Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 20

Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 20
20 Borgarmál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Krepputal fullorðna fólksinsskilar sér í ummælum barnaá leikskólum og skólum og á frístundaheimilum. „Börnin í borg- inni“ er yfirskrift áætlunar fyrir þá sem vinna með börnunum í borg- inni. Hvernig á það starfsfólk að takast á við stöðuna og tryggja að börnunum líði vel? Börnum á að líða eins og hlutir gangi sinn vanagang og leikskólinn, skólinn eða frístundaheimilið sé áfram það skjól sem verið hefur. Börnin eiga ekki að falla niður í nei- kvæða umræðu og því afar mik- ilvægt að gefa ekki skilaboð sem gætu ýtt undir þá tilfinningu að hlutirnir séu verri en þeir eru. Í leikskólum verða starfsmenn lítið varir við krepputal barnanna. Um leið og komið er í grunnskólana fara börnin að velta málum meira fyrir sér og orða hugsanir sínar. Hins vegar er ekki mikinn skjálfta að merkja enn. Í samantekt menntasviðs kemur fram að í einstaka skólum hafa nemendur viljað ræða þessi mál- efni og kennarar hafa þá tekið um- ræðuna en gætt þess að halda bjartsýni á framtíðina að nem- endum. Skólastjórar telja ástandið al- mennt gott en margir nemendur eru greinilega meðvitaðir og ein- staka nemendur lýsa yfir áhyggjum af atvinnu foreldra sinna. Í öllum skólum sem menntasvið ræddi við hafa stjórnendur og starfsmenn brugðist við með marg- víslegum hætti til að styrkja liðs- andann og setja sig í viðbragðs- stöðu. Menntasvið segir ástandið al- mennt gott og á þessari stundu sé ekki hægt að finna fyrir auknum kvíða eða streitueinkennum hjá nemendum í grunnskólum Reykja- víkur. Börnin í borginni Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is **COLR**Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir vanda, rétt eins og önnur sveitarfélög. Allar áætlanir brustu um leið og fjármálakerfi lands- ins lagðist á hliðina. En lífið heldur áfram, börnin eru áfram á leikskólum og í skólum, fólk leitar eftir félagsleg- um stuðningi borgarinnar, heimilis- sorpið þarf að fjarlægja nú sem fyrir kreppu og þessi risavaxni vinnustaður þarf að huga að því að tryggja sem flestum vinnu. En enginn er reiðubú- inn að greiða hærra verð fyrir þjón- ustu borgarinnar. Hvað gerir sveitar- félag þá? Meirihlutinn og minni- hlutinn í borginni tóku höndum saman og sömdu aðgerðaáætlun, sem miðar að því að standa vörð um grunn- þjónustuna við heimilin í borginni. „Okkar hlutverk núna er að standa með borgarbúum og veita þeim stuðn- ing. Allt annað verður að sitja á hak- anum að sinni,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Megininntak aðgerðaáætlunar- innar og það sem skiptir borgarbúa mestu máli er að þjónusta borg- arinnar verður óbreytt og gjald- skrárnar líka. En er það raunhæft? „Þannig verður þetta að minnsta kosti í ákveðinn tíma, á þessu ári og vonandi því næsta. Auðvitað krefst þetta hagræðingar, en við ætlum að tryggja alla grunnþjónustu. Við bú- um að því að hafa byrjað þessa vinnu í ágúst og við getum fullyrt að grunn- þjónustan verður varin, gjaldskrár óbreyttar að svo stöddu og ekki stendur til að ráðast í uppsagnir starfsfólks. Það eru mikilvægustu skilaboðin sem við getum sent borg- arbúum núna.“ En hvað verður þá skorið niður? Hanna Birna segir hægt að hagræða og spara víða. „Við sláum því á frest sem hægt er, hægjum á sumum fram- kvæmdum og spörum 15% í inn- kaupum. Þessar áætlanir eru unnar með öllu okkar lykilstarfsfólki og þetta er vel fær leið.“ Svo aðeins sé staldrað við inn- kaupin. Telur borgarstjóri raunhæft að draga þann kostnað saman um 15%, þegar allt er að hækka? „Já, það er raunhæft,“ segir Hanna Birna. „Reykjavíkurborg er gríð- arstórt fyrirtæki og við getum hæg- lega slegið ýmsu á frest. Auðvitað getur margt ekki beðið til eilífð- arnóns, en við grípum einfaldlega til sömu ráða og fjölskyldurnar í borg- inni. Við förum yfir alla kosti til þess að tryggja að við höfum efni á því sem öllu máli skiptir. Hækkandi verðlag fer ekki inn í rekstur sviðanna okkar, þau verða einfaldlega að spara á móti verðhækkunum. Við höfum auðvitað leyft okkur ýmislegt í góðærinu, sem ekki er bráðnauðsynlegt, eins og svo margir aðrir. Núna er það einfaldlega ekki í boði lengur. Við kaupum til dæmis ekki nýjan tölvubúnað, beðið verður með endurnýjun skrif- stofubúnaðar, við skerum niður kostnað við fundi, ráðstefnur og utan- landsferðir, svo örfá dæmi séu nefnd. Einnig verður sparað og hagrætt í yf- irstjórn borgarinnar og nefndakerfi þess.“ Margt smátt gerir eitt stórt, í rekstri borga jafnt sem heimila. Hanna Birna hefur þegar tekið fyrir áfengisveitingar í síðdegisboðum í Höfða og nú drekka gestir þar ís- lenskt te og kaffi. „Auðvitað er þetta ekki stór kostnaðarliður í heild- armyndinni, en hann er enn ein stað- festingin á að okkur er full alvara og niðurskurður kemur niður í stóru sem smáu, svo við ógnum ekki grunn- þjónustunni.“ Starfsmenn í grunnþjónustu borg- arinnar þurfa ekki að vera uggandi um sinn hag, enda engin áform um að fækka þeim. Ef einhver lætur af störfum í stjórnsýslu borgarinnar er hins vegar ekki sjálfgefið að ráðið verði í hans stað. „Við þurfum að tryggja áframhaldandi þjónustu í leikskólum, grunnskólum og velferð- arþjónustu sem fólk gerir kröfu til og viljum nota peningana til þess.“ Hanna Birna segir að auknar grænar áherslur í borginni séu líka liður í sparnaðinum. „Við viljum draga úr óþarfa orkunotkun og mun- um hvetja starfsfólk til vistvæns sparnaðar og nýrra lausna á því sviði. Við getum náð 15% sparnaði með öll- Morgunblaðið/Golli Borgarstjóri „Okkar hlutverk núna er að standa með borgarbúum og veita þeim stuðning. Allt annað verður að sitja á hakanum að sinni.“ Tryggjum grunn- þjónustuna áfram Reykjavíkurborg gríp- ur til sömu ráða og fjöl- skyldurnar í borginni. Sparar og hagræðir, en heldur fast í það sem mestu skiptir, seg- ir Hanna Birna Krist- jánsdóttir borgarstjóri. Viðbúin erfiðum símtölum Við viljum taka velá móti borg-arbúum sem hingað leita og því hafa starfsmenn við sím- svörun sótt námskeið hjá þeim sem vanir eru að svara fólki í alls konar erfiðleikum. Enn sem komið er hefur lítið reynt á þetta, en við viljum vera viðbúin,“ segir Álf- heiður Eymarsdóttir, þjónustustjóri Reykjavík- urborgar. Margt starfsfólk Reykjavíkurborgar er vant að svara fólki, sem þarf að ræða um ýmis við- kvæm mál. Það gildir til dæmis um starfsfólk vel- ferðarsviðs. Hins vegar hefur ekki reynt á slíkt hjá þeim sem svara í að- alnúmer borgarinnar. Borgin greip því til þess ráðs að leita til Reykja- víkurdeildar Rauða kross Íslands. Þar er fólk vant því að svara áhyggjufullu fólki, til dæmis hjá Vina- línu RKÍ. „Við höfum auð- vitað nýtt okkur þekkingu starfsmanna sem eru vanir erfiðari málum. Því til viðbótar fengum við Rauða krossinn til að halda námskeið fyrir framvarðasveit borg- arinnar, sem þarf ef til vill á næstunni í auknum mæli að taka við símtöl- um frá fólki, sem orðið hefur fyrir einhvers konar áfalli,“ segir Álfheiður. 2010 Diversity Visa Lottery Registration started October 2, 2008 Registration for the 2010 Diversity Visa (DV) Lottery started at 08:00 on Octoper 2, 2008. Persons seeking to enter the lottery program must register online through the designated Internet website during the registration period. The website for registering for the 2010 DV Lottery, www.dvlottery.state.gov, will be available from 08:00 on October 2, 2008 through to 08:00 December 1, 2008. DV lottery / Grænakorts happdrættið A M E R I C A N E M B A S S Y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.