Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 43
Krossgáta 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 LÁRÉTTT 1. Fámennasta heimsálfan. (17) 8. Grásvartur tannhvalur sem er einungis hér við land á sumrin. (10) 9. Hvers kyns ummerki fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. (10) 10. Indverskt strengjahljóðfæri. (5) 12. Api sem lifir í regnskógum í Indónesíu og Malasíu. (9) 14. Sjúkdómar þar sem lífeðlisfræðilegt eða sálarfræðilegt mynsturs í einstaklingi veld- ur vanlíðan eða afbrigðilegri hegðun. (12) 16. ___ litli flugustrákur. (4) 17. ____ Pétursborg, hét Leníngrad 1924 til 1991. (6) 18. Maður á miðöldum sem sór konungi eða fursta trúnaðareið og dvaldist við hirð hans. (9) 20. Vinsæll veiðihundur. (8) 23. ______ á Miðnesheiði sem lögð var niður 30. september 2006. (9) 25. Sandro _______ ítalskur myndlistarmaður á snemmendurreisnartímanum. (10) 27. Stærsta spendýr jarðar. (12) 29. Sir Arthur _____ sem stóð að miklum upp- greftri í Knossos. (5) 30. William ________ Hearst bandarískur fjöl- miðlakonungur. (8) 31. Innkirtill á stærð við baun sem gengur nið- ur úr undirstúku heilans. (12) 32. Buenos ____ höfuðborg Argentínu. (5) LÓÐRÉTT 1. Hlaup búið til úr svínakjöti. (10) 2. Smávaxnar viðarkenndar plöntur. (6) 3. Furstaríki í Evrópu. (6) 4. „Sjarmi, elegans, stiginn _____ dans, lifað og leikið. Búin að reyna allt sem má.“ (8) 5. Þriðja stærsta eyja í heiminum, skiptist milli ríkjanna Malasíu, Indónesíu og Brú- nei. (6) 6. Mótstaða efnis gegn streymi rafmagns. (6) 7. Stór rör úr pastadeigi. (10) 11. Robert James ______ lést í Reykjavík 17. janúar 2008. (7) 13. „____ , það er ég.“ (Loðvík 14.) (5) 14. _____vísur eftir Stefán Jónsson (5) 15. Máltíð sem neytt á bilinu kl. 2-5 (14) 19. Útdautt skriðdýr (8) 20. Sár sem koma á beinabera staði af rúm- legu. (7) 21. Ritverk og munnleg menning. (10) 22. Matvara sem er búin til með því að láta mjólk hlaupa. (5) 24. Skæð farsótt sem gekk um landið 1707 – 1709. (5,4) 25. Kapphlaup þar sem liðsmenn hvers liðs skipast á um að hlaupa. (8) 26. Skífa úr kúptu gleri. (5) 28. Joel Coen og ____ Coen, kvikmyndagerð- armenn sem oft eru nefndi Coen-bræður. (5) HALLGERÐUR Helga Þor- steinsdóttir er Íslandsmeistari kvenna 2008. Hallgerður vann Sigríði Björgu Helgadóttur örugglega í sjö- undu og síðustu unmferð og hlaut 6 vinninga af sjö mögulegum og varð ½ vinningi fyrir ofan Guðlaugu Þor- steinsdóttur sem einnig vann skák sína í lokaumferðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Hallgerður verður Íslandsmeistari en hún er aðeins 17 ára gömul og hefur því líkt og Guð- laug og Guðfríður Lilja Grétarsdótt- ur unnið þennan titil vel innan við tví- tugsaldurinn. Í fyrra munaði litlu að hún næði að landa sigrinum en hún varð þá jöfn Guðlaugu í efsta sæti en tapaði síðan í einvígi um Íslands- meistaratitilinn. Hallgerður Helga, sem verður 18 ára í lok næsta mán- aðar, hefur um alllangt skeið verið í fararbroddi ungra stúlkna sem vakið hafa mikla athygli fyrir góða frammi- stöðu við skákborðið. Á Evrópumóti unglinga í Herceg Novi á dögunum tefldi hún af miklu öryggi og tapaði þar aðeins einni skák – átti m.a. gjör- unnið tafl á stigahæsta keppanda flokksins. Hún er vel að sér í byrj- unum, hefur góða einbeitni og teflir traust. Í baráttunni um titilinn nú breytti miklu þegar norðlenska stúlkan Ulker Gasanova, sem á ættir sínar að rekja til Aserbaídsjan, sigr- aði Guðlaugu í fyrstu umferð móts- ins. Lokaniðurstaða mótsins varð þessi: 1. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 6 v. 2. Guðlaug Þorsteinsdóttir 5½ v. 3. Elsa María Þorfinnsdóttir 4 v. 4. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 3½ 5.-6. Sigríður Björg Helgadóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir 2½ v. 7. Sigurlaug Friðþjófsdóttir 2 v. 8. Ulker Gasanova 1½ v. Í B-flokki Íslandsmótsins sigraði Stefanía Bergljót Stefánsdóttir og vann hún allar skákir sínar, sjö tals- ins. Skákstjóri og aðalskipuleggjandi þessa móts var Páll Sigurðsson. Anand með þriggja vinninga forskot Indverski heimsmeistarinn Wisva- nathan Anand virðist ætla að vinna Vladimir Kramnik með meiri yfir- burðum en nokkurn hafði órað fyrir. Anand vann sjöttu einvígisskák sl. þriðjudag og jók þá forskot sitt í þrjá vinninga. Jafntefli hefur orðið í sjö- undu og áttundu skákinni sem tefld var í gær. Anand þarf því aðeins einn vinning í þeim fjórum skákum sem eftir eru til að verja titil sinn. Í skák- inni í gær sniðgekk Anand slavnesku vörnina sem gefist hefur svo vel og nú kom upp hið flókna Vínarafbrigði. Kramnik virtist algerlega hug- myndalaus og greip til þess að ráðs að þráskáka þegar atlaga hans á mið- borði skilaði engum árangri. Þess má geta að einvíginu er skipt í tvennt að því leyti til að Kramnik hafði hvítt í fyrstu skákinni og Anand var síðan með hvítt í sjöundu skákinni. Þetta einkennilega fyrirkomulag var tekið í einvígi Kramnik við Topalov fyrir tveim árum: 8. einvígisskák: Vladimir Kramnik – Wisvanthan Anand Vínartafl 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 dxc4 5. e4 Bb4 6. Bg5 c5 7. Bxc4 cxd4 8. Rxd4 Da5 9. Bb5+ Bd7 10. Bxf6 Bxb5 11. Rdxb5 gxf6 12. 0-0Rc6 13. a3 Bxc3 14. Rxc3 Hg8 15. f4 Hd8 16. De1 Db6+ 17. Hf2 Hd3 18. De2 Dd4 19. He1 a6 20. Kh1 Kf8 21. Hef1 Hg6 22. g3 Kg7 23. Hd1 Hxd1 24. Rxd1 Kh8 25. Rc3 Hg8 26. Kg2 Hd8 27. Dh5 Kg7 28. Dg4+ Kh8 29. Dh5 Kg7 30. Dg4+ Kh8 31. Dh4 Kg7 32. e5 f5 33. Df6+ Kg8 34. Dg5+ Kh8 35. Df6+ Kg8 36. He2 Dc4 37. Dg5+ Kh8 38. Df6+ Kg8 39. Dg5+ – Jafntefli. Staðan: Anand 5½ : Kramnik 2½ Haustmót TR hefst á morgun Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2008 hefst á morgun, sunnudag. Ára- tugahefð er fyrir hinu vinsæla Haust- móti TR en það er flokkaskipt og öll- um opið og eru skákmenn hvattir til þátttöku í þessu fyrsta stórmóti vetr- arins. Teflt verður í húsakynnum Tafl- félags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12, á miðvikudögum, föstu- dögum og sunnudögum og eru góð verðlaun í boði í öllum flokkum. Alls verða tefldar 9 skákir í hverjum flokki. Í efstu flokkunum verður teflt í lokuðum 10 manna flokkum, en í neðsta flokki verður teflt eftir sviss- nesku kerfi. Skráning fer fram á tafl- felag@taflfelag.is eða í síma 895- 5860. Morgunblaðið/Ómar Íslandsmeistari Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir við skákborði í gær. Hallgerður Helga Íslandsmeistari kvenna í fyrsta sinn Helgi Ólafsson | helol@simnet.is SKÁK Garðabæ Íslandsmót kvenna 13.-24. október 2008 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Nú er lokið tveim kvöldum í þriggja kvölda tvímenningskeppni og er baráttan um efsta sætið mjög jöfn og tvísýn. En að loknum tveim kvöldum er staða efstu para þessi. Sveinn Sveinss.– Gunnar Guðmss. 477 Hörður R Einarss.– Benedikt Egilsson 475 Unnar A Guðmss. – Ólöf Ólafsd. 474 Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldsson 468 Solveig Jakobsd. – Ingibj. Guðmundsd. 461 Sunnudaginn 19/10 var spilað á 10 borðum. Hæsta skor kvöldsins í Norður/Suður: Ingibj.Guðmundsd. - Solveig Jakobsd. 245 Jóna Magnúsd. - Jóhanna Sigurjónsd. 245 Sveinn Sveinss. - Gunnar Guðmundss. 228 Austur—Vestur Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 246 Ólöf Ólafsd. - Unnar A Guðmss. 244 Benidikt Egilsson - Hörður R Einarsson 238 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum klukkan 19. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 17 október var spilað á 17 borðum. Meðalskor var 312. Úr- slit urðu þessi í N/S: Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 411 Sæmundur Björnss. – Gísli Víglundss. 382 Gísli Hafliðas. – Björn Pétursson 378 Jens Karlsson – Örn Einarsson 355 A/V Jón Lárusson – Halla Ólafsdóttir 371 Dröfn Guðmundsd. – Margrét Pálsd. 363 Anton Jónss. – Ingimundur Jónsson 344 Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 337 Sveitakeppni hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í monrad-sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur. Sextán sveitir eru í keppninni og eru spilaðir sjö spila leikir, fjórar umferðir á kvöldi. Fullnaðarsigur í leik er 20-0 og jafntefli 10-10. Staða efstu sveita er þannig: All in 109 Sölufélag garðyrkjumanna 108 Júlíus Sigurjónsson 102 Ice save 102 Breki Jarðverk 100 Síðasta kvöldið, þann 28. okt. verður svokallaður Danskur mon- rad. Það þýðir að tvær efstu sveitir mætast og síðan næstu tvær o.s.frv. óháð því hvort þær hafi mæst áður í keppninni. Þann 4. nóvember hefst svo þriggja kvölda hraðsveitakeppni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.