Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 25 ÞAÐ er algengt að heyra þessa setningu óma í íslensku samfélagi í dag þar sem mjög margir einstaklingar eru bakveikir. En hvað er hægt að gera fyrir baksjúklinga? Flestir vita svörin við þeirri spurningu eða hvað? Gömlu húsráðin að leggjast í rúmið og bíða eftir bata eða gera „ekk- ert“ eru löngu úreltar aðferðir. Með auknum rannsóknum og þekk- ingu hefur meðhöndlun baksjúklinga fleygt fram þó öll svör séu ekki alltaf fyrir hendi. Ástæður fyr- ir bakvandmálum eru margþættar og má þar helst nefna nútíma lifnaðarhætti, m.a. kyrrsetu, hreyfingarleysi, einhæfa líkamsstöðu og ranga líkamsbeitingu. Auk þess eru offituvandamál stór- aukin vandamál í hinum vestræna heimi og auka til muna líkurnar á stoðkerfiseinkennum. Eru bakverkir þar engin undantekning. En hvað er til ráða til að minnka bakverki og lina þjáningar? Fyrsta skrefið er að leita til fagaðila og eru sjúkraþjálfarar sú starfstétt sem hefur mesta sérþekk- ingu í hreyfi- og stoðkerfinu en rúm- lega 60% íbúa hér á landi hafa leitað til sjúkraþjálfara með sín vandamál á síðustu 10 árum. Verkir eru ein al- gengasta ástæða fyrir komu skjól- stæðinga til sjúkraþjálfara en því miður bíða allt of margir með að fá hjálp þar til ástandið er orðið slæmt og bakverkirnir óbærilegir. Bak- vandamálum er skipt í marga und- irflokka en meðferð án skurðaðgerðar er oftast fyrsta val í meðhöndlun bak- verkja. Í mörgum tilfellum getur sjúkraþjálfun hjálpað baksjúklingum að ná bata en greining og mat á ein- kennum skipta mestu máli í upphafi meðferðar til að hægt sé að með- höndla undirliggjandi vandamál. Þeg- ar bata er náð er mikilvægt að halda áfram að vinna að bættri heilsu en þá þarf að leggja línurnar fyrir framtíð- ina með fyrirbyggjandi aðgerðum. Í dag vinna flestir sjúkraþjálfarar út frá bestu fáanlegum rannsóknum (evidence based). Rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægt sé að sjúkraþjálfarinn og skjólstæðingur vinni saman að markmiðum og deili ábyrgðinni sameiginlega. Með raun- hæfum markmiðum þar sem skjólstæð- ingur tekur virkan þátt í ákvarðanatöku og er tilbúinn að taka ábyrgð á eigin heilsu undir leiðsögn og handleiðslu sjúkraþjálfarans er hægt að ná bestum ár- angri. Með aukinni fræðslu næst enn betri árangur en fræðsla er sá þáttur meðhöndl- unarinnar sem er því miður oft vanmetinn. Fræðsla um rétta lík- amsbeitingu, setstöður og vinnustellingar ætti að hefjast strax í barnaskólum og síðan á öllum stigum þjóð- félagsins. Fræðsla sem inniheldur útskýringar á hreyfi- og stoðkerf- inu, hvað þarf að varast og hvaða þætti þarf að leggja áherslu á til að viðhalda góðri heilsu í nútíma-kyrrsetuþjóðfélagi er gagnleg og líkleg til að minnka þján- ingar skjólstæðinga og fækka veik- indadögum og þar með spara miklar fjárhæðir í heilbrigðiskerfinu. Fræðsla og fyrirbyggjandi aðgerðir er það sem koma skal en það hefur sýnt sig að ef fyrirbyggjandi aðgerð- um er rétt framfylgt má minnka tölu- verða hættu á bakverkjakasti og end- urteknum bakverkjaköstum. Þess ber að geta að endurtekin bakverkjaköst eru oftar en ekki svæsnari og kvala- fyllri en oft tekur lengri tíma fyrir skjólstæðinga að ná sér af fyrsta bak- verkjakasti. Fyrirbyggjandi aðgerðir og fræðsla eru það sem koma skal, en fyrirtæki, sveitarfélög og ríki ættu að huga betur að þessum þáttum og fjár- festa til framtíðarinnar. Það má með sanni segja að sjúkra- þjálfun á Íslandi sé framsækið fag þar sem enn fleiri sjúkraþjálfara fara í framhaldsnám og sérhæfingu sem nýtist skjólstæðingum vel. Rann- sóknum tengdum sjúkraþjálfun sem eru vel framkvæmdar og samkvæmt traustri aðferðafræði fjölgar sífellt og er nú hægt að vinna í síauknum mæli út frá viðurkenndum aðferðum (evi- dence based practice) sem gagnast vel við hinum ýmsu stoðkerfis- og hreyfivandamálum sem eru að aukast í vestrænum kyrrsetuþjóðfélögum. En betur má ef duga skal ef árangur á að nást í meðhöndlun baksjúklinga og því mikilvægt að landsmenn hugi bet- ur að sinni heilsu. Æ, æ, ó, ó mér er svo illt í bakinu... Gísli Sigurðsson skrifar um verki í stoðkerfi Gísli Sigurðsson »Gömlu hús- ráðin að leggjast í rúmið og bíða eftir bata eða gera „ekk- ert“ eru löngu úreltar aðferðir. Höfundur er sjúkraþjálfari. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem senn lítur dagsins ljós, er það tæki sem boðað er að muni sýna fram á næstu aðgerðir rík- isstjórnarinnar í efn- hagsmálum og bíða flestir átekta eftir þeim boðskap sem það kann að geyma. Á undanförnum árum hefur fyr- irkomulag flutninga um landið tekið stakkaskiptum og nú fara nær allir flutningar fram á vegum landsins, það gefur neytendum bæði hraða og sveigjanleika sem er til bóta. Hins vegar sjáum við að nú á síðustu miss- erum hefur kostnaður við landflutn- inga stóraukist þannig að fyr- irsjáanlegt er að kostnaður við að koma vörum á markað hefur marg- faldast. Ljóst er að hækkun rekstrarkostnaðar und- anfarin misseri hefur t.a.m. mikil áhrif á rekstur matvæla og drykkjarframleiðslufyr- irtækja á landsbyggð- inni, sérstaklega á þeim svæðum sem hvað lengst eiga að sækja á stærsta markaðssvæðið á suðvesturhorninu. Það er áríðandi að stjórnvöld taki þetta mál fyrir og komi að- gerðum til fram- kvæmda. Augljósasta og auðveldasta leiðin til að lækka kostnað flutninga- fyrirtækja er að bæta samgöngur og stytta vegalengdir og á undanförnum árum hefur verið lyft grettistaki þar og það er vel. En flutningskostnaður ræður oft miklu í rekstri framleiðslufyrirtækja og mun því ráða miklu um staðarval og framtíðaruppbyggingu á lands- byggðinni. Flutningar og fjarlægðir eru íþyngjandi þáttur í rekstri þar og koma til með að hafa áhrif við ákvarð- anatöku. Það má ekki verða framtíð- arsýn landsins að öll matar- og drykkjarframleiðsla verði staðsett í nágrenni höfuðborgarsvæðisins þannig að það eru spurningar sem varða hag allrar þjóðarinnar sem spurt er í þessu sambandi. Viðskiptaráðherra skipaði nefnd í upphafi kjörtímabilsins til að fara yfir leiðir til að jafna flutningskostnað. Ég kalla eftir niðurstöðum og tillögum nefndarinnar og viðbrögðum ráð- herra við þeim og vonast jafnframt til þess að sjá þær settar í framkvæmd í væntanlegu fjárlagafrumvarpi. Hér er mikið í húfi. Fjárlög og flutningar Sigrún Björk Jak- obsdóttir skrifar um áhrif flutnings- kostnaðar á mat- vælaverð á lands- byggðinni »En flutningskostn- aður ræður oft miklu í rekstri framleiðslufyr- irtækja og mun því ráða miklu um staðarval og framtíðaruppbyggingu á landsbyggðinni Sigrún Björk Jakobsdóttir Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HVAÐA skilaboð erum við að senda börnunum okkar? Ég hef aðgang að öllum norrænu sjónvarpsrásunum; oftar en ekki eru glæpamyndir á öll- um stöðvunum sem bera heiti eins og Glæpurinn, Ofsóknir, Barnsránið, Ákæran, Morðið, Raðmorðinginn o.s.frv. Á íslenska RÚV er stundum hver glæpamyndin á fætur annarri sama kvöldið. Og það sem verra er: yfirleitt eru þetta 5. flokks illa leikn- ar, ómerkilegar myndir. Ég er viss um að ég er ekki ein um það að fá grænar bólur þegar þetta lögreglu- og glæpalið birtist á skján- um. Er virkilega nauðsynlegt að gera þessari tegund af myndum svo hátt undir höfði? Er það virkilega þetta sem fólk vill sjá: barsmíðar, kjafts- högg, blóð, hnífsstungur, morð, nauðganir, lík og líkhús og eftir því ljótt orðbragð. Svo eru stöðugar endursýningar á lágkúrunni sem jaðra við heilaþvott. Ég stend mig að því þegar ég sé eitthvað af þess- um toga á skján- um að horfa á klukkuna um leið og ég slekk og velta fyrir mér hvort börn og unglingar séu al- mennt farin að sofa. Hér á árum áður, á tímum Kanasjónvarpsins, þótti það ótækt vegna vondra áhrifa á fólkið í landinu. Ég átti fyrir nokkrum dögum leið framhjá nokkrum unglingum úti á götu sem skiptust á hrakyrðum á ensku og hvar skyldu þau hafa lært þau? Hinar norrænu stöðvarnar, t.d. þær dönsku, sýna þó alltaf inn á milli myndir gæddar þessum mikla, danska húmor og Norðmenn og Svíar sýna oft fallegar náttúrulífsmyndir sem falla eins og dögg á þurra jörð. Í London eru unglingar stingandi hver annan niður með hnífum, á götum og í stigagöngum. Unglingar eru að berj- ast við að öðlast sjálfsmynd; það skyldi þó ekki vera að það hafi síast inn í kollinn á þeim að þetta sé töff, að þetta sé karlmennskan. Og hvernig hugmyndir fær svo þetta unga fólk um kynlíf? Því er oftast blandað sam- an við ofbeldi. Nú hugsar einhver: þú getur bara lokað fyrir sjónvarpið. En málið snýst alls ekki um mig eina, ég er ekki á mótunarskeiði – og ég á val. En standi mér til boða að losa mig við íslenska sjónvarpið myndi ég segja „já takk“. Ég velti stundum fyr- ir mér hvaða maður og manngerð það sé sem velji þetta efni og komist upp með það árum saman. Hvert er hlut- verk útvarpsstjóra? Hver ber ábyrgð á efnisvalinu? Af hverju er sífellt ver- ið að fjalla um ljótleikann og dauðann í stað þess að sýna myndir sem fjalla um lífið og fegurðina og góðleikann? HRÖNN JÓNSDÓTTIR, geðhjúkrunarfræðingur. Hvaða skilaboð erum við að senda börnunum okkar? Frá Hrönn Jónsdóttur Hrönn Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.