Morgunblaðið - 05.09.2008, Page 20

Morgunblaðið - 05.09.2008, Page 20
Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is Nýlega fjallaði Daglegt lífum kindina Kótilettusem býr í Vest-mannaeyjum. Komið hefur í ljós að hún á frænda í Eyj- um, hrút sem heitir í höfuðið á knattspyrnustjóra Arsenal, Arsene Wenger. Eigandi Awenger, eins og hrút- urinn er kallaður, heitir Haukur Guðjónsson og er alvanur dýrum. „Þetta er skemmtilegur hrútur,“ segir Haukur. „Hann er ennþá pelabarn og er að verða ársgam- all.“ Haukur er ekki bóndi en á nokkrar kindur. „Þetta er bara áhugamál, við erum sjö saman sem eigum 35 kindur. Þær eru hérna á búgarði sem við köllum Dallas, en það er tún hérna í Eyj- um sem var nefnt eftir Dallas þáttunum. Ég hef gaman af því að um- gangast dýr og þetta hefur þróast svona með hrútinn, hann hlýðir mér alltaf. Ég hef umgengist dýr frá því að ég man eftir mér og ég man til dæmis að for- eldrar mínir áttu belju. Í þá daga framleiddu Vestmannaeyingar sína mjólk sjálfir og foreldrar mínir höfðu þessa belju til að fæða fjölskylduna, enda vorum við tíu, systkinin.“ Fjölhæf kind Haukur hefur ótrúlegar sögur að segja af hrútn- um Awenger, enda klár- lega skemmtilegt dýr þar á ferð. „Hann fer með mér í búðir og í sjoppuna til að fá ís. Það er nú saga að segja frá því að fyrst vildi hann ekki ísinn, en þegar ég var búinn að sleikja ísinn vildi Awenger smakka og fannst hann góður. Þegar við förum í bæinn þá fer Awenger með í bílinn en er ekkert sérstaklegar ánægður með það. Þegar við röltum um bæinn þarf Awenger samt ekk- ert að vera í bandi því hann hleypur ekki í burtu. Eitt sinn mættum við konu með tvo hunda og hann skipti sér ekk- ert af þeim, þefaði af þeim og búið.“ Það má segja að fótbolti sé aðaláhugamál bæði Hauks og Awengers. „Hrúturinn hefur gaman af fót- bolta og tekur oft smá syrpu með mér. Maður leyfir honum að skora. Ég var annars að koma frá fyrsta heimaleik Arsenal, úti í London. Ég er heiðursfélagi í Ars- enal-klúbbnum á Íslandi ásamt fleiri góðum mönnum. Ég færði Awenger nýjan bolta merktan Arsenal,“ segir Haukur. „Fólk er nú ekkert hissa á þessu, brosir bara. Kindurnar í Eyjum eru bara svona, koma ofan úr fjöllunum þegar maður kallar á þær. Þegar þær eru orðnar að gæludýrum er þetta bara svona.“ Að taka syrpu með fót- boltann, fara í bæjar- ferðir og borða ís er hin besta hrútaskemmtan. Fótboltafélagar Hrúturinn Arsene Wenger og Haukur Guðjónsson deila fótbolta- áhuganum. Uppáhaldsliðið er svo að sjálfsögðu enska úrvalsdeildarliðið Arsenal. Hrúturinn A.Wenger spilar fótbolta á Dallas-búgarðinum Morgunblaðið/ Sigurgeir Jónasson |föstudagur|5. 9. 2008| mbl.is daglegtlíf Sultugerðarfólk Þau Sigþór Árni, Vala og Helga María hafa staðið í stórræðum við sultugerð. Með þeim á myndinni er Tekla Ósk, litla systir Sigþórs Árna. Afraksturinn Framleiðsla barnanna hefur fengið hið viðeigandi nafn Krakkasulta. Krakkasulta fyrir gott málefni ÞEIR hafa verið drekkhlaðnir berjum, rifs- og sólberjarunnarnir víða um land þetta haustið – enda veðrið búið að vera með ein- dæmum gott. Berin eru svo gjarnan notuð í sultu, saft og jafnvel líkjöra. En þó berjatínslufólkið sé gjarnan á öllum aldri eru sultugerðarmennirnir yfirleitt eldri að árum en þau Sigþór Árni Bjarnason, Helga María Reynisdóttir og Vala Sigurð- ardóttir sem staðið hafa í stórræðum þetta haustið. Þessir 9 ára nemendur í Breiðagerð- isskóla tóku sig nefnilega til og fengu leyfi til að tína bæði rifsber og sólber í görðum í hverfinu. Í kjölfarið hafa þau staðið í ströngu við sultu- og saftgerð undir handleiðslu Eddu Sigrúnar Ólafsdóttur, ömmu Sigþórs, auk þess að njóta aðstoðar stóra bróður hans, Andra Más. Afraksturinn til þessa er um það bil 40 krukkur af sultu sem fengið hefur nafnið „Krakkasulta“ og viðtökurnar hafa verið góðar því þau Sigþór Árni, Helga María og Vala hafa selt nánast allan afrakstur sultu- gerðarinnar vinum, nágrönnum og ætt- ingjum. Ágóði sultusölunnar, rúmar 14.000 krónur, verður síðan færður ABC barna- hjálpinni, enda vilja þessir duglegu krakkar láta gott af sér leiða. Mikið er innsæi DavíðsHjálmars Haralds- sonar, eins og alkunna er. Og hann þurfti ekki á landsmót hagyrðinga að Smyrla- björgum í Suðursveit til að vita hvað þar fór fram: Hagyrðingar yrkja enn af ástríðu og list í senn en gleðjast þegar gangnamenn glöggir fara í leitir. Þá láta þeir sem lömb á beit og leiki þeirra enginn veit og þetta haust í Suðursveit þeir saman komu teitir. Skemmti sér þar skálda fjöld svo skulfu borð og hristust tjöld er líða tók á ljóðakvöld við læti, hví og öskur. Og þar var föðmuð meyja mörg af munúð undir bröttum hörg. Nú smalar sjá um Smyrlabjörg smokka og tæmdar flöskur. Hallmundur Kristinsson átti ekki heldur heimangengt á landsmótið. Hann hafði sínar efasemdir um kveð- skapinn og varð að orði: Að Smyrlabjörgum ókjör verða ort. Ugglaust þar í mönnum nokkur hiti. Aftur á móti er alveg spurning hvort eitthvað muni frá þeim koma af viti. En vitaskuld var nóg kveðið á landsmótinu og Sigrún Haraldsdóttir sagðist þurfa að jafna sig eftir slíka helgarskemmtun, eins og vísan ber með sér: Nú yfir hafa stuðlastef stöðuglega gengið. Ég virkilega vonda hef vísnaeitrun fengið. Hringhenda eftir Matthías Jochumsson misritaðist hér á dögunum. Brynjúlfur Sæmundsson lærði hana af öldruðum föður sínum fyrir nokkrum árum og skrifaði hana hjá sér svona: Líf er nauðsyn, lát þig hvetja, líkst ei gauði, berstu djarft. Vertu ei sauður heldur hetja hníg ei dauður fyrr en þarft. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af vísum og lands- móti „Kindurnar í Eyjum eru bara svona, koma ofan úr fjöllunum þegar maður kallar á þær.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.