Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI DEATH RACE kl. 5:50D - 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL DEATH RACE kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára LÚXUS VIP TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára SVEITABRÚÐKAUP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ STAR WARS: CLONE WARS kl. 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL THE DARK KNIGHT kl. 5:40 - 8:30 - 10:20 B.i. 12 ára KUNG FU PANDA kl. 3:40 LEYFÐ THE MUMMY 3 kl. 8 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 3:40D LEYFÐ DIGITAL DEATH RACE kl. 8:10D - 10:30D B.i. 16 ára DIGITAL DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára STAR WARS: CLONE WARS kl. 3:50D - 6D LEYFÐ DIGITAL GET SMART kl. 3:40 - 5:50D - 8D - 10:10 LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ísl. tali kl. 3:40D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 67.000 MANNS EIN BESTA MYND ÁRSINS! "ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYN- DIN, BESTA MYNDASÖGUMYN- DIN OG JAFNFRAMT EIN BEST MYND ÁRSINS..." -L.I.B.TOPP5.IS "VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! THE DARK KNIGHT ER STÓRKOSTLEG. THE DARK KNIGHT ER SVO GÓÐ AÐ ERFITT ER AÐ ÍMYNDA SÉR AÐ SÚ ÞRIÐJA GETI ORÐIÐ BETRI. UNDIRRITAÐUR KIKNAÐI Í HNJÁLIÐUNUM... Á NÝJUSTU BATMAN-MYNDINNI" -T.S.K - 24 STUNDIR THE DARK KNIGHT ER EIN BESTA KVIKMYND ALLRA TÍMA SAMKVÆMT HINUM VIRTA VEF IMDB.COM "EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HAN- DRITINU GERA MYNDINA FRÁBÆRA." -ÁSGEIR J. - DV SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið Saga George Lucas heldur áfram SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SPENNA, HASAR OG TÖFFARASKAPUR EINS OG ÞAÐ GERIST BEST ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. EKKI FYRIR BÍLVEIKA! “ALVÖRU STRÁKAMYND SEM KREFST ÞESS EINUNGIS AÐ ÞÚ SLÖKKVIR Á HEILANUM OG TAKIR VEL Á MÓTI HÖRÐU OFBELDI, FLOTTU KVENFÓLKI OG HEILMIKLUM TÖFFARASKAP” -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS Lýstu eigin útliti: Breytist eftir skapi. Hvaðan ertu? Ég ólst upp í Reykjavík og á Seltjarn- arnesi, er ættuð frá Húsavík en hef hins vegar búið í New York og London síðustu sjö árin. Ertu búin að sjá Sveitabrúðkaup? (Spyr aðalsmaður síðustu viku, Nína Dögg Filippusdóttir leikkona) Nei, en ég ætla að sjá hana áður en ég fer aftur út! Íslenskar konur í fimm orðum? Ákveðnar, kaldhæðnar, gáfaðar, sjálf- stæðar, meðvitaðar. Íslenskir karlmenn í sex orðum? Skilningsríkir, „kúl“, rólegir, þolinmóðir, nýjungagjarnir, stemmarar. Kynþokkafyllsti karlmaðurinn fyrir utan maka? Ég hef „secret crush“ á Steve Buscemi og Jim Carrey … Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig? Að ég er ekkert sérstaklega góð í að ræða formlega um hlutina, vil frekar fara á flug og ræða hlutina með höndunum. Uppáhaldsbíómynd? Er hægt að eiga eina uppáhaldsbíómynd? Það tekur mig viku að finna svarið við þessari. Á Maddid eitthvað skylt við Maddit hennar Astrid Lindgren? Já, okkar Maddid myndi líka stökkva nið- ur af húsþaki með regnhlíf, þær eru báðar „experimental“. Hver er Maddid? Stelpa sem verður til með tímanum. Hún er búin til með „devised“ leikhúsaðferð og greyið hefur því ekki verið fullsamin fyrir leikrit þar sem hún hefur bakgrunn og sögu, heldur er henni púslað saman af fjöl- þjóða sviðslistahópi. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? Einhvern tímann ætlaði ég að verða rithöf- undur, vinir mínir trúðu á mig því ég get sett tunguna upp á nef og það á víst að vera gott efni í skáld. Hvaða plötu hlustarðu mest á þessa dag- ana? Ég hlusta rosalega mikið á Mugiboogie með Mugison, ég ætti eiginlega bara að þakka honum fyrir innblástur á æfingum! En ég hlusta mikið á hann þegar ég er að æfa Maddid-hreyfingar. Hvaða bók lastu síðast? Ég var að klára A Thousand Splendid Suns, ég las fyrri helminginn á íslensku en svo þurfti ég að skila bókinni til eigandans á Íslandi og þurfti því að redda mér bók- inni í London, hún breyttist aðeins við það. London eða Reykjavík? London á haustin og vorin, Reykjavík á sumrin og um jólin! Helstu áhugamál? Ég var að kvarta um daginn yfir að hafa ekki áhugamál sem er ekkert skylt verk- efnum sem ég vinn, en ég var búin að ákveða að tennis yrði mitt áhugamál. Ég og kærasti minn vorum búin að finna tenn- ispar í London, þau búin að kaupa spaðana en ekki við. Það er hálft ár síðan við ákváðum þetta. Hvert er draumahlutverkið? Þegar ég horfði á Jókerinn í Batman þá var ég á iði marga daga á eftir. Mér finnst mest spennandi að taka á skrítnum per- sónum sem hafa áhugaverðar hreyfingar og persónuleika, ég á erfiðara með „the girl next door“-týpuna. Hver yrði titillinn á kvikmynd um ævi þína? Líf í tösku eða Stelpan sem kunni ekki að eiga gsm-síma. Hver færi með aðalhlutverkið? Hilda frænka. Hvernig slettir þú úr klaufunum? Mér finnst best að sitja í góðra vina hópi með góðan mat og vín og hlæja þangað til ég fæ illt í andlitið! En svo er líka gott að dansa! Helst svolítið kjánalega í stórri veislu. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Gætirðu sleppt því að eiga gsm-síma? VALA ÓMARSDÓTTIR AÐALSKONA ÞESSARAR VIKU LEIKUR EINA HLUTVERKIÐ Í EINLEIKNUM MADDID SEM SÝNDUR VERÐUR Í HAFNARFJARÐARLEIK- HÚSINU Í KVÖLD OG ANNAÐ KVÖLD. HÚN BÝR ANNARS Í LONDON. Maddid Vala segir hana stelpu sem verði til með tímanum. Morgunblaðið/G.Rúnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.