Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 23
„Nei, það held ég ekki. En við systkinin vor- um alin á hollu fæði og það var matjurtagarð- ur við heimili okkar. Það var talsvert miseldri á ömmum mínum. Móðuramma mín var fædd 1913 og ólst upp á kreppuárunum, át fisk og kartöflur tvisvar á dag fimm daga vikunnar. Ungar stúlkur nútímans borða hverfandi lítið af fiski sem er miður. Föðuramma mín fæddist aftur 1930 og þeg- ar hún fór að muna vel eftir sér var landið hernumið og allt breytt - líka matarvenjurnar. En sparnaðarvenjur mínar eru komnar að hluta frá þessum tveimur konum. Mamma mín býr auðvitað til „heimsins besta mat“, eins og flestir segja um mömmu sína. En við mæðgur eldum óneitanlega tals- vert ólíkt,“ segir Anna Sigríður. Er mamma þín kannski af „danska sósu- skólanum?“ spyr ég. „Hún býr til góðar sósur, líklega er mamma heilmikil veislueldamanneskja, en ég horfði sjaldnast á mömmu elda,“ segir Anna Sigríður og brosir. En hvað með hana sjálfa, hvernig eld- ar næringarfræðingur? „Ég er mikið í að gera tilraunir í eldhúsinu og les ógrynni af mat- reiðslubókum. En svo loka ég bókunum og byrja að elda - finn mína eigin útfærslu. Það er helst í bakstri sem ég fer eftir uppskriftum.“ Anna Sigríður er nú komin inn í grænmetisdeildina og þar líkar henni greini- lega lífið. „Ég held að samspil heimilis og skóla hvað matarræði snertir sé mjög mikilvægt. Það er slæmt hve heimilisfræði er í raun lítt rækt fag, það myndi skila samfélaginu miklu ef meiri rækt væri lögð við það í skólum landsins,“ segir Anna Sigríður og mundar í hendi sér sæta kartöflu, matartegund sem hún er að eigin sögn hrifin af. Skólaumhverfi Önnu Sigríðar var þó tals- vert líkt því sem nú gerist vegna veru fjöl- skyldunnar í Svíþjóð. Það var ekki fyrr en miklu síðar sem skólar á Íslandi tóku upp skólafæði. „Svíar eru miklu meðvitaðri. Þeir gera líka allt rækilega, ef það á að vera græn- meti þá er líka grænmeti á borðum,“ segir hún. „Maður var ekki með sælgæti á hverjum degi, fékk kannski einn sleikibrjótsykur á laugardegi, þannig voru venjurnar í sænsku umhverfi þá,“ bætir hún við. Anna Sigríður getur þess að innan hennar stéttar séu nokkrar konur aldar upp í Svíþjóð að hluta og eiga feður sem eru læknar. „Maður getur ímyndað sér að þetta hafi áhrif, sænska kerfið og það að vera í umhverfi þar sem unnið er með heilbrigði. Þetta hafa ábyggilega verið áhrifavaldar í mínu lífi. Eink- um fannst mér forvarnarhlutinn mjög spenn- andi og velti fyrir mér að fara kannski út í grasalækningar og tók grasafræði sem valfag í MH. En eftir stúdentspróf varð matvæla- fræðin við Háskóla Íslands fyrirvalinu og það- an lá leiðin til Austurríkis í meistaranám. Ég hafði verið þar sem au pair og fannst Vín- arborg yndisleg. Í háskólanum sem ég stundaði mitt nám var mikið af góðum og þverfaglegum kúrsum enda námið þar nýlega endurskipulagt. Skoð- uð var bæði efnahagslega hliðin, sú sál- fræðilega og þetta fléttað saman saman við nægingarfræðina.“ Anna Sigríður kveðst hafa búið í einskonar „kommúnu“ í Austurríki. „Ég bjó með austurrískum skólasystkinum mínum, leigðum hvert sitt herbergi í íbúð og við skipt- umst á að elda. Námið tók á sig alls kyns myndir. Við urðum að skrá niður hvað við borðuðum. Stundum varð að vita nákvæmlega samsetningu fæðunnar. Við urðum t.d.í einni rannsókn að vikta allt sem ofan í okkur fór, það gat verið erfitt ef maður var boðin í sam- kvæmi eða jafnvel á stefnumót. Það leit sér- viskulega út óneit- anlega að mæta með viktina. En þetta hafð- ist allt saman með góð- um vilja en ég neita því ekki að svona æfingar leggjast misvel í nem- endur, þótt flestir séu sammála um að það sé gott að prófa þetta á eigin skinni. Maður verður líka svo meðvitaður um mat- aræðið um leið – kannski of! Næring- arfræði snýst ekki bara um hollustu, hún snýst um matar venjur, þekkja eiginleika matvæla, skilja hvers vegna matarmenning er mismunandi milli landa. Í Austurríki er sterk hefð fyrir kaffidrykkjum og lögð mikil áhersla á að þeir séu rétt lagaðir. Mér fannst mikilvægt að komast inn í eldhús- in og sá hvernig hver og einn réttur og drykk- ur væri gerður. Ég er enn í dag dugleg að skoða hvað er á markaðinum og prófa það. Maður getur ekki ráðlagt fólki nema gera þetta.“ Anna Sigríður er gift næringarfræð- ingnum Alfonsi Ramel og þau skiptast eðli- lega á við eldamennskuna. „Aumingja börnin okkar,“ segir Anna Sigríður og hlær. Það var auðvitað næringarfræðin sem leiddi þau saman. „Ég plataði hann til að koma til Íslands, það eru átta ár síðan og hann er enn hér,“ segir hún svolítið sposk. Ég er svo sem ekki hissa á því þegar ég horfi á hana með rautt epli í hendinni. En Önnu Sigríði er ekki sama hvernig epli hún kaupir. „Jónagold epli eru ódýrust. Ég kaupi þau því oftast. Reyndar segir bróðir minn að okkur hjónum sé runnið orðið í merg og bein að spara - og segir að mér þyki beinlínis gam- an að spara. Það er líklega alveg rétt. Þetta er lífstíll sem maður venur sig á og hefur ekkert fyrir. Maðurinn minn bakar nánast allt brauð heimilisins. Ég nota vél í brauðbaksturinn en hann hnoðar. Þetta er honum svo eðlilegt. Þegar hann kemur heim blandar hann í brauðið og lætur það hefast á meðan hann skokkar, svo bakar hann það. Eins er með grautinn sem ég tek með mér á morgnana. Ég sýð hann úr bankabyggi og læt hann svo standa til morguns. Uppskriftin að þeim graut er birt á pakkningum á íslensku bankabyggi og hún er afskaplega góð,“ segir Anna Sigríð- ur og sýnir mér umrætt bankabygg í brúnum poka. „Sumir halda allt sé hollt og ódýrt í bréf- pokum, en það er ekki svo, það verður að skoða hvert innihaldið er og verðlagið og þannig þreifar maður sig áfram í átt að hollu fæði á góðu verði.“ barn ‘‘„ÉG ER MIKIÐ Í AÐ GERATILRAUNIR Í ELDHÚSINU OGLES ÓGRYNNI AF MATREIÐSLUBÓKUM. EN SVO LOKA ÉG BÓKUNUM OG BYRJA AÐ ELDA - FINN MÍNA EIGIN ÚTFÆRSLU. ÞAÐ ER HELST Í BAKSTRI SEM ÉG FER EFTIR UPPSKRIFTUM.“ Morgunblaðið/Ómar 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Almennt má kannski segja að hverskonar þægindi séu dýr, því minnitíma og fyrirhöfn sem maður er tilbúinn að leggja í matinn þeim mun dýr- ari verður hann. Það þarf að líta á neyslu- mynstur allrar fjölskyldunnar. Með því að stilla saman matseðil heimilisins og mat- seðla leikskólans, skólans og vinnunnar borða fjölskyldumeðlimir betur og þá er jafnvel hægt að spara. Þótt fiskur ætti að vera sem oftast á borðum finnst fáum spennandi að fá fisk- máltíð tvisvar sama daginn. Oft dugir líka ef allir fengu mikinn mat í hádeginu að hafa léttari máltíð að kvöldi og huga þá frekar að samverustundinni í kringum máltíðina. Tilbúinn barnamatur fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina er dýr en það er auðvelt og fljótlegt að búa til hvers kon- ar mauk fyrir þau yngstu í samræmi við þarfir þeirra á hverju aldursskeiði. Nesti og einhverjir góðir millibitar fyrir vinnu- daginn ættu að vera í vinnutöskunni eða geymdir á skrifstofunni því það er dýrt að fara út í sjoppu eftir hverjum bita. Ég hef t.d. vanið mig á að eiga alltaf haframjöl í boxi á skrifstofunni minni ásamt fjölbreyttu úrvali af þurrkuðum ávöxtum, hnetum og fræjum. Þetta eru þurrvörur með góðan endingartíma og því alltaf hægt að grípa í þetta þegar svengd- in gerir vart við sig – þá má ýmist narta í þetta eða búa til hafragraut bragð- og prótínbættan, þar sem hnetur og fræ eru prótínrík og veita góða fyllingu. Annað uppáhald fyrir fólk á sífelldum hlaupum er morgungrautur Gabríels, en uppskriftina að honum má finna aftan á bygginu frá Vallanesi. Maður eldar einfaldlega stóran skammt á sunnudagskvöldi (hann eldar sig eiginlega sjálfur) og hann veitir gleði og kraft alla vinnuvikuna. Flest okkar eyða eflaust mun meiri pen- ingum í alls konar mat umfram nauðsynj- ar. Súkkulaðið, kaffibollinn, ferska kryddið og vínglasið eru dæmi um munaðarvöru sem ekki þarf að vera til staðar en fólk er misviljugt að vera án. Hversu margir skyldu velta fyrir sér kílóverði súkkulaðis? Þar er reyndar skynsamlegri lending að hafa bitann svo lítinn að kílóverðið skipti ekki máli. Einn góður biti skilar meiri ánægju og er betri fyrir skrokkinn en meira magn af því sem manni finnst ekki virkilega gott. Sparnaður og hollusta geta svo sann- arlega átt samleið. Kannanir Manneld- isráðs og ASÍ á árunum 2001-2003 sýndu að hollustukarfa þar sem keypt er inn í samræmi við ráðleggingar um mataræði og næringarefni, en óþarfa sleppt, er mun ódýrari en að borða eins og meðalmann- eskjan gerir. Engu að síður var og er mjög dýrt að kaupa inn allan þann mat sem við þurfum til að uppfylla næringarefnaþarfir. Segja má að því meðvitaðri sem við er- um um hvað, hvernig, hvar og hversu mik- ið við borðum þeim mun betur erum við stödd með tilliti til heilsu, holdafars og sparnaðar. Umhverfið í kringum matmáls- tímann mætti jafnvel telja til matartengds sparnaðar því rannsóknir sýna að þeir sem borða fyrir framan sjónvarp og hafa hugann ekki við matinn borða mun meira en hinir sem leggja upp úr hefðbundnum matmálstíma sem samverustund. Fjör- legar samræður við matarborðið ýta auk þess undir seddu þar sem ákveðinn tíma þarf til að skynja að maður sé búinn að fá nóg. Kósí kvöldmáltíð við kertaljós (sem sparar rafmagn) í stað sjónvarps- og víd- eókvölda er því kannski málið. Þægindi eru dýr Kjúklingabaunir – góðar í pottrétti, baunabollur og baunamauk. Eru prótínríkar og innihalda talsvert magn af trefjum, fólínsýru og járni. Krækiber – úr berjamó þannig að þau lenda ekki í körfunni. Trefjarík og mikið af andoxunarefnum. Hnetur – fjölómettuð fita í bland við prótín og kolvetni. Rannsóknir benda til að þrátt fyrir hátt fituinnihald geti þær átt þátt í að halda fólki grönnu vegna þess hversu seðjandi þær eru. Hæfilegt magn er um lófafylli á dag. Fiskur – er góður prótíngjafi og ríkur af mikilvægum næringaref- num s.s. joði og seleni. Feitar tegundir veita líka ómega-3 fitusýrur og D-vítamín sem helst er að finna í sjávarfangi. Niðursoðnir tómatar – ekki síður góðir en þeir fersku. Andoxunarefnið lýkópen tapar ekki virkni sinni við niðursuðuna og því helst hollustan áfram. AB-mjólk – kalk og góðir gerlar fyrir meltinguna. Góð með múslí eða mor- gungraut og grunnur í flestar kaldar sósur. Lýsi – ætti helst enginn að sleppa. Er okkar helsti D-vítamíngjafi en það er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina. Á fljótandi formi fæst meira magn af ómega-3 fitusýrum sem gegna fjölbreyttu hlutverki fyrir heilsu manna. Hvítkál – má gjarnan taka við af salatblöðunum á haustin. Ríkt af fólínsýru og C-vítamíni, trefjaríkara en salat. Gróft brauð – hvort sem það er heima- bakað eða keypt ætti að stefna að því að velja sem oftast brauð með minnst 6 grömm af trefjum í 100 grömmum brauðs. Trefjunum fylgja líka fjölmörg næringarefni, góð fita og vítamín. Sætar kartöflur – sérstak- lega ríkar af beta-karótíni og C- vítamíni, sem eru andoxunarefni. Mangó – ríkur af C-vítamíni og beta- karóteni. Safaríkur og seiðandi, í mat eða sem millibiti. Spergilkál – andoxunarkokteill. Mikið af C-vítamíni, beta-karótíni og fólasíni. Líka járn og trefjar. Lifur/lifrarkæfa – ekki alltaf en annað slagið. Er sérstaklega rík af járni, sem konur fá oftast ekki nóg af. Þarf samt að gæta þess að borða ekki of oft þar sem hátt A-vítamín innihald í lifur getur valdið eitrun og þannig verið skaðlegt heilsunni. Nokkur matvæli í körfuna að hausti Almennt gildir – fjölbreytt fæðaí körfuna og allt er best í hófi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.