Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Breiðavík erblettur áíslensku samfélagi. Marg- oft hefur komið fram í fjölmiðlum að dvöl á heimilinu gat verið líkust vist í víti. Börnin, sem þangað voru send, lentu í svartholi og gátu ekki leitað sér hjálpar. Í stað þess að eiga þess kost að njóta þess, sem íslenskt samfélag bauð upp á, voru þau dæmd úr leik. Þau misstu af tækifærinu til að afla sér menntunar, en voru þess í stað látin vinna myrkranna á milli. Frásagnir af misnotkun og ofbeldi, sem þarna átti sér stað bæði af hálfu annarra vistmanna og um tíma um- sjónarmanna, vekja hrylling. Um þessar mundir er unnið að gerð frumvarps um bætur vegna misgerða á vist- og meðferðarheimilum fyrir börn. Það er ekki einfalt mál að ákveða hvernig eigi að bæta brot þegar svo langt er um lið- ið frá því að þau áttu sér stað. Drög að frumvarpinu hafa komist til fjölmiðla. Þar er í at- hugasemdum vísað í erindis- bréfið, sem liggur til grund- vallar frumvarpinu. Í því kveður á um að við samningu frumvarpsins sé rétt að setja fram reglur, sem tryggi að þeir, sem orðið hafi fyrir var- anlegu tjóni vegna vistunar á þessum stofnunum eða heim- ilum og vanrækslu af hálfu ríkisins eða starfsmanna þess, hljóti sanngjarnar bætur. Einnig seg- ir að búa eigi þannig um hnúta að hægt verði að greiða bæturnar án tímafrekrar og kostnaðar- samrar athugunar á því hvort bótaskilyrði séu uppfyllt og bent á að fyrir liggi skýrsla nefndar um „viðkomandi stofnun þar sem fram komi að óforsvaranlega hafi verið stað- ið að málum“. Þetta hljómar vel. Það er óþarfi að þeir einstaklingar, sem voru í Breiðavík, þurfi enn einu sinni að ýfa þessi sár úr fortíðinni. Bótaþátturinn í frumvarpsdrögunum er hins vegar með þeim hætti að standi hann óbreyttur munu sanngirnissjónarmiðin ekki verða uppfyllt. Breiðavík er alveg sérstakt tilfelli. Börn voru tekin af heimilum sínum til þess að bjarga þeim, en björgunin snerist í andhverfu sína og vistin á eftirlitslausri stofnun reyndist afdrifarík. Vitaskuld var það ekki með ráðum gert og ástandið var ekki alltaf jafn slæmt þann tíma, sem heimilið var rekið, en vegna skorts á eftirliti og aðhaldi fór sem fór. Íslenskt samfélag brást þeim, sem sendir voru til Breiðavík- ur. Nú er komið að því að þeir fái bætur og uppreisn. Hvern- ig að því verður staðið verður mælikvarði á íslenskt sam- félag. Niðurstaðan verður mælikvarði á ís- lenskt samfélag } Bætt fyrir Breiðavík Dómsmálaráð-herrar á Norðurlöndum hyggjast nú taka höndum saman um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum á netinu og herða baráttuna gegn barna- klámi. Í könnun, sem sænsk ráð- gjafarnefnd gegn ofbeldi gerði, kom fram að 40% stúlkna í níunda bekk hefðu verið beðin um kynlífsþjón- ustu eða fengið uppástungu í þá átt frá fullorðnum karl- mönnum á vefnum árið þar á undan. Þetta er leið barnaníð- inga til að fá sitt fram og það þarf að bregðast við þessari hættu. Það verður annars vegar gert með forvörnum. Börnin þurfa að vera upplýst um hætturnar. Einnig þarf að efla getuna til að hafa hendur í hári þeirra, sem nota netið til þess að fremja kynferðislegt of- beldi og að dreifa klámi. Í yfirlýsingu Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra og þeirra ráðherra, sem fara með þessi mál á Norður- löndum, var kynnt áætlun í fimm lið- um, sem miðar að því að stöðva þessa glæpi, sem þrífast á vettvangi án landamæra. Meðal þeirra aðgerða, sem nú eru boðaðar á Norður- löndum, er að koma upp sam- eiginlegum norrænum net- þjóni fyrir tæknilegar upplýsingar um ofbeldis- myndir, eins konar rafræn fingraför, sem nota megi til að flokka og bera kennsl á þær. Einnig á að þróa hug- búnað og tækni til leitar og eftirlits á netinu. Í þeim efn- um mætti til dæmis leita til Bandaríkjanna þar sem slíkur búnaður er notaður til að fara yfir þær milljónir ofbeldis- mynda, sem flæða um netið. Kynferðislegs ofbeldi gegn börnum hefur afdrifaríkar af- leiðingar. Það er því gott að ríkislögreglustjórar á Norð- urlöndunum eigi að leggja saman krafta sína í barátt- unni gegn þessari vá. Milljónir mynda flæða um netið }Átak gegn barnaofbeldi J ú, auðvitað var Lýsing í fullum rétti, þegar starfsmenn vörslusviptingar fyrirtækisins sóttu vinnuvélarnar, – segir Ástþór Skúlason, bóndi á Barðaströnd, auðmjúkur. Ástþór er lamaður, og vanskilin á afborgunum sem út- heimtu þessar aðgerðir, viku fyrir eindaga, námu 200 þúsund krónum, auk þess sem Ást- þór skuldaði 600 þúsund króna virðisaukaskatt. Vegna lömunar Ástþórs voru vinnuvélarnar sérbúnar fyrir hann. Ólafur Magnússon, forstjóri Mjólku, sýndi þann stórhug að koma Ástþóri til hjálpar, þegar milljarðafyrirtækið hafði ekki efni á neinskonar hliðrunum. Jú, auðvitað átti Ástþór að standa í skilum, um það þarf ekkert að deila. Hins vegar þarf Lýsing að svara þeirri spurningu hvers vegna gripið var til svo harkalegra aðgerða viku áður en gjald- frestur rann út. Aumt ef enginn þar á bæ kann að semja eða endurskoða greiðsluáætlanir. Þá þarf Lýsing líka að svara því hvort líklegra hafi verið talið að Ástþór gæti bet- ur staðið í skilum þegar sérbúin atvinnutæki hans höfðu verið numin brott. Allt eftir bókinni upp á punkt og prik, og vissulega lögum og reglum samkvæmt. Harkalegt er það samt. Við vitum þó alltént nú að miskunnsami Samverjinn býr ekki í pappírspésum peningafyrirtækisins, heldur í osta- gerðarmeistara úr Kjósinni. Stóra hetjan er auðvitað Ástþór sjálfur, sem gegn öllum lögmálum hefur risið upp úr örlögum sínum til þess að lifa drauma sína og takast á við lífið. Ég býst við að almennt séð vilji fyrirtæki á borð við Lýsingu hag samfélagsins sem bestan. Samfélag með góðri atvinnuþátttöku þýðir líka meiri viðskipti og … meiri peninga. Í fyrra gaf Rannsóknarsetur verslunarinnar út skýrslu í kjölfar rannsóknar á framleiðni og ávinningi af aukinni atvinnuþátttöku eldri borg- ara og öryrkja. Að verkefninu stóðu meðal ann- arra félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðu- neytið og Samtök atvinnulífsins. Í skýrslunni kemur fram að hagur samfélagsins myndi batna umtalsvert umfram kostnað við bótagreiðslur, væri þeim bótaþegum sem það vilja gert kleift að stunda vinnu. Með öðrum orðum, það er sam- félaginu hagstæðara að þeir örykjar, sem það geta, stundi vinnu og greiði sína skatta en að þeir þiggi bætur. Auðvitað er ástand öryrkja misjafnt og búast má við að heilsa til vinnu sé ekki alltaf fullkomin. Þá þarf úrræði, umburðarlyndi og skilning til að hjálpa fólki yfir slíka hjalla, ekki refsingar. Ríkið þarf að leggja niður tekjutengingu bóta og breyta þeim hugsunarhætti að örorkubætur séu framfærslueyrir. Örorkubætur eiga að vera greiddar fyrir örorku, ekki ann- að, því örorku fylgir í flestum tilfellum umtalsverður kostn- aður. Lífeyri á að greiða þeim sem ekki geta aflað neinna tekna. Þetta hefði hvetjandi áhrif á þá sem megna að láta til sín taka á atvinnumarkaðnum með einhverju móti, og yki lífsgæði þeirra, öllu samfélaginu til tekna. begga@mbl.is Bergþóra Jónsdóttir Pistill Harka, lögum samkvæmt Brugðist við alþjóð- legri glæpastarfsemi FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Í sland og Noregur hafa ákveð- ið að sækja um aðild að lög- reglusamstarfi Evrópusam- bandsríkja sem kennt er við þýsku borgina Prüm. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, gerðu norrænum kollegum sínum grein fyrir þessari ákvörðun á fundi þeirra í Ystad í Svíþjóð síðast- liðinn þriðjudag. Á fundi norrænu dómsmálaráðherranna í Finnlandi í fyrra var ákveðið að nánara lögreglu- samstarf Norðurlanda skyldi rætt í ljósi þróunar Prüm-lögreglusam- starfsins. Björn kveðst hafa lagt áherslu á gildi þátttöku Íslands í alþjóðlegri lögreglusamvinnu innan þeirra marka, sem fjármunir og alþjóða- samningar leyfa. „Alþjóðleg glæpa- starfsemi er staðreynd og hún eykst. Hvarvetna hefur lögregla brugðist við þessari þróun með aukinni sam- vinnu. Markmiðið er að skapa borg- urunum eins öruggt umhverfi og kostur er, þótt aðstæður hafi breyst. Hér á landi má sjá mörg dæmi um ár- angur, sem er meiri og betri en ella hefði orðið vegna alþjóðasamvinn- unnar,“ segir í svari Björns við fyr- irspurn Morgunblaðsins um gildi að- ildar Íslands að Prüm-samningnum. Prüm-samstarfið er nýr áfangi í evrópsku lögreglusamstarfi, að mati Björns. „Það var ákveðið að það félli ekki undir Schengensamstarfið til að auðvelda Bretum og Írum aðild að því en Schengensamstarfið gerir Íslend- inga og Norðmenn hins vegar gjald- genga til þess að semja um þátttöku í Prüm. Hér er um aðild að mikilvæg- um gagnagrunnum að ræða auk þess sem samstarfshættir lögreglu þróast í samræmi við markmið samstarfsins. Að mínu mati er óskynsamlegt fyr- ir Ísland að standa utan við þetta samstarf. Dr. Wolfgang Schäuble, innanríkisráðherra Þýskalands, hef- ur verið aðaldrifkraftur að baki Prüm og þess vegna skipti miklu að fá ein- dreginn stuðning hans við samning við Ísland og Noreg á fundi okkar í Berlín 16. ágúst.“ Björn segir að það að fá aðild að Prüm-samstarfinu sé nokkurra ára ferli bæði til samninga og til að hrinda samstarfi lögregluliða í fram- kvæmd. „Á hinn bóginn liggur nú annars vegar fyrir að ESB hefur lög- heimildir til að semja við okkur og á hinn bóginn að fyrir slíkum samn- ingum er pólitískur vilji hjá stærstu ESB-ríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi, auk þess sem Norð- urlöndin í ESB styðja aðild okkar. Leiðin til að koma málum á hreyf- ingu gagnvart ESB er að setja sér markmið, tryggja lögheimildir og banka síðan upp á í höfuðborgum lyk- ilríkja og fá pólitískan stuðning. Þetta hefur nú verið gert vegna aðildar að Prüm-lögreglusamstarfinu.“ Björn skrifaði pistil á heimasíðu sína 17. júní í fyrra og sagði m.a. að aðdragandi og gerð Prüm-samnings- ins minnti á ferlið sem leiddi til Schengen-samningsins. Schengen- samstarfið er ekki hluti af samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið (EES) en samið er um aðild þriðju ríkja að Schengen sérstaklega. Sama gildi um aðild að Prüm- samningnum enda eru lögreglu- og dómsmál ekki hluti af EES- samstarfinu. Í yfirlitsskýrslu sendiráðs Íslands í Brussel frá fyrri hluta þessa árs segir m.a. að lögreglusamvinna á grund- velli Prüm-samningsins sé að færast inn í regluverk ESB utan samsettu nefndarinnar og Schengen- samstarfsins. Unnið var að nánari út- færslu samstarfsins innan ráðherra- ráðs ESB og gert ráð fyrir að þeirri vinnu lyki um mitt þetta ár. Morgunblaðið/RAX Glæpir Evrópulönd hafa brugðist við vaxandi alþjóðlegri glæpastarfsemi með aukinni samvinnu lögreglu. Ísland og Noregur ætla að taka þátt í henni. PRÜM-lögreglusamstarfið felur í sér nána samvinna lögreglu í aðild- arlöndum Evrópusambandsins. Nú stefnir í að Ísland og Noregur bæt- ist í þann hóp. Í Prüm-samstarfinu felst m.a. gagnkvæmur aðgangur að gagna- bönkum sem geyma upplýsingar um lífkenni á borð við erfðaefni og fingraför, aðgangur að bifreiða- skrám og náið samstarf lögreglu yfir landamæri. Sjö Evrópulönd hófu nána lög- reglusamvinnu vorið 2007 að frum- kvæði Þjóðverja. Allt frá byrjun tóku þátt í þessu samstarfi Aust- urríki, Belgía, Frakkland, Holland, Lúxembourg og Spánn. Gerður var samningur um samstarfið sem kenndur er við borgina Prüm og var hann undirritaður 17. nóv- ember 2006. Þjóðverjum var kappsmál að öll ESB-ríki yrðu aðilar að samn- ingnum. Þeir beittu sér fyrir því í formennskutíð sinni í ESB og náðu því markmiði. SAMVINNA LÖGREGLU ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.