Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 19
SÓLVEIG Aðalsteinsdóttir er lista- kona sem lét fyrst að sér kveða á ní- unda áratug síðustu aldar, á tímum þegar listin var að gangast við gegnsæi og jafnvel abstraktsjónin þurfti ekki lengur að snúast um sjálfræði eða hafa dulrænan und- irtón. Listamenn sem sóttu í ab- strakt myndmál nýttu sér þess held- ur hversdagsleikann og kunn- ugleikann og ég er ekki frá því að sýning Ívars Valgarðssonar á Kjar- valsstöðum árið 1991 hafi markað tímamót hvað þetta varðar á Íslandi enda olli það miklum usla og um- ræðu í þjóðfélaginu þegar Ívar rað- aði saman ýmiss konar tilbúnu en ónotuðu byggingarefni eða viðgerð- arefni sem mínimal skúlptúr eða rýmisverki. Nú erum við hins vegar öllu vön og þetta 17 árum síðar gengur Sól- veig Aðalsteinsdóttir óáreitt á áþekkar slóðir nema hvað sýnir not- að byggingarefni sem í flestum til- fellum mundi lenda á haugunum, en sýning hennar, sem nú stendur yfir í Listasafni ASÍ, er upp byggð á gam- alli eldhúsinnréttingu sem listakon- an reif úr íbúð sinni. Teflir Sólveig brotum úr innrétt- ingunni saman við teikningar og ljósmyndir, annars vegar af „húð- lausum“ veggjunum og hins vegar abstrakt ljósmyndum sem í þessu samhengi virka sem einhvers konar handanveruleiki eldhússins. Teikn- ingarnar „spinnur“ listakonan svo út frá kóngulóarvefum og eru þær hverfular en minna að sama skapi á eyðilegt rými sem með tímanum verður heimili fyrir slíka vefi. Hér má sennilega fara út í að ræða einhverja niðurrifsspeki, að skemma til að skapa, en fyrir mitt leyti er allt slíkt aukaatriði því þetta er umfram allt alkemískur gjörn- ingur þar sem andinn í efninu fær að svífa um frjáls í rýminu og má það heita kraftaverki líkast að finna þetta töfrandi lýrískum straumum farveg í gamalli ónýtri eldhúsinn- réttingu, máski eins og að breyta vatni í vín. Sólveig Aðalsteinsdóttir bbbbn MYNDLIST Listasafn ASÍ Opið alla daga nema mánudaga frá 13– 17. Sýningu lýkur 21. september. Aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Valdís Thor Af sýningu Sólveigar Brot úr inn- réttingu, myndir og teikningar. Jón B. K. Ransu Að breyta vatni í vín MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 19 Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Þ etta eru gamlar syndir,“ segir Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, þegar hann er spurður um efnis- skrá fyrstu Tíbrár-tónleika vetr- arins í Salnum á sunnudags- kvöldið. Eru það hátíðartónleikar til heiðurs Þorkeli í tilefni af sjötugsafmæli hans í sumar. Íslensk-bandaríski píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor, sem er prófessor við Waldorf College í Iowa, flytur þá öll píanó- verk Þorkels, og þar af eitt splunkunýtt. Gefst því einstakt tækifæri til að heyra heildarflutning á fjölbreyttum píanóverkum tónskáldsins. Elsta verkið á tónleikunum er skrifað ár- ið 1971. „Ég hef ekki verið duglegur að skrifa fyr- ir píanóið. Þetta er mitt hljóðfæri en ég hef ekki endilega hugsað mikið um það. Hver skýringin er veit ég ekki,“ segir Þorkell. Hann segist ekki hafa verið beðinn um pí- anóverk gegnum tíðina. „Þau hafa þó mörg orðið til vegna þess að ég hef skrifað fyrir vini mína, píanóleik- arana Halldór Haraldsson og Jónas Ingi- mundarson. Ég hef fært þeim verk. Þeir eru góðir píanóleikarar og mér fannst gam- an að gauka einhverju að þeim.“ Geðgóður og vel stilltur Þorkell segir verkin öll vera hreina píanó- músík, þau spretti ekki frá ljóðum eða öðr- um textum. „Í einu tilfellinu var Halldór að segja mér að hann væri að fara í tónleikaferð um Norðurlönd og að gaman væri að hafa eitt- hvað nýtt með í farteskinu. Annað varð til þegar Jónas var að hefja feril sinn sem pí- anóleikari og var að fara í tónleikaferð um landið, sem mér fannst frábært framtak hjá honum. Þá fékk hann verk. Svo var eitt verk samið sérstaklega fyrir gamlan sænskan vin minn, sem var líka pí- anóleikari. Hann sagði að það væri gaman ef til væri íslenskt stykki. Hvað er íslenskt? spurði ég. Ætli það sé ekki verk skrifað af Íslendingi út frá íslensku þjóðlagi, svaraði hann. Ég brást við því og hann frumflutti þetta á sínum tíma. Ég frétti að það hefði gengið mjög vel.“ Elsta verkið, frá 1971, ber yfirskriftina Der Wohltemperierte Pianist, og vísar heit- ið í verk J.S. Bachs um velstillta hljóðfærið. Þorkell segir ekki um beina tilvísun í tónlist Bachs að ræða. „Á sínum tíma sagði ég að þá hefðu menn verið að hylla vel stillt hljóðfæri. Það væri enginn vandi nú á dögum að kaupa góðar stillingar, gegn vægu verði, en vel stilltir pí- anistar væru kannski sjaldgæfir.“ Hann hlær og bætir svo við: „En það var bara kjaftæði. Við Halldór, sem flutti þetta, er- um bernskuvinir; hann er alltaf geðgóður og vel stilltur,“ segir Þorkell. Óumbeðið aukalag Þorkell varð sjötugur í sumar. Urðu breytingar á starfi tónskáldsins á þeim tímamótum? „Alla mína hundstíð hef ég ekki verið tón- skáld heldur kennari í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Nú er ég hættur því, kominn á eftirlaun, og þakka fyrir það sem er liðið. Mér finnst bara gaman. Kannski hef ég meiri tíma til að semja.“ Þorkell segir tónleikana á sunnudag ekki hafa verið sína hugmynd. „Ég varð hissa þegar Kristín Jónína sagðist hafa áhuga á að gera þetta. Hún er svo áhugasöm og mér fannst það skemmti- legt. Píanóverkin hafa ekki verið flutt svona áður, í heilli kippu, heldur eitt og eitt, af og til.“ Eitt nýtt verk er á efnisskránni, Kesa, og Þorkell segist hafa fært Kristínu Jónínu það til að hafa sem óumbeðið aukalag, óuppklappað. Hann segist hlakka til að heyra verkin. „Sum hef ég ekki heyrt í háa herrans tíð. En ég vona að öðrum finnist líka skemmti- legt að heyra þau.“ Færði vinum sínum tónverk  Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld verður hylltur á Tíbrár-tónleikum á sunnudag, í tilefni af sjötugs- afmæli sínu  Kristín Jónína Taylor leikur öll píanóverk hans á hátíðartónleikum, það elsta frá 1971 Morgunblaðið/Golli Höfundur og flytjandi Þorkell og Kristín í Salnum í Kópavogi í gær. Þorkell hlakkar til að heyra verkin í flutningi Kristínar. ’Alla mína hundstíð hef ég ekkiverið tónskáld heldur kennari í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Nú er ég hættur því, kominn á eftirlaun, og þakka fyrir það sem er liðið. Mér finnst bara gaman.‘ Píanóleikarinn dr. Kristín Jónína Taylor er íslensk-bandarísk og er prófessor við Wal- dorf College og deildarstjóri tónlist- ardeildar skólans. Hún hefur leikið víðs- vegar um Bandaríkin og í Reykjavík, París, Prag, Belgíu og Austurríki. 16 ára gömul nam Kristín píanóleik undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Hún hlaut mast- ersgráðu í tónlist frá University of Mis- souri-Kansas City Conservatory of Music og lauk doktorsprófi frá University of Cincinnati College Conservatory of Music. Á tónleikaferðum Kristínar leggur hún megináherslu á norræna tónlist, einkum og sér í lagi íslenska og heldur jafnframt fyrirlestra um hana. Doktorsritgerð henn- ar fjallaði um Piano Concerto Jóns Nordal. Kristín Jónína Taylor KÓPAVOGSBÆR hefur staðið fyrir tónleikaröðinni Tíbrá síðan Sal- urinn tók til starfa fyrir 10 árum. Í vetur eru 26 tónleikar í röðinni og að sögn Vigdísar Esradóttur, for- stöðumanns Salarins, er hér um framúrskarandi glæsilega tónleika að ræða sem mynda einskonar þrennu. Tíu tónleikar verða haldnir undir yfirskriftinni Töfrar í Tíbrá en þar eru á ferðinni heimsklassalista- menn, svo sem Innessa Galante, Ein- ar Jóhannesson og Alfredo Perl, en þau koma fram á fyrstu þrennum Töfra-tónleikunum. Lög unga fólks- ins er síðan heitið á sex tónleikum þar sem ungir og efnilegir íslenskir tónlistarmenn fá tækifæri til að kynna sig, og það eru þau Jón Svav- ar og Ástríður Alda sem ríða á vað- ið. Síðast en ekki síst eru tíu tón- leikar sem Vigdís kallar „að hætti hússins“, en undir þá skilgreiningu falla til dæmis opnunartónleikarnir á sunnudaginn kemur, jóla- og ný- árstónleikar, fernir djasstónleikar o.fl. Vigdís er treg til að gera upp á milli þess sem verður flutt í Tíbrá í vetur. „Ég hlakka til að fara á alla þessa tónleika, fjölbreytnin er mikil og tónlistin og flytjendur ólíkir, en ég get ekki sagt að ég kvíði því bein- línis að hlusta á Kristin Sigmunds- son flytja „Liederkreis“ og fleira óviðjafnanlega fallegt á hátíðartón- leikum í tilefni af tíu ára afmæli Sal- arins í janúar.“ gunnhildur@mbl.is Tíbrá í tíu ár Spennt Vigdís Esradóttir kvíðir ekki tónleikum Kristins Sigmundssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.