Morgunblaðið - 22.10.2008, Síða 34
34 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008
EITTHVERT verðmætasta og um-
fangsmesta safn fornra handrita
sem um getur er varðveitt í St. Gall-
en í Sviss, í Stiftsbibliothek-safninu.
Safnið er í fornu klaustri, í glæsilega
skreyttum sölum. Senn verður hægt
að skoða handritin á netinu, fyrir til-
stuðlan rausnarlegs styrks frá
bandarísku Andrew W. Mellon-
stofnuninni.
Um aldir hafa fræðimenn sótt
safnið heim, til að rannsaka hand-
ritin, sem eru mörg hver frá því fyrir
árið 1.000. Samkvæmt The New
York Times eru m.a. í safninu fornir
ástarsöngvar, drykkjusöngvar og
uppdrættir að klaustrum frá níundu
öld. Talið er að bókasafnið hafi verið
stofnað á þeim tíma.
Sú hugmynd að skanna öll hand-
ritin inn, og sérstaklega þau 350 sem
voru rituð fyrir árið 1.000, fæddist
eftir að flóð skaðaði ómetanleg lista-
verk í Dresden árið 2002. Síðan var
umfang verksins aukið og um 7.000
miðaldahandrit skönnuð inn.
Fræðimenn fagna verkefninu
mjög en þeir geta nú rannsakað
handritin hvar sem þeir eru staddir.
Stiftsbibliothek Tignarlegt safn.
Handritin
á netið
Svissneskt safn gerir
fornrit aðgengileg
SÝNINGIN
Undrabörn, með
ljósmyndum
Mary Ellen Mark
frá Öskjuhlíð-
arskóla og Safa-
mýrarskóla, var
opnuð á dög-
unum í Nordiska
Museet í Stokk-
hólmi. Afar lof-
samleg umsögn birtist um sýn-
inguna í dagblaðinu Dagens
Nyheter í vikunni.
Vitnað er í þau orð Mark, að líf
barnanna sé ekki auðvelt en að þau
njóti kærleiksríks starfsfólks og
frábærrar umönnunar. Gagnrýn-
andinn, Maria Lantz, fjallar um fer-
il Mark, sem hún segir einn áhrifa-
mesta ljósmyndara samtímans, en
segir að þar sem myndefnið sé við-
kvæmt hafi hún hálfpartinn óttast
að um einhverskonar „gægjur“
væri að ræða. Sú sé alls ekki raun-
in. Styrkur sýningarinnar sé að hún
fjalli um lífið eins og það sé í raun.
Lantz segist hafa tárast yfir
áhrifaríkum ljósmyndunum. Hún
nefnir sem dæmi mynd af nem-
endum í Safamýrarskóla, „sem rífi
niður múra og eyði fordómum“.
Myndirnar sýni hvernig samfélagi
við viljum búa í og hvað það þýði að
vera maður – og það sé merkilegt.
Sýning
sem eyðir
fordómum
Mary Ellen Mark
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í
dag leika Pamela De Senzi
flautuleikari og Rúnar Þór-
isson gítarleikari verk eftir
argentíska tónskáldið Maximo
Diego Pujol. Þau hafa spilað
saman í u.þ.b. tvö ár og lagt
sérstaka áherslu á tónlist frá
Suður-Evrópu og Suður-
Ameríku, en hafa líka leikið ís-
lensk verk, sérstaklega samin
fyrir þau af Jónasi Tómassyni
og Elínu Gunnlaugsdóttur.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 í Norræna húsinu.
Aðgangseyrir er 1000 krónur, 500 krónur fyrir
eldri borgara og öryrkja en ókeypis fyrir nem-
endur Háskóla Íslands.
Tónlist
Argentínskir tónar
í Háskóla Íslands
Pamela De Senzi
og Rúnar Þórisson.
Á MORGUN verður opnuð
sýning á nýjum verkum Arn-
gunnar Ýrar í Listasafni
Reykjanesbæjar og ber sýn-
ingin heitið Upphafið. Arn-
gunnur Ýr stundaði nám í
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands og lauk prófum frá San
Francisco Art Institute og
Mills College í Bandaríkjunum.
Aðalsteinn Ingólfsson segir
um myndir hennar í sýning-
arskrá: „Þær sýna landslag sem er í mótun og
upplausn í senn og vekur því með okkur tilfinn-
ingar sem sveiflast á milli aðdáunar á þeirri end-
urnýjun sem stöðugt á sér stað í skauti náttúrunn-
ar og ótta yfir eyðingarmætti hennar.
Myndlist
Landslag í mótun
í Reykjanesbæ
Brot úr verki Arn-
gunnar Ýrar.
ÍTÖLSK tungumálavika
stendur nú yfir á vegum ítalska
háskólans D’Annunzio di Chie-
tie Pescara, Háskóla Íslands
og Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur. Í kvöld klukkan
átta verður dagskrá í Nes-
kirkju undir yfirskriftinni
„Torg Ítalanna: Myndir, orð og
tónlist frá torgum Ítalíu“.
Hönnun sviðsmyndar er unnin
af ítölskudeild H.Í. og Leone Tinganelli-tríóið
Delizie italiane og flautuleikarinn Pamela De
Sensi sjá um undirleik.
Dagskrá tungumálavikunnar stendur fram á
helgi og meðal þeirra sem koma fram eru rithöf-
undarnir Carlo Lucarelli og Yrsa Sigurðardóttir.
Hugvísindi
Myndir, orð og
tónlist frá Ítalíu
Carlo Lucarelli
RICHARD Wagner-félagið á Ís-
landi býður upp á fyrirlestur á laug-
ardaginn þar sem leikhúsfræðing-
urinn Oswald Georg Bauer rekur
tilurð Niflungahringsins. Fyrirlest-
urinn er haldinn í samvinnu við
þýska sendiráðið og Listaháskólann
og ber yfirskriftina „Hvernig smíða
skal hringinn.“
Í upphafi var ætlun Wagners að
skrifa aðeins eina hetjuóperu, Dauða
Siegfrieds, fyrir hirðleikhúsið í
Weimar. Samfara því að Wagner
gerði sér grein fyrir að hann gat með
engu móti afgreitt söguefnið í einni
brotakenndri óperu áttaði hann sig
einnig á því að hann yrði að fara allt
aðrar leiðir en áður hafði tíðkast í
óperugerð, bæði í textanum og tón-
listinni.
Fyrirlesturinn hefst klukkan eitt
og fer fram í húsnæði LHÍ í Sölvhóli.
Tilurð Niflungahringsins rakin
Fyrirlestur á vegum Wagner-félagsins
OSWALD Georg Bauer er sér-
fróður um uppsetningar á Wagner-
óperum frá upphafi til okkar daga
og vinnur nú að bók um sögu Bay-
reuth-hátíðarinnar frá upphafi.
Hann starfaði við hátíðina um ára-
bil sem listrænn ráðgjafi og fjöl-
miðlafulltrúi. Hann hefur veitt
Listaakademíunni í München for-
stöðu auk þess að kenna leik-
húsfræði við Ludwig-Maximilian-
háskólann þar í borg.
Fróður um Wagner
Wagner-aðdáendur Selma Guð-
mundsdóttir, formaður félagsins,
og Oswald Georg Bauer.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttir
gunnhildur@mbl.is
GUNNAR Theodór Eggertsson
byrjaði að spinna framhaldssögu
fyrir krakkana sem hann gætti á
frístundaheimili Hlíðaskóla og á
endanum óx hún upp í bókarstærð.
Hann hlaut í gær Íslensku barna-
bókaverðlaunin fyrir söguna, sem
ber nafnið Steindýrin. „Krakkarnir
eiga mikinn þátt í því að þessi bók
kláraðist,“ segir Gunnar.
Gunnar er 26 ára og var að hefja
doktorsnám í bókmenntafræði í
haust. Þetta er hans fyrsta bók og
þar sækir hann meðal annars í
þjóðsagnaarfinn. „Þetta er æv-
intýrasaga sem hefst í íslensku
þorpi þar sem hópur af krökkum
uppgötvar að dýrin í þorpinu eru að
breytast í steina. Fullorðna fólkið
gleymir því um leið að dýrin hafi
verið til. Krakkarnir átta sig á því
að það er eitthvað dularfullt í gangi
og leggja af stað til þess að kanna
hvaðan þessi álög komi.“
Steindýrin er hans fyrsta bók, en
áður hefur birst eftir hann smásag-
an Vetrarsaga sem skilaði honum
Gaddakylfunni 2005. „Það árið var
auglýst eftir hryllingssögum og ég
skrifaði sögu um jólasveinana fyrir
fullorðna. Ég get alveg hugsað mér
að skrifa í allar áttir.“
Verðlaunin nema 400.000 krónum
og auk þess tók Gunnar við fyrstu
eintökum verðlaunabókarinnar sem
kom út hjá Vöku-Helgafelli í gær.
Börnin sem hlustuðu á söguna þeg-
ar hún var að verða til samfögnuðu
Gunnari þegar hann fékk verðlaun-
in afhent í Hlíðaskóla. „Ég er
ennþá að vinna á frístundaheimilinu
og nú ætla ég að lesa hana fyrir
nýjan árgang af börnum,“ sagði
Gunnar.
Sagan óx og varð að bók
26 ára bókmenntafræðingur hlaut
Íslensku barnabókaverðlaunin í gær
Morgunblaðið/Ómar
Innblásturinn Krakkarnir á frístundaheimili Hlíðaskóla samglöddust verðlaunahafanum Gunnari Theodóri Eggertssyni í gær.
Ég bara líð það ekki
lengur að það sé ráð-
ist á þetta eðla og sannferð-
uga fólk. 40
»
Eftir því sem við töluðum við
fleiri krakka komumst við á
snoðir um önnur dularfull hvörf
í bænum. Fleiri hundar höfðu
horfið. Líka kettir. Og önnur dýr.
Þau voru horfin en enginn vissi
hvernig eða hvert.
Úr Steindýrunum eftir
Gunnar Theodór Eggertsson
Orðrétt