Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur ÞórirSighvatsson fæddist að Tóftum í Stokkseyrarhreppi 30. maí. 1929. Hann lést á St. Franc- iskussspítalanum í Stykkishólmi þann 26. ágúst sl. For- eldrar hans voru Guðbjörg Halldóra Brynjólfsdóttir, fædd 17. október 1895, látin 19. apríl 1951 og Sighvatur Einarsson, fæddur 8. nóvember 1900, látinn 7. febrúar 1991. Systkini Ólafs eru sam- mæðra: Ólöf Bryndís Sveinsdóttir, f. 13. des. 1921, Sigurður Sig- hvatsson, f. 13. júlí. 1926, Einar Sighvatsson, f. 7. maí. 1931, d. 11. mars 2007, Ingunn Sighvatsdóttir, f. 7. maí. 1931 og Hjalti Sig- hvatsson, f. 1. des. 1932. Samfeðra er Sighvatur Einar, f. 11. febr. 1956. Ólafur kvæntist 23. desember 1953 Ýri Viggósdóttur, f. 3. júlí 1934, d. 10. ágúst 2004. Þau bjuggu allan sinn búskap í Stykkishólmi. Börn þeirra eru: 1) Sævar Berg, f. 22.2. 1959, maki Hjálmfríður Guð- jónsdóttir, f. 15.3. 1962, búsett í Reykjavík. Sonur þeirra er Óðinn Örn, f. 25.10. 1988. Sonur Hjálm- Ólöf Rún, f. 4.8. 1989 og Vignir Þór, f. 28.7. 1994. Dóttir Maríu: Herdís Teitsdóttir f, 2.7. 1985, unn- usti Ólafur Ingi Bergsteinsson, f. 5.9. 1983. Uppeldissonur Ýrar og Ólafs er Eggert Bjarni Bjarnason, f. 18.8. 1953, maki Hafdís Sverr- isdóttir, f. 2.5. 1960, búsett í Hafn- arfirði. Börn þeirra: Brynja S., f. 30.3. 1980, maki John Olav Silness, f. 30.11. 1975, Ævar, f. 10.2. 1986, og Ýr, f. 28.8. 1987. Ólafur var nær alla sín ævi til sjós, enda ekki nema 11 ára þegar hann fór sína fyrstu sjóferð með Páli á Baugsstöðum eftir að hafa nauðað í honum í langan tíma. Næsti róður var svo sjö árum seinna, þegar Óli var 18 ára og þá á Hvalfjarðarsíld í Reykjavík á Ágústi Þórarinssyni, 100 tonna bát frá Stykkishólmi. Í kjölfarið fylgdi Óli svo bátnum til Englands og svo vestur í Hólm og heldur áfram á síldinni. Árið 1948 sendir Sigurður heitinn Ágústsson hann á „mót- ornámskeið“ sem haldið var í Ólafsvík á vegum Fiskifélags Ís- lands. Eftir það var hann vélstjóri á ýmsum bátum frá Stykkishólmi og Ólafsvík. Síðar stundaði Óli skipstjórnarnám við Stýrimanna- skólann og útskrifaðist þaðan 1959. Óli var mestan hluta ferils síns skipstjóri á bátum frá Stykk- ishólmi. Síðustu árin vann hann síðan hjá Sæferðum í Stykk- ishólmi, ferjaði ferðamenn um Breiðafjörðinn sem hann þekkti eins og lófann á sér. Útför Ólafs fer fram frá Stykk- ishólmskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. fríðar er Gunnlaugur Már Briem, f. 5.1. 1983, unnusta Erla Ólafsdóttir, dóttir þeirra er Ísabella Ósk, f. 17. júní 2008. 2) Guðbjörg Hall- dóra, f. 5.2. 1961, maki Þorvarður Ein- arsson, f. 21.11. 1957. Búsett í Reykjavík. Börn þeirra: a) Elín María, f. 27.7. 1978, maki Steinar Már Þórisson, f. 9.9. 1968, börn þeirra Rósmary Ýr, f. 24.4. 2001, Þórir Steinn, f. 26.4. 2003 og Viktor Þorvarður, f. 31.5. 2006. Sonur Steinars er Ing- ólfur Örvar, f. 16.3. 1995. b) Einar, f. 12.5. 1982, unnusta Birta Antons- dóttir, f. 22.7. 1981, dóttir þeirra óskírð Einarsdóttir, f. 9.8. 2008. c) Emilía Ólöf, f. 8.11. 1988. 3) Óskírð stúlka, f. 2.8. 1963, d. 4.8. 1963. 4) Ægir Þór, f. 7.10. 1965, maki Eydís Bergmann Eyþórsdóttir, f. 18.1. 1967, búsett í Stykkishólmi. Börn þeirra: Ólafur Þórir, f. 2.8. 1997, og Ari Bergmann, f. 23.9 2003. Sonur Ægis er Eyþór, f. 30.1. 1986 og dóttir Eydísar er Björg Guðrún Einarsdóttir, f. 9.2. 1992. 5) María Bryndís, f. 12.4. 1967, maki Ásgeir Héðinn Guðmundsson, f. 3.3. 1968, búsett í Stykkishólmi. Börn þeirra: Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund og þú kominn til mömmu og minningarnar hrannast upp. Við viljum fá að þakka fyrir yndislegt heimili þar sem var alltaf öryggi og skjól. Alltaf gat maður leitað til þín og þegar við vorum litl- ar þá gátum við kúrt í fanginu og skriðið undir heita sængina til þín, alltaf tókst þú vel á móti okkur og veittir okkur þá yndislegu hlýju sem frá þér kom alla tíð. Sérstaklega minnumst við þeirra skemmtulegu ferðalaga er farið var í; útilegur og bara jafnvel dagsferðir kring um nesið. Þú varst kannski ekki mikið heima en er þú varst í landi þá gafst þú fjölskyldunni alltaf tíma. Þú kunnir alla söngtexta, söngst með og ennþá heyrum við rödd þína er við heyrum uppáhaldslög þín. Þú reyndir oft að kenna okkur vísur og texta þó með misjöfnum árangri, þar sem María hélt að hún hefði þessa hæfileika en seinna komumst við að því að hún samdi sína texta sjálf ef vel var hlustað, og gerðum við mikið grín að, en Dóru gekk þó betur að læra. Þó gátum við aldrei lært svona fljótt eins og þú sem kunnir allt utanbókar og skildir ekk- ert í því af hverju við gátum ekki lært svona fljótt líka, eins og þegar við áttum að læra skólaljóðin og þú áttir að hlýða okkur yfir, þá varst þú yfirleitt búin að segja þau sjálfur á undan okkur. Þá skammaði mamma þig. Eins þegar mamma var að hlýða okkur yfir fyrir próf og þú varst nálægur, þá svaraðir þú alltaf á undan okkur. En skólagangan okkar gekk þó vel. Þú varst alltaf hraustur maður og áttir því erfitt með að sætta þig við veikindi þín síðustu ár, en núna ert þú kominn til mömmu og við vitum að þér líður betur. Við viljum þakka fyrir yndisleg ár og við vitum að þú varst besti pabbi í heimi. Við sökn- um ykkar mömmu en vitum að þið eruð alltaf nálægt okkur. Minningar um yndislega foreldra lifir, kveðja. Guðbjörg Halldóra og María Bryndís. Mig langar að minnast tengda- föður míns, Ólafs, í nokkrum orðum, en hann lést hinn 26. ágúst sl. Ekki óraði mig fyrir því þegar við kvödd- umst síðast á dönskum dögum í Stykkishólmi, að ég myndi ekki hitta þig aftur. Ég fór vestur á firði vegna vinnu minnar og fékk hring- ingu tveimur sólarhringum seinna um að þú hefðir veikst mikið og náði ég að koma til þín og kveðja þig. Árið 1977 kom ég ungur maður í Hólminn og kynntist þá dóttur hans Dóru. Strax tókst mikil og góð vin- átta við tengdaforeldrana. Þær voru ófáar útilegurnar sem farið var með þeim hjónum Ólafi og Ýr, þó sér- staklega í Skarfanes ár eftir ár. Þar voru samankomnir bræður Ólafs og fjölskyldur og vinir. Í mörg ár var farið í sumarbústað með þeim hjón- um á vorin og haustin. Suðurlandið var hans uppáhaldsstaður, þó sér- staklega Flóinn, og þekkti hann öll örnefni er þar voru, læki, ár, fjöll, hóla og þúfur og miðlaði vel. Ólafur tengdafaðir minn var afar frænd- rækinn maður og fór hann ekki í Flóann án þess að heilsa upp á ein- hvern nákominn. Óli var skapgóður maður og fannst honum gaman að grínast, segja sögur sem hann sagði börnum og barnabörnum og einnig barna- barnabörnum sem nú eru komin, t.d. um rebba tófu, einbjörn tví- björn, þrjá litla grísi og búkollu og ekki bætti úr skák þegar hann tók út úr sér fölsku tennurnar, þegar þau báðu um, og gretti sig ógurlega sem þau gleyma ábyggilega aldrei. Hann mundi ljóð, vísur og texta mjög vel, var alveg einstaklega fljót- ur að læra, þurfti ekki nema að heyra vísur og ljóð einu sinni þá kunni hann þau utanbókar. Söng- elskur var tengdafaðir minn, fannst afar gaman að syngja og þó sér- staklega tók hann undir ef spilaðir voru Álftagerðisbræður, karlakór Skagfirðinga, Björgvin Halldórsson og m.fl. Óli var sjómaður alla sína starfs- ævi og var afar lánsamur og heilsu- hraustur, hann lærði skipstjórn og einnig vélstjórn og var hann skip- stjóri á mörgum bátum frá Stykk- ishólmi. Hann þekkti Breiðafjörðinn eins og lófann á sér, enda var hann stundum fenginn til að lóðsa skip inn fjörðinn. Síðustu árin var hann hjá Sæferðum sem skipstjóri og vél- stjóri. Fórum við hjónin með honum í nokkrar ferðir um eyjarnar sem hann þræddi um og ógleymanlega ferð um rastirnar við Rifgirðingar og ferð í Flatey. Kanarí var í miklu uppáhaldi hjá þeim hjónum og fóru þau þangað oft. Þú varst staddur á Kanarí fyrir nokkrum árum þar sem þú veiktist mikið, fórum við hjónin og María til þín og leist okkur ekki mikið á blik- una, en þú hristir þetta af þér og við komum heim en þú náðir þér aldrei að fullu. Elsku Óli, nú ertu kominn yfir móðuna miklu til hennar Ýru þinnar sem þú saknaðir mikið er hún fór frá okkur mjög skyndilega. Tengdaföður minn kveð ég með virðingu og þakklæti. Sendi tengda- fjölskyldu minni mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Þorvarður Einarsson. Nú þegar Ólafur Sighvatsson er kvaddur viljum við minnast hans með örfáum orðum. Ég man eftir Óla fyrst þegar hann var vélstjóri á Brimnesinu með Grímólfi Andrés- syni og ekki síður þegar hann var við skipstjórn á Straumnesinu. Þetta er á þeim árum sem ég var í stýrimannaskólanum að hefja sjó- mennsku á vertíðarbátum. Óli fisk- aði mikið á Straumnesinu og var mikill kraftur í honum og áhöfn hans. Við kynntumst nokkuð, enda var Ýr Viggósdóttir eiginkona hans frænka mín. Löngu síðar eða í kringum 1989 lágu leiðir okkar saman þegar Óli réð sig sem vélstjóra og skipstjóra á Hafrúnu til siglinga með ferðafólk. Það hentaði Óla vel enda var hann mannblendinn, ræðinn og skemmti- legur. Óli var óslitið í þessum störf- um næstu 14 árin eða allt þar til hann hætti sjómennsku af heilsu- farsástæðum. Þennan tíma sem Óli starfaði í ferðaþjónustunni hjá okk- ur má segja að hann hafi átt veru- legan þátt í að leggja þar grunninn með samstarfsfólkinu. Hann tók fullan þátt í uppbyggingu Sæferða og bar hag fyrirtækisins ávallt fyrir brjósti. Hann var alltaf til í nýjar hugmyndir og ósérhlífinn þó ekki blési alltaf byrlega í þessum rekstri. Umfram allt var Óli góður félagi. Eftir langa dvöl í Stykkishólmi og í glímu við Breiðafjörðinn var hann orðinn mikill Breiðfirðingur þó svo að tryggðin við æskuslóðirnar væri ávallt mikil. Að upplagi var Ólafur Flóamaður enda fæddur og uppal- inn í Stokkseyrarhreppnum. Hann hélt alla tíð sambandi við fyrrver- andi félaga og sveitunga sína frá þeim slóðum og minntist æskuár- anna með hlýju. Hann hleypti heim- draganum aðeins 15 ára gamall og eftir að hann kynntist Ýru sinni var ekki aftur snúið. Óli var mikill sagnabrunnur og ófáar sögur og vís- ur frá honum munu lifa lengi og halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Nú hefur Óli dregið bát sinn endanlega í naust en við sem eftir stöndum minnumst góðs drengs um leið og við vottum fjöl- skyldu hans samúð. Pétur Ágústsson, Svanborg og samstarfsmenn hjá Sæferðum. Ólafur Þórir Sighvatsson ✝ Páll Jóhann-esson, húsa- smíðameistari á Patreksfirði, fædd- ist í Litla-Laugardal í Tálknafirði 29. mars 1915. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Patreks- fjarðar 15. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jóhannes Bjarni Friðriksson, bóndi og smiður í Litla-Laugardal í Tálknafirði, síðar á Patreksfirði, f. á Rima í Arnarfirði 5. apríl 1872, d. 26. janúar 1960, og Guðbjörg Vagnsdóttir húsfreyja, f. á Sellátr- um í Tálknafirði 24. desember 1878, d. 10. maí 1957. Systkini Páls voru: 1) Vagn, sjó- maður á Patreksfirði, f. 22. ágúst 1903, d. 20. des. 1980. Maki Guð- björg Össurardóttir húsfreyja, f. 21. sept. 1900, d. 16. maí 1989. Börn þeirra: Guðbjörg Jóhanna, Rúnar Már, Hrönn og Jóna María. 2) Guðrún, húsfreyja á Akureyri, f. 21. sept. 1904, d. 23. mars 1993. Maki Pálmi Friðriksson sjómaður, f. 29. okt. 1900, d. 16. febr. 1970. Börn þeirra: Jóhanna María, Andr- ea, Guðbjörg og Jóhannes. 3) Þor- björg. saumakona og starfaði síðar við fiskvinnslu á Patreksfirði, f. 2. nóv. 1905, d. 11. mars 2004. 4) Frið- rik sjómaður, f. 29.12. 1906, fórst með vélbátnum Goðafossi við Vest- mannaeyjar 9. jan. 1926. 5) Matt- hildur. húsfreyja í Reykjavík, f. 5. júní 1908, d. 24. des. 1984. Maki Þórður Loftsson, skólastjóri og kennari, f. 31. maí 1906, d. 10. mars 1988. 6) Guðmundur, verk- maður í Reykjavík, f. 15. ágúst 1909, d. 27. apríl 1987. Guðmundur var blindur frá barns- aldri. 7) Guðjón húsa- smíðameistari, f. 28. jan. 1911, d. 13. sept. 1993. Maki Erla Guð- jónsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1922, d. 25. nóv. 1997. Börn þeirra: Friðrik Vagn, Hermann, Guðjón Jóhannes, Björgvin og Dýrleif. 8) Kristján Jó- hannesson, f. 18. okt. 1912, d. 25. ágúst 1932. 9) Friðrika, húsfreyja í Reykjavík, f. 23. sept. 1916, d. 15. mars 2007. Maki Guðbrandur Ágúst Þorkelsson, lögregluþjónn og járnsmiður, f. 13. jan. 1916, d. 29. apríl 2002. Synir þeirra: Þor- kell og Friðrik Kristján. Páll var lærður húsasmíðameist- ari og rak um árabil trésmíðaverk- stæði á Patreksfirði með Guðjóni bróður sínum. Páll starfaði við iðn sína á meðan heilsa leyfði. Þeir bræður byggðu fjölda húsa, bæði fyrir einstaklinga og opinbera að- ila. Páll sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, sat í hrepps- nefnd Patrekshrepps og var virkur félagi í Lionsklúbbi Patreksfjarðar um árabil, svo fátt eitt sé talið. Páll verður jarðsunginn frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við Pál Jóhannes- son, frænda okkar, einn af föstum punktum tilverunnar hingað til. Systkinin Páll og Þorbjörg, oftast kölluð Palli og Obba, héldu heimili saman til fjölda ára í reisulegu húsi á „Klifinu“ við Aðalstrætið. Neðar í göt- unni var svo æskuheimili okkar. Það var stutt að skjótast á milli húsanna og okkur þótti mikið til koma að heimsækja þau Obbu og Palla sem buðu gjarnan uppá trakteringar af fínustu sort, nokkuð sem var ekki daglega á boðstólnum í þá daga. Árvissar Akureyrarferðir þeirra systkina til systur þeirra, hennar af- komenda og annarra skyldmenna voru sem heimsreisa í okkar huga og okkur fannst við þekkja fólkið vel af lifandi frásögn þeirra. Árin liðu, við fullorðnuðumst og Palli sem var húsasmíðameistari lauk sinni starfsævi. Við það skapaðist ör- lítið rýmri tími, samverustundirnar jukust og gagnkvæmar heimsóknir urðu tíðari. Fyrir okkur voru þau Obba og Palli nánast eins og amma og afi. Á meðan Pétur rak bifreiðaverk- stæði kíkti Palli nánast daglega í heimsókn, hafði gaman af að fylgjast með því sem var í gangi og ekki síður að hitta mann og annan. Obba og Palli áttu alla tíð fallegt heimili sem bar einstakri snyrti- mennsku þeirra og samheldni fagurt vitni. Síðustu ár ævi sinnar dvaldist Obba á Heilbrigðisstofnun Patreks- fjarðar og var Palli því nokkuð lengi einn í húsinu á Klifinu. Hann var eiginlega heimsborgari í okkar huga, víðlesinn og ævinlega vel að sér um málefni líðandi stundar. Mikill húmoristi var hann og alveg fram á síðustu stundu var stutt í glettnina. Frændrækinn var hann með afbrigðum, fylgdist vel með sínu fólki og til marks um það má nefna gleði hans yfir heimsóknum ættingja og ekki síður að hitta unga fólkið og heyra um það sem það var að sýsla í lífinu. Símtöl frá ættingjum fjarri Patreksfirði og póstkort póstlögð út um allan heim glöddu hann. Já, það gleymdist ekki að senda póstkort til Patreksfjarðar til að gleðja aldraða ættingja. Við fráfall okkar kæra frænda eru ákveðin kaflaskil. Þegar við sitjum nú og rifjum upp samskiptin í gegnum tíðina finnst okkur að þessi kaflaskil verði líklega skarpari en okkur óraði fyrir. Tengslin við „Klifið“ breytast eðlilega og renna í hafsjó ljúfra minn- inga. Já, lífið heldur áfram. Með þessum fátæklegu orðum biðj- um við Guð að blessa minningu systk- inanna Obbu og Palla. Minningu sem við varðveitum með okkur alla tíð. Anna og Pétur. Elsku Palli frændi hefur nú kvatt okkur og haldið í hið óþekkta ferðalag sem bíður okkar allra. Þegar við systkinin komum saman í eldhúsinu heima hjá Jónínu til að minnast Palla frænda var mikið hlegið og brosað að skemmtilegum sögum sem hann sagði okkur. Þó þú hafir kvatt okkur læturðu okkur enn hlæja og brosa. Þannig varstu í okkar augum, fyndinn, mikill karakter og hafðir alltaf áhuga á að vita hvað við værum að gera í lífinu enda varstu okkur svo kær og stór partur af fjölskyldunni. Þú munt ávallt verða í hjörtum okkar, elsku Palli. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guð geymi þig Regína, Jónína, Jóhann og Karen. Páll Jóhannesson ✝ MARGRÉT MÜLLER, Túngötu 15, andaðist á heimili sínu mánudaginn 1. september. Jarðarför auglýst síðar. Aðstandendur og vinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.