Fréttablaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 40
24 21. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Ásdís Thoroddsen steypir sér ofan
í þjóðsögurnar og vefur þekktri
sögu inn í nútímaveruleika. Það
eru til fleiri heiti á þessum ágætu
brókum. Finnabrækur, gjaldbux-
ur, skollabrækur, nábuxur eða
Papeyjarbuxur voru þær nefndar
forðum. Eiginleiki þeirra var að
hver sá sem klæddist þessum und-
arlegu brókum yrði aldrei uppi-
skroppa með fé ef öllum skilyrð-
um galdursins var fullnægt.
Ætlast var til þess að sá sem
vildi komast í brók af þessu tagi
gerði samning við einhvern í lif-
anda lífi um að mega flá hann eftir
dauðann. Að þessu loknu átti við-
komandi að smokra sér í þennan
skinnhólk og samstundist myndi
hann festast við hann.
Eins var mikilvægt að stela pen-
ingi frá bláfátækri ekkju og koma
honum fyrir í pungnum nýja. Yrði
viðkomandi þá aldrei félaus, það
er ef hann gengi aldrei á upphafs-
gullið.
Í sögu Ásdísar er það ung, fátæk
og illa menntuð stúlka úr heldur
hrörlegu umhverfi sem kynnist
gömlum manni sem hún annast í
þjónustu heimilishjálparinnar, sem
smeygir sér í gjaldbuxurnar eftir
að hafa orðið fyrir mikilli sorg af
völdum kærasta úr annarri stétt og
slæmri meðferð móður sem rífur
nýfætt barn úr höndum hennar og
kemur því í fóstur á öðrum vett-
vangi. Eftir að hún kemst í brókina
fara hjólin heldur betur að snúast
hjá henni og er vart til það land í
víðri veröld sem hún var ekki með
einhver viðskipti í.
Sagan er yfirfull af minnum og
skírskotunum og öll framganga
nábrókarstúlkunnar talsvert í lík-
ingu við hina svokölluðu útrásar-
víkinga. Þetta er einleikur þar sem
Þórey Sigþórsdóttir ber uppi alla
þessa örlagasögu á snilldarlegan
hátt. Sviðið allt er mjög vel nýtt
og þó svo að textinn sé vissulega
í aðalhlutverki eru myndskeið-
in engu að síður mjög vel unnin
hjá Ásdísi. Álagið á leikkonuna
er mikið og fór leikurinn nokk-
uð hægt af stað með svolítið upp-
skrúfuðu málfari, en myndræn-
ar lýsingar á umhverfinu lifnuðu
glæsilega í meðförum Þóreyjar.
Þórey sýnir hér að henni er ekki
fisjað saman. Hún er ein af þeim
sem með líkamlegri nærveru sinni
gjörfylla allt það rými sem þeim er
skapað og eins er framsögn hennar
og raddbeiting heillandi. Það var
mikill léttir að þær stöllur duttu
ekki ofan í þá gryfju að láta hana
beita röddum margra, sem því
miður vill brenna við í einleikjum
og verður oft teiknimyndalegt.
Leikmyndin átti að vera ein-
hvers konar tímaleysa en þó bund-
in við ákveðin hverfi í Reykjavík
um miðja síðustu öld, þetta tókst
ágætlega með nærveru hins dauða
sem starir aftur í myrkrið allan
tímann. Lýsingin var hógvær og
fylgdi innihaldi verksins vel eftir
og tónlistin var eins og samflétt-
aðar fallegar hljóðmyndir, eink-
um þegar hún er farin að flækjast
um veröldina alla og kunnugleg-
ir píanótónar fá á sig kínverskan
blæ. Það var smart. Sjalið langa
sem hluti af búningi og þeim ormi
sem í gullinu leynist sem breytist í
búrku eða hvað sem er, vel til fund-
ið hjá Ásdísi. Það er ekki aðeins
sagan um skollabrækurnar sem
byggt er á heldur ýmsum öðrum
minnum og skírskotunum og er
sjálfur Ödipus þar ansi nálægur
líka. Þetta er vel gerð sýning, helst
til löng og meðferð máls stundum
svolítið uppskrúfuð. Það hefði mátt
þétta sýninguna nokkuð, einkum í
upphafi, en frammistaða Þóreyjar
Sigþórsdóttur er þrekvirki og hér
skila þær stöllur góðri samvinnu.
Elísabet Brekkan
Þrekvirki Þóreyjar
LEIKLIST
Ódó á gjaldbuxum
Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Handrit og leikstjórn: Ásdís Thor-
oddsen. Leikari: Þórey Sigþórsdóttir.
Lýsing og hljóðstjórn: Garðar Borg-
þórsson. Tónlist: Bára Grímsdóttir.
Raddþjálfun: Kristjana Stefánsdóttir.
Líkneski: Leonor Arocena Sutz. Leik-
mynd og búningar: Ásdís Thoroddsen.
Vel gerð sýning. Frammistaða Þóreyj-
ar er þrekvirki.
Lindsay snýr sér að karlmönnum
„Ég hata ekki Lindsay Lohan, ég
er ekki vön því að ræða um mína
einkahagi en ég vil koma þessu
á framfæri, það er engin óvild á
milli okkar tveggja,“ segir Sam-
antha Ronson í samtali við AP-
fréttastofuna. Eins og flestum
ætti að vera kunnugt eru Lindsay
Lohan og Samantha Ronson hætt-
ar saman en þær voru eitt umtalað-
asta lesbíuparið í heimi hinna ríku
og frægu. Sögusagnir hafa verið á
kreiki um að það andi köldu á milli
þeirra tveggja en nú hefur Sam-
antha tekið af öll tvímæli um það;
þær eiga ekki í neinum illdeilum.
Lindsay Lohan virðist hins vegar
hafa gefist upp á konum í bili. Hún
ku hafa daðrað við ónefndan karl-
mann á skemmtistað um helgina ef
marka má þýska blaðið Bild. Þar er
greint frá því að Lindsay hafi sótt
skemmtunina Peepshow sem fyrr-
verandi Kryddpían Mel B stóð fyrir
í Las Vegas en þar dansa fáklæddar
stelpur við ögrandi tónlist. Linds-
ay og hinum ónefnda manni virð-
ist hafa orðið svo vel til vina að þau
yfirgáfu samkvæmið saman og
eyddu nóttinni á hótelherbergi.
FARA HVOR Í SÍNA ÁTTINA Samantha
Ronson hefur haldið sig til hlés en
Lindsay Lohan eyddi hins vegar nótt-
inni með ónefndum manni.
NORDICPHOTOS/GETTY
Gildi - lífeyrissjóður
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
Á R S F U N D U R
Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel,
Reykjavík þriðjudaginn 21. apríl kl. 17.00.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Tillaga til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Tillaga um lækkun réttinda.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögurnar munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og birtar
á heimasíðunni, www.gildi.is tveimur vikum fyrir ársfundinn.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með
málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað
fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem
að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Reykjavík 6. apríl 2009,
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
2 0 0 9
ÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
SELFOSS
17 AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20 L
17 AGAIN kl. 8 - 10:20 VIP
I LOVE YOU MAN kl. 5:40 - 8 - 10:20 12
PUSH kl. 8 - 10:20 12
MONSTERS VS ALIENS ísl. tali kl. 5:50(3D) L
MONSTERS VS ALIENS m/ísl. tali kl. 5:50 L
FAST & FURIOUS kl. 8 - 10:20 12
KNOWING kl. 8 - 10:20 12
DUPLICITY kl. 5:40 12
GRAN TORINO kl.5:50 VIP
STATE OF PLAY kl. 6 - 8 - 10:20 12
LET THE RIGHT ONE IN kl. 8 - 10:20 16
MONSTERS VS ALIENS m/ísl. tali kl. 6(3D) L
MONSTERS VS ALIENS m/ísl. tali kl. 6 L
BAADER MEINHOF COMPLEX kl. 9 16
PUSH kl. 6 - 8 12
MONSTERS VS ALIENS m/ísl. tali kl. 6 L
KNOWING kl. 8 12
MALL COP kl. 8 - 10:10 12
LAST CHANCE HARVEY kl. 8 L
KILLSHOT kl. 10:10 16
FAST AND FURIOUS kl. 8 - 10:20 12
ELEGY kl. 8 L
ARN THE KNIGHT TEMPLAR m/ísl. tali kl. 10:20 L
MYND SEM
SKILUR EFTIR
VARANLEG
SPOR Í HUGUM
ÁHORFENDA!
ÞRIÐJUDAGSBÍÓ
- Í DAG -
KR. 500
GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500
SÍMI 564 0000
L
L
12
L
L
12
L
L
L
17 AGAIN kl. 5.50 - 8 - 10
DRAUMALANDIÐ kl. 5.50
FAST AND FURIOUS kl. 10
I LOVE YOU MAN kl. 8
L
L
12
12
17 AGAIN kl. 5.40 - 8 - 10.20
17 AGAIN LÚXUS kl. 5.40 - 8 - 10.20
I LOVE YOU MAN kl. 5.40 - 8 - 10.10
DRAUMALANDIÐ kl. 5.50 - 8
FRANKLÍN & FJARSJÓÐURINN kl. 3.50
FAST AND FURIOUS kl. 5.45 - 8 - 10.15
MONSTERS VS ALIENS 3D kl. 3.40 ísl. tal
MONSTERS VS ALIENS kl. 3.40 ísl. tal
MALL COP kl. 3.40 - 10.10
5%
FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR
BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI
5%
L
12
L
14
12
14
L
16
12
DRAUMALANDIÐ kl. 6 - 8 - 10
STATE OF PLAY kl. 8 - 10.30
BÍÓDAGAR GRÆNA LJÓSSINS 17. APRÍL - 4. MAÍ
SLACKER UPRISING kl. 6 ísl. texti
NOT QUITE HOLLYWOOD kl. 6 ísl. texti
FROZEN RIVER kl. 6 ísl. texti
COCAINE COWBOYS 2 kl. 8 ísl. texti
FLASH OF GENIUS kl. 8 ísl. texti
GOMORRA kl. 10 ísl. texti
TWO LOVERS kl. 10.20 ísl. texti
SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000
12
L
7
L
12
12
FAST AND FURIOUS kl. 5.50 - 8 - 10.10
MALL COP kl. 8 - 10.10
DRAGONBALL kl. 6 - 8
MARLEY AND ME kl. 8 - 10.20
VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.30 - 10
THE BOY IN THE STRIPED PYJAMAS kl. 5.30
EMPIRE TOTAL FILM
UNCUT
- bara lúxus
Sími: 553 2075
STATE OF PLAY kl. 8 og 10.30 12
17 AGAIN kl. 6, 8 og 10.15 L
I LOVE YOU MAN kl. 8 12
FRANKLÍN - Ísl. tal kl. 6 L
MONSTERS VS. ALIENS 3D kl. 6 - Ísl tal L
EINNIG
SÝND Í
3D