Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 20

Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 20
20 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Tengsl Mægðinin Ástrós Gunnarsdóttir og Baltasar Breki Samper eru bæði listhneigð. Inga Rún Sigurðardóttir fékk þau til að tjá sig um hvort annað og komst meðal annars að því að þau hafa gaman af að borða góðan mat og eiga skap saman. Ástrós: „Breki var yndislegt barn, óskaplega ljúfur, svaf eiginlega of mikið, og gerir það enn! Það var erfitt að vekja hann, alveg frá því hann fæddist, bara til að gefa honum brjóst, og er enn erfitt. Hann var hvers manns hugljúfi, gott að ferðast með hann og aldrei neitt vesen á honum. Honum lá lágt rómur, var alltaf svolítið djúpraddaður og mikil rólegheit yfir honum. Hann hefur það frekar frá móður sinni. Hann hefur alltaf verið sjálfum sér nægur. Það er sérkenni á honum. Þessi svefnþungi hans hefur reyndar orðið neikvæðari með árunum, þegar hann þurfti að fara að vakna til að mæta í skóla og annað. Þá fór þetta að verða vesen en var mjög vel þegið í gamla daga. Ég var með hann ein þar til hann varð tólf ára og ég hóf núverandi sambúð með Þorfinni. Á þessu tímabili bjuggum við tvö saman nema hvað ég leigði með Guðbjörgu eldri systur minni í sjö ár. Hún er landvörður á Snæfells- nesi núna en var kennari á þessum tíma sem kom sér oft vel. Breki er listfengur. Hann hefur gaman af allri list og hefur alltaf haft. Hann er skýr strákur, traustur og góður við vini sína og fjöl- skyldu. Ef ég verð að segja eitthvað neikvætt þá er það þessi leti á morgnana sem getur alveg farið með hvert foreldri. Hann var í leiklist í MR fyrri tvö árin í skól- anum en svo kom það niður á náminu þannig að hann ákvað að vera ekki með seinni tvö árin. Hann hefur mikla hæfileika í leiklist og í raun kom ekki á óvart að hann hneigðist í þessa átt þó að það hafi alls ekki komið strax í ljós. Ég var mikið að vinna í allskonar barnasýningum en hann hafði aldrei áhuga á að koma í prufu og ég var ekki að ýta honum út í þetta. Svo kom hann í eina prufu þegar hann var sjö ára fyrir Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhúsinu. Það var ekki að ræða það að hann kæmist í hópinn, hann var svo lélegur! Hann var svo mikill sveimhugi að Kenn Oldfield leikstjóri sagði við mig: „Fyrirgefðu, Ástrós mín, ég get bara alls ekki notað hann.“ Hann sýndi enga leiklist- artakta þar. Svo kom þetta bara með tímanum á hans eigin forsendum. Ég veit að hann stefnir á þennan geira, hvort sem það verður í leiklist eða leikstjórn, á Íslandi eða annars staðar. Hann er búinn að sýna að hann hefur hæfi- leika, mikinn áhuga og hefur gaman af þessu. Hann er duglegur að viða að sér vitneskju um leiklist, bæði hérlenda og erlenda. Veit ým- islegt um leikhús, leikstjóra og kvikmyndir. Þetta er hans áhugasvið. Það er mikið rætt um leikhús á báðum heimilum, hjá mér og pabba hans. Að sjálfsögðu smitar umræðan út frá sér án þess að við höfum verið að ýta honum út í þetta. Með músík í skrokknum Breki var í samkvæmisdansi þegar hann var krakki. Ég held það hafi nú bara verið út af því að hann var skotinn í stelpunni sem fór með honum í dansinn. Hann er ágætur í dansi og er músíkalskur. Hann hefur lært á gítar og er líka með músík í skrokknum, ekki bara fingrunum eins og sumir músíkantar. Hann hefur gaman af því að dansa en ég hef kannski ofboðið honum hér á árum áður. Ég var með hann ein og mikið að kenna, oft frá fjögur eða fimm og fram eftir kvöldi. Þá tók ég hann oft með mér, hann hefur kannski fengið meira en nóg! Þegar hann komst á unglingsárin lengdist útivistartíminn ískyggilega og það varð jafn- erfitt að fá hann heim á kvöldin og var að vekja hann á morgnana. Samband okkar hefur alltaf verið mjög gott. Við höfum líka rifist eins og hundur og köttur eins og gengur og gerist þegar fólk býr saman. En við erum góð saman og eigum skap saman. Hann er opinn við mig og talar við mig um allt mögulegt. Hann er miklu opnari og hreinskiln- ari við mig en ég nokkru sinni við mína for- eldra. Hann fékk óskipta athygli mína og systur minnar þegar við bjuggum saman, enda eina barnið á heimilinu. Systir mín hafði líka voða gaman af honum og var dugleg að mata hann á ýmsum fróðleik um náttúru og vísindi, þar sem hennar áhugasvið liggur. Borðar allt Svo á hann ömmur og afa í báðar ættir sem hafa reynst honum afskaplega góð. Hann var um tíma hjá ömmu sinni og afa í föðurætt, bjó hjá þeim í nokkra mánuði meðan ég var erlend- is. Hann er mikill ömmu- og afadrengur. Hann borðaði alltaf mikið og borðar minna í dag en hann gerði sem krakki og hann borðar ALLT. Það hefur alltaf verið mjög þægilegt, hann hefur það ekki frá mér, ég var mikill mat- argikkur. Hann er alinn upp við öðruvísi mat en marg- ir eiga að venjast, mikið eldað af sterkum mat Ljúfur og listfengur »Hann er miklu opnari og hreinskilnari við mig en ég nokkru sinni við mína foreldra. Í þá daga Jafnvel var erfitt að vekja Breka til að gefa hon- um brjóst en hér er hann nokkurra mánaða gamall. Ástrós Gunnarsdóttir leikstjóri, danshöf- undur, dansari og Pilates-þjálfari fæddist í Reykjavík 24. júlí 1964 og er uppalin þar. Foreldrar eru Ingibjörg Pétursdóttir og Gunnar Guðmundsson. Hún á tvær systur sem báðar eru eldri og heita Guðbjörg og Kristín Sigríður. Maki Ástrósar er Þorfinnur Ómarsson. Var í íþróttum og „með hreyfifíkn“ frá barnæsku. Stefndi á nám í veðurfræði en ákvað í menntaskóla að helga sig dansnám- inu. Útskrifaðist frá Alvin Ailey American Dance Center í New York árið 1986. Hún er CPI (Certified Pilates Instructor) frá Rom- ana’s Pilates í New York og hefur ennfremur lokið meistaraprófi, MA, í mennta- og menn- ingarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hefur unnið sem danshöfundur og aðstoð- arleikstjóri og leikstjóri við öll helstu leikhús landsins. Stýrði og kenndi í nútímadansdeild Listdansskóla Íslands í níu ár. Kenndi einnig hjá Íslenska dansflokknum og í mörgum dansskólum. Er einn upphafsmanna Reykja- vík Dance Festival. Næst á dagskrá er að vera danshöfundur í Söngvaseið í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar í Borgarleikhúsinu. Ennfremur vinna Ástrós og Lára Stefánsdóttir að dansverkinu Bræð- ur en nýverið settu þær upp verkið Systur við góðan orðstír. Baltasar Breki Samper fæddist í Reykjavík 22. júlí 1989 og er uppalinn þar. Foreldrar eru Ástrós Gunnarsdóttir og Baltasar Kormákur Baltasarsson. Stjúpsystir er Stella Rín Bielt- vedt, hálfsystir er Ingibjörg Sóllilja og hálf- bræður Pálmi Kormákur og Stormur Jón. Stjúpbræður eru Hinrik Örn og Rúrik Andri Þorfinnssynir. Breki, eins og hann er jafnan kallaður, er á fornmálabraut Menntaskólans í Reykjavík og stefnir á útskrift í vor. Vinnur á Kaffibarnum með skólanum. Hefur tekið þátt í leiklist- arstarfi Herranætur í MR og líka vakið athygli fyrir hlutverk sitt í Veðramótum, kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, sem frumsýnd var síðastliðið haust. Hann hefur líka unnið bak við tjöldin í kvikmyndum föður síns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.