Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 12

Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 12
12 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Samt sem áður vorum við fram á seinasta dag sannfærðir um að við værum að gera góða hluti. Ég ætla ekki að draga neina dul á að það voru viss hættumerki á lofti, sem við vorum í sam- starfi við aðra að reyna að taka á. Ég fullyrði á hinn bóginn að við vorum hvorki óvarkárir né ábyrgðarlausir í störfum okkar og ákvarð- anatöku og ég tek alls ekki undir staðhæfingar í þá veru að við höfum ekki sinnt okkar hlutverki sem skyldi. Mér finnst líka rétt að árétta í upphafi að það eru engin fyrirtæki, hvorki hérlendis né erlend- is sem eru undir jafnmiklu og ströngu eftirliti og fjármálastofnanir og þar með taldir bankar, að sjálfsögðu.“ Erfiðasta sem ég hef lent í – Þú hefur áður séð hann svartan og lent í ómældum hremmingum. Er þetta með því svartara sem þú hefur séð, eða kemst eitthvað í líkingu við ástandið nú í minningunni hjá þér? „Nei, það kemst ekkert í líkingu við þetta. Það er rétt hjá þér, að ég og fjölskylda mín höf- um gengið í gegnum mikla erfiðleika, sem mér dettur ekki í hug eitt andartak að gera lítið úr, en þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í vegna þess að það er öll þjóðin sem á í hlut og líður fyr- ir það hvernig málum er komið. Þessar hamfarir virka eiginlega á þjóðina eins og eldgosið í Vestmannaeyjum virkaði á Vestmannaeyinga á sínum tíma. Það voru nátt- úruhamfarir á einni nóttu sem gerðu það að verkum að fólk á einni eyju flúði til lands, nán- ast án þess að vita hvað hafði dunið yfir það. Þetta eru alþjóðlegar efnahagslegar hamfarir af manna völdum. Við skulum þó minnast þess að askan féll til jarðar í Vestmannaeyjum og Vestmanna- eyingar sneru aftur heim og byggðu upp á nýj- an leik. Og ég veit að sú verður einnig raunin hjá okkur Íslendingum, í kjölfar þessa áfalls.“ – Þú hefur verið formaður bankaráðs Lands- bankans frá því að bankinn var einkavæddur. Þú hefur reynslu í viðskiptum af margvíslegum toga. Hvernig gat það gerst að ekki var farið varlegar í hlutina, en nú hefur komið á daginn að gert var? Hvað olli því að þú stoppaðir ekki af eitthvað sem þú hugsanlega taldir vera tóma vitleysu? Hver er þín ábyrgð sem einn af aðaleigendum Landsbankans og stjórnarformaður bankans? Björgólfur er þögull um stund, alvarlegur í bragði, lítur svo á mig yfir gleraugun, hummar og segir hvass: „Já, ég heyri að þú spyrð eins og vandinn sé bara Landsbankans! Þetta er alþjóð- Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is B jörgólfur Guðmundsson hefur á undanförnum fimm til sex árum verið einn af forystumönnum þessa þjóðfélags, sann- kallaður máttarstólpi, það fer ekkert á milli mála, þótt hann hafi ekki verið einn af stjórn- málaleiðtogum okkar. Hann hefur markað sér sinn sess sem leiðandi afl á sviði samfélagsmála, menningar og lista, auk þess sem hann hefur verið öflugur leiðtogi á sviði íþrótta, ekki síst knattspyrnu, bæði hér á landi og í Bretlandi. Allar götur frá því að Björgólfur keypti ráðandi hlut í Landsbankanum við einkavæðinguna, ásamt syni sínum Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni, hefur hann verið opinber per- sóna, sem gjörvöll þjóðin hefur fylgst með. Líkja má endurkomu Björgólfs í íslenskt at- hafnalíf við fuglinn Fönix, sem reis úr öskunni. Hann og þeir feðgar báðir hafa þessi ár verið umdeildir, en þó hafa þeir líklega verið fleiri, sem samglöddust þeim, á meðan allt lék í lyndi. Björgólfur féllst á að ræða málefni Lands- bankans, eignastöðu sína, hvað var gert rétt og hvað var gert rangt, ábyrgðina á því að svo fór sem fór og fleira, í samtali við Morgunblaðið. – Björgólfur. Nú eru aðeins sex ár liðin frá því bankarnir voru einkavæddir. Varla gerðir þú þér í hugarlund að þú ættir eftir að standa í þessum sporum, svo fáum árum eftir einkavæð- ingu. Hvernig upplifir þú það hrun sem við er- um nú að ganga í gegnum? „Þetta er vitanlega erfitt fyrir alla og einnig fyrir mig. Þetta hefur verið það verkefni sem ég hef helgað tíma minn síðustu sex árin. Ég hef haft afskaplega gaman af þessari vinnu, sér- staklega með fólkinu, sem hefur byggt upp Landsbankann með okkur. Þar er mikið af ungu, vel menntuðu og hæfi- leikaríku fólki sem hefur verið einstaklega skemmtilegt og gefandi að vinna með. Ég held að ekki nokkur lifandi maður hafi séð fyrir, að þær alþjóðlegu hamfarir sem hafa riðið yfir efnahags- og fjármálalíf heimsins, yrðu af þeirri stærðargráðu, sem nú er komið á daginn að er staðreynd. Þó svo að við teljum að við á Íslandi höfum lent illa í því, þá er þetta engu að síður af- leiðing af hlutum sem hafa verið að gerast um heim allan. Auðvitað er ég fyrst og fremst áhyggjufullur yfir því sem er að gerast hér heima. Mér per- sónulega líður illa yfir því sem hefur gerst og ég tek fulla ábyrgð á því sem ég hef gert. Það vil ég að liggi ljóst fyrir, í upphafi okkar samtals. legur vandi, en hann er vissulega meiri hér heima en víðast hvar annars staðar, af mörgum ólíkum ástæðum. Starf bankaráðs og formanns bankaráðs er að fylgjast með starfi bankans. Það höfum við gert með því að fá skýrslur frá endurskoð- endum, frá fjármálaeftirlitum, bæði hér heima og erlendis. Með okkur hefur verið fylgst af mjög mörgum greiningardeildum í erlendum bönkum, það eru alþjóðafyrirtæki sem meta og dæma banka, bæði Moody’s og Fitch og við í bankaráði Landsbankans höfum starfað sam- kvæmt álitsgerðum, greiningum og mati þess- ara aðila. Við höfum fengið einkunnir frá þessum fyr- irtækjum sem bæði hafa verið í meðallagi og ágætar, allt eftir stöðunni hverju sinni, en það hefur aldrei neitt komið upp á yfirborðið, sem benti til þess að þetta gæti gerst. Við höfum alltaf starfað samkvæmt öllum reglugerðum sem okkur bar að starfa eftir. Þann 30. september sl. lá fyrir í bankanum hjá okkur að við áttum eignir umfram skuldir. Við höfum alltaf átt meiri eignir en skuldir og þess vegna hef ég, sem bankaráðsformaður, fylgst með og gætt þess í hvívetna að við störfuðum samkvæmt þeim reglum sem okkur bar. Ég má ekki skipta mér af einstökum viðskiptavinum, allar viðskiptalegar ákvarðanir eru teknar af bankastjórum. Það er einfaldlega óheimilt að bankaráð og formaður þess séu með puttana í slíku, en við höfum þó alltaf séð samkvæmt yf- irlitum, sem við höfum fengið í hendur með reglulegu millibili, hver þróunin var. Auðvitað hef ég haft miklar áhyggjur af þró- uninni og sérstaklega því hvernig allt þróaðist á versta veg síðasta mánuðinn sem bankaráðið starfaði. En þú snýrð ekki við óheillavænlegri þróun heils banka á einum degi og ég bendi til dæmis á, að bankinn hefur minnkað í evrum talið á þessu ári frá fyrra ári. Það er því óréttmæt gagnrýni að halda því fram að við höfum ekki fylgst með því hvað var að gerast.“ Sáu vandann ekki fyrir – En er þessi einkunnagjöf og mat frá mats- fyrirtækjum og erlendum greiningardeildum ekki bara með þeim hætti, að það er ekkert á slíku byggjandi, þegar allt fer andskotans til? „Ja, það má vera. Þetta eru sömu matsfyr- irtækin sem dæma banka og lánastofnanir um allan heim og ef þú skoðar heiminn í dag þá er í hverju einasta landi sama vandamálið á ferð og hér. Ríkisstjórnir allra landa hafa verið að bregð- ast við og hjálpa til. Þær hafa sett milljarða á milljarða ofan, hvort sem er í pundum, dollurum eða evrum inn í fjármálastofnanir síns heima- lands, til þess að gera það sem þeim er fært, til þess að koma í veg fyrir hrun fjármálakerfisins, vegna þess að upp hafa komið stórfelld vanda- mál sem matsfyrirtækin sáu ekki fyrir og átt- uðu sig ekki á í tíma. Þau sáu ekki fyrir þann gífurlega vanda sem beið handan við hornið. Sérstaða okkar Íslendinga er sú og um leið okkar stærsta vandamál, að við getum ekki borgað útlendingum í íslenskum krónum. Við lifum á erlendum gjaldeyri. Við áttum hann ekki, fengum hann ekki og gátum ekki greitt með íslensku krónunni.“ – Ef það er rétt sem haldið hefur verið fram, m.a. af fyrrverandi bankastjórum viðskipta- bankanna þriggja, að bakland íslensku bank- anna hafi reynst ónýtt, var þá ekki enn ríkari ástæða til þess að fara sér hægar? Í ljósi þess sem gerst hefur, liggur það ekki fyrir að íslensku bankarnir, þar á meðal Lands- bankinn, fóru sér allt of geyst og uxu of hratt? Krónan stærsta vandamálið Aftur er Björgólfur hljóður um stund, segir í lágum hljóðum, eins og hann sé bara að tala við sjálfan sig: „Já, jahá“, en heldur svo ákveðinn áfram: „Ákvörðun okkar var sú að Landsbank- inn yrði alþjóðlegur banki. Okkur gekk mjög vel, það voru góðir og hagfelldir tímar. Við höfð- um á þessum tíma nægt eigið fé, við höfðum mikinn aðgang að erlendu lánsfé á góðum kjör- um og við uxum því hratt. En þó að við höfum vaxið hratt, þá átti sá öri vöxtur sér stað fyrir opnum tjöldum og það gerðist ekkert hjá okkur án þess að Seðlabank- inn og eftirlitsaðilar fylgdust grannt með. Við vorum í góðri trú að við værum að gera góða hluti. Það var engu leynt, það var farið að ALLT UNDIR HJÁ MÉR Eignir Björgólfur Guðmundsson segist hafa átt mikið og skuldað mikið. Eignastaða hans sé óuppgerð og óljós í dag Krónan Allir Íslendingar hafi í góðærinu eytt um efni fram, ekki síst vegna rangs og allt of hás gengis krónunnar Lífið Eitt af því sem sé svo heillandi við hið flókna fyrirbæri, lífið sjálft, sé að þegar einn gluggi lokist þá opnist þrír nýir Þjóðin „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í, vegna þess að það er öll þjóðin sem á í hlut og líður fyrir það hvernig nú er komið“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.