Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 13

Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 13
öllum lögum. Ég endurtek bara það sem ég sagði áðan. Stóra vandamálið var það, að Ísland átti engan gjaldeyri. Ísland hefur aldrei átt nægan gjaldeyri. Við höfum bara eytt um efni fram. Eytt meira en við höfum aflað. Stjórnvöld í þessu landi hafa aldrei upplifað betri tíma en einmitt góðæri undanfarinna ára. Það á jafnt við um ríkið og sveitarfélögin á Ís- landi. Ég held því, þegar grannt er skoðað, að við öll höfum gleymt okkur í góðærinu og ekki sést fyrir, ekki síður ráðamenn en menn í við- skiptum og einstaklingar. Ég nefni bara eitt dæmi, sem mér finnst nú hafa farið heldur lítið fyrir í umræðunni und- anfarnar vikur, en það eru hin svokölluðu jökla- bréf. Hér eru búin að vera í umferð undanfarin misseri og ár innlán frá útlöndum í formi jökla- bréfa upp á 600 til 700 milljarða króna. Það hefur verið margbent á hversu hættuleg jöklabréfin eru. Við erum að greiða af jöklabréf- unum hæstu mögulega vexti, þannig að Íslend- ingar hafa verið að greiða útlendingum meira en 10% vaxtamun, sem nemur 60 til 70 millj- örðum króna á ári. Ef ég man rétt, þá fer sú upphæð langleiðina í að vera hin sama og þjóð- arbúið fær fyrir útflutning sjávarafurða á ári. Af hverju? kunna menn að spyrja. Jú, vegna þess að með útgáfu jöklabréfanna fékkst gjald- eyrir inn í þjóðarbúskapinn. Gjaldeyrir sem hélt gengi íslensku krónunnar allt of sterku og þar af leiðandi gengisvísitölunni niðri. Þess vegna erum við nú að mæta skyndilegu höggi, sem hefði, undir eðlilegum kringumstæðum, átt að dreifast á allt þjóðfélagið á mun lengri tíma. Á mannamáli heitir þetta, að í umferð var svo mikið af peningum, til þess að við gætum haldið áfram frjálsum viðskiptum við útlönd, að við fluttum inn vöru á röngu virði. Krónan var rangt skráð og alltof sterk og þess vegna rann kaupæði á þjóðina. Það sem er núna að gerast, eru m.a. timb- urmennirnir vegna þessa háttalags. Þetta vissu stjórnvöld og Seðlabankinn auðvitað allan tím- ann og því gengur það ekkert upp hjá þeim í dag, að halda því fram að allt sem úrskeiðis hef- ur farið sé bönkunum að kenna. Það er auðvitað spurning hvort það var ekki m.a. vegna jökla- bréfanna sem við gátum ekki lækkað vaxta- stigið hér á landi, sem hefur um langt skeið ver- ið að drepa íslenskt atvinnulíf og einstaklinga.“ Hlutverk bankaráðs – Var það virkilega svo, að bankaráð Lands- bankans mótaði þá stefnu að lána til útrásarfyr- irtækjanna íslensku bara eins og forsvarsmenn þeirra óskuðu? Hafðir þú aldrei neinar efasemdir varðandi þessa miklu skuldsetningu íslenskra útrásarfyr- irtækja í íslenskum bönkum, einkum Lands- banka og Kaupþingi? Hringdu aldrei neinar að- vörunarbjöllur í huga þér, þegar þú sást hversu mikil skuldsetningin var orðin? „Eins og ég sagði áðan, þá tókum við í upp- hafi stefnuna á að gera Landsbankann að al- þjóðlegum banka. Við höfum aldrei hvikað frá þeirri stefnu og ég tel enn í dag, að hún hafi ver- ið rétt. Þess vegna vorum við bæði að sækjast eftir innlánum og útlánum erlendis. Bankaráð má auðvitað ekki skipta sér af ein- stökum fyrirtækjum, einstaklingum eða við- skiptum innan bankans eða blanda sér með nokkrum hætti inn í daglegan rekstur bankans. Það er bankastjóranna. Okkar hlutverk í bankaráðinu var að hafa eft- irlit með því að menn væru innan þeirra marka, sem reglur sögðu til um. Það hlutverk ræktum við svikalaust.“ – Er ekki augljóst, svona eftir á að hyggja, að Landsbankinn var ansi sveigjanlegur gagnvart sumum skuldunautum, þegar tryggingar voru annars vegar? „Ja, það má vera. Við töldum að svo væri ekki. Það var reglulega og margoft yfir þetta farið af utanaðkomandi aðilum. Á þriggja mán- aða fresti var gerð yfirgripsmikil úttekt á öllum þessum málum og þess á milli voru minni út- tektir stöðugt gerðar. Moody’s og Fitch fóru yf- ir þetta reglulega og endurskoðendur og endur- skoðunarnefnd Landsbankans voru sífellt að fylgja því eftir að reglum væri fylgt. Við trúðum því að það væri gert og það er eini mælikvarð- inn sem við í bankaráðinu höfðum til þess að gæta þess að allt væri unnið samkvæmt gild- andi lögum og reglum.“ Fáir og stórir viðskiptavinir – Þú hefur engar efasemdir í þá veru, að bankastjórnin og bankastjórar hafi kannski ver- ið full-eftirlátir og sveigjanlegir gagnvart ein- stökum viðskiptavinum? „Ég hef ekki ástæðu til að ætla það, en ég vil kannski benda á, að eitt af þeim vandamálum, sem við áttum við að glíma, var það, hversu fáir en stórir íslenskir aðilar það voru í raun og veru, sem voru í fjárfestingum og með starfsemi er- lendis. Auðvitað vorum við að lána erlendum að- ilum líka, en sjónirnar beinast nú aðallega að ís- lenskum aðilum, sem voru að kaupa alþjóðleg fyrirtæki. Yfirleitt var það svo, að við vorum ekki einir um slíka fjármögnun, því langoftast var um sambankalán að ræða þar sem við, í félagi við erlenda banka, stóðum að lánveitingum til Ís- lendinga sem voru að kaupa fyrirtæki og annað erlendis.“ – Er það ekki staðreynd að erlend útlán ís- lensku viðskiptabankanna voru að megninu til veitt til íslenskra útrásarfyrirtækja, sem voru í landvinningum erlendis? „Ég hef ekki nákvæmar tölur yfir það, en vit- anlega var stór hluti lánveitinga okkar til þeirra. Þetta eru viðskiptavinir okkar hér á landi, þann- ig að það segir sig sjálft, að þótt við höfum haft ákveðinn hóp alþjóðlegra viðskiptavina, þá eru þetta aðalviðskiptavinir okkar, rétt eins og dönsk fyrirtæki, hvar sem þau eru í heiminum, eru aðalviðskiptavinir danskra banka.“ – Hvað var svona mikilvægt, að þínu mati, fyrir íslensku þjóðina að Íslendingar eignuðust hundruð tískuverslana í London, fasteignafélög um allan heim, matvöru-, skartgripa-, heilsu- og leikfangakeðjur og stórmarkaði í útlöndum og guð má vita hvað, með gríðarlegri skuldsetn- ingu í bönkunum hér á landi? Hverju var ís- lenskt þjóðfélag bættara með þessari svonefndu útrás? „Vitanlega gerðum við ekki upp á milli við- skiptavina, eftir því í hvers konar fyrirtækjum eða rekstri þeir vildu fjárfesta. Skuldsetningin á bak við útrásina var bæði innlend og erlend. Menn voru að kaupa eignir með skuldum og eig- ið fé að auki. Ég held að hvergi í heiminum byggist banka- starfsemi á slíkri mismunun. Ef viðskiptaáætl- unin sem lögð var til grundvallar við láns- umsókn var metin af sérfróðum starfsmönnum Landsbankans á þann veg, að hún væri í lagi og stæðist þær kröfur, sem varð að gera til arð- semisútreikninga og þess háttar, þá nægði það að sjálfsögðu. Það var ekki og er ekki hlutverk bankans að gera upp á milli atvinnugreina. Auð- vitað sáu menn fram á endurgreiðslu lána og að eftir sætu eignir í útlöndum og það hefði verið Morgunblaðið/Kristinn Hamfarir Við skulum minnast þess að ask- an féll til jarðar í Vestmanna- eyjum og Vestmannaeyingar sneru aftur heim og byggðu upp á nýjan leik. Og ég veit að sú verður raunin hjá okkur Íslend- ingum, í kjölfar þessa áfalls. 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.