapa tíma og rúmi, þá hef ég ekkert meira að segja. Allt er án upphafs og endis og ég breytist í ungling aftur.“ Úr leikritinu Fallegi, við- kvæmi konungdómur þinn eftir Ásdísi Sif Gunnars- dóttur. Orðrétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.