Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 18
18 Tengsl
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Þórunn „Að eignast Gunnar var
mikið gleðiefni. Ég hafði farið í fóst-
ureyðingu áður sem er hryllingur,
en það varð til þess að ég gat átt
annað velkomið barn með föður á
réttum stað. Gunnar fæddist á fullu
tungli í krabba, sem reis yfir Esjuna
þegar hann kom í heiminn. Hann er
afar næmur og ljúfur, eins og forrit
þessarar stundar sagði til um. Ég er
sjálf með tungl í krabba í hádeg-
isstað svo við höfum alltaf haft
næma og fína svörun okkar í milli. Í
himnaforriti Gunnars eru mollar, en
líka fínir dúrar sem beina orkunni í
skapandi átt. Gunnar var strax mik-
ill ljúflingur og við þurftum ekki að
hafa mikið fyrir honum. Ég passaði
börnin mín lítil næstum sjúklega
vel, við Eggert fórum næstum aldrei
frá þeim litlum á kvöldin eða um
helgar bæði í einu. Það má því segja
að Gunnar sé alinn upp í dún, börn
fá alveg nóg hnjask utan heimilisins.
Þetta tel ég mikilvægt til
að byggja örygg-
iskennd í börnum.
Ég talaði við
Gunnar eins og
fullorðinn frá því
að hann lærði að
tala og í raun
miklu fyrr, ég
hef skömm
á þessari tiltölulega nýju stefnu í
mannkynssögunni að hafa sérstaka
barnamenningu. Börn eru bara litlir
stórir menn. Ég talaði við strákana
mína á kattamáli áður en þeir lærðu
að tala. Gunnar tók yndislega vel
við, bæði orðum og músík. Ég er
ekki að segja að ég hafi nennt að
lesa fyrir hann á hverju kvöldi, held-
ur setti ég á söguspólur fyrir svefn-
inn svo sem óborganlegar spólur
Þorsteins Thorarensens, ævintýri,
þjóðsögur, Alís í Undralandi. Gunn-
ar sofnaði við þessa dýrð og íslenzk
tunga bara hefur leikið við hann síð-
an. Annað sem hefur glatt mig mikið
er hvað hann hefur fundið mikla
svölun í músík, semur sjálfur eins og
eðlilegt er. Hann lærði að spila á pí-
anóið mitt, lélegra píanó mömmu,
því ég var næstbesti píanistinn í
systkinahópnum. Ég er bara jazz-
gutlari, Gunnar miklu betri. Hann
mússísserar með Hallgrími celló-
leikara og Halli gítar, þeir kalla sig
Malneirophreniu. Það er voða góð
tilfinning, sú bezta í heimi fyrir
móður, að finna að barnið njóti
lífsins. Að heyra barnið sitt
hlæja, það er mesta hamingja
í heimi.
Rómantískt æv-
intýrabarn
Gunnar var 10 ára,
þegar Valdimar bróðir
hans fæddist. Hann
lagði sig fram til þess að fá ást og at-
hygli, því Valdi er ljón og vildi eiga
mig alla. Gunnar hefur alltaf haft
fullt af vinum í kringum sig, en hann
gat líka leikið við sjálfan sig; hann
lék sér í tölvuleikjum einsog aðrir
krakkar. Ég er ekki viss um að hann
hafi verið foringi, frekar að þeir hafi
allir verið jafningjar, en félagar
hans sóttu mikið í hann og voru
heimagangar á heimili okkar.
Gunnar er eldlaus, hefur enga
reikistjörnu í eldmerkjunum. Það
þýðir að hann er blíðan sjálf. Ég
man aldrei til þess að hann væri
með einhverja stríðni, hvað þá
ótuktarskap í annars garð.
Það var Gunnar sem réð því að við
keyptum þessa íbúð á Bárugötunni.
Og við keyptum hana á korteri.
Hann var þá 9 ára og kom með okk-
ur að skoða og þegar hann sá hvítan
kastala útum gluggann sagði hann;
hér vil ég eiga heima. Þar með var
það ákveðið. Bezt er að gera einsog
góð börn segja. Hann er rosalega
rómantískur og mikið ævintýrabarn.
Við fórum stundum í fjöruna utan
við JL húsið með lak og týndum í
það fullt af pússuðum glerbrotum,
sem hann geymdi svo sem fjársjóð.
Þetta var ævintýri, gamalt postulín
og leirtau sem hafið var búið að
fága.
Við héldum bókum ekkert sér-
staklega að honum. Ég er næsta
viss um að hann hefur ekki lesið
nánustu í mat, finnst mér þreytandi
að elda tvær máltíðir, eina fyrir
kjötæturnar sem ég á og aðra fyrir
grænmetisætuna Gunnar. Ég var
sjálf grænmetisæta þegar ég var
ung. Þegar Gunnar var lítill var svo
mikið af barnabókum áróðursrit um
verndun dýra, ég man eftir mörgæs-
inni sem réðst ein gegn mengun
heimsins til dæmis. Mín kynslóð
svaf á vaktinni gagnvart náttúrunni,
sem betur fer eru krúttin tekin við
og uppavitleysingarnir gjaldþrota.
Næmur næstum sér til óbóta
Gunnar er sem sagt næmur næst-
um sér til óbóta, eins og ég. En hon-
um tekst að vera sterkur þrátt fyrir
næmnina. Það er frábært. Sá sem er
bæði næmur og sterkur, hann er í
góðum málum. Að láta allt hræra
sig, nísta sig, skynja dýrðina í bæði
ljótleika og fegurð heimsins. Hafa
sterka samvizku án þess hún dragi
mann niður. Kann að elska menn og
dýr og nýtur lífsins. Það er asnalegt
að koma svona upp um aðdáun sína
á eigin barni, en ég verð bara að við-
urkenna að mér finnst mikið til hans
koma. Góður kokkur. Fullur af um-
hyggju. Draumadrengur. Geta ekki
flestir foreldrar verið ánægðir með
börnin sín, maður ræktar jú í þeim
eiginleika sem eru manni að skapi?
Hann kom mér á óvart þegar
hann hætti að borða kjöt en með því
sýnir hann hversu heilsteyptur hann
er og siðferðiskennd hans sterk. Við
foreldrar hans erum miklu meira
pakk en hann.
Gunnar er auðmýktin uppmáluð.
Hann skúraði einu sinni hús í Fisc-
hersundi og þreif klósettin. Það er
góð aðferð til að læra auðmýkt. Og
hann nennir að vera í láglaunastarfi
við að passa krakka.
Gunnar ætlar að skrifa dokt-
orsritgerð um tvískinnunginn í okk-
ur, sem segjumst elska dýr og borð-
um þau svo með góðri lyst. Heilindi
hans, svona algjör, komu mér á
óvart, en ég er löngu hætt að vera
hissa á honum. Hann er svo sam-
kvæmur sjálfum sér.“
Morgunblaðið/Golli
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir hefur
skrifað 17 bækur og sonur hennar
Gunnar Theodór Eggertsson er
nýverðlaunaður fyrir sína fyrstu. Það
eru fínar tengingar á milli þeirra og
tónlistin hefur alltaf verið þeirra.
‘‘HANN KOM MÉR ÁÓVART ÞEGAR HANNHÆTTI AÐ BORÐA KJÖTEN MEÐ ÞVÍ SÝNIR
HANN HVERSU HEIL-
STEYPTUR HANN ER OG
SIÐFERÐISKENND
HANS STERK.
Fædd 25. ágúst 1954, dóttir Erlu Þórdísar Jónsdóttur
(1929-1987) og Valdimars Ólafssonar (1926-2008).
Hún er gift Eggerti Þór Bernharðssyni, sagnfræðingi,
auk Gunnars eiga þau Valdimar Ágúst (f. 1982) nema í
MH.
Hún varð stúdent frá MH og stundaði sagn-
fræðinám í Svíþjóð og myndlistarnám í Mexíkó.
Hún varð cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Ís-
lands 1983.
Þórunn hefur skrifað 17 bækur, sagnfræði, ævi-
sögur, skáldsögur og ljóð.
ÞÓRUNN ERLU-VALDIMARSDÓTTIR
Hann Gunnar er blíðan sjálf
eina einustu bók eftir mig. Og ekki
eftir föður sinn heldur. En hann hef-
ur erft kvikmyndaáhuga frá föður
sínum og föðurömmu. En í MR
gerði hann stutt kvikmyndahandrit
fyrir keppni sem ríkissjónvarpið
stóð fyrir og fékk að leikstýra því.
Þegar hann fékk Íslensku barna-
bókaverðlaunin í vikunni, gaf ég
honum bók eftir móður mína, Erlu
Þórdísi Jónsdóttur, Bernska í byrj-
un aldar, sem hún byggði á Reykja-
víkurminningum móður sinnar.
Þannig má segja að eiginleikar
Gunnars hafi legið í vegkantinum og
hann stungið einu og öðru á sig,
þegar leið hans lá hjá. Þess vegna er
þetta allt saman , tónlistin, kvik-
myndirnar og bókmenntirnar, svo
sjálfsagðir hlutir í hans lífi.
Gunnar heitir eftir fósturföður
pabba síns, en ég fékk að ráða því að
hann héti Theodór líka því mér
fannst svo magnað að eignast hann,
gríska millinafnið þýðir gjöf guð-
anna, þannig leið mér, þetta er
örugglega samkvenleg tilfinning eft-
ir fæðingu. Ég vildi hann ætti al-
þjóðlegt seinna nafn til að gera
heiminum auðveldara að segja og
skilja nafnið hans, sem kom sér vel,
hann á þó nokkra vini frá ýmsum
löndum eftir námið í Amsterdam.
Gunnar er sannur dýravinur,
borðar ekki vini sína. Þegar ég býð