Morgunblaðið - 05.09.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.09.2008, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er föstudagur 5. september- , 249. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Ef einhvern ykkar brest- ur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og hon- um mun gefast. (Jak. 1, 5.) Goðasteinn nefnist héraðsritRangæinga, hefur komið út í 44 ár og nýtt tölublað þess er sneisa- fullt af efni. Þar er fjallað um eftir- minnilegt fólk og atkvæðamikið í Rangárvallasýslu, birt ljóðmæli, fræðigreinar og kveðskapur. Þegar tímaritinu er flett sést að tíminn líð- ur ekki alltaf hratt, þótt upp sé runnin gervihnattaöld. Þar er um- sögn undir fyrirsögninni Síðbúinn ritdómur. Það eru orð að sönnu vegna þess að þar er fjallað um bók sem kom út árið 1998 og var skrif- aður árið 2002. Reyndar er ritdóm- urinn meðal efnis sem birt er úr fór- um Þórðar Tómassonar, safnstjóra í Skógum, og markmiðið því fremur að birta sýnishorn af skrifum hans en koma ritdómnum loks á prent. x x x Talan 36 er Víkverja hugleikin umþessar mundir. Í bílnum hans er tölva sem reiknar út meðalhraða þegar hann þvælist um höfuðborgar- svæðið. Oftar en ekki er meðalhrað- inn 36 km á klukkustund. Gildir þá einu hvort hámarkshraði er 30, 50, 60 eða 80. Þegar komið er á áfanga- stað reynist meðalhraðinn hafa verið 36 km á klukkustund. Þetta á eflaust við um alla þá sem eru samferða Víkverja í umferðinni, geysast framhjá honum á milli ljósa en kom- ast samt í raun ekkert hraðar áfram – eru bara á 36 km hraða á klukku- stund eins og allir hinir sem þveitast milli staða í umferðinni. x x x 51% þátttakenda í nýrri þýskrikönnun telur að afreksíþrótta- menn á borð við sundkappann Michael Phelps og spretthlauparann Usain Bolt hafi náð ótrúlegum árangri sínum á Ólympíuleikunum í Peking með hjálp ólöglegra lyfja. 32% töldu að engin svik hefðu verið í tafli. Jafnframt sögðu 88% þeirra, sem spurðir voru, að þeir kysu frekar að Þjóðverjar sendu íþrótta- menn sem ekki hefðu neytt lyfja – væru hreinir – á leikana en að vinna til sem flestra verðlauna. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 þreifa á, 4 andspænis, 7 undir- okað, 8 álitleg, 9 eld- stæði í smiðju, 11 ský, 13 urgur, 14 bjarta, 15 þakklæti, 17 vitleysa, 20 reiðikast, 22 meyr, 23 hár, 24 glatað, 25 sveiflufjöldi. Lóðrétt | 1 sverleiki, 2 skips, 3 ójafna, 4 enda- veggur, 5 borguðu, 6 dregur,10 hróður, 12 ílát, 13 óhreinindi, 15 nafntogað, 16 hella, 18 heimild, 19 skil eftir, 20 hlassið, 21 slæmt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 afturhald, 8 vakur, 9 langt, 10 als, 11 lónar, 13 teina, 15 hjall, 18 saggi, 21 orm, 22 liðug, 23 ámuna, 24 manngildi. Lóðrétt: 2 fákæn, 3 urrar, 4 helst, 5 lindi, 6 hvel, 7 átta, 12 afl, 14 efa, 15 hóll, 16 auðna, 17 login, 18 smári, 19 grund, 20 iðan. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is STAÐAN kom upp í keppni á milli sveitar ungra stórmeistara og upp- rennandi stórstjarna gegn liði reynd- ari og gamalkunnra stórmeistara sem lauk fyrir skömmu í Amsterdam í Hol- landi. Hinn ungi kínverski stórmeistari Wang Yue (2702) hafði hvítt gegn norska stórmeistaranum Simen Agde- stein (2583). 29. a5! Rxb5 30. axb6 Rd6 31. Hxe6! Hxe6 32. Bd5 Kf7 33. Rd8+ Ke7 34. Rxe6 c4 35. Bxc4 og svartur gafst upp. Wang fékk 8 1/2 vinning af 10 mögu- legum fyrir lið ungra stórmeistara og samsvaraði frammistaða hans 2892 stigum. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Áberandi fjarvera. Norður ♠K987 ♥642 ♦105 ♣Á1096 Vestur Austur ♠64 ♠32 ♥K1053 ♥G98 ♦KDG764 ♦Á9832 ♣2 ♣D53 Suður ♠ÁDG105 ♥ÁD7 ♦-- ♣KG874 Suður spilar 6♠. Útspilið er ♦K, sem sagnhafi trompar heima og lítur yfir sviðið. Og hvað sér hann? Hann „sér“ að það vantar hjartakóng og laufdrottningu. Verkefnið verður að komast af án þessara lykilspila. Einn slag má gefa, og því er nóg að ♣D komi í leitirnar eða ♥K liggi fyrir svíningu. Sú einfalda leið að toppa laufið og svína í hjarta skilar vinningi í rösklega þremur tilfellum af fjórum. Sem er allgott, en betri leið er til: Sagnhafi tekur tvisvar tromp og stingur hinn tígulinn. Spilar svo laufi á ás og svínar til vesturs. Hafi vestur byrjað með ♣Dx er hann endaspil- aður, verður að spila hjarta upp í ♥ÁD eða tígli tvöfalda eyðu. Þessi endurbætta leið hækkar vinningslíkur upp í um það bil 85% (trompið þarf að vera 2–2). (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er ómögulegt að segja hvaða vandræði dagsins eru það besta sem hafa fyrir þig komið, en ein þeirra eru það. Vertu opinn fyrir duldum möguleikum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Orka með tilgangi er aðlaðandi. Þess vegna dregstu að einhverjum sem er leitandi. Þig grunar að þú hafir það sem hann vantar og það er rétt. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú gætir verið sömu skoðunar og náungi þinn, en þú tjáir hana allt öðru vísi. Þú færð tækifæri til að sýna umburð- arlyndi og verður hamingjusamari eftir á. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vinur býður þér að láta reyna á hið óþekkta. Ef hann er bogmaður verður breytingin til góðs. Það kemur á óvart hversu ánægjuleg hún reynist. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þegar þér finnst mikið til einhvers koma, bregst hann við með sínum bestu mannasiðum. Hvað býr undir? Hlustaðu á vandamál í kvöld, ekki reyna að leysa þau. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú hefur auga fyrir fagurfræði og það flýtir fyrir viðskiptum þínum og ást- arævintýrum. Það er ekkert falskt við það að ganga í augun á fólki. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Taktu þér frí frá því að vera alltaf sá sem hugsar fyrir hópinn. Þú þarft ekki alltaf að vera með sperrt eyrum. Slakaðu á og horfðu á það sem er að gerast. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Sum rifrildi geturðu aldrei unnið og það myndi hvort eð er ekki hjálpa þér. Það er gott að vita þegar þú gefst upp. Segðu það sem þú meinar og láttu málið eiga sig. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Allt það sem þú virkilega vilt tengist saman. Settu heilsuna í fyrsta sæti, og önnur markmið nást af sjálfu sér. Þetta verður geggjað stuðkvöld. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þegar kemur að við- skiptavinum þínum eða yfirmanni, nægir þér ekki að þeir séu rétt svo ánægðir. Þú sækist eftir virðingu þeirra og tryggð. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Aðalverkefni dagsins felst í að leiða fólkið – beina því í rétta átt, halda því við áætlunina þína svo það átti sig á þinni sýn. Ef það tekst ertu ofurhetja. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Í stað þess að velta fyrir þér hvort einhver elskar þig, skaltu reyna að elska þig sjáfur. Hluti af því er að sjá til að þú hafir nægar áskoranir að fást við til að vera skapandi í hugsun. Stjörnuspá Holiday Mathis 5. september 1896 Suðurlandsskjálfti hinn síðari reið yfir. Fjöldi bæja í Árnes- sýslu hrundi til grunna. Hjón á Selfossi létust. Fyrri stóri skjálftinn var tíu dögum áð- ur. „Mesta landskjálftaáfall frá því er land byggðist,“ sagði Ísafold. 5. september 1942 Þýsk sprengjuflugvél af gerð- inni Focke Wulf gerði loft- árás á Seyðisfjörð. Sprengja lenti skammt frá fjórum drengjum sem voru að leik og slösuðust þeir allir, einn þó mest. Þeir voru sjö og átta ára. 5. september 1972 Varðskipið Ægir beitti tog- víraklippum á breskan land- helgisbrjót í fyrsta sinn. Þetta gerðist innan 50 sjó- mílna markanna norður af Horni, nokkrum dögum eftir útfærslu landhelginnar. Á rúmu ári tókst í 82 skipti að klippa á víra togara. 5. september 1987 Háskólinn á Akureyri var settur í fyrsta sinn við hátíð- lega athöfn í Akureyrar- kirkju. Kennsla hófst tveimur dögum síðar, í iðnrekstrar- fræði og hjúkrunarfræði. Fyrsta skólaárið voru 47 nemendur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá… Aldís Sveinsdóttir, Hulda Mar- grét Sveinsdóttir, Marta Ýr Magn- úsdóttir og Heiðbjört Anna Guð- mundsdóttir stóðu fyrir tombólu við verslun Samkaupa við Hrísa- lund á Akureyri og styrktu Rauða krossinn með ágóðanum, 16.827 kr. Hlutavelta „JÚ, JÚ, það er víst,“ segir Gísli Hólmar Jóhannes- son, doktor í efnafræði og framkvæmdastjóri klín- ískra tilrauna hjá Mentis Cura ehf., þegar hann er spurður hvort hann eigi ekki stórafmæli í dag. „Ég tek á móti gestum á Vínbarnum í kvöld, það er nú samt ekki opið boð,“ segir hann kíminn og bendir þar með á að stærðarannmarkar setji veislunni vissulega mörk. Gísli Hólmar segir Mentis Cura vera lítið rann- sóknar- og þróunarfyrirtæki. „Við notum heilarit til að greina ýmsa heilakvilla, þar á meðan Alz- heimer-sjúkdóminn. Við höfum unnið í nánu sam- starfi við læknana á Landakoti og það er líka verið að nota þetta í Noregi, þannig að, já, þetta er komið ansi langt og orðið mjög spenn- andi,“ segir Gísli Hólmar. Hann hefur fjórum sinnum farið með landsliðinu í efnafræði til að taka þátt í Ólympíuleikunum í efnafræði. „Það er mjög skemmtilegt. Staðirnir sem ég hef farið á eru Taívan, Moskva, Búdapest í fyrra, og svo Kiel í Þýskalandi líka,“ segir hann og upplýsir að þeir sem eru í liðunum séu mjög góðir nemendur. „Þeir þurfa að fara í gegnum nokkrar síur áður en á hólminn er komið. Allir framhaldsskólanemar mega taka þátt og síðan eru tólf efstu valdir til að koma í háskólann og taka verklegt og fræðilegt próf.“ Gísli Hólmar býst við að um 40 manns muni samfagna sér í kvöld. Gísli Hólmar Jóhannesson fertugur Greinir heilakvilla ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.