Mosfellsblaðið - 01.01.1999, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.01.1999, Blaðsíða 2
Heilsugsslan r I uppnámi LEIÐARI: HELGI SIGURÐSSON hefur vart farið fram hjá neinum að mikið ófremdarástand hefur skapast á Heilsugaeslustöðinni í Kjarna. H^Bþrír læknar, hjúkrunarfræðingur og læknaritari hafa sagt upp störfum og borið við samskiptaörðugleikum við ■ _ framkvæmdastjóra og stjórnarformann Heilsugæslunnar. Ef ekkert verður að gert hverfur þetta fólk úr störf- um hér í Mosfellsbæ og þjónustan við bæjarbúa skerðist verulega. Hér eru bæjarbúar að missa fólk með langa re/nslu á sínu sviði, en það er dýrmætt að hafa slíkt fólk í vinnu og ekki auðvelt að fylla skörð þeirra. Þessi þáttur hlýtur að vega þungt í þeirri deilu sem nú er komin upp. Það er því alvarlegur hlutur þegar stjórnarformaður Heilsugæslunnar lætur hafa eftir sér í DV að alltaf megi fá nýja í staðinn. Deilan virðist hafa átt sér langan aðdraganda, eins og hægt er að skynja af lestri fundargerða, þó ekki sé kveðið skýrt á um það í þeim. Eins og í öllum deilum hefði þurft að grípa inn í þessa deilu fyrr og virðist bæjarstjórnin hafa verið andvaralaus í málinu eða skort hefur á upplýsingastreymi til hennar.Afstaða bæjarstjórnar að deila þessi sé fyrst og fremst mál heilbrigðisráðuneytisins er óábyrg, þar sem fulltrúar Mosfellsbæjar sitja í stjórn Heilsugæslunnar og er hlutverk þeirra að stuðla að eflingu heilsugæslunnar, en það var markmiðið þegar stjórnin tók til starfa við flutning heilsugæslunnar frá Reykjalundi. Markmið stjórnar átti að vera að gæta hagsmuna heilsugæslunnar út á við og jafn- framt stuðla að bættum rekstri og þjónustu. Á þetta virðist hafa skort þó menn séu sammála um nokkur atriði. Launadeila læknanna er ekki lengur þáttur í þessari deilu, en henni hefur verið vísað til kjaradóms. Þá er stjórn og læknarnir sammála um að stöðin eigi að skilgreinast sem dreifbýlisstöð, enda spannar hún yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes, Kjós og Þingvallasveit. Það sem eftir stendur eru miklir samskiptaörðugleikar milli starfsfólks annars vegar og stjórn- arformannsins og framkvæmdastjórans hins vegar.Trúnaður á milli þessara aðila er brostinn eins og uppsagnir segja til um og málið komið á borð Heilbrigðisráðuneytis og Landlæknis. Bæjarstjórn verður einnig að láta málið til sín taka, jafnvel þótt málið sé í höndum ráðuneytisins. Það hlýtur að vera vilji flestra að uppsagnir læknanna og annars starfsfólks taki ekki gildi og hlýtur að vera megin markmiðið í stöðunni. Það verður að skapast vinnufriður á Heilsu- gæslustöðinni svo þjónusta verði þar með þeim hætti sem til var stofnað í upphafi.Til að þetta sé hægt verður að grípa inn í stjórn Heilsugæslunnar og skapa þau skilyrði sem læknarnir og starfsfólk sættir sig við.Aðeins á þennan hátt er hægt að leysa deiluna á viðunandi hátt fyrir bæjarbúa. Eín ftillkomnasla réltinga- og bflamálunarstöð í heimi Bílastjaman flutti frá Vagn- höfða 3 að Bæjarflöt 10 í Grafarvogi nú fyrir jólin í nýtt og glæsilegt 100 ferm. húsnæði. Fyrirtækið er 10 ára gamalt og hefur sérhæft sig í bifreiðateg- undum frá Ingvari Helgasyni h/f. Fyrirtækið er nú með bíla- réttingar og bílantálun á heiins- mælikvarða, tæknilegasta verk- stæðið á sínu sviði hérlendis og þó víðar væri leitað um heim- inn. 18. desember s.l. bauð fyrirtækið til opnunarhófs að Bæjarflöt og mættu um 300 manns. Þar var margt til skemmtunar, Andrés lyftinga- berserkur blés út gríðarlegar blöðrur, Magga Massi vaxtar- ræktarmeistari sýndi listir sínar Gefið út af samtökum óháðra í Mosfellsbæ á gömlum pickup og haldin var stórkostleg flugelda- sýning, sem boðsgestir og Grafarvogsbúar muna trú- lega lengi eftir. Eigendur Bílastjömunnar eru bræður, Kristmund- ur Ámason og kona hans Karlotta Pálmadóttir, sem búa að Salthömrum í Grafarvogi og Guðfmnur Áma- son og kona hans Elsa Hallvarðsdóttir, en þau búa í Björtuhlíð f Mosfellsbæ. Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi Guðjónsson, s. 89-20042, fax 566 6815 Augl.: Freyja Ólafsdóttir, s. 566-6463 og Ólöf Björk Björnsdóttir s. 698 8338 íþróttir: Ólöf Björk Björnsdóttir, s. 698 8338 og Júlíana Viktorsdóttir, s. 566 8377 Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 1. tbl. 1999 - 2. árgangur tfyrir jólin var haldinn markaður Alqfossföt bezt of. að sjálfsögðu mœti þar jólasveinat; ei það einkennilega < að áður gengu þei, allir í skólahljóm- sveitina og spila þar áfullu. Magga Massi, íslandsmeistari í vaxtarrcekt, kemur í gufustrók út úr sprautuklefanum á gömlum Chevrolet pickup meö lögreglusírenu, pickupmn er ofan úr Mosfellsbce. Sprautunarklefmn í stööinni er sá fullkomnasti sem völ er á. Rennandi vatn í gólfi og loftskipti 26. þúsund sinnum ó klukkustund. Q Mottrellsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.