Morgunblaðið - 25.09.2008, Side 14

Morgunblaðið - 25.09.2008, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HRAÐI verðbólgunnar mælist nú 14% miðað við seinustu 12 mánuði. Hagstofan birti í gær vísitölu neyslu- verðs skv. mælingu á verðlagi í fyrri- hluta september og hefur hún hækk- að um 0,86% frá fyrra mánuði. Þetta er lítið eitt minni hækkun en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Mikill þrýstingur er á hækk- anir um þessar mundir, sérstaklega vegna gengisþróunar krónunnar og bendir flest til að verðbólgan sé að aukast þrátt fyrir þetta. Athygli vekur að vísitalan án hús- næðis hækkar töluvert umfram vísi- töluna í heild, sem þýðir að húsnæð- isliðurinn er farinn að halda aftur af verðbólgunni. Þetta eru mikil um- skipti frá árunum 2005 til 2007 þegar verðhækkanir á húsnæði kyntu stöð- ugt undir hækkun vísitölunnar. Ef húsnæði væri ekki mælt í vísitölunni, mældist árshraði verðbólgunnar 14,7%. Einnig lækkar verð á nýjum bílum um 1,8% frá því í ágúst. Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,7% vegna lækkunar á markaðsverði íbúðarhúsnæðis. Áhrifin eru þau að vísitalan lækkar um 0,14% en á móti kemur að hækk- un raunvaxta hafði 0,03% áhrif á hækkun vísitölunnar. „Húsnæðislið- urinn er sá liður sem helst gæti hald- ið aftur af verðhækkunum á næst- unni,“ segir í Hálffimmfréttum Kaupþings. Föt og skór hækkuðu um 11,2% Ef litið er á verðbreytingar á ein- stökum vörum og þjónustu, kemur í ljós að verð á fötum og skóm hækk- aði frá í ágúst um 11,2%. Veldur sú hækkun 0,47% hækkun á vísitölunni. Hækkaði fatnaður um 13,01%. Hækkanir skýrast að verulegu leyti af því að sumarútsölum er lokið en hækkanir frá seinasta mánuði eru þó meiri en sem því nemur. Guðrún R. Jónsdóttir, deildarstjóri á Hagstof- unni, segir að áhrifin af útsölum í júlí hafi verið 0,53% til lækkunar á vísi- tölunni. Samanlögð hækkun í ágúst og september er hins vegar 0,66% þannig að þarna er sennilega líka um gengisáhrif að ræða, að sögn hennar. Verð á þjónustu hækkaði um 1,1% en þar af voru vísitöluáhrif af verð- hækkun á opinberri þjónustu 0,08% og af verðhækkun annarrar þjón- ustu 0,22%. Rafmagn og hiti hækk- aði um 2,59% í mánuðinum. ASÍ lýsti í gær verulegum von- brigðum með „að opinberir aðilar skuli við aðstæður eins og þessar enn hækka hjá sér gjaldskrár og kynda undir verðbólgu á sama tíma og kallað er eftir því að launafólk sýni ábyrgð í kjarasamningum“. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Innkaupin Þessi unga dama var með móður sinni er hún valdi sér ávexti en verð á þeim hefur hækkað um 0,63% frá fyrra mánuði. Grænmeti og kartöflur lækkuðu hins vegar um 2,73%. Íbúðaverð hægir á verðbólgu  14% verðbólga  Kostnaður vegna húsnæðis lækkaði um 0,7%  Opinberar gjaldskrár hækkuðu  Hækkanir ekki eingöngu vegna þess að útsölum er lokið  Rafmagn og hiti hækkuðu um 2,59%        &'"( &&"' )( *+ *( &+ &( + ( ,+ - *((.*((& *((* *(() *((' *((+ *((/ *((0                                  ! Húsgögn 3,03% Kaffi 3,96% Fiskur 2,44% Verkfæri 3,34% Hækkun Lækkun Kjöt 0,13% Mjólk og ostar 0,25% Sjónvörp og tölvur 0,6% Grænmeti 2,73% Bílar 1,85% Fatnaður og skór 11,18%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.