Morgunblaðið - 05.09.2008, Side 26

Morgunblaðið - 05.09.2008, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ruth AnnaÓlafsson (fædd Jensen) fæddist í Kørsør í Danmörku 19. apríl 1929. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 30. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Harry Jensen raf- virki í Danmörku og Guðný Oddný Ólafs- dóttir húsmóðir. Bróðir hennar er Bjarni. Hinn 4. júni 1949 giftist Ruth Guðna Ólafssyni frá Þórisstöðum, f. 1.11. 1926, d. 1.11. 2005. Hann var sonur hjónanna Ólafs Magn- ússonar bónda og Þuríðar Guðna- dóttur húsfreyju á Þórisstöðum. Börn þeirra eru: 1) Þuríður leik- skólakennari, f. 3.6. 1951. Synir hennar a) Guðni Þórarinsson, starfsmaður Samskipa, f. 23.9. 1971, maki Ágústa Birgisdóttir. Börn þeirra eru Hlynur Snær, f. 5.8. 1998 og Karen Ösp, f. 19.10. 2000. b) Runólfur Þór Runólfsson, bifreiðastjóri, f. 15.11. 1978. c) Bjarki Þór Runólfsson, laganemi, f. 13.6. 1986, maki Tinna Dögg Guðmundsdóttir, sonur þeirra þeirra Alex Máni, f. 26.7. 2006, fyrir á Heiðar soninn Árna Þórir, f. 18.1. 2001. b) Ólafur Þór, starfsm. Norðuráls, f. 24.6. 1985, maki Anna Lísa Ævarsdóttir. c) Steinþóra Guðrún, nemi, f. 14.2. 1989, maki Einar Ágúst Gylfason. 5) Egill vinnuvélastjóri, f. 14.12.1957, maki Anna Arn- ardóttir, skrifstofustjóri. Börn þeirra a) Örn, rafvirki, f. 2.3. 1980, maki Hafdís Búadóttir. Börn þeirra eru Hafþór Örn, f. 30.8. 2004, Heiður Sara, f. 24.júlí 2006 og Aldís Ósk, f. 1.2. 2008. b) Ragn- ar vinnuvélastjóri, f. 11.4. 1983, maki Helga Rut Torfadóttir. c) Margrét nemi, f. 23.5. 1986, maki Guðjón Birgir Tómasson. Sonur þeirra Vignir Gauti, f. 23.11. 2006. Ruth ólst upp í Danmörku til 16 ára aldurs og m.a. stundaði hún nám í húsmæðraskóla þar. 17 ára kom hún til Reykjavíkur og vann þar við ýmis þjónustustörf. Árið 1951 hóf hún búskap með Guðna, á Þórisstöðum í Svínadal. Hún vann lengi í mötuneyti Íslenska járn- blendifélagsins á Grundartanga. Árið 1990 fluttu þau hjón í Kópa- vog og þar starfaði hún sem starfsmaður við Þinghólsskóla til starfsloka. Ruth var heiðursfélagi í kvenfélaginu Lilju á Hvalfjarð- arströnd. Útför Ruthar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. óskírður, f. 25.8. 2008. 2) Birgitta stuðningsfulltrúi, f . 25.7. 1952, maki Þór- arinn Þórarinsson, verktaki. Börn þeirra a) Einar, tölv- unarfræðingur, f. 14.6. 1976, maki Val- borg Ragnarsdóttir. Synir þeirra eru Ar- on Vilberg, f. 6.8. 2000 og Birgir Daði, f. 10.8. 2005. b) Rut lífeindafræðingur, f. 5.4. 1979, maki Finn- bogi Llorens Izaguirre. Sonur þeirra Ísak, f. 30.4. 2008. c) Bjarki byggingatæknifræðingur, f. 5.4. 1983, maki Birna Sif Bjarnadóttir. 3) Guðný, skrifstofumaður, f. 2.11. 1955. Börn hennar a) Ívar Guð- mundsson, starfsm. Alcan, f. 19.6. 1981, maki Katrín, d. Hilm- arsdóttir. Dætur þeirra eru El- ísabet Ósk, f. 8.10. 2001 og Ka- milla Rut, f. 24.10. 2005. b) Bjarni Viðarsson, vinnuvélastjóri, f. 19.5. 1987, maki Heiða Skúladóttir. 4) Þórir vinnuvélastjóri, f. 10.12. 1956, maki Barbara G. Davis, mat- ráður. Börn þeirra a) Heiðar vinnuvélastjóri, f. 4.8. 1983, maki Sædís Ösp Runólfsdóttir. Sonur Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, Ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, Svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, Ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við kveðjum nú ástkæra móður okkar og viljum koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Sunnuhlíðar og þökkum fyrir einstaka umönnun og hlýju við Ruth. Þínar dætur, Birgitta og Guðný. „Min lille ven, du får ikke hjemve hos din kusine her på landet. Kom og kys mig“. Frænka mín Ruth tók á móti mér með þessum orðum þegar ég sem lítill drengur fór í sveit til hennar að Þórisstöðum í Svínadal. Síðan hló hún svo hátt að undir tók í dalnum. Tók þéttingsfast í höndina á mér og leiddi mig inn í hús og gaf mér mjólk og kökur. Talaði hátt, mikið og hratt. Orðfærið var einkennilegt og skemmtilegt í senn. Tveimur ólíkum tungumálum, dönsku og íslensku, blandað saman hér og þar svo úr varð hennar eigið tungumál. Svo var hlegið hátt og minnst gamalla tíma. Stund- um frá Danmörku þar sem hún var fædd og uppalin. Þá man ég að hún gat verið svo mild í röddinni en bara í skamma stund. Ég var umvafinn stórri fjölskyldu hjá Ruth og Guðna að Þórisstöðum. Frænkum sem föðm- uðu mann og kysstu og frændum sem kenndu manni að tálga og brúka hníf. Hér fékk maður tækifæri til að upp- götva tilgang vinnunnar og lífsins. Lífið væri ekki sjálfsagt. En gleðin og hlátrasköllin voru alltaf sjálfsögð. Þegar maður rekur beljurnar heim í kvöldmjaltir og er 8 ára kúasmali, öruggur með að allt gangi eins og það á að gera en sér skyndilega vinkon- urnar taka vinkilbeygju niður á ný- græðinginn þar sem gleymdist að loka hliðinu. Ljóma, Skjalda og allar hinar traðka allt út og slíta. Engin leið að koma þeim út úr stykkinu. Allir hinir í heyskap, í óða önn að koma öllu inn fyrir rigningu. Þau treysta á snáð- ann. „Nei, núna er þetta allt búið“. Sagði ég hátt við kýrnar. Má aldrei fara að veiða aftur í Þórisvatni, aldrei sjá kálfana fæðast, aldrei fara á hest- bak eða koma í réttir. Má aldrei ná í ykkur aftur. Sendur heim fyrir fullt og allt. Tárin streyma niður kinnarn- ar. Vonleysið grípur þetta yndislega líf í sveitinni. Uppi á veginum kemur traktor með heyvagni og á honum sitja allar frænkurnar með mömmu sína, hana Ruth, í fararbroddi. Allt í einu eru þær komnar til að hjálpa snáða með bros á vör. Skiptast á að faðma og hugga litla snáðann þannig að sólin á himninum fór að skína á ný og ekkert útlit fyrir rigningu í bráð. Við öll komin á heyvagninn og kýrnar, þessar elskur, röltu á undan. Hey- forðinn komst heim og kýrnar í fjós. Allt varð eins og áður. Síðan liðu árin. Minningin um sveitadvölina hjá Ruth og Guðna gleymist mér aldrei. Þó langt sé liðið frá því ég sá hana síðast er hún mér enn í fersku minni og allt hennar fólk. Takk fyrir að gefa mér góðar æskuminningar, hlýju og ástúð. Blessuð sé minning þín, kæra frænka. Hinrik Ólafsson. Elsku amma okkar, nú ertu fallin frá. Þú ert komin til afa, sem þú sakn- aðir svo mikið. Við vitum að hann tek- ur vel á móti þér. Það er erfitt að sjá á eftir ástvini sínum en þá er gott að staldra aðeins við og hugsa til allra skemmtilegu stundanna sem við átt- um saman. Það er margs að minnast elsku amma. Þú varst svo skemmtileg og lífsglöð. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar og síhlæjandi og skaust allt- af fyndnum skotum. Þig skorti aldrei orð og áttir alltaf svör á reiðum hönd- um. Við eigum svo marga gullmola sem þú sagðir og við getum yljað okk- ur á. Þú sagðir alltaf það sem þér fannst og varst ekkert að fara fínt í hlutina. Það er gott veganesti sem við getum haft að leiðarljósi, að segja það sem manni finnst, taka lífið ekki of al- varlega og hlæja hátt og brosa mikið. Á Þórisstaði var alltaf gott að koma. Í minningunni varstu alltaf að elda eða baka. Þú bakaðir heimsins bestu jólakökur. Það var þér hugleik- ið að allir væru saddir og sælir hjá þér. Þér fannst við nú stundum aðeins of horuð og vildir gefa okkur vel að borða. Búrið inn af eldhúsinu var mjög stórt og það var meira að segja tvískipt. Okkur systkinunum fannst mjög spennandi að læðast þangað inn og skoða allt sem til var í hillunum, svo ekki sé talað um að laumast í nammið sem þú áttir alltaf til. Við gistum oft næturlangt hjá ykk- ur. Eina nóttina vaknaði nafna þín um miðja nótt, hágrátandi og vildi fara út og leika í sandinum. Það var ekki mál- ið hjá þér elsku amma, þú klæddir dömuna upp og út í sand skyldi hún fá að fara. Umhyggjan var alltaf í fyr- irrúmi. Þú slettir oft á dönsku við okkur og kallaðir vatnið alltaf kommunevand. Við lærðum líka svolítið í dönskunni af því að lesa Andrésblöðin þín á dönsku. Þú áttir fallegan garð sem þú hugs- aðir vel um. Þú áttir mikið af fallegum blómum í beði fyrir framan húsið og oftar en ekki vorum við krakkarnir í ærslafullum leikjum á blettinum og stundum náðu þeir inn í blómabeðin þín, með ýmsum afleiðingum. En þú kenndir okkur að umgangast og hirða garðinn. Þú hafðir gaman af fötum og varst alltaf að spá og spekúlera í fatnaði okk- ar. Sérstaklega hjá nöfnu þinni. Spurð- ir iðulega hvar flíkin væri keypt og hvort hún væri ný. Þú skildir ekki tískuna þegar það var flott að vera í rifnum gallabuxum. Fannst mikil pen- ingasóun og vildir helst stoppa í götin. Já þú kenndir okkur svo ótal margt og sagðir okkur margar sögur frá því þú varst lítil og þegar mamma okkar var lítil. Það er svo gott að eiga þessar minningar og geta sagt börnunum okkar þessar sögur. Þá munum við eftir öllum ferðalög- unum sem við fórum saman. Sérstak- lega þegar við fórum í Þórsmörk eitt árið, en þá voruð þið afi á fullu að leika við okkur krakkana og mikið sungið. Þið afi hafið alltaf verið svo skemmti- leg og góð að það eru forréttindi að hugsa til æskunnar og ykkar, hvað þið voruð yndisleg og gáfuð okkur gott veganesti í framtíðina. Elsku amma okkar, hvíl þú í friði. Við söknum þín mikið og munum ætíð minnast þín. Einar, Rut og Bjarki. Ruth Anna Ólafsson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÞÓRARINSSON, Eyrargötu 12, Eyrarbakka, lést á heimili sínu að kvöldi föstudagsins 29. ágúst. Útför hans fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 6. september kl. 11.00. Þeir sem vilja heiðra minningu hans vinsamlega láti líknarfélög njóta þess. Guðmundur Magnússon, María E. Bjarnadóttir, Ingvar Magnússon, Sigurður G. Sigurjónsson, Eva Andersen, barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKJÖLDUR STEFÁNSSON fyrrverandi útibússtjóri, Sunnubraut 17, Búðardal, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut miðvikudaginn 3. september. Útförin verður gerð frá Hjarðarholtskirkju, Dölum, föstudaginn 12. september kl. 14.00. Sigríður Kristín Árnadóttir, Þórhallur Stefán Skjaldarson, Pálína Hrönn Skjaldardóttir, Hafliði Kristinsson, Stefán Skjaldarson, Ingibjörg Eggertsdóttir, Árni Óttarr Skjaldarson, Guðrún Pálína Sveinsdóttir, Skjöldur Orri Skjaldarson, Carolin A. Baare Schmidt, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU INGIMARSDÓTTUR, Víðilundi 24, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Valborg Svavarsdóttir, Haukur Valtýsson, Agnes Tulinius Svavarsdóttir, Ottó Tulinius, Guðmundur Þorsteinsson og ömmubörnin. ✝ Elskuleg eiginkona mín, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Lækjartúni 2, Akureyri, lést sunnudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningar- sjóð Heimahlynningar á Akureyri. Sveinn Árnason. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN STURLUSON, Kársnesbraut 51A, Kópavogi, lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 2. september. Útför auglýst síðar. Jónína Stefánsdóttir, Sturla Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Stefán Guðmundsson, Marín Jónsdóttir, Friðrik Friðriksson, Sigurgeir Jónsson, Thummee Srichane, Sigríður Bjarney Jónsdóttir, Jóhann Jónasson, Þorbjörg Jónsdóttir, Ingi Rúnar Eðvarðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Geiri ehf er lokað frá kl. 12.00 í dag, föstudaginn 5. september vegna útfarar KRISTJÁNS STEFÁNSSONAR. Geiri ehf. ✝ Móðir okkar, STEINGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Sólvangi, Grenivík, lést í Grenilundi 24. ágúst. Útför hennar fer fram frá Grenivíkurkirkju sunnudaginn 7. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Kristinsson, Jón Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.