Morgunblaðið - 06.09.2008, Side 16

Morgunblaðið - 06.09.2008, Side 16
16 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SVEINSSAFN í Krýsuvík óskar þess að fá að láni málverk eftir list- málarann Svein Björnsson, vegna sýningarinnar Sjórinn og sjávar- plássið sem haldin verður í Hafnar- borg og opnuð 15. nóvember. Á sama tíma verður opnuð önnur sýning á verkum Sveins, Charlotten- borgarárin, frá þeim tíma er hann sýndi með dönskum félögum sínum á Charlottenborg í Danmörku. Fyrirmynd verkanna er Hafnar- fjörður, nánar tiltekið höfnin, skipin og mannlífið í sjávarplássinu. Með- fylgjandi mynd er af einu verkanna sem leitað er að, en önnur eru af svipuðum toga. Sveinssafn hyggst skrá verkin auk þess að fá þau lánuð en safnið fagnar tíu ára afmæli í ár. Erlendur Sveinsson, safnstjóri og sonur Sveins, segir verkið hér fyrir ofan eitt af lykilverkum Sveins og líklega einir fjórir metrar á lengd. Þeir sem telja sig eiga þessi verk eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Erlend í síma 861 0562 eða 552 5235. Lýst eftir verkum Sjávarplássmálverk Sveins Björnssonar er myndefnið Sj́ávarplássið Eitt verka Sveins. ÍSLENSKUR aðall Þórbergs Þórðarsonar mun koma út í Þýska- landi von bráðar. Bókmennta- forlagið S. Fisch- er Verlag hefur tryggt sér út- gáfuréttinn að bókinni og mun íslensk-þýski rit- höfundurinn og þýðandinn Kristof Magnússon annast þýðinguna. Upptök þessarar útgáfu eru þau að útgáfustjóri fagurbókmennta hjá Fischer, Hans Jürgen Balmes, kom til Íslands síðastliðið haust og fór þá austur á Þórbergssetur til þess að kynna sér höfundinn og verk hans. S. Fischer Verlag er hinn upp- runalegi útgefandi Franz Kafka og Thomasar Mann og þar hafa líka komið út íslensk verk, m.a. eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Þórbergur til Þýskalands Þórbergur Þórðarson SAFNARAMARKAÐUR verður haldinn í dag í Gerðu- bergi. Á honum geta safnarar og grúskarar fundið eitthvað við sitt hæfi en markaðurinn er haldinn í tengslum við sýn- inguna Stefnumót við safnara III. Í tilkynningu segir að allir þeir sem safna „venjulegum“ sem „óvenjulegum“ gripum ættu að leggja leið sína í Gerðuberg og athuga hvort þeir finni ekki akk- úrat það sem vantaði í safnið. Markaðurinn verður opinn frá kl. 13-16. Söluborð kosta 2.000 kr. Nánari upplýsingar um markaðinn má finna á ww.gerduberg.is. Markaður Venjulegir og óvenjulegir gripir Margir safna frímerkjum. KATRÍN Elvarsdóttir mynd- listarmaður mun taka á móti gestum og gangandi í Gallerí Ágústi milli kl. 13 og 15 í dag og leiða um sýningu sína Marg- saga. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndaverk Katrínar. „Við erum stödd innandyra og horfum út. Við erum stödd utandyra og horfum inn. Kona í rauðri kápu, hjólhýsi eftir miðnætti, gul gluggatjöld – allt eru þetta vísbendingar í brotakenndri frásögn sem vekja spurningar frekar en að gefa svör,“ segir m.a. í texta Katrínar um verkin. Í mynda- röðinni verði menn vitni að óljósum atburðum sem þeir hafi óvart ratað inn í. Myndlist Kona í rauðri kápu, hjólhýsi um nótt Verkið Hjólhýsi eftir miðnætti. STOFNUN Vigdísar Finn- bogadóttur, í samvinnu við Norræna húsið, býður í dag til menningardagskrár sem til- einkuð er armenska rithöfund- inum William Saroyan og upp- runalandi hans. Dagskráin fer fram í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 14. Saroyan tilheyrir fyrstu kynslóð armenskra inn- flytjenda í Kaliforníu og naut mikilla vinsælda sem rithöfundur og leikritahöf- undur um miðbik síðustu aldar. Aðalgestur hátíðarinnar verður dr. Dickran Kouymjian, forstöðumaður armenskra fræða við California State-háskólann. Bókmenntir Menningardagskrá helguð Saroyan William Saroyan Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÖRLÖG guðanna er ný vegleg bók um norræna goðafræði, fyrir börn 21. aldarinnar, eins og segir á kápu. Ingunn Ásdísardóttir hefur þar end- ursagt valda hluta Snorra-Eddu og flæðir textinn um litríkar og fjör- miklar myndir Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur. Úrval myndanna er á sýningu sem opnuð verður í dag, laugardag, klukkan 14 á Torginu í Þjóðminja- safni Íslands. Á myndunum má sjá ýmsar þekkar uppákomur úr nor- rænu goðafræðini, svo sem sköp- unina, bálför Baldurs og söguna af Iðunni með eplin. Kristín Ragna hefur áður unnið með hinn forna heim goðanna, er hún gerði myndir við Völuspá, í sam- starfi við Þórarinn Eldjárn fyrir þremur árum. „Það er mitt eftirlætisverkefni til þessa,“ segir hún. „En ég hef unnið við allskyns myndskreytingar; fyrir námsefni, vefinn og bækur. Ég er teiknari og grafískur hönnuður en líka bókmenntafræðingur þannig að ég lifi í bókaheimi.“ Hver opna var áskorun Kristín Ragna gekk lengi með þá hugmynd að gera Völuspá fyrir börn, og það tókst að lokum, eftir margra ára undirbúningsvinnu. „Ég er hér enn að vinna með þetta sama efni. Ég er líka að vinna hreyfimynd, með tónlist. Þessi heimur goðanna er mitt viðfangsefni og ég ætla að vinna áfram með hann.“ Heimsmynd goðafræðinnar er útskýrð í bókinni, með sköpuninni og tortímingu ragnaraka. Helstu persónur eru kynntar og svo eru nokkrar helstu goðsögurnar endursagðar. Kristín Ragna hrósar texta Ing- unnar, sem hún segir lifandi og flott- an. Börn niður í átta ára ráði vel við að lesa hann sjálf og svo henti text- inn einnig vel fyrir upplestur. Hún lagði sjálf upp með ákveðnar til- raunir í myndheiminum. „Ég vildi bregða á leik með samspil texta og mynda. Það var mjög skemmtilegt. Ég vildi að hver einasta opna fæli í sér áskorun fyrir mig. Ég lagði mig því alla í þetta.“ Ingunn segist hlæjandi hafa verið að skrifa sjálfa Snorra-Eddu upp á nýtt. „Þórarinn Eldjárn orti Völuspá upp á nýtt þannig að ég er í góðum félagsskap,“ segir hún. „Nálgun okkar tekur mið af les- endahópnum. Yngra fólki, börn- unum sem skoða allt í gegnum myndmál. Textann og útlitið þarf að setja upp í nútímalegri búning en upphaflegu textarnir eru. Þeir voru myndrænir fyrir sína samtíð. Okkar samtíð er hraðari og meira í beinni ræðu en frásögn. Við vildum gera þessar sögur að- gengilegar, og þær eiga að höfða til fólks á öllum aldri – þótt miðað sé við börn og unglinga. Það á að vera hægt að brosa og hlæja yfir frásögn- inni, án þess að persónurnar séu gerðar hlægilegar.“ Þær stöllur lögðu upp með grind, þar sem þær ákváðu hvaða sögur og kafla þær ætluðu að hafa með. „Svo byrjaði ég að skrifa og sendi Kristínu og hún byrjaði að teikna og sendi mér. Þannig gekk þetta. Í lok- in fórum við yfir þetta allt og hertum á heildinni. Ég held að það hafi tek- ist vel. Við erum mjög montnar af bókinni.“ Goðin fyrir börn 21. aldar  Í Örlögum guðanna er norræna goðafræðin kynnt á lifandi hátt fyrir ungmennum  Sýning á verkum sem prýða bókina verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag Morgunblaðið/G. Rúnar Fyrir alla Ingunn og Kristín. „Við vildum gera þessar sögur aðgengilegar, og þær eiga að höfða til fólks á öllum aldri,“ segir Ingunn um bókina. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÞRÍLEIKUR Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar rithöfundar um Pál Jóns- son blaðamann hefur verið ófáan- legur um árabil en kemur senn út í kiljuformi í tilefni þess að 90 ár liðin frá fæðingu skáldsins, 26. september 1918. Ólafur Jóhann lést 1988. Páls saga, eins og þríleikurinn er gjarnan nefndur, kom upphaflega út á árunum 1955 til 1983. Fyrstu tveimur hlutunum, Gangvirkinu og Seiði og hélogi, er nú steypt saman í eitt bindi sem von er á í þessum mánuði, en lokahlutinn, Drekar og smáfuglar, kemur út eftir áramót. Yngstu kynslóðir Íslendinga þekkja vel rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson en verk föður hans, Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, lítið eða ekki og Pétur Már Ólafsson forleggjari hjá Veröld segir nauðsynlegt að bæta úr því. Mál og menning gaf verk Ólafs Jóhanns út á sínum tíma en það varð að samkomulagi við erf- ingja skáldsins að þríleikurinn kæmi nú út hjá Veröld. „Það er gamall draumur minn að gefa verkið út í kilju og gera það að- gengilegt nýjum kynslóðum. Bæk- urnar hafa verið ófáanlegar í langan tíma og töluvert spurt um þær,“ seg- ir Pétur Már við Morgunblaðið. „Ég veit ekki til að Ólafur Jóhann sé kenndur í skólum og verk hans eru ekki til í kiljum en það er synd, vegna þess að hann er einn virtasti rithöfundur okkar á 20. öld. Þríleik- urinn lifir í minningu þeirra sem lásu á sínum sem stórvirki eða meistaraverk,“ segir Pétur og vitnar m.a. í rithöfundinn Arnald Indriða- son sem telur Páls sögu „eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar“ og Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands: „Þessi magnaða saga [ ] um tíðarandann á miðri síð- ustu öld kemur hér til okkar upp á nýtt, - pælingar Páls blaðamanns í heimsmyndinni eins og hún var þá, - og það er eins og sú heimsmynd hafi lítið breyst. Þessi saga er líka um leit okkar að sjálfsmynd, sem alltaf er jafn aðkallandi, þó leiksvið heimsins í áranna rás færist eitthvað til.“ „Lifir í minningunni sem meistaraverk“ Virtur Ólafur Jóhann Sigurðsson hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrstur Íslendinga.  Þríleikur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann gefinn út í kilju  90 ár eru frá fæðingu skáldsins Hvernig voru sögurnar valdar? Kristín Helga segir þær Ingunni hafa valið ákveðnar grunnsögur norrænn- ar goðafræði, sem oft er verið að vísa í, auk ákveðins ramma sem þyrfti að vera. Þeim fannst vanta nýtt efni úr goðafræðinni fyrir nýjar kynslóðir. Hvernig varð bókin síðan til? Ingunn samdi hverja sögu og Kristín Helga fékk þær jafn harðan, fór að vinna myndheiminn og þær köstuðu efninu og hugmyndum á milli sín. Bókin er afrakstur tveggja ára skap- andi vinnu höfundanna. S&S Ólafur Jóhann Sigurðsson er meðal virtustu rithöfunda þjóð- arinnar á 20. öld og hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1976 fyrir verkið Að brunnum. Aðrir Íslendingar sem hlotið hafa bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru Snorri Hjartarson; Hauströkkrið yfir mér (1981), Thor Vilhjálmsson; Grámosinn glóir (1988), Fríða Á. Sigurðardóttir; Meðan nóttin líður (1991), Einar Már Guð- mundsson; Englar alheimsins (1995) og Sjón; Skugga-Baldur (2005). Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.