Morgunblaðið - 05.09.2008, Side 23

Morgunblaðið - 05.09.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 23 Ung Ungir sem aldnir mættu að Karphúsinu í gær þegar samninganefnd ljósmæðra gekk til fundar. Margir hafa lýst stuðningi við kröfur ljósmæðra. G. Rúnar Blog.is Sigurður Þór Guðjónsson | 4. sept. Drengirnir í Breiðavík eru slegnir yfir þeim bótum sem ríkisstjórnin ætlar að skenkja þeim. Þeir tala um að í annað sinn sé rík- isvaldið að smána þá. Sérstaklega eru þeir sárir yfir því marghliða mati sem þeir þurfa að sæta hjá einhverjum sérfræðingum um það hvað mikið þeir hafi skaðast í vist- inni og hve mikið beri að veita þeim í sanngirnisbætur. Breiðavíkurdrengirnir spyrja líka hvað verði með þá drengi sem hafa getað fót- að sig vel í lífinu en það er sem betur fer til. Þeir fá þá engin skaðastig og þar af leiðandi engar bætur. ... Nú er fallegur dagur, bjartur og skýr. En svona fréttir gera mig þunglyndan og dapran. Meira: nimbus.blog.is Bæturnar til Breiðavíkur- drengjanna Halla Rut | 4. september Mig skal ekki undra að for- sætisráðuneytið skuli harma það að Breiðuvík- ursamtökin hafi sagt al- menningi frá þessum hug- myndum ráðuneytisins, því svo skammarlegar eru þær. Og ekki vilja ráðamenn kalla þetta bætur heldur „sanngirnisbætur“ sem ég get ekki alveg lesið í hvað þýðir. Að komast að þessari skammarlegu nið- urstöðu hefur tekið meira en ár. Það tók Þorgerði Katrínu ekki nema fimm mínútur að ákveða að eyða 2,8 milljónum til að fara AFTUR til Kína. ... Bætur fyrir menn sem færðir voru í fang- elsi sem börn, urðu fyrir kynferðislegri áreitni og nauðgun, voru látnir vinna 12 tíma á dag sex daga vikunnar, voru lamdir og barðir sem og andlega niðurlægðir eiga að vera: 360 þúsund til tvær millj- ónir, eftir því hvað þeim var mikið nauðg- að. Samfélagið skuldar mörgum þessara manna líf sitt. En málið er nefnilega það, og hlýtur að verða, við þessar fréttir, einnig svo mög- um öðrum augljóst: Að í augum Sjálf- stæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar er líf hins venjulega manns einskis virði. Þau líta á ríkiskassann sem sinn eigin og erum við hin eingöngu þrælarnir sem borga í hann. Meira: hallarut.blog.is Gudlaugur Hermannsson | 4. sept. Það er ekki hægt að halda þessu hneyksli leyndu. Ég er undrandi á vanvirðingu ráðuneytisins í garð brotaþola. Flestir þessara manna upplifðu helvíti á jörðu þegar starfsfólk gekk í skrokk á þeim ásamt svívirðilegu kynferðisofbeldi sem ekki er hægt að bæta. Þessir drengir voru teknir óviljugir eða á fölskum forsendum af heimilum sínum og frá fjölskyldu og vinum og sendir í helvíti á jörðu. Þeir hljóta að búa í afar vernduðu um- hverfi þessir ráðamenn í ráðuneytinu, þvílík er einfeldnin hjá þeim. Ég skora á samtökin að leggja fram kæru á hendur starfsmönnum Breiðuvík- urheimilisins og einnig leggja fram skaðabótakröfur á hendur ríkisins vegna barsmíða, vinnuþrælkunar og kynferð- islegrar misnotkunar. Meira: elnino.blog.is Mikið eru Íslendingar heppnir, meira að segja áður en þeir urðu Íslend- ingar og hröktust í sjóinn í Noregi undan yfirgangi Haralds hárfagra. Þá var einmitt nýbúið að finna ónumið land sem var „skógi vaxið milli fjalls og fjöru“. Mikið voru Íslend- ingar lánsamir … … að hafa með sér þræla og eig- inkonur frá Írlandi þar sem var aldagömul sagna- og sönghefð. Hjal mæðra og fóstra var þá sem nú sá arfur sem bestur er og skilaði okk- ur að lokum sögunum, Snorra- Eddu, Heimskringlu og ýmsu öðru sælgæti sem þjóðin japlaði á harð- indaaldirnar sem á eftir komu. Það er erfitt að lifa án matar en án snefils af sjálfsvirðingu er fólki bráður bani búinn. Mikið happ var með Íslendingum … … árið 1262 þegar þeir misstu sjálfstæði sitt og gengu Noregskon- ungi á hönd. Ekki aðeins var þar bundinn endi á borgarastríð sem geisað hafði í landinu heldur þurftu Íslendingar ekki að standa í neinu slíku framar og gátu sofið rólegir næstu aldirnar, því valdið, – það var ekki heima. Ekki var lán okkar minna er við lentum undir Dönum. Danir hafa lengi verið allra þjóða umburðarlyndastir og skikkuðu kaupmanns- og embættis- mannagrey til vistar hér uppi í for- dyri helvítis. Ef þeirra hefði ekki notið við hefðum við líklega dáið drottni okkar, ein og týnd langt norðan við heiminn. Mikil guðs blessun var það fyrir Íslendinga … … að Hallgrímur Pétursson skyldi búa við sára neyð og hafa andagift til að vinna úr henni. Á hans tungu urðu siðaskiptin alger og úthreinsun á dýrkun hjáguða og prjáls fullkomnuð. Eftir Hallgrím þarf ekki einu sinn kirkju eða prest til að stunda trú sína, aðeins eina sál. Ekta fínt fyrir Íslendinga sem hver og einn sníður sína trú til eftir eig- in þörfum. Mikið voru Ís- lendingar heppn- ir í móðuharð- indunum … … að þegar gjóskugosið stóð sem hæst var hæg- viðri. Ef það hefði verið vindasamt og áttaskipti mikil á meðan gjóskan rauk upp úr gígunum hefði hún dreifst um allt land og það verið með öllu ónýtt til dýrahalds og manneldis. Þá hefði ekki aðeins fjórðungur þjóðarinnar farist, held- ur kannski við öll. (Í dag er vikur ein af útflutningsvörum þjóð- arinnar.) Mikið var lán Íslendinga … … að eignast valdsmannahirtinn Bólu-Hjálmar. Án hans kjarnyrtu vísna ættum við ekki sýn á líðan þess hluta þjóðarinnar sem aum- astur var og týndur er. Fróðir menn telja að frá landnámi hafi lif- að hér á landi um tvær milljónir manna. Af þriðjungi þeirra fer eng- um sögum, það er ekki skráð í ann- ála eða kirkjubækur, hvergi, ekki neitt, ekki stafkrókur. Mikið er lán okkar Íslendinga … … að landið skuli um aldir hafa verið illbyggileg eyja. Aðrar þjóðir hafa traðkað með alvæpni yfir kornakra og kartöflugarða hver annarrar en enginn hefur haft áhuga á að leggja í landvinn- ingastríð til Íslands, nema jú Jör- undur en það var nú meira upp á sport. Bretar komu reyndar hingað nokkrum sinnum í sjóvinningastríð – með engum árangri. Mikið happ er það Íslendingum … … að gjöful fiskimið umkringja landið og að síldin kom aftur og aftur þangað til hún var uppveidd. En þá lék lánið enn og aftur við okkur; loðnan kom og bjargaði öllu. Þegar hún er uppveidd líka kemur eflaust eitthvað annað, líklega mak- ríll. Mikið voru Íslendingar heppnir … … þegar „blessað stríðið“ braust út, kreppan endaði og Íslendingar sáu peninga í fyrsta sinn. Þarna gafst líka kjörið tækifæri til að segja Danakonungi upp. Og ekki var veislan minni þegar stríðinu lauk og við fengum eins og aðrar stríðshrjáðar þjóðir ríflega Mars- hallaðstoð til að byggja upp það sem hafði eyðilagst í stríðinu … sem var aftur siðferði íslenskra kvenna? Skáldaheppni Íslendinga … … ríður ekki við einteyming. Að svo lítil þjóð skuli hafa átt svo mörg góð skáld. Þórbergur, Lax- ness, Megas, Andri og þannig mætti lengi telja upp góð skáld sem segja okkur satt um það hvernig við erum og hver við erum – löngu áður en við föttum það sjálf. Ekki má gleyma Jónasi „okkar“ Hall- grímssyni og því mikla láni að hann skyldi ekki fylgja leiðitamur íhalds- sömum viðhorfum samtímans, held- ur flytja hingað ferskan tíðaranda rómantíkurinnar. Kunnu honum þó margir á hans tíð honum litlar þakkir fyrir að blása þjóðinni hug- rekki í brjóst með ljóðum sínum og breyta landinu úr lélegum bithaga í náttúruundur. Aldrei hafa Íslendingar verið lánsamari en nú … … þegar heimurinn er á helj- arþröm af áhyggjum yfir mengun sem ógnar tilveru okkar allra vegna notkunar á mengandi orku- gjöfum. Og ekki eru áhyggjurnar minni yfir að þessir sömu orkugjaf- ar eru að klárast og enginn veit hvað á að taka við. Verð á svörtu orkunni er í hæstu hæðum og stór- veldin og braskarar berjast um hvern dropa. Svarið við því er að- eins eitt: endurnýjanleg hrein orka. Já einmitt, Íslendingar eiga „bunch“ af henni. Og ekki nóg með það heldur er nú mænt til Íslands sem hreinasta lands í heimi. Ímyndin er ómenguð og náttúrvin mitt í sótsvörtum heimi. Mikið eru Íslendingar tregir … … að skynja aldrei lán sitt á þeim tíma sem það dynur yfir þá. Nú sem fyrr gera menn sér enga grein fyrir hvað þeir eru með í höndunum. Það er haldin „bruna- útsala“ fyrir mengandi stóriðju á verðmætustu auðlind heimsins, endurnýjanlegri orku. Ríkasta þjóð í heimi hefur ekki efni á að staldra við og móta sér stefnu til lengri tíma um hvernig auðlindir hennar verða best nýttar. Það þarf að selja sem mest og hraðast, sama hvað það kostar, annars gæti dregið aðeins úr hag- vexti. (Og sölu á Range Rover.) Yf- ir 30 fyrirtæki hafa hug á að reisa hér vefþjónabú með tilheyrandi há- tæknistörfum. Önnur meðalstór há- tæknifyrirtæki þurfa frá að hverfa því orka næstu ára hefur þegar verið seld á heildsöluverði til stór- notenda. Hvernig væri að skil- greina íslenskan iðnað sem stórnot- anda? Það væri spennandi að sjá hvaða vaxtarsprotar yrðu til við það. Það er stutt í að rafmagnsbílar verði raunverulegur valkostur við bensínbíla – hvað þá? Við eigum ekki endalausa orku og ættum að líta til OPEC-ríkjanna sem gæta þess vel að setja olíu sína ekki á út- sölu heldur nýta hana jafnt og þétt til að fá af henni mestan arð. Sam- kvæmt nýlegri frétt í Morgunblað- inu um daginn eru hlutabréf í grænum orkufyrirtækjum þau einu sem hækka í verði á fallandi heims- mörkuðum. Það þarf engan stór- snilling til að sjá hvert stefnir í framtíðinni. Íslendingar eru enn sjálfum sér líkir; heppnir – en tregir. Eftir Sverri Björnsson »Nú sem fyrr gera menn sér enga grein fyrir hvað þeir eru með í höndunum. Sverrir Björnsson Höfundur er hönnunarstjóri. Lán Íslendinga Jóhann Elíasson | 4. september Það mætti ráða af yfirlýs- ingu forsætisráðuneyt- isins. Þ@ átti ekki að vitn- ast hversu „lágkúrulega“ átti að koma fram við þessa menn og það ætti að „láta“ aðra en Breiða- víkurdrengina maka krókinn á þessu máli öllu. Því þeir, sem áttu að „meta þann miska“, sem hver og einn hafði orðið fyrir vegna dvalarinnar á Breiðuvík, hefðu væntanlega fengið HÆRRI greiðslur en það sem næmi miskabótum til Breiðavíkurdrengjanna. Ef þetta eru ekki drulluvinnubrögð þá veit ég ekki hvað eru drulluvinnubrögð. Meira: johanneliasson.blog.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.