Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 24
- kemur þér við Sérblað um heilsu fylgir blaðinu í dag                                     ! "    #         " $%        & ''    !  "(      $       # !    )        *(  +  ,    " $                             "     &  #!  !  "(      - *        )  !           *        *   #    #     '              !     "      !"!#! $% &'''(%#)*!'%(*+"!, - ./00 (%#1*!'%(20*3'4!5!* Staða kynja jafnast á hraða snigilsins Bætur Breiðavíkur- drengja út í hött Póstþjónusta skerðist til muna Tónleikastaðnum Organ lokað Keppir á Trabant í ralli fornbíla Hvað ætlar þú að lesa í dag? 24 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250 – 350 fm einbýlishús í Þingholtunum. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Í LEIÐARA Morg- unblaðsins þann 3. september má lesa eftirandi: „Athygl- isvert var hversu sam- stiga formenn stjórn- arflokkanna voru í umræðum á Alþingi í gær um að frekari virkjun vatnsafls og jarðhita væri nærtækasta leiðin til að koma Íslandi upp úr núverandi efnahagslægð. Geir H. Haarde talaði um að nýta orkulindirnar á arðbæran, en jafn- framt „umhverfislega ábyrgan og sjálfbæran hátt“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talaði um að stefnan í virkjanamálum ætti að byggjast á rammaáætlun um verndun og nýt- ingu náttúrusvæða. „Á þessu tvennu,“ heldur leið- arahöfundur áfram, „er í raun eng- inn munur.“ Eftir umræðurnar um Kárahnjúkavirkjun dettur í raun engum í hug að samstaða gæti náðst um virkjanir, sem yllu stór- skaða á náttúru landsins. En auð- vitað rúmast margar virkjanir inn- an ramma þess ábyrga og sjálfbæra, þótt stundum mætti ætla annað af málflutningi þeirra, sem ekki mega heyra virkjun eða verk- smiðju nefnda án þess að sjá rautt.“ Leiðarinn er lýsandi dæmi um hvernig stefnu blaðsins er ýtt til hliðar með nýju orðalagi. Stefna Morg- unblaðsins (og Geirs Haarde) var sú að ekki yrðu byggðar fleiri stórar virkjanir á miðhálendi Íslands. Nú eru mörkin sett við virkjanir sem ekki munu valda „stórskaða á náttúru landsins.“ Þeir sem ekki fella sig við svo víðan ramma segir blaðið að sjái rautt. Til samanburðar má nefna að þann 21. maí sagði Morgunblaðið í leiðara „Það er áreiðanlega víðtæk samstaða meðal þjóðarinnar um að útiloka frekari framkvæmdir á miðhálendinu, hvort sem um er að ræða virkjanir eða aðrar fram- kvæmdir svo sem vegafram- kvæmdir. Þar með þrengist mjög um möguleika á nýjum vatnsafls- virkjunum. Og jafnvel þótt þær séu ekki í óbyggðum eru þær umdeild- ar eins og sjá má af deilunum, sem standa um virkjanir í neðri hluta Þjórsár.“ Þá stýrði Styrmir Gunn- arsson penna. Nýr ritstjóri Morgunblaðsins hef- ur breytt stefnu blaðsins til að rúma fleiri virkjanir og álver. Ný- lunda er það einnig hjá Morg- unblaðinu að hreyta ónotum í þann hluta þjóðarinnar sem andæfir virkjunar- og stóriðjustefnu stjórn- valda. Í því sambandi er vert að minna á að í nýlegri skoð- anakönnun Capacent Gallup segjast 42% aðspurðra andvíg frekari upp- byggingu álvera, en 38% segjast vera hlynnt. Sér þá meirihluti að- spurðra rautt? Við blasir að stefna Sjálfstæð- isflokksins hefur verið og er sú að ekkert má vernda, ekkert má frið- lýsa þegar hagsmunir Landsvirkj- unar, ál- og verktakafyrirtækja eru annars vegar. Óspjölluð náttúra hefur ávallt verið aukaatriði í stefnu þessa flokks. Án nokkurs fyrirvara við niðurstöðu Ramma- áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma krefst flokksforustan nú virkjana upp á rúmlega 1000 mega- vött fyrir ný álver í Helguvík og á Bakka. Undir þetta hefur Morg- unblaðið nú tekið. En hvar á að virkja rúmlega 1000 MW fyrir tvö ný álver? Er þá Rammaáætlun bara sjónarspil? Ný virkjunarstefna Morgunblaðsins Árni Finnsson skrifar um rit- stjórnarstefnu Morgunblaðsins »Nýr ritstjóri Morg- unblaðsins hefur breytt stefnu blaðsins til að rúma fleiri virkjanir og álver. Árni Finnsson Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. UMHVERFIS- og skipulagsslys er í upp- siglingu í Mosfellsbæ. Þar er áformað að leggja svokallaðan Tunguveg, frá Holta- hverfi, milli skóla- bygginganna við Varmá og hesthúsahverfisins, um lendur útivistar og íþrótta, að nýju íbúðahverfi á Leirvogstungu. Leiðin liggur yfir hið magnaða árósasvæði Mosfellsbæjar nálægt ármótum Varmár og Köldukvíslar. Þetta svæði hefur fullkomna sérstöðu á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að möguleikum til að þróa aðstöðu til útvistar, upplifunar á náttúru, kennslu, menningarstarfsemi, íþrótta o.fl. Við árnar eru staðir sem hafa mikið verndargildi og skammt í friðaðar náttúruminjar. Svæði er ennþá verðmætara fyrir þær sakir að það er samfellt, það er ekki skorið af mannvirkjum neðan Vesturlands- vegar. Samkvæmt nú- tímalegri skipulags- stefnu er allt kapp lagt á að vernda svæði sem þessi, hvar sem borið er niður í hinum sið- menntaða heimi. Það sérkennilega er að það er engin þörf á að leggja þennan veg þar sem honum er nú ætluð leið. Unnt er að leggja tengi- braut meðfram Vesturlandsveg- inum, sem hefur alla kosti fyrirhug- aðs Tunguvegar og fleiri til; með þeim vegi fengist góð tenging við útivistarsvæðin sem ekki er hægt að ná af núverandi Vesturlandsvegi. Þessi leið hefur ennfremur þann góða kost að hann skerðir ekki ár- svæðið eða þá möguleika sem það hefur til að auka lífsgæði í Mos- fellsbæ um alla framtíð. Hugmyndir að fyrirhugðum tengivegi yfir ársvæðið eru gamlar og eru mótaðar á þeim tíma þegar umhverfismál og náttúruvernd voru ekki ofarlega á baugi við skipulag byggðar. Hugmyndirnar eru eins konar þráhyggja sem er vel útfærð í nýjum tillögum um Tunguveg. Tengibrautin endurspeglar skiln- ingsleysi á gildi náttúrlegra ár- svæða við mótun byggðar. Ég skora á bæjaryfirvöld í Mos- fellsbæ að stíga skref til nútíðar og horfa til framtíðar. Verndum árósa Mosfellsbæjar! Vegur yfir lífsgæðin í Mosfellsbæ Ólafur Arnalds skrifar um vega- gerð yfir ár- ósasvæðið, sem hann segir skipu- lagsmistök » Samkvæmt nútíma- legri skipulags- stefnu er allt kapp lagt á að vernda svæði sem þessi, hvar sem borið er niður í hinum siðmennt- aða heimi. Ólafur Arnalds Höfundur er náttúrufræðingur búsettur í Mosfellsbæ. =>?@ABCDECA FGH I JBFADKGLHMC NO P>QR SOO TUVU I WWWXBR?@ABCDECAXRK              

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.