Morgunblaðið - 05.09.2008, Síða 31

Morgunblaðið - 05.09.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 31 ✝ Sigurður Þor-kelsson fæddist í Sandprýði á Stokkseyri 23. júní 1922. Hann lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykja- vík 25. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar Sigurðar voru hjón- in Þorkell Jón- asson, sjómaður og síðar verkamaður hjá Reykjavík- urhöfn, f. 18.11. 1895, d. 13.3. 1983 og Guðrún Sigríður Sigurð- ardóttir, húsmóðir, f. 26.11. 1896, d. 10.8. 1987. Bróðir Sigurðar er Sigurlaugur, f. 28.4. 1924, fyrrv. fulltrúi hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Fjölskyldan fluttist frá Stokkseyri á þriðja áratugnum, fyrst til Hafnarfjarðar og síðar til Reykjavíkur. Þar bjó hún lengst af á Ásvallagötu 12. Sigurður kvæntist 19. júní 1948 fyrri konu sinni Ástu Kristínu Guðmundsdóttur, f. 28. mars 1926. Þau byggðu húsið á Fífu- hvammsvegi 23 í Kópavogi og fluttu þangað 1957. Þau slitu sam- vin Andri Guðjónsson, f. 7.júní 1954, maki Sigrún Alda Júl- íusdóttir, þau eiga þrjú börn, og Sveinbjörg Hrólfsdóttir, f. 15. september 1959, sambýlismaður Jens Indriðason. Sveinbjörg á eitt barn. Sigurður hóf ungur nám í Iðn- skólanum í Reykjavík og lagði fyrir sig pípulagnir. Hann var dugmikill námsmaður. Sveins- stykkið hans var hita- og vatns- lögn í húsi Sjómannaskóla Ís- lands, sem var verið að reisa á þeim árum er hann lauk sveins- prófi. Síðar biðu hans mörg verk- efni við pípulagnir, stór og smá eftir atvikum. Hann vann að pípu- lögn við stór mannvirki, meðal annars byggingu orkuvera við Sogið sem reist voru um 1950. Hann vann sem pípulagn- ingameistari í um þrjá áratugi. Á þeim tíma nutu margir lærlingar leiðsagnar hans í pípulögnum, og munu þeir nú minnast þeirra ára. Eftir miðjan sjöunda áratuginn hóf hann framleiðslu panelofna og dró sig í hlé frá pípulögnum. Hann stofnaði síðan fyrirtæki þeirrar iðju og reisti þeirra tíma veglegt iðnaðarhús í Fífuhvammi í Kópavogi. Útför Sigurðar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. vistum. Börn Sig- urðar og Ástu eru: Guðmundur Árni, f. 13. nóvember 1948, kona hans er Sig- urbjörg Sigurð- ardóttir, þau eiga 3 börn. Þau eru: Elín Lára, f. 16. febrúar 1950, maki Sigurður Gunnarsson. Elín Lára á fjögur börn. Ásta Sigríður, f. 2. október 1957, maki Sigurbjörn Árnason, þau eiga fimm börn. Sonur Ástu og fóstursonur Sig- urðar er Victor Björgvin Ingólfs- son, f. 1. október 1946, d. 8. júlí 2004, maki Sigrún Kristín Hall- dórsdóttir, þau eiga fjögur börn. Sigurður kvæntist 21. júlí 1962 seinni konu sinni Kristensu Stellu Andrésdóttur, f. 25. mars 1926, d. 14. janúar 1996. Þau bjuggu á Fífuhvammsveginum fram undir 1990 er þau fluttu að Lyngbrekku 20. Sonur Sigurðar og Stellu er Birgir, f. 1. júlí 1965, maki Að- alheiður Guðmundsdóttir, þau eiga þrjú börn. Börn Stellu og fósturbörn Sigurðar eru: Björg- Elsku pabbi minn. Nú er ferð þinni lokið hér. Síðasti áfanginn var þér erfiður. Ný ferð er hafin hjá þér inn í heim hins óþekkta. Þeirri ferð fylgja frá mér góðar óskir og þakkir fyrir dýrmæt- ar minningar, sem ég geymi í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín dóttir, Elín Lára. „Krakkar – afi og Stella eru að koma!“ Þetta er setning sem við systkinin í Þingmúla biðum í ofvæni eftir að heyra á hverju sumri. Afi og Stella voru að koma á húsbílnum sínum. Frá því við munum eftir okkur var það hluti af sumrinu að þau kæmu í heimsókn á brúna, flotta húsbílnum sínum. Húsbíllinn var brúnn Econ- line sem búið var að breyta og okkur fannst auðvitað sá langflottasti. Áð- ur en þau komu vorum við systkinin alltaf búin að fara í blómaleiðangur til að hafa tilbúinn vönd handa þeim til að skreyta bílinn sinn með. Afi og Stella buðu okkur alltaf á rúntinn í bílnum sínum og var til- hlökkunin óskaplega mikil. Við fór- um þá í Egilsstaði og alltaf hlógum við innra með okkur þegar afi neit- aði að taka bensín á Essostöðinni, frekar keyrði hann aðeins lengra til að taka bensín hjá Olís. Eitthvað rausaði hann svo þegar hann þurfti að stoppa bílinn sinn á Kaupfélags- planinu til að hægt væri að gera inn- kaupin því sterkar skoðanir hafði hann á því kompaníi. Aldrei gleymum við heldur und- irbúningnum áður en afi og Stella komu í heimsókn. Það þurfti sko að passa að SS sinnepið væri til, gamli vildi ekki sjá það að borða Goða pyls- ur, bara SS, og fleira í þeim dúr. Við munum nú ekki eftir mörgum ferðum þar sem við fjölskyldan fór- um suður að heimsækja afa og Stellu en þær ferðar sem farnar voru eru auðvitað ógleymanlegar. Eftir að Stella dó fór ferðunum hans afa á húsbílnum fækkandi en hann kom nú samt áfram austur til okkar og þá bara í flugvél. Ómissandi hluti af sumrinu var að fá afa í Kópa- vogi í heimsókn. Rétt eins og ómiss- andi hluti af jólahaldinu var að fá Machintoshið frá afa sem hann sendi á hvert barn á heimilinu eftir að Stella dó. Við systkinin frá Þingmúla þökk- um elsku afa okkar fyrir alla góðvild- ina í okkar garð. Minning hans mun ávallt lifa í hugum okkar og hjörtum. Hvíldu í friði, elsku afi, Auður, Katrín, Selma, Sindri og Sigurður Árni. Elsku afi, takk fyrir allan þann góða tíma sem við áttum saman. Ég mun aldrei gleyma þegar við fórum í bíltúra, oft þá út úr bænum, þú sagð- ir mér hvað fjöllin hétu og þú mundir það alltaf. Mig langaði líka til að læra þetta en þrátt fyrir allt þá gat ég aldrei munað hvað fjöllin hétu á leið- inni til baka, annað en þú, þú mundir það alltaf. Líka í sundferðunum þeg- ar ég gisti hjá þér, þegar við vökn- uðum eldsnemma á morgnana til að fara í sund, en þegar við komum þangað vorum við nánast alltaf það snemma að það var ekki einu sinni búið að opna sundlaugina. Allar þessar stundir munu alltaf verða hluti af mér og mér ógleymanlegar. En ég veit að þú ert farinn héðan, að þér líður miklu betur núna en þú munt ekki koma aftur, ég er sár og græt, þó svo að ég viti að þú viljir það ekki, en það er vegna þess að ég sakna þín. Það er samt gott að geta hugsað til þess að seinna þegar ég þarf að fara héðan verður allt í lagi því alltaf mun vera hægt að koma og skríða aftur í fangið hjá þér. Ég mun aldrei gleyma þér afi, því ég elska þig. Bið fyrir mér, ég bið fyrir þér uns, bróðir, hittumst á ný. Blessun og von í bæninni er, já, bróðir ég trúi því, að Guð horfi niður á barn sitt er biður og báðir við þekkjum vald hans og ást. Ég bið fyrir þér og þú fyrir mér, já, þar til við munum sjást. (Þórdís Ágústsdóttir.) Telma Ýr. Nú skil ég stráin, sem fönnin felur og fann þeirra vetrarkvíða. Þeir vita það best, sem vin sinn þrá, hve vorsins er langt að bíða. Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu, og svo kom hinn langi vetur. Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó, að vorið, það má sín betur. Minningin talar máli hins liðna, og margt hefur hrunið til grunna ... Þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna. En svo fór loksins að líða að vori og leysa mjallir og klaka. Ég fann, að þú varst að hugsa heim og hlaust að koma til baka. Þú hlýtur að vera á heimleið og koma með heita og rjóða vanga, því sólin guðar á gluggann minn, og grasið er farið að anga. (Davíð Stefánsson.) Elsku afi, mig langar að kveðja þig með þessu ljóði Tinna Dögg Birgisdóttir. Sigurður Þorkelsson Það er svo þungt að tárum tekur þegar góðvinir falla frá á blómaskeiði. Sveini kynntist ég í miðbænum eitt sólríkt sumar í dvalarleyfi frá Bandaríkjunum og bundumst við vinarböndum. Drengurinn var þá nýkominn frá Berlín kaldastríðsins uppnuminn af anda þess skapandi tímabils er gekk í hönd. Var anzi glæsilegur hvar hann gekk um hnarreistur; ekkert nema skinn og bein í skær- rauðum leðurbuxum. Ein bjartasta von íslenskrar myndlistar. Það var tilhlökkun að vita að Sveinn hugð- ist sækja meistaranám í myndlist í New York. Áttum við þar samleið á mótunarárum okkar í þeirri ver- aldarnámsbraut sem SVA háskól- inn og borgin var. Vitanlega styrkti skólavistin tryggðaböndin enn frekar og höfðum við stuðning og einlægt gaman af hvor öðrum. Héldum við oft til við spekings- legar samræður á heimili mínu í East Village, urðum fóstbræður og eignuðumst litskrúðuga vini. Átt- um bandamenn víða, jafnt kol- geggjaðan skólastjórann sem hafði mikla ást á Sveini, framúrskarandi listamenn og samferðamenn í upp- lýstri ævintýraleit og skúringar- kalla skólans er gáfu hjálparhönd á vinnustofunni um nætur og við höfðum mikið dálæti á. Manngrein- ingarálit var Sveini ótækt. Hann elskaði lítilmagnann og gaf lítið fyrir þá er gerðu sig merkilega en hélt hesti sínum og Sveinn Þorgeirsson ✝ Sveinn SigurðurÞorgeirsson myndlistarmaður fæddist á Hrafn- kelsstöðum III í Hrunamannahreppi í Árnessýslu 18. febrúar 1958. Hann lést í Reykjavík 8. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 26. ágúst. var kurteis hvað sem á bjátaði. Oft elduð- um við í gamni grátt silfur við þá er þókn- uðust dyntum okkar lítt. Var þar af nægu af taka enda var Sveinn inn við beinið sérvitur prakkari sem leyfði sér hinar undarlegustu skoðan- ir. Hann hafði líflega frásagnargáfu sem byggðist á því að upphefja þá er minna máttu sín og þá sem voru sjálfum sér trúir í skringileg- heitum. Allt sína tíð reyndi Svenni að telja mér tregum trú um að rokkklisjur Elvis og tragísk karl- mennska væri hin eina sanna fyr- irmynd hugsandi manns. Sveinn var trúr hugmyndum sín- um um listsköpun og var sem nátt- úrubarn talsverð ráðgáta í aka- demíunni. Ýmist skildu menn hann ekki eða dáðu sem er sérstök snilld að afreka samtímis. Hann var áhugalaus um hefðbundin ferli heldur spruttu goðsagnakenndar hugmyndir alskapaðar úr huga hans. Leit hann á það sem hlut- verk sitt að fanga hinar aðkomnu sýnir og færa í veraldlegan búning. Verk hans voru tíðum sannanlega kostuleg. Þau voru í senn alvarleg og háðsk, órökrétt og firrt en samt hrein og bein. Sérstaklega er minnistætt verk þá er hann tók af- steypu af eigin höfði með þver- móðskusvip og augun lygnd aftur í rósemd. Setti síðan gifskoll sinn sem blómgandi stilk í brjóstháa vasa. Frjáls hugsun í knöppum heimi. Blómi í eggi. Þá er Sveinn sneri frá námi eignaðist hann yndisbörn og buru. Hann tengdi sköpunargáfu sína í auknum mæli við handanna verk og varð hinn mesti völundarsmið- ur. Leiðir okkar lágu oft saman í við uppbyggingu miðbæjarins eða á góðri stund á Frakkastígnum og var gefandi að vera í návist Sveins. Lund hans var jafnan létt og stríð- in þá er við hittumst. Hann vildi engum illt né flækja hluti og var ávallt sjálfum sér nógur. Stráksleg og ljóslifandi kímnigáfa varð hans aðalsmerki. Traustvekjandi og hlýr horfði hann björtum augum í and- lit viðmælanda sinna. Ég votta Önnu og fjölskyldu dýpstu samúð og mun minnast góðs drengs. Vona að þrátt fyrir að ský hafi dregið fyrir sólu og sorg- arferli hafist verði glaðværð Önnu og hennar nánustu skjótt jafn björt og ríkjandi og ávallt áður. Guðjón Bjarnason. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, SIGURBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Búðarhóli, Aðalgötu 22, Ólafsfirði. Sigþór Ólason, Valdimar Gunnarsson, Jóhanna Sæmundsdóttir, Þorgeir Gunnarsson, Björgvin Óli Gunnarsson, Margrét Óskarsdóttir, Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir, Héðinn Jónsson og fjölskyldur. ✝ Einlægar þakkir til allra þeirra sem studdu og styrktu okkur, sýndu samúð og vinarþel við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, HAFDÍSAR K. ÓLAFSSON, Lindargötu 9, Siglufirði. Sérstakar þakkir til Jóhönnu Þorleifsdóttur og starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Siglufirði fyrir frábæra umönnun. Hinrik Karl Aðalsteinsson, Jón Aðalsteinn Hinriksson, Anna Viðarsdóttir, Auður Helena Hinriksdóttir, Bergsteinn Gíslason, Hinrik Karl Hinriksson, Bylgja Rúna Aradóttir, ömmubörn og langömmubörn, Jónína, Júlíus og Jóhann. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 16, lést á heimili sínu þriðjudaginn 2. september. Útförin auglýst síðar. Búi Snæbjörnsson og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA ÓLAFSDÓTTIR ljósmóðir frá Tungu í Fljótshlíð, verður jarðsungin frá Breiðabólstaðakirkju laugardaginn 6. september kl. 14.00. Oddgeir Guðjónsson, Guðlaug Oddgeirsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Ólafur Sv. Oddgeirsson, Fiona MacTavish, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.