Morgunblaðið - 05.09.2008, Side 27

Morgunblaðið - 05.09.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 27 ✝ Hulda Halldórs-dóttir fæddist á Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd 27. apríl 1928. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Al- bertsson bóndi á Neðri-Dálksstöðum, f. 18.7. 1902, d. 20.11. 1993 og Kristjana Vilhjálms- dóttir, f. 25.5. 1903, d. 5.11. 1990. Systkini Huldu eru: Björn, f. 11.10. 1926, d. 3.6. 1927, Kristjana Ingibjörg, f. 11.11. 1930, d. 10.11. 1975 og Elín Halldóra, f. 16.2. 1933. Hinn 7. maí 1947 giftist Hulda Hreini Ketilssyni frá Finnastöðum í Hrafnagilshreppi, f. 14.3.1924. Hulda og Hreinn eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Hólmfríður starfsmaður í heimaþjónustu, f. 1947, gift Stefáni Stefánssyni. Synir þeirra eru: Stefán Hreinn, kona hans er Helga Linnet, þau eiga þrjár dætur, Jóhann Svanur, kona hans er Sigríður V. Berg- vinsdóttir, þau eiga tvo syni og Ingvar Reyr. 2) Ingi- björg leikskólakenn- ari, f. 1952, gift Hauki Má Ingólfs- syni. Börn þeirra eru Guðjón Hreinn, kona hans er Brynhildur Frímannsdóttir, þau eiga þrjú börn og Inga Steinlaug, mað- ur hennar er Ægir Adolf Arilíusson, þau eiga einn son. 3) Hólmkell amts- bókavörður (kjör- sonur), f. 1961, kvæntur Kristínu Sóleyju Sig- ursveinsdóttur. Börn þeirra eru Sveinn og Hulda. Hulda ólst upp í foreldrahúsum á Neðri-Dálksstöðum og þar hófu þau Hreinn búskap sinn. Árið 1954 fluttist fjölskyldan í Sunnuhlíð, sem var nýbýli úr landi Neðri- Dálksstaða, þar sem Hulda bjó og starfaði til dauðadags. Auk hefðbundinna bústarfa vann Hulda ýmis störf utan heim- ilis og tók virkan þátt í fé- lagsstörfum. Útför Huldu fer fram frá Sval- barðskirkju á Svalbarðsströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég kynntist Huldu í Sunnuhlíð þegar ég fór að venja komur mínar þangað haustið 1969. Ég var þá í mörg ár búinn að horfa heim að þessum fallega og ævinlega snyrtilega bæ með þann fjarlæga draum að verða þar tengdasonur. Það var svona álíka eins og að vona að einn daginn ynni maður stóra pottinn í lottói. Sú stund kom reyndar að ég fékk þennan vinning og allt sem honum fylgdi, þ.e. Huldu og Hrein sem tengdaforeldra og að fá að verða eins og hvert annað heimilisfólk á fallega bænum sem alltaf virtist standa í sól- skini þar sem Svalbarðsströndin er hæst. Í Sunnuhlíð var alltaf mikið að gera. Gestagangur hefur alltaf verið mikill enda gestrisni með afbrigðum. Ótal fundir hafa verið haldnir í Sunnuhlíð, nefndafundir á vegum hreppsins, skólans, kvenfélagsins og alltaf voru þetta um leið veislur með hrokuðum borðum og þó fannst Huldu að alltaf hlyti eitthvað að vanta á borðið. Henni var líka umhugað að börnin hennar sýndu gestrisni og kurteisi og spurði alltaf ef hún frétti af gestum hjá þeim: „Og hvað habbð- irðu svo handa því?“ Hulda naut þess að hafa margt fólk í kringum sig, enda var það oft þannig þegar verið var að taka upp kartöflur á haustin eða við heyskap á sumrin og svo við göngur og réttir. Þá voru miklar veislur og því fleiri því skemmtilegra, nestað í kartöflugarðinn, nestað á réttirnar, kakó á brúsa, smurt brauð með rúllupylsu, jólakaka og kleinur. Barnabörnin nutu þess að vera með henni og hún veitti þeim allt það besta sem ömmur geta veitt, hlýja nærveru og nóg að borða. Hulda var mikil hannyrðakona. Hún var saumakona. Hún skilur eftir sig mikil listaverk í prjóni, útsaum, hekli og allskyns föndri og óskiljan- legt hve smágert og fínlegt handverk hennar var miðað við að sjóninni hafði hrakað mikið síðari ár. Öll börnin hennar og barnabörnin eiga til dæmis sængurver með milliverki sem hún hefur heklað og er notað á hátíðum. Hulda var snillingur í allri matar- gerð og kökubakstri, hafði gaman af því og mikinn metnað. Hulda var samkvæmismanneskja, hafði sérlega gaman af að dansa og lagði metnað sinn í það eins og annað og hafði þar yfirleitt stjórnina. Hún var ein af þeim sem stofnuðu kirkjukórinn og söng þar í áratugi, hafði fallega söngrödd. Hún raulaði gjarnan við eldhússtörfin og fyrst þegar ég heyrði til hennar var ég viss um að hún hlyti að vera lærð í söng. Hulda var mjög fróð um landið og byggðir þess. Þagar maður var með henni á ferðalögum þá var sama um hvaða sveit var ekið, hún vissi bæj- arnöfnin og hverjir bjuggu þar. Þau hjónin voru þó ekki alltaf sammála í þeim efnum en öllum ágreiningi lauk yfirleitt þannig að Hulda sagði: „Ja, Hreinn.“ Hún hafði mikinn áhuga á íslensku máli og notaði orð sem enginn hafði heyrt fyrr, um allskyns hluti og hug- tök og oft þurfti maður að sækja orðabókina þegar hún var farin til að gá hvort hún væri bara að búa þetta til en annað kom á daginn. Hulda var að mínu viti kona eins og konur eiga að vera. Megi Guð blessa minningu hennar og vera Hreini og öllum ástvinum hennar styrkur í sorginni. Haukur Már Ingólfsson. Í dag kveðjum við Huldu í Sunnu- hlíð, tengdamömmu mína og ömmu barnanna minna. Við höfum átt sam- leið lengi eða allt frá því að við Hólm- kell sonur hennar kynntumst fyrir nærri þrjátíu árum. Við Hulda um- gengumst með ákveðinni varkárni fyrst í stað eða þar til við áttuðum okkur á því að það var nóg pláss fyrir okkur báðar í lífi mannsins sem tengdi okkur saman. Síðan hefur samband okkar einkennst af vænt- umþykju og hlýju sem bara jókst með árunum. Hin síðari ár hefur svo bæst við aðdáun mína á lífsviðhorfum hennar og lífsgleði. Tengdamamma var glæsileg alþýðukona sem allan sinn aldur bjó í sinni fæðingarsveit. Skólaganga hennar var takmörkuð eins og margra af hennar kynslóð. Þrátt fyrir það var hún menntaðri, umburðarlyndari og víðsýnni en margur langskólagenginn maðurinn. Hún hafði einlægan áhuga á margs konar málefnum og var opin fyrir því að kynna sér og skilja alls kyns nýj- ungar. Hún hafði yndi af því að ferðast, sjá nýja staði og kynnast fólki og var sérlega skemmtilegur ferða- félagi. Alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og spennandi hvort sem það var að bragða framandi rétti eða sitja fyr- ir á mynd á sundbolnum einum sam- an fyrir dagatal kvenfélagsins eins og hún gerði í fyrra. Hulda var mikill fagurkeri og gædd listrænum hæfileikum á mörg- um sviðum. Hún naut þess að hafa fallegt í kringum sig og var alltaf vel til höfð og dömuleg. Stundum spurði hún hvort mér þætti hún vera með óþarfa pjatt en mér fannst hún bara flott. Hún hafði yndi af tónlist og söng lengi í kórum. Svo var hún mikil blómakona og átti fallegan blóma- garð sem hún sinnti af sömu natninni og öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði næmt auga fyrir litum og var einstaklega vandvirk og laghent. Handavinnan hennar minnti helst á listaverk. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig hún hefði kosið að rækta hæfileika sína ef hún hefði haft þá möguleika til menntunar og ferðalaga sem ungt fólk hefur í dag. Stundum ræddum við um jafnrétt- ismál og vorum oft glettilega sam- mála. Það var gaman að ræða við hana um það hvernig tíðarandinn hef- ur breyst frá því hún var að alast upp og þau áhrif sem það hefur haft á líf og tækifæri kvenna og karla. Hún sagði mér hvernig viðhorfin voru þeg- ar hún var ung og hvernig hún upp- lifði að kynhlutverkin höfðu meiri áhrif á framtíðaráformin en áhugi hvers og eins. Hún ræddi þetta ekki af neinni biturð, þetta voru bara stað- reyndir og hún gladdist yfir breyttum tímum þar sem bæði karlar og konur geta sinnt uppeldi barna sinna og not- ið menntunar og atvinnutækifæra. Hulda var hógvær og hugsandi kona og samskiptin við hana auðguðu líf mitt og líklega flestra sem kynntust henni. Tengdamamma var ættmóðir sem hélt vel utan um fólkið sitt. Allir áttu vísa hlýju hennar og væntumþykju og einlægan áhuga á því sem hver og einn var að fást við. Hún skilur eftir hjá okkur ótal bjartar og góðar minn- ingar sem við geymum og yljum okk- ur við. Ég kveð elskulega tengdamömmu með söknuði, virðingu og hjartans þakklæti fyrir ómetanlega samfylgd. Kristín Sóley Sigursveinsdóttir. Veröldin hefur breyst. Eitt af kennileitunum er horfið. Varða hefur verið tekin niður og steinarnir sem mynduðu hana settir aftur á sinn stað. Amma og afi í Sunnuhlíð eru nú bara afi í Sunnuhlíð. Gög og Gokke eru nú bara Gög. Hvernig virkar það? Það er erfitt að kyngja því að amma í Sunnuhlíð, sem hélt keik upp á átt- ræðisafmælið í vor og hefur undan- farið sem áður mætt teinrétt og virðuleg á öll helstu mannamót, hafi gengið út úr lífi okkar. Sunnuhlíð skipar mikilvægan sess í lífi okkar systkinanna. Jólin voru ekki einu sinni fræðilega möguleg án þess að öll stórfjölskyldan safnaðist þar saman á jóladag. Mörgum sinnum var í blindbyl lagt í tvísýna ferð frá Grenivík inn í Sunnuhlíð á Sítróen í hæstu stillingu eða keðjuðum Landróver til þess að jólin yrðu sönn og rétt. Hádegismatur, Kani, kaffi og tertur, aftur spilaður Kani og að lok- um vel útilátinn kvöldmatur og kon- fekt á eftir. Og amma alls staðar, allt um kring. Vor, sumar og haust eru líka árs- tíðir sem alltaf verða tengdar Sunnu- hlíð. Sauðburður, kartöflur settar niður, heyskapur, kartöflur teknar upp og göngur. Og enn er amma allt um kring og í miðju alls. Hún eldar, vaktar fjárhúsin á nóttunni, hitar kaffi, setur niður, rakar túnin, sker rúllupylsu af ótrúlegri list, tekur upp kartöflur og eldar lambalærin sem við borðum þegar við komum úr rétt- unum. Svo faðmar hún okkur og kyssir áður en við förum aftur heim. En við fórum ekki alltaf heim. Oft fengum við að vera lengur, sérstak- lega í sauðburðinum. Það voru góðir tímar sem maður rifjar oft upp með söknuði. Leitt að manns eigin börn fá ekki að njóta þess munaðar að dvelja lengri tíma í Sunnuhlíð. Það var ótví- ræður munaður að vera vakin snemma á morgnana, borða góðan morgunmat sem amma gat alltaf gert girnilegan, laga girðingar með afa, gefa heimalningunum pela, marka lömbin, leika sér, lesa riddarasögurn- ar og Indriða Úlfsson, læra að þvo sér almennilega um hendurnar, fara með bænirnar með ömmu („…saman í hring, sænginni yfir minni“), læðast svo niður í búr og ná sér í mjólkurkex og mjólk og sofna sæl og glöð. Af ömmu okkar stafaði alltaf góð- semi og ró. Þessa eiginleika sýndi hún vel sína síðustu daga. Þá stóð öll fjöl- skyldan saman í kringum hana og örugglega nokkrir Guðs englar líka. Vertu sæl amma. Guð geymi þig. Guðjón og Steinlaug. Þinn kærleikur er gjöf sem gleym- ist ekki, elsku amma mín, þú fórst frá okkur allt of snöggt og eftir sitjum við og reynum að laga okkur að breyttum aðstæðum. „Amma er ekki lengur í Sunnu- hlíð“, en minningarnar úr sveitinni frá því ég var lítill drengur eru hjartahlýjar og gleðja alltaf er maður leiðir hugann að þeim. Við bræðurnir og systkinabörnin lékum okkur þarna og unnum tímum saman við að byggja kofa, smala, reka og vinna kringum kindurnar, heyja, moka skít- inn úr fjárhúsunum, huga að girðing- um, setja niður kartöflur og taka þær upp, já það var oft glatt á hjalla þegar fjölskyldan var saman komin í Sunnuhlíð hjá þér og afa. Ekki vant- aði veisluborðið hjá þér, alltaf nóg af heimabökuðu brauði og kökur og tertur af ýmsum toga. Lambalærið bragðast aldrei eins vel og hjá þér, amma mín, kannski líka vegna þess að það var svo mikil stemming í kring um það, yfirleitt vorum við að stúss- ast í kindum eða heyskap og fullt af skemmtilegu frændfólki að hjálpast að. Það var alltaf aðalmálið á vorin hjá mér að komast sem fyrst í sveitina til ykkar og þar var ég svo fram á haust. Þegar ég varð svo eldri flutti ég til ykkar afa um tíma og vann á Sval- barðseyri, það var alltaf gott að tala við þig, amma mín, og leitaði ég til þín með ýmislegt. Áttum við á þessum ár- um yndislegar stundir, ég kynntist Siggu minni og leiðir okkar lágu ekki sjaldan á háaloftið í Sunnuhlíð. Við erum innilega þakklát fyrir að hafa átt þig að í lífi okkar, þú varst alltaf glæsileg og flott kona, þú varst marg- rómuð fyrir handbragð þitt á ýmsum sviðum, prjóna, hekla, sauma, og föndra svo eitthvað sé nefnt. Ég verð líka, elsku amma mín, að minnast á jólakökudunkana í búrinu, það var svo gott að laumast í þá á köldum vetrarkvöldum áður en ég fór upp á loft að sofa, og kökudunkurinn gamli sem þú sendir mér á dögunum í fer- tugsafmælið mitt með nokkrum smá- kökum síðan um jólin, þjónar nú sama hlutverki og hann gerði áður, nema núna eru það synir mínir sem laumast í hann á kvöldin í elhúsinu hjá mér. Þú skilur mikið eftir þig í þessu lífi. Með djúpri virðingu og kærri þökk kveðjum við þig, elsku amma og langamma, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þökkum við þér, megi hið eilífa ljós lýsa þér og friður fylgja þér. Svanur, Sigríður , Bergvin og Svanur Berg. Ég held ég hafi aldrei heyrt ömmu mína ávarpa mig sem Huldu. Fyrir henni var ég bara nafna. Þegar ég skildi að ég myndi aldrei hitta hana aftur eða heyra hana kalla mig nöfnu áttaði ég mig loksins á því hvað það er mikill heiður að vera skírð eftir jafn merkilegri manneskju og henni. Hulda. Elsku Hulda mín. Margs er að minnast: allar góðu samverustund- irnar, öll góðu ferðalögin okkar. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyr- ir mig gert og okkur öll. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þín. Þín systir, Elín. Maður stoppar við og fer að hugsa til baka þegar svona hlutir gerast. Aldrei er maður viðbúinn jafnvel þó þetta hafi blasað við undanfarna daga. Þetta fer í gegn um hugann þegar ég hugsa til Huldu vinkonu minnar. Ég kynntist hanni fyrir níu árum þegar ég tengdist fjölskyld- unni. Strax tóku bæði Hulda og Hreinn mér vel og með okkur tókst góð vinátta. Alltaf var gott að koma í Sunnuhlíð. Þar var að mæta hlýju og kærleika og ekki skorti veitingar. Oft töluðum við Hulda saman í síma þvert yfir fjörð- inn og þá gat hún kannski fylgst með mér á dráttarvél á túni beint á móti. Alltaf var gaman að tala við hana, hún sagði svo skemmtilega frá. Ég minn- ist margra góðra ferða sem við Ella fórum og tókum Huldu og Hrein með. Ágætis ferð fórum við austur í Þing- eyjarsýslu og heimsóttum Hörgsdal þar sem ættmenn þeirra systra bjuggu. Þetta var stórkostlegt ferða- lag í góðu veðri og góðum félagsskap. Oft vorum við búin að minnast þessa ferðalags. Það er indælt að hafa átt svona góðan vin. Það skilur eftir góð- ar minningar. Hreinn minn, ég bið Guð að styrkja þig og við höldum okkar góða sam- bandi. Öllum aðstandendum votta ég samúð mína og bið ykkur Guðs bless- unar. Ykkar vinur, Jón Hólmgeirsson. Hulda Halldórsdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, fósturfaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORKELSSON, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 25. ágúst, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 5. september kl. 13.00. Birgir Sigurðsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Ásta Sigríður Sigurðardóttir, Sigurbjörn Árnason, Elín Lára Sigurðardóttir, Sigurður Gunnarsson, Árni Sigurðsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Sigurlaugur Þorkelsson, Halla H. Skjaldberg, fósturbörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RUTH ANNA ÓLAFSSON, til heimilis að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, áður húsfreyja Þórisstöðum, Svínadal, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 5. september kl. 15.00. Þuríður Guðnadóttir, Birgitta Guðnadóttir, Þórarinn Þórarinsson, Guðný Guðnadóttir, Þórir Guðnason, Barbara G. Davis, Egill Guðnason, Anna Arnardóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.