Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is GUNNAR Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, ætlar að leggja til í fjár- hagsáætlun að laun yfirstjórnar og nefnda hjá bænum verði lækkuð. Þetta kom fram hjá bæjarstjór- anum á opnum fundi hjá sjálfstæð- ismönnum í Kópavogi árla laugar- dags. Gunnar gerði ráð fyrir að lækkunin næmi um 5 til 10%. „Þetta er aðgerð sem sýnir það að við erum ábyrg,“ sagði Gunnar við Morgun- blaðið. „Ég vil frekar nota þessa fjármuni í það að hjálpa fjölskyldum sem eiga um sárt að binda.“ Góð staða Kópavogs Í ræðu sinni fór Gunnar yfir stöðu Kópavogs vítt og breitt og hvernig yrði brugðist við ríkjandi vanda. Hann sagði stöðuna góða að öllu leyti nema hvað varðaði fjármagns- gjöld og lóðaskil og slá þyrfti lán upp á um 1,5 milljarða. Það væri meira en reiknað hefði verið með en engu að síður væri enn verið að út- hluta lóðum. Því hefði hann ekki áhyggjur af þessu þótt þröngt yrði í bili hjá bænum. Gjöld bæjarins hefðu aukist um 400 milljónir króna umfram áætlun áður en kæmi að fjár- magnsliðum. Gunnar sagði að mest munaði um hækkun kennara- launa og annað sem tengdist verð- bólgunni. Hins vegar myndu tekj- urnar aukast. Gert væri ráð fyrir að um 1.400 manns flyttu til bæjarins á árinu og framkvæmdir bæjarins hefðu verið skornar niður. Bæjarstjórinn gerði stöðu sveitar- félaga að umtalsefni sínu. Hann sagði lykilatriði að framkvæmdir eins og stækkun álversins í Straumsvík færu sem fyrst af stað því hún skapaði um 500 störf. „Menn lifa ekki á því að prjóna lopavett- linga og húfur og peysur,“ sagði Gunnar. „Menn lifa á því að reyna að nýta auðlindir sínar og þar á meðal vatnsaflið og gufuorkuna.“ Gunnar sagði að staðan í sam- bandi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn væri hneyksli. Hann kæmi aðeins með 2 milljarða dollara og síðan þyrfti að fara með betlistaf til Rússa, Japana og annarra til að brúa bilið. Hann benti á að setja þyrfti nokkur hundruð milljarða króna í bankana til að halda lífi í þeim. Taka þyrfti lán til að borga Icesave-reikninga í Bretlandi og undir hælinn væri lagt hvað kæmi út úr eignum bankanna. Einstök fyr- irtæki skulduðu hundruð milljarða og hver tæki skellinn ef allt færi á versta veg? Ljóst væri að stýrivextir yrðu háir með tilheyrandi gjaldþrot- um og atvinnuleysi. „Ég óttast að landið verði rjúkandi rúst,“ sagði hann og hugsaði með hryllingi til ár- anna fyrir 1970 þegar síldin hvarf og afurðaverð hrundi. „Ég óttast að við förum inn í þá tíma,“ bætti hann við en sagði hægt að bjarga málum með því að nýta auðlindirnar í hvelli og hækka aflamörk. Stjórnendur lækka launin  Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, óttast hrun eins og þegar síldin brást fyrir 1970 nema strax verði brugðist við með nýtingu auðlinda og aukningu aflamarks til að afla gjaldeyris og skapa vinnu Gunnar Birgisson KIRKJUÞING var sett í Grensás- kirkju í gærmorgun í skugga efna- hagskreppunnar. Þess er minnst að 50 ár eru liðin frá því að þingið var fyrst haldið og 75 ár síðan kirkjuráð tók fyrst til starfa. Hátíðarhöldum er stillt í hóf vegna stöðunnar í þjóð- félaginu en þess í stað veitir kirkju- ráð Hjálparstarfi kirkjunnar 1,5 milljóna króna styrk sem nýta skal til hjálparstarfs innanlands fyrir jól- in. Karl Sigurbjörnsson biskup setti þingið og sagði m.a: „Á snöggu auga- bragði hrundi svo margt sem keikast stóð í hinni hraustu, nýju veröld hnattvæðingarinnar. Horfurnar eru engan veginn bjartar. Margir eru áhyggjufullir um lífsafkomu sína, einstaklingar, fjölskyldur, fyrirtæki og stofnanir samfélagsins. En við missum ekki móðinn! Nú fá ríki heims og fjármálastofnanir og ein- staklingar tækifæri til að endurmeta og endurskipuleggja með visku, hag- sýni, hófsemi og umhyggju að leið- arljósi. Hvar er þeim gildum helst miðlað? Við teljum okkur vita það. Í iðkun og uppeldi trúar, vonar og kærleika.“ Jafnfram lagði biskup áherslu á það í ræðu sinni að fólk mætti ekki gleyma systkinum okkar í fjarlæg- um álfum sem ekki nutu ávaxta góð- ærisins að neinu marki. „Okkar er að gleyma þeim aldrei og rétta fram hjálparhönd líka og ekki síður þegar við finnum að okkur þrengt í lífskjör- um,“ sagði biskup. Hljóðskrár á vefnum Kirkjuþing kemur saman einu sinni á ári og stendur í viku. Átján mál liggja fyrir þinginu að þessu sinni. Við setninguna í gær fluttu nokkrir gestir ávörp. Þingfundirnir verða settir á vefinn sem hljóðskrár auk þess sem fréttir af þingstörfum og skjöl þingsins er hægt að finna á vef kirkjuráðsins, www.kirkjuthing.is. sisi@mbl.is Við missum ekki móðinn  Biskup Íslands setti Kirkjuþing í skugga efnahagskreppunnar Morgunblaðið/Frikki Þingbyrjun Húmorinn má ekki gleymast þrátt fyrir alvarlega stöðu. Karl Sigurbjörnsson biskup slær á létta strengi við séra Kristján Val Ingólfsson. MALARVINNSLAN HF. á Egils- stöðum sagði upp 30 starfsmönnum sínum á föstudag vegna erfiðrar verkefnastöðu. Þetta kemur fram í Austurglugganum. Tíu aðrir starfsmenn munu einnig hætta störfum, þar er um að ræða undirverktaka og starfsmenn sem hætta störfum að eigin ósk. Um hundrað manns starfa hjá fyrirtæk- inu. Rúmlega þriðjungur þeirra miss- ir því vinnuna. Malarvinnslan rekur steypustöð, einingaverksmiðju, smíðadeild, vöru- bifreiðaverkstæði, malbikunarstöð, vegklæðningarflokk og jarð- vinnuverktöku. Þá á fyrirtækið stórar óseldar fasteignir á Egilsstöðum. 30 manns sagt upp á Egilsstöðum Utanríkisráðu- neytið hefur í samstarfi við fé- lags- og trygg- ingamálaráðu- neytið unnið að úrræðum til að bregðast við vanda Ís- lendinga erlendis sem hafa átt í erf- iðleikum með að nálgast fjármuni sína af íslenskum reikningum. Munu sendiskrifstofur Íslands hafa milli- göngu um ráðgjöf og aðstoð við Ís- lendinga erlendis vegna aðstæðna á fjármálamarkaði hérlendis. Upplýs- ingar um hvar sendiskrifstofu er að finna eru á heimasíðu utanríkisráðu- neytisins: www.utanrikisraduneyti.is Aðstoða Íslendinga í vanda erlendis LANDSBANKINN hefur lokað útibúi sínu í verslunarmiðstöðinni Smára- lind og sameinað það útibúi bank- ans í Hamraborg í Kópavogi. Síðasti starfs- dagur í Smáralind var á föstudaginn. Þetta er annað útibúið sem bankinn flytur í Hamra- borg á árinu. Áður var búið að flytja Háaleitisútibúið í Reykjavík þangað. sisi@mbl.is Landsbanka lokað í Smáralindinni JAPÖNSK túnfiskveiðiskip hafa verið í Reykjavíkurhöfn undanfarna daga til að leita skjóls fyrir veðri og vindum og notað tækifærið til að taka olíu og vistir. Um 40 skip hafa verið á túnfiskveiðum suður af land- helginni að undanförnu. „Veðrið hefur verið slæmt og þeir notuðu tækifærið og sóttu sér olíu og mat,“ segir Sigvaldi Hrafn Jósafats- son hjá Gáru ehf. skipamiðlun, sem er með umboð fyrir nokkur skip- anna, en um 20 manns, einkum frá Japan og Indónesíu, eru um borð í hverju skipi. Sigvaldi segir að skipverjarnir hafi birgt sig vel upp og sérstaklega sóst eftir fersku grænmeti. Túnfiskveiðiskipin eru lengi á mið- unum, í marga mánuði. Sigvaldi seg- ir mikla búbót fyrir Íslendinga að fá viðskipti við skipin, því hver heim- sókn skili nokkrum milljónum króna í gjaldeyri. steinthor@mbl.is Ágætis búbót Um 40 japönsk túnfiskveiðiskip að veiðum sunnan við 200 mílurnar Í vari Japönsk túnfiskveiðiskip setja svip sinn á Reykjavíkurhöfn. Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Gjóður eða Pandion haliaetus, sem er stór evrópskur og n-amerískur ránfugl, gerði sig heimakominn um borð í Arnari HU1 í síðasta túr þar sem skipið var að veiðum á Melsekk vestur af landinu. Settist hann á skipið og var handsamaður þar enda aðfram- kominn af þreytu. Hresstist við að fá fisk að éta Gjóðurinn eða fiskiörninn, eins og hann er líka kallaður, hresstist fljótlega við að fá fisk að éta hjá áhöfninni enda lifir hann nær ein- göngu á fiski sem hann veiðir sér til matar. Hann hefur þann háttinn á að hann svífur yfir vatnsyfirborði og steypir sér síðan niður ef hann sér fisk og grípur hann með sterk- um klónum. Gjóðurinn er allstór fugl, 50-60 cm á lengd með vænghaf allt að 170 cm. Hann hefur flug- beittan, boginn gogg sem hann notar til að rífa í sig bráð sína. Á fótunum hefur hann fjórar stóra klær þar sem tvær snúa fram og tvær aftur. Fiskar sem lenda í klónum á honum sleppa ekki því hann lætur ekki laust það sem hann hefur einu sinni náð í. Fljótlega eftir að Arnar kom í land með fuglinn var honum sleppt að ráði Ævars Petersen fuglafræð- ings sem telur ekki ólíklegt að hér sé um sama fugla að ræða og sást í Hafnarfirði 22. september og greint var frá í Morgunblaðinu. Gjóðurinn varð frelsinu feginn og tók strax flugið en virtist nokkuð stirður fyrstu vængjatökin enda búinn að vera í búri um borð í Arnari í tvær vikur. Sjaldgæfur fugl um borð í Arnari HU Náði sér á strik eftir veruna um borð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.