Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 36
... vinir mínir trúðu á mig því ég get sett tungu mína upp á nef ... 40 » reykjavíkreykjavík „HANN var hér staddur ásamt leik- stjóranum Jeremy Gilley sem er hugmyndafræðingurinn að frið- ardeginum svokallaða sem Samein- uðu þjóðirnar standa að hinn 21. september,“ segir Börkur Gunn- arsson, rithöfundur, leikstjóri og að- stoðartalsmaður NATO í Afganist- an, en Börkur var fyrr í vikunni viðstaddur fund sem Law og Gilley áttu með sendiherra NATO í land- inu. „Hugmynd þeirra er að gera heimildarmynd um nokkur stríðs- hrjáð lönd, þar á meðal Afganistan, og þessi fundur verður væntanlega sýndur í myndinni.“ Að sögn Barkar lögðu þeir Gilley og Law hart að sendiherranum að NATO legði nið- ur vopn þennan dag en samkvæmt Berki er það hægara sagt en gert eins og ástandið hefur verið í sumar. „Þetta sumar hefur verið eitt það versta síðan talibanarnir voru hraktir frá völdum. En nú fer að kólna og þá snúa herskáar fylkingar sér að öðrum hlutum en að berja á samlöndum sínum og okkur,“ segir Börkur sem tekur það þó fram að sjálfur sé hann ekki í mikilli hættu. „Í þá sex mánuði sem ég hef verið í Kabúl hef ég í þrígang heyrt sprengju springa en aldrei verið í bráðri hættu sjálfur.“ Börkur virkar ekki sérlega upp með sér yfir að hafa hitt Jude Law og sá sér meira að segja ekki fært að mæta í veislu sem leikarinn hélt um kvöldið fyrir valda gesti. Ef til vill ekki svo skrítið þegar maður er staddur í landi sem hefur logað í átökum síðustu þrjátíu ár. hoskuldur@mbl.is Með Jude Law í Kabúl Í Kabúl Fernando Gentelini, sendiherra NATO í Afganistan, Börkur Gunn- arsson, leikstjórinn Jeremy Gilley og breski leikarinn Jude Law. Börkur Gunnarsson sat fund með leikaranum í Afganistan  Viðbrögð Jak- obs Frímanns Magnússonar við yfirlýsingu Egils Ólafssonar um að samstarfi Stuð- manna sé „nánast lokið“ í Morgunblaðinu í gær, komu í gang margháttuðum vangaveltum og spurningum. Jakob gefur Agli kost á að gerast „Tyllidaga- Stuðmaður“ kjósi hann svo en ber- sýnilega hafa jöfrarnir tveir ekkert rætt það sérstaklega sín á milli, frekar en annað sem snýr að þess- um yfirlýsingum Egils. Söngvarinn er þá greinilega ekki tilbúinn til að taka skrefið til fulls, líkt og Valgeir Guðjónsson, Þórður Árnason og Ragnhildur Gísladóttir gerðu á sín- um tíma, og Jakob vill greinilega ekki sleppa Agli alveg heldur. Taugin er því sterk en hitt ber á að líta að Jakob er óumdeildur stýri- maður sveitarinnar og hefur siglt með hana milli skers og báru í tugi ára, og það meira að segja áður en Egill kom til sögunnar. Stóra spurningin er hins vegar: Getur nokkur maður hugsað sér Stuðmenn án Egils Ólafssonar? Og á fólk kannski auðveldara með að ímynda sér Stuðmenn án Jakobs Frímanns? Komið gjörsamleg’ í hnút. „Hann sagði! …“  Ljóst má vera að lokun tónleika- staðarins Organ muni koma niður á tónleikahaldi í borginni og öruggt má telja að lokunin hafi komið flatt upp á skipuleggjendur Airwaves sem reiknað höfðu með Organ sem einum af tónleikastöðum hátíð- arinnar. Það var hins vegar hljóm- sveitin Retro Stefson sem fyrst fékk að kenna á lokuninni því þegar sveitin mætti til hljóðprufu fyrir tónleika sem halda átti á miðviku- daginn blöstu við henni harðlæstar dyr með hengilás og keðjum. Sveit- in dó þó ekki ráðalaus og flutti tón- leikana í snarhasti yfir á Hressó þar sem forsmekkurinn var gefinn fyrir væntanlega plötu sveitarinnar. Hressó til bjargar Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er búið að loka, því miður. Þetta er end- anlegt því þetta gengur bara ekki upp, rekstr- arlega séð er þetta bara algjörlega glatað,“ seg- ir Inga Sólveig Friðjónsdóttir, eigandi skemmti- og tónleikastaðarins Organs sem hefur nú lagt upp laupana. „Það var allt of mikið lagt í þetta og húsaleigan var allt of há. Tónlistarlífið hérna ber þetta bara ekki, það er ekki flóknara en það,“ segir Inga. Organ var opnaður fyrir rúmu ári og síðan hafa tónleikar verið haldnir á staðnum þrjú eða fjögur kvöld í viku. Einnig hefur verið opið önn- ur kvöld en að sögn Ingu hefur það gengið illa. „Það virðist bara vera þannig að fólki finnist það vera að fara upp í Breiðholt þegar það fer niður fyrir Lækjargötuna, það sé svo erfitt að komast þangað. Þetta er ekki í röltfæri þegar fólk er á djamminu.“ Aðspurð segir Inga það vissulega leiðinlegt fyrir íslenska tónlistarmenn að Organ hafi nú verið lokað enda einn af fáum tónleikastöðum í Reykjavík. „En ég er ekkert allt of hress með alla tónlistarmenn. Það er vinna að vera tónlist- armaður og menn verða að gera eitthvað til þess að láta taka eftir sér. Það er ekki hægt að labba bara inn og stinga í samband, þetta er ekki þannig í dag. Það er rosalega misjafnt hvað fólk leggur á sig fyrir svona hluti og sumir eru ekki með sitt á hreinu. En auðvitað er búið að vera fullt af frábærum kvöldum hjá okkur líka.“ Alltof stuttur tími En telur Inga möguleika á því að einhver annar taki við rekstri staðarins? „Ég hef ekki hugmynd um það, en ég efast um að staðurinn verði aftur rekinn á þessum nótum. Ef einhver ætlar að vera með tónleikastað þá gengur það bara ekki upp rekstrarlega.“ En hvað með Nasa? Hefur sá staður ekki gengið ágætlega? „Ég veit ekki hvaða samning þeir eru með, en ég er með alveg geðveika leigu. Þetta var algjört rugl, þetta var svo dýrt. En það er bara opið á Nasa þegar það er uppselt, það er bara þannig. Og þegar það er uppselt hjá þeim hafa þeir leyfi fyrir 700, en eru yfirleitt með 1.200,“ útskýrir Inga. Hún segist sérlega leið yfir þessu öllu saman og ekki bæti úr skák að hún þurfi að taka skell- inn á sig. „Þetta er alveg fáránlega stuttur tími, og það er þannig í viðskiptum á Íslandi að lítil fyrirtæki eiga sér ekki viðreisnar von. Ef þú átt ekki fyrir öllu þegar þú ferð af stað ertu bara í djúpum skít. Og það er enginn að styðja við bakið á þér. Og eitt ár er alltof lítill tími, það þarf meiri tíma til að láta hlutina ganga.“ Vitað hver braust inn Eins og fram kom í fjölmiðlum fyrir skömmu var brotist inn á Organ, og hljóðkerfi staðarins stolið. Síðar kom í ljós að einhver með lyklavöld hafði verið að verki. Inga segir það mál vissu- lega tengjast því að staðnum hafi nú verið lokað. „Það setti mann svolítið út af laginu, en við redduðum því reyndar. En það er ýmislegt fleira í gangi sem er ekki samkvæmt lögum, en ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu,“ segir Inga sem var tryggð fyrir innbrotum. „Það er verið að skoða þau mál, en ég veit ekki hvernig það er þegar fólk gengur inn með lykli og gerir þetta.“ En er vitað hver tók hljóðkerfið? „Já það vita allir hver gerði það,“ segir Inga en vill þó ekki segja hver átti í hlut. „Lögreglan er bara að rannsaka þetta.“ Ings segist ekki búin að ákveða hvað taki nú við. „Ætli það sé ekki bara best að snúa sér að því að vera blankur listamaður, ég held það bara.“ Organ hljóðnar  Eigandinn telur að of mikið hafi verið lagt í staðinn í upphafi, auk þess sem húsaleiga hafi verið of há  Segir nýlegt innbrot tengjast endalokum staðarins Morgunblaðið/G.Rúnar Í upphafi Inga Sólveig á Organ þegar vinna við staðinn stóð sem hæst í apríl í fyrra. „Þetta er algjör skelfing,“ segir útvarps- og tónlist- armaðurinn Ágúst Boga- son um þær fréttir að Org- an hafi verið lokað. „Ég hef verið þarna bæði sem tón- listarmaður, plötusnúður og áhorfandi, og líka sem spyrill í pop-quiz, þannig að það eru margar gersemar sem hverfa með þessum stað. Þetta var líka í rauninni orðið síð- asta vígi lifandi tónlistar í Reykjavík.“ Ágúst segist þó viss um að tónlistarmenn finni sér nýjar leiðir til tónleikahalds. „Þetta gerir það samt að verkum að það verður minna um tónleika í bili. Svo vonar maður bara að ein- hver taki sig til og opni nýjan stað þar sem hægt er að bjóða upp á lifandi tónlist. Það má líka velta því fyrir sér hvort hið opinbera geti ekki komið að því að hafa einhvern stað fyrir unga tónlistarmenn til að koma fram á. Þannig er það hjá nágrannalöndunum.“ Algjör skelfing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.