Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
1 Ákvæði laga um réttarstöðustarfsmanna við aðilaskipti að
fyrirtækjum gilda ekki með neyð-
arlögunum. Það þýðir að ríkið yf-
irtekur ekki skyldur samkvæmt eldri
ráðningarsamningum. Það getur
með öðrum orðum virt að vettugi
starfslokasamninga og tekjutengd-
ar greiðslur. Hins vegar má ráða af
yfirlýsingum stjórnvalda að tilgang-
urinn með þessu ákvæði í lögunum
hafi ekki verið að hunsa áunnin rétt-
indi almennra starfsmanna í fyr-
irtækjum. Það má því velta fyrir sér
hvort hér sé verið að lögbinda mis-
munun milli starfsfólks.
2 Í neyðarlögunum kemur fram aðákvæði stjórnsýslulaga gilda
ekki um málsmeðferð og ákvarð-
anatöku Fjármálaeftirlits [FME].
Þannig að málsmeðferðarreglur
stjórnsýslulaga gilda ekki. Forstjóri,
starfsmenn og stjórnarmenn FME
eru jafnframt ekki skaðabótaskyldir
vegna ákvarðana sem teknar voru í
yfirtökuferlinu. Ef starfsmenn FME
verða t.d. uppvísir að gáleysislegri
háttsemi, þannig að verðmæti fara
forgörðum, verða þeir aldrei sjálfir
skaðabótaskyldir, heldur ríkið.
Ábyrgð FME er mikil, enda með mikil
verðmæti í höndunum.
3 Sparisjóðirnir hafa ekki veriðteknir yfir með neyðarlögunum.
Í lögunum er hins vegar heimild fyrir
ríkið að leggja sparisjóðunum til
fjárframlag sem nemur allt að 20%
af eigin fé þeirra. Í athugasemdum
með frumvarpi neyðarlaganna kem-
ur fram að nauðsynlegt þyki að
þessi heimild sé fyrir hendi til að
ríkissjóður geti tryggt sparisjóða-
starfsemina í landinu. Til dæmis ef
þörf reynist á styrkingu eiginfjár-
hlutfalls ef eigið fé rýrnar niður fyrir
hættumörk.
Að svo stöddu liggur ekkert fyrir
um slík áform.
4 Í neyðarlögunum er Íbúðalána-sjóði gert kleift að kaupa upp
íbúðalán banka og sparisjóða.
Skuldari hefur ekkert um það að
segja hvort Íbúðalánasjóður kaupir
lánið. Slík ráðstöfun getur verið
þáttur í nauðsynlegum aðgerðum
við endurskipulagningu rekstrar
fjármálafyrirtækja. Þetta er sam-
bærilegt því sem gerðist í Banda-
ríkjunum fyrr í haust. Ríkið kaupir
upp „vond“ húsnæðislán og eignast
hugsanlega fasteignir í kjölfarið
sem það getur selt þegar öldurnar
lægir á fasteignamarkaði.
Nokkur álitaefni
„Valdheimildir Fjármálaeftirlitsins
[FME] eru mjög víðtækar. FME þarf
ekki að virða stjórnsýslulögin, sem
gerir það að verkum að eftirlitið
getur tekið gerræðislegar ákvarð-
anir. Vald skilanefndanna, undir
FME, er gríðarlegt einnig því
ákvæði 4.-7. kafla stjórnsýslulaga
gilda ekki um málsmeðferð og
ákvarðanatöku nefnda samkvæmt
ákvæðum neyðarlaganna.
Nefndirnar þurfa því ekki að
hafa neitt samráð við stóra kröfu-
hafa bankanna. Starfsmenn skila-
nefnda þurfa því ekki að bera
ákvarðanir undir þá sem ákvarð-
anir beinast gegn. Nefndin þarf því
ekki að hlusta á afstöðu þess sem
ákvörðunin bitnar á. Nefndin þarf
ekki að rökstyðja sérstaklega, t.d
hvers vegna hún tekur eina ákvörð-
un en ekki aðra, hvers vegna hún
tekur einu tilboði en ekki öðru.
Það má einnig segja að ákvæði
neyðarlaganna, um að inn-
stæðueigendur hafi forgangsrétt í
þrotabú, hafi afturvirk áhrif sem
raska þar með réttarstöðu allra
annarra kröfuhafa sem eiga al-
mennar kröfur. Með því er verið að
gera kröfur sumra kröfuhafa betri
en annarra og þar með lækkar
verðgildi krafna þeirra sem ekki fá
forgangsrétt. Þá kemur til með að
reyna á eignaréttarákvæði stjórn-
arskrárinnar.
Á endanum verður þetta allt
spurning um það hvort lögin verða
réttlætt fyrir dómstólum með
stjórnskipulegum neyðarrétti. Rík-
ið mun bera fyrir sig slíkan rétt.
Við höfum engin fordæmi dóm-
stóla hér á landi, við höfum ekki
ákvæði í stjórnarskrá, eins og
margar aðrar Evrópuþjóðir hafa.
Við höfum einungis fræðikenningu,
grein eftir Bjarna Benediktsson
sem hann skrifaði fyrir meira en
hálfri öld. Í dómi Mannréttinda-
dómstóls Evrópu í máli Lawless
gegn Írlandi er hins vegar leiðbein-
andi regla um hvaða skilyrði þarf
að uppfylla svo hægt sé að beita
stjórnskipulegum neyðarrétti.
Á endanum þarf að meta hvað
hefði getað gerst. Hefði þjóðin ver-
ið í stórfelldri hættu ef lögin hefðu
ekki verið sett, t.d. ef banka-
starfsemi hefði riðað til falls og
efnahagurinn þar með? Í slíku máli
verður sönnun erfið. Ríkið ber fyrir
sig stjórnskipulegan neyðarrétt og
þarf að sanna að skilyrðin hafi ver-
ið fyrir hendi.“
Engin fordæmi til um stjórnskipulegan neyðarrétt
SKOÐUN
Ragnar Aðalsteinsson
Viðmælandi er
hæstaréttarlögmaður
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
F
immtíu þingmenn af 63 greiddu at-
kvæði með lögum um sérstakar að-
stæður á fjármálamarkaði hinn 6.
október sl. Lögum sem í daglegu tali
hafa verið nefnd neyðarlög. Í kjölfar
greiðsluerfiðleika þriggja stærstu bankanna var
enginn annar kostur í stöðunni að mati löggjafans.
Um er að ræða róttækustu aðgerð í efnahags-
málum sem gripið hefur verið til í sögu þjóðarinnar.
Þótt meirihluti Alþingis hafi samþykkt lögin og
þau þannig fengið lýðræðislega afgreiðslu, má færa
rök fyrir því að þau gangi í berhögg við ýmsar meg-
inreglur, sem gilt hafa í lýðræðisþjóðfélaginu Ís-
landi. Hér má nefna jafnræði, því innstæðueigend-
um er hyglað umfram aðra kröfuhafa bankanna,
eignarrétt því eignaupptaka átti sér stað og inn-
stæðum var fengin aukin rétthæð með afturvirkum
hætti. Hér má einnig nefna málskots- og andmæla-
rétt því stjórnsýslulögin gilda ekki um ákvarðanir
skilanefnda bankanna og Fjármálaeftirlitsins.
Umtalsverður kostnaður þjóðfélagsins
Í athugasemdum með frumvarpi til neyðarlag-
anna kemur fram að stjórnvöld víða um heim hefðu
„neyðst“ til að grípa til ráðstafana til að tryggja
virkni fjármálakerfisins og kostnaður þjóðfélagsins
af „gjaldþroti kerfislega mikilvægra fjármálafyr-
irtækja yrði umtalsverður.“ Með öðrum orðum
réttlæta neyðarsjónarmið lögin. Það hafa verið sett
neyðarlög í Bandaríkjunum og hluti af löggjöfinni
sem Bretar notuðu, þegar þeir fóru inn í Lands-
bankann og Kaupþing [The banking special provi-
sions act], eru lög sem réttlætt eru með svipuðum
hætti. Hér er ekki um að ræða lögin gegn hryðju-
verkum heldur neyðarlöggjöf um fjármálastofn-
anir, en þeim var beitt saman.
Færa má rök fyrir því að ríkið beiti eignarnámi í
skjóli laganna, með því að taka yfir eignir bank-
anna og færa þá yfir í nýja. Hins vegar er það svo
að lagaheimild, almenningsþörf og fullt verð þarf
að koma til svo eignarréttarákvæði stjórnarskrár-
innar sé uppfyllt. Það má hins vegar ekki gleyma
því að stjórnir bankanna óskuðu sjálfar eftir þess-
ari meðferð eftir setningu laganna. Svo er spurning
um rétt smærri hluthafa, sem áttu ekki í fulltrúa í
stjórn, ekkert liggur fyrir um að samþykki þeirra
hafi legið fyrir.
Ef við gefum okkur að almenningsþörf hafi verið
fyrir hendi og við höfum lagaheimild, þá er álitamál
hvort eigendur bankanna fái „fullt verð“ fyrir þau
verðmæti sem tekin voru eignarnámi. Og við hvaða
verð á að miða? Sumir hafa sagt að bankarnir hafi
hrunið og verðmæti þeirra eftir því. Um þessar
mundir eru skilanefndirnar að meta verðmæti
bankanna. Þær hafa heimildir til þess að selja eign-
ir bankanna, búta þær niður og meta eignir um-
fram skuldir. Verðmæti liggur því ekki fyrir.
Þeir lögmenn sem rætt var við voru sammála um
að hér reyndi á meginreglur um neyðarrétt, álita-
efni tengd afturvirkni laga og eignarréttarvernd.
Neyð víki lögum og íslenska ríkið muni halda sér
við það sjónarmið í þeim málaferlum sem koma í
kjölfarið.
„Það verða riftunarmál hægri, vinstri og það
verða skaðabótamál frá erlendum kröfuhöfum og
það verða skaðabótamál frá hluthöfum,“ segir lög-
maður sem er sérfræðingur í félaga- og kauphall-
arrétti. Hugsanlega þarf að athuga vel réttarstöðu
þeirra sem áttu viðskipti með hlutabréf í Glitni eftir
að ríkið ákvað að kaupa 75% hlut í bankanum.
Tvær atburðarásir
Ef tekið er einfalt dæmi má einstaklingur brjót-
ast inn í hús í skjóli neyðarréttar ef það er kvikn-
aður eldur til þess að bjarga verðmætum. Ríkið
þarf væntanlega að sanna að tjón hafi átt sér stað
eða verið yfirvofandi. Í þessu samhengi þarf að
setja upp tvær atburðarásir. Annars vegar þá at-
burðarás sem hefur átt sér stað og svo ímyndaða at-
burðarás um það sem gerst hefði. Finna þarf ein-
hvers konar núllpunkt milli þessara tveggja
atburðarása, sem er mjög krefjandi verkefni. Bank-
arnir voru á leið í greiðslustöðvun. Þeir hefðu hugs-
anlega orðið gjaldþrota og útibúum lokað.
Forgangskröfur innlánseigenda
Ef lögin hefðu ekki verið sett og ríkið hefði látið
gjaldþrot bankanna afskiptalaust, þá hefðu inn-
stæðueigendur aðeins verið tryggðir fyrir tæpum
þrem milljónum króna. Í lögunum kemur fram að
innstæðukröfur séu forgangskröfur. Velta má fyrir
sér hver sé réttarstaða þeirra kröfuhafa sem áttu
kröfur sem stofnuðust áður en innstæðukrafa stofn-
aðist, t.d. lánardrottnar bankanna og peningamark-
aðssjóðseigendur. Er verið að beita lögum með aft-
urvirkum hætti í þessu samhengi? „Þarna reynir á
jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Það er verið að
hygla sumum kröfuhöfum umfram aðra. Svo þarf
að meta hvort þetta gildir jafnt yfir alla, en það ligg-
ur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir stjórnarmaður
í skilanefnd eins bankanna.
Morgunblaðið/Golli
Farið inn í brennandi hús
Ríkisvaldið mun sennilega bera fyrir sig stjórnskipulegan neyðarrétt í dómsmálum á hend-
ur því vegna neyðarlaganna. Mörg riftunar- og skaðabótamál hugsanlega framundan
Ráðherrar Björgvin og Geir
hafa staðið í ströngu und-
anfarnar vikur. Alþingi sá eng-
an annan kost í stöðunni en að
setja neyðarlög um bankana.