Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 18

Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, Steinþór Þórðarson, var að vonum ánægður í gær þeg- ar fyrirtækinu var veitt viðurkenning Jafnréttisráðs á sviði jafnréttismála. „Tæplega þriðjungur starfsmann- anna 450 er konur og við bindum vonir við að ná enn jafnari kynjahlutföllum.“ Nú eru 28 prósent starfsmannanna konur, 34 prósent í framleiðslustörfum og 27 prósent í framkvæmda- stjórn. „Þetta er besti árangur í jafnréttismálum sem náðst hefur innan Alcoa samsteypunnar og líkur á að um heimsmet í áliðnaðinum sé að ræða,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra þegar hún afhenti viðurkenninguna. Steinþór segir að gripið hafi verið til sérstakra aðgerða til þess að laða konur að fyrirtæk- inu. „Við efndum til dæmis til sérstaks kvennadags haustið 2006. Þá komu 300 konur í heimsókn og þetta skilaði fjölmörgum umsóknum. Í auglýsingum er einn- ig bent á að störfin í álverinu henti jafnt konum sem körlum.“ Það er stefna Fjarðaáls að starfsmenn endurspegli samfélagið, að sögn Steinþórs. Æskilegt þykir að öll störf henti jafnt konum sem körlum auk þess sem stefnt er að góðri aldursdreifingu. „Konurnar sem starfa hér eru á öllum aldri, alveg eins og karlarnir.“ Í álverinu Fjöldi kvennanna þar er líklega heimsmet í áliðnaðinum. Jafnréttisviðurkenning til Fjarðaáls Nýtt og ferskara helgarblað Njóttu sunnudagsins til fulls. Tryggðu þér áskrift á mbl.is eða í síma 569 1100 Góð helgi framundan Björgólfur Guðmundsson svarar fyrir sig Ítarlegt viðtal við fyrrverandi eiganda Landsbankans í nýja sunnudagsmogganum Vald FME Neyðarlögin og gerræðislegt vald Fjármálaeftirlitsins og skilanefnda F í t o n / S Í A F I 0 2 7 5 0 5 Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is Nýjasta bókin eftir Íslandsvininn David Attenborough er komin!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.