Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 ✝ Steinþór SverrirSteinþórsson fæddist á Brekku í Þingeyrarhreppi í Dýrafirði 9. júlí 1939. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni dags 16. október síð- astliðins af afleið- ingum vinnuslyss á Ísafirði daginn áð- ur. Steinþór var son- ur þeirra hjóna Steinþórs Árnason- ar frá Brekku, bónda og sjómanns, f. 22.8. 1902, en hann féll í skotárás á línuveiðarann Fróða 10.3. 1941 og Ragnheiðar Stefánsdóttur, hús- freyju, f. 27.10. 1911, d. 28.11. 1985. Systkini Steinþórs eru Guð- rún, húsfreyja og bóndi á Brekku, áður á Hrafnseyri f. 1938, Gunnar eiga þau tvö börn og eitt barna- barn. Valdimar vélstjóri, f. 31.1. 1966, maki Þóra Gunnarsdóttir, f. 10.12. 1966 og eiga þau þrjú börn. Fóstursonur Steinþórs og sonur Valdísar er Gunnar Gaukur Magn- ússon véltæknifræðingur, f. 5.9.1961, maki Hugrún Krist- insdóttir, f. 17.10. 1962 og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Að loknu námi í barnaskólanum á Þingeyri árið 1953 fór Steinþór í Héraðsskólann í Reykjanesi við Djúp og útskrifaðist frá Núpi í Dýrafirði árið 1956. Hann lauk Iðnskóla Þingeyrar og sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðju Guð- mundar J. Sigurðssonar árið 1960. Hann lauk vélstjóraprófi frá Vél- skóla Íslands árið 1962 og frá raf- magnsdeild sama skóla ári síðar. Mestan hluta starfsævi sinnar starfaði Steinþór sem vélstjóri, lengst af á Guðbjörgu ÍS 46 og var umsjónarmaður með útgerð skips- ins meðan það var gert út frá Ísa- firði. Hin síðari ár starfaði Stein- þór hjá Straumi ehf. Útför Steinþórs verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Steinþór, rafvirkja- meistari á Ísafirði, nú búsettur í Mosfells- bæ, f. 1941 og Kristín Lýðsdóttir, banka- fulltrúi í Reykjavík, f. 1951. Steinþór kvæntist 27.9. 1964 Huldu Val- dísi Veturliðadóttur bankagjaldkera, f. 6.3. 1942 á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Veturliði Gunn- ar Veturliðason frá Úlfsá, vinnuvélastjóri á Ísafirði, f. 3.7. 1916, d. 14.3. 1993 og Hulda Salóme Guðmundsdóttir, húsfreyja á Úlfsá, f. 10.5. 1920, d. 14.4. 2006. Börn Steinþórs og Valdísar eru: Guðrún búfræðingur, f. 22.5. 1964, maki Dagbjartur Bjarnason mat- reiðslumeistari, f. 7.10. 1960 og Elskulegi ástkæri pabbi minn. Aldrei hefði mig grunað að þetta yrðu okkar síðustu samverustundir þegar við hlupum saman um Brekku hlíðar fyrir tveim vikum í smala- mennskunni. Þú varst eins og ung- lamb hlaupandi úr dalbotninum upp á fjallsbrún til að hjálpa Gunnu þinni sem misst hafði ær upp fyrir sig inn á fjall, þvílíkt þrek sem þú hafðir. Ég vil þakka þér, elsku pabbi minn, fyrir allt það fallega og góða veganesti sem þú gafst okkur syst- kinunum í uppeldinu og yndislegu samverustundirnar. Einnig hin síð- ari ár með ykkur mömmu á staðnum sem okkur þótti svo vænt um á Brekku í Dýrafirði en það voru jú fæðingar- og æskustöðvar þínar. Minningarnar eru margar og góð- ar, pabbi minn, og mun minning þín verða ljós í lífi mínu um ókomin ár. Okkur mömmu langar til að kveðja þig með ljóði sem langamma þín Sigríður Kristín orti og gaf þér þegar þú varst ungur drengur og lýsir svo vel hvað þú varst fallegur maður og mikill persónuleiki. Nú ómar í sveitum unaðarlag, minn ástkæri, hugrakki Sverrir. Þar allir blessa þinn afmælisdag sem er nú að koma með þerrir. Þú deginum fagnar með bros á brá og blikföngnu augun þín skína af gleði sem skugga ber engan á og ástvini gagntekur þína. Guð blessi þitt æviskeið, ungi sveinn og efli þinn þroska til dáða, Hvort þröngt er um vik eða vegurinn beinn, hans vilja lát stefnunni ráða. (S. Kr. Jónsdóttir.) Guð geymi þig, elsku pabbi, og við mamma segjum takk fyrir allt Þín dóttir, Guðrún Steinþórsdóttir. Elsku afi minn, ó, hvað það er sárt að kveðja þig svona snemma. Sakna þín svo mikið. Það er engin önnur hönd eins og þín, sem strýkur á mér vangan og segir meira en þúsund orð. Ég var alltaf litla stelpan hans afa og margar eru minningar okkar. Ég man svo vel eftir bíltúrunum á rauða vinnubílnum þínum inn í bláa bragga. Þar áttum við margar góðar stundir, elsku afi minn. Þar var allt- af svo mikið af spennandi hlutum að skoða og fylgjast með þér vera að gera við bátinn okkar, Liða, sem fór með okkur í Leirufjörðin á sumrin. Það kemur upp í huga mér, afi, þegar ég var að koma úr baði heima hjá ykkur ömmu í Skipagötunni ca. 9 ára gömul, þegar ég tók mig til og blés á mér hárið með krullubursta sem amma átti en svo vildi svo illa til að hann festist í hárinu mínu. Mamma og amma héldu að það þyrfti að klippa burstann úr hárinu því hann var svo fastur, en þá komst þú, afi, og bjargaðir málunum. Við sátum í dágóða stund saman við að leysa burstann, en það hófst. Eða þegar þú komst fljúgandi frá Ísa- firði til Reykjavíkur að hjálpa mér að gera upp gömlu íbúðina mína. Það var akkúrat þannig sem þú varst, afi minn, þú varst þar alltaf fyrir mig. Ég elska þig svo heitt, afi minn. Þú og amma hafið alltaf reynst mér svo vel, sýnt mér svo mikla ást og umhyggju. Sá tími sem ég bjó svo mikið hjá ykkur er alveg ómetanleg- ur og þakka svo fyrir þennan tíma. Við vorum alltaf svo gott „team“, þú og ég, mig langaði alltaf að vera með þér, afi, og oft hringdi ég og þá komst þú bara og sóttir mig í Eyr- argötu 3 eða Hafraholtið. Ég man líka þegar við áttum heima í Eyr- argötu, þá komst þú, þetta var fyrir jólin og ég var eitthvað stúrin yfir því að það væru alls staðar komin jól nema hjá mér því allir voru búnir að setja út í glugga aðventuljós, þú kvaddir og varst kominn fljótlega aftur og hafðir þá farið heim í Skipa- götu og náð í aðventuljósið hennar ömmu úr eldhúsglugganum. Svona varst þú, afi. Það var sama hvort við vorum að smala í sveitinni eða bara heima í kosý, þá var nærvera þín alltaf svo hlý og góð. Elsku afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði og bið ég guð að geyma þig. Minningar okkar mun ég varðveita í mínu hjarta það sem eftir er og þakka ég svo fyrir að hafa átt þig sem afa. Ég bið guð að styrkja hana elsku ömmu sem hefur misst svo mikið. Þín Harpa Valdís. Það er mér enn í fersku minni þegar ég hitti Steinþór mág minn í fyrsta skipti. Það eru meira en 45 ár síðan hann kom fyrst að Úlfsá, æskuheimilinu okkar, til að heim- sækja Valdísi elstu systur mína. Hann var einstaklega glæsilegur maður, bjartur yfirlitum, glaðlegur og hress. Nýútskrifaður úr Vélskól- anum með hæstu gráðu og með reiknistokk í vasanum. Þau voru glæsilegt par hún Valdís systir mín og hann Stonni eins og hann var alltaf kallaður. Við bræðurnir litum upp til hans. Stonni gat allt. Ef einhver var í vandræðum með tæki og tól sem ekki tókst að koma í lag, þá var bara að fara til Stonna, hann kom því í lag. Það leituðu margir til hans, vinnuvélaeigendur, bændur og sjó- menn með bilaðar vélar og ekki var alltaf spurt um borgun. Stonni vann mikið með föður mínum og bræðr- um í viðgerðum á vinnuvélum og minnist ég margra góðra stunda sem við yngri bræðurnir áttum með þeim í gamla ýtuskúrnum við Braut- arholt. Já, Stonni var einstaklega lag- hentur maður og ekki bara við vélar, heldur hvað sem var. Mér finnst sagan af hænunni lýsa honum mági mínum nokkuð vel. Þannig var að þau hjón bjuggu á Kolfinnustöðum nokkurn tíma og voru með nokkrar hænur. Ein hænan missti aðra löpp- ina og þá smíðaði Stonni gerivifót á hænuna sem dugði vel. Stonni var sérstaklega duglegur maður og kyrrseta átti ekki mikið við hann. Hann var alltaf að, ef ekki við vinnu sína eða í verkefnum heima við eða í sumarbústaðnum, þá var hann að hjálpa einhverjum öðr- um. Hann fann sér alltaf einhver verkefni. Þau hjónin byggðu sér fal- legt heimili í Skipagötu 6 og voru svo nýbúin að koma sér vel fyrir á Skógarbrautinni. Í Leirufirði áttu þau sína paradís í um 20 ár og voru tíðar siglingar þangað á bátnum hans „Liða“ og nutu margir góðs af liðlegheitum og hjálpsemi Stonna, ekki síst tengdaforeldrarnir sem hann sýndi alltaf einstaka ræktar- semi. Eftir að þau seldu bústaðinn í Leirufirði komu þau sér vel fyrir á Brekku í Brekkudal í Dýrafirði, þar sem hann naut sín vel á æskustöðv- um sínum. Það er margs að minnast frá löngum og góðum kynnum, allt frá barnsaldri fram á þennan dag. Við Helga þökkum fyrir allar góðar samverustundir og megi minningin um góðan dreng lifa í hugum okkar. Stefán Veturliðason. Skjótt hefur sól brugðið sumri þegar sá góði drengur, Steinþór Steinþórsson, hefur verið burtkall- aður í hörmulegu vinnuslysi í önn dagsins á Ísafirði. Steinþór var alinn upp á Brekku í Dýrafirði í skugga þeirra atburða í heimsstyrjöldinni síðari, er faðir hans og föðurbróðir ásamt nánum frændum úr sveitinni féllu í skotárás kafbáts á línuveiðarann Fróða þegar þeir voru á leið til Bretlands með matbjörg handa þeim bresku. Styrj- öldin varð Dýrfirðingum þung í skauti hvað mannfall snerti á sjó, er hvert skipið af öðru var skotið niður. Má furðu gegna að það litla byggð- arlag skyldi fá staðist allar þær hörmungar. Móður þeirra systkina, Ragnheiði Stefánsdóttur, voru ásköpuð óvægin örlög. Hún var hetja í þeim harmleik. Hún var hin hugljúfa, hógværa móðir, en þó ströng á sinn hátt, sem hvarvetna Steinþór Sverrir Steinþórsson                          ✝ Ástkær systir okkar, mágkona, föðursystir, móðursystir og frænka, BRYNJA RAGNARSDÓTTIR sjúkraliði, Vesturvallagötu 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 22. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 31. október kl. 15.00. Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir, Gísli Guðjónsson, Ragna Kristín Ragnarsdóttir, Jan S. Christiansen, Auður Halldórsdóttir, Birna Bergsdóttir, Kristín Jóhanna Mikaelsdóttir, Birgir Mikaelsson, Kristín Emilsdóttir, Sólveig Berg Emilsdóttir, Ragnar Þór Emilsson, Bergur Már Emilsson, Eva María Emilsdóttir, Guðjón Emil Gíslason, Ragnar Mikael Gíslason, Bjarki þór Qvarfot, Bryndís Emilía Qvarfot og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR BERGSTEINSSON fyrrverandi forstjóri, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 23. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Brynja Þórarinsdóttir, Þórarinn Gunnarsson, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Guðmundur Magnússon, Bergsteinn Gunnarsson, Anna S. Björnsdóttir, Theódóra Gunnarsdóttir, Garðar Þ. Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIGERÐUR ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, andaðist mánudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 28. október kl. 13.00. Kristjana Björnsdóttir, Skúli Guðnason, Kristján Björnsson, Júlíana Sigurðardóttir, Agnes Björnsdóttir, Arnar Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku mamma, tengdamamma, amma og lang- amma, MARGRÉT GUÐNADÓTTIR, Herjólfsgötu 36, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 24. október. Útförin verður auglýst síðar. Elín Gísladóttir, Gunnar Linnet, Guðni Gíslason, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Halldór Jónas Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA BJARNADÓTTIR ÓLAFS, Látraströnd 19, Seltjarnarnesi, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 23. október. Skúli Ólafs, Guðbjörg R. Jónsdóttir, Bjarni Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.