Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Forysta at-vinnulífs-ins hvetur fyrirtæki í tíma- bundnum rekstr- arvanda til að lækka starfshlut- fall launamanna fremur en að segja þeim upp sé þess nokk- ur kostur svo fleiri haldi vinnu en ella. Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra setti saman starfshóp til að koma til móts við fyrirtæki sem við þessu verða. Hún hef- ur kynnt ríkisstjórninni til- lögur um aðgerðir vegna breyttra aðstæðna á vinnu- markaði. Breyttar reglur eru settar fram til að sporna við vaxandi atvinnuleysi en ASÍ spáir að það geti orðið allt að fimm prósent á næsta ári. Ekki má gleyma að nú má einnig búast við því að fjölmörg fyrirtæki leitist við að lækka laun þeirra starfsmanna sem fyrir eru. Helstu tillögur hópsins eru þrjár. Að sá tími sem heimilt er að greiða launamanni tekjutengdar atvinnuleysis- bætur verði lengdur hlutfalls- lega í samræmi við lækkað starfshlutfall. Þannig að lækki það til dæmis úr 100 prósentum í 75 prósent geti viðkomandi fengið greiddar tekjutengdar atvinnuleys- isbætur í samtals tólf mánuði í stað þriggja mánaða áður, hafi hann áunnið sér fullan rétt til atvinnuleysisbóta. Þá að atvinnuleysisbætur þeirra sem hafa fengið greiðslur fyr- ir hlutastarf verði ekki skert- ar og loks að greiðslur úr ábyrgðasjóði launa verði mið- aðar við starfshlutfall launa- manns áður en kom til sam- dráttar hjá fyrirtækinu og þá áður en starfs- hlutfall hans var lækkað, innan ákveðins tíma- ramma þó. Breyttar reglur munu væntanlega létta undir með þeim þús- undum fjölskyldna sem verða fyrir fjárhagslegu skakka- falli. Virðingarvert er hve hratt stjórnvöld bregðast við breyttu landslagi launamanna og fyrirtækja. Reglurnar skapa mun meiri sveigj- anleika en bjóða reyndar um leið hættunni heim á að þær verði misnotaðar. Æ fleiri fyrirtæki hafa á undanförnum árum samið við starfsmenn sína um föst laun. Fastlaunasamningar gera margir hverjir ekki ráð fyrir ákveðnum vinnustundafjölda. Þá er samið um ákveðna upp- hæð fyrir ákveðna vinnu óháð vinnustundum. Ýmis stétt- arfélög hafa varað við slíkum samningum. Lækki starfs- hlutfall starfsmanna á fast- launasamningum er ekki þar með sagt að vinnustundunum fækki. Nú þegar harðnar í ári hjá íslenskum fyrirtækjum ráða mörg hver ekki lengur við að greiða launin sem þau buðu í góðærinu. Sú hætta skapast því að í stað þess að launin lækki fyrir 100 prósenta starfshlutfall gangi einhverjir á lagið og semji um lægra starfshlutfall á pappírunum og svo verði sóttar bætur fyr- ir mismuninum. Þegar reynt er með öllum ráðum að milda vandann sem steðjar að þjóðinni má ekki gleyma að tryggja að ekki verði gengið á lagið og rýmri reglur misnotaðar. Mörg fyrirtæki ráða ekki lengur við að greiða launin sem buðust í góðærinu.} Lægra starfshlutfall H ér á landi er oft hamrað á því hversu mikil forréttindi það séu að vera Íslendingur. Vitaskuld á það við um margt, en það eru líka augljósir annmarkar á því að búa á Íslandi, ekki síst um þessar mundir. Sú kynslóð Íslendinga sem komst á legg eftir að verðbólga hafði étið upp sparifé (og reynar líka skuldir) foreldranna tók því eins og hverju öðru hundsbiti að verðtrygging væri nauðsyn- leg til að halda verðbólgunni í skefjum. Verð- tryggingin hefur verið við lýði allt fullorðinslíf þeirra sem nú eru virkastir á atvinnumarkaði og standa undir kostnaði samfélagsins. Þeir sem fóru í langskólanám borga af verð- tryggðum námslánum meirihluta starfs- ævinnar og langflestir skattgreiðendur á þess- um aldri borga einnig af verðtryggðum húsnæðislánum. Nú þegar verðbólga geisar samt sem áður, er ekki nema von að margir velti því fyrir sér af hverju Íslendingar þurfi að burðast með verðtryggingu á öllum sínum lánum þegar íbúar nágrannalandanna gera það ekki. Það er erfið staða fyrir venjulegt fólk að búa bæði við kaupmáttaskerðingu af völdum verðbólgu og hækkun allra skuldbindinga vegna verðtryggingar. Fyrir réttu ári átti ég tal við bankakonu í Þýskalandi um lánakjör þar í landi. Viðkomandi var yfir húsnæð- islánadeild og bárum við saman bækur okkar um lána- samninga þar og hér. Augljóst var að þýski bankinn gekk hart eftir tryggingum fyrir lánum, auk þess að vilja gera sér glögga grein fyrir skuldastöðu og fjárhagslegu bol- magni viðskiptavina sinna, rétt eins og tíðkast hér. Vext- irnir af lánunum – „leigan“ fyrir peningana – voru einnig áþekkir því sem hér gerist. En þegar útskýrt var fyrir þýsku bankakonunni að á Íslandi væri ekki einungis greiddir vextir, heldur lán einnig verðtryggð, tók hún að efast um sannleiksgildi orða minna. „Hvernig er hægt að láta fólk borga BÆÐI vexti og verð- bætur?“ spurði hún undrandi. „Eru ekki vext- irnir það háir að þeir eigi að duga sem sann- gjörn „leiga“ fyrir það sem þú færð lánað? Og hvernig getur lánastofnunin ætlast til þess að annar aðilinn, lántakinn, beri alla áhættuna en lánastofnunin ekki neina? Tekur nokkur mað- ur lán?“ Þegar þarna var komið við sögu var ég hálf- partinn farin að bera í bætifláka þetta fyr- irkomulag okkar hérna á skerinu – það er jú svo gott að vera Íslendingur. Gróf upp gömlu útskýringuna um verðbólguna. Hún hrein ekki á þessari þýsku fjármálakonu, sem staðhæfði að þessu mætti líkja við það að einhver setti íbúð á leigumarkað og innheimti fyrir hana leigu en léti leigjandann jafnframt greiða fyrir það að halda húseigninni við; borga nýja eldhúsinnrétt- ingu, endurnýja gólfefni og þar fram eftir götunum. Leigj- andinn sæi m.ö.o. um að viðhalda höfuðstólnum auk þess að standa undir rentunum gagnvart leigusalanum. Þegar hún klykkti út með því að þar að auki sæi hún ekki betur en verðtryggingin leiddi til þess að veð lánveitandans rýrnaði stöðugt í verðbólgu, sem einnig væri slæmt, var ég vissulega orðin hugsi. Það má vel vera að það séu forréttindi að vera Íslend- ingur, en um þessar mundir eru þau dýru verði keypt. fbi@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Forréttindi að vera Íslendingur? FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is R ektorar íslensku há- skólanna tóku í vikunni saman höndum um undirbúning til að taka á móti nýjum straumi nemenda úr hópi fólks sem hefur misst eða sér fram á að missa vinn- una. Fjölmargir hafa haft samband við skólana síðustu tvær vikur til að kanna möguleika sína á námi og eins hafa margir nemendur erlendis kannað möguleika á að fá nám sitt metið inn í íslenska háskóla þar sem þeir sjá sér ekki lengur fært að standa undir kostnaði Háskólarnir á Akureyri, í Reykja- vík, á Bifröst og Hólum auk Land- búnaðarháskólans og Háskóla Ís- lands stefna allir að því að opna fyrir fleiri nemendur en áður um áramót og jafnvel fyrr, s.s. á Bifröst þar sem nýir nemendur geta nú þegar hafið fjarnám í ákveðnum námsgreinum og haldið svo áfram í staðnámi á næsta vormisseri. Sérstaklega líta skólarnir til þess að hleypa fólki inn í meistaranám. Eftirspurnin hefur verið hvað mest þar enda ljóst að stór hluti atvinnu- lausra mun verða háskólamenntað fólk. HR hafa borist jafnvel tugir símtala á dag frá fólki sem vill hefja framhaldsnám og í ljósi þess var ákveðið að opna fyrir nám á meist- arastigi á öllum brautum. Þar verð- ur líka hleypt inn nýnemum í grunn- nám í tækni- og verkfræðideild, þar sem hefur m.a. gætt aukins áhuga meðal iðnmenntaðra, að sögn Steins Jóhannssonar kennslustjóra, en til að komast þar inn verður fólk að hafa lokið sveinsprófi. Misflókið er að hleypa inn í hinar ýmsu deildir háskólanna á miðju námsári og í sumum tilfellum er það einfaldlega ekki hægt þar sem geng- ið er út frá því í náminu að grunn- kúrsum á haustmisseri verði lokið fyrst. Í HÍ er nú verið að skoða hvar megi koma því við að hleypa nýnem- um inn í grunnnám á vormisseri. Kristín Ingólfsdóttir rektor segir ýmsar hugmyndir uppi til að reyna að hagræða námsfyrirkomulaginu. „Sem dæmi get ég nefnt að í sagn- fræði- og heimspekideild er boðið upp á nokkurs konar námskörfu, þar sem fólk getur tekið kúrsa í sagn- fræði, heimspeki og fornleifafræði og fengið þær einingar metnar í lok misseris eftir að það hefur ákveðið í hvaða grein það vill fara.“ Vonast er til að þetta fyrirkomulag megi taka upp í öðrum deildum líka. Í HR stendur að sama skapi til að kenna grunnnámskeið tækni- og verkfræðideildar á vorönn ef nógu margir skrá sig og bæta við sum- arönn svo nýnemar geti náð öðrum nemendum fyrir næsta haust. Samfélagsleg ábyrgð skólanna Ekki liggur fyrir hvort skólarnir fá aukna fjárveitingu með breyttum fjárlögum næsta árs, en óhjákvæmi- lega verður einhver aukakostnaður af því að fjölga nemendum og bæta við námsleiðum. Kristín Ingólfs- dóttir segir enn ekki tímabært að ræða við stjórnvöld um aukafjárveit- ingu, skólastjórnendur bíði eftir nýju fjárlagafrumvarpi en miði í millitíðinni við að lágmarka útgjöld með aðgerðunum. Steinn Jóhannsson segir að skól- arnir telji það einfaldlega samfélags- lega ábyrgð sína að bregðast við ástandinu. „Við erum að taka inn umframnemendur á fullt af náms- brautum sem við fáum ekki borgað með frá ríkinu, en okkur finnst nauð- synlegt að aðstoða fólk sem hefur misst vinnuna og vill komast í nám.“ Morgunblaðið/Ómar Námsfús Margir líta til háskólanna til að styrkja stöðu sína í atvinnulífinu Skólarnir opnast í auknu atvinnuleysi Hvað langar þig til að læra nýtt? Námsframboðið í skólum landsins er ótrúlega mikið og fjölbreytilegt enda íhuga margir þann kost að snúa aftur í nám til að styrkja stöðu sína í ótryggu atvinnuástandi. Hvernig væri til dæmis að færa út kvíarnar og prófa eitthvað af eft- irfarandi:  Diplómanám í viðburðastjórnun í Háskólanum á Hólum  Frumkvöðla- og viðskiptamótun hjá Opna Háskólanum í Reykjavík  Raðnámskeið í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi í Landbúnaðarháskólanum  Fjarnám í HHS (heimspeki, hag- fræði og stjórnmálafræði) við Há- skólann á Bifröst  Samfélags og hagþróunarfræði hjá Háskólanum á Akureyri  Meistaranám í Umhverfis- og náttúrusiðfræði við Háskóla Íslands  Meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun við HR Morgunblaðið/Þorkell 29. október, 1978: „Frumvarp Guðmundar H. Garðarssonar og þriggja annarra þingmanna Sjálf- stæðisflokksins um Lífeyrissjóð Íslands hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Í orði kveðnu hefur þetta mál að vísu lengi verið í deiglunni, en umræð- urnar komust fyrst á málefna- legan grundvöll fyrir frumkvæði Guðmundar H. Garðarssonar, er hann fyrir tveim árum lagði efn- islega hliðstætt frumvarp fram á Alþingi. Það frumvarp fékk á sín- um tíma allgóðar undirtektir, en náði ekki fram að ganga, enda um algjöra umbyltingu í lífeyr- ismálum þjóðarinnar að ræða. Það var því eðlilegt að alþing- ismenn og forsvarsmenn lífeyr- issjóðanna tækju sér nokkurn tíma til að fjalla um málið. Nú hlýtur það hins vegar að vera komið á ákvörðunarstig.“ . . . . . . . . . . 30. október, 1988: „Fulltrúar Ís- lands á Heimsleikum eða Ól- ympíuleikum fatlaðra stóðu sig með mikilli prýði. Þeir komu heim frá Seoul í fyrradag með ellefu verðlaun: tvenn gull- verðlaun, tvenn silfurverðlaun og sjö bronsverðlaun. Má með sanni segja, að fjórtán manna hópurinn sem við sendum héðan til keppn- innar hafi staðið undir þeim von- um, sem við hann voru bundnar. Sigursælust urðu þau Lilja M. Snorrasóttir og Haukur Gunn- arsson sem hvort um sig fékk ein gullverðlaun og tvenn brons- verðlaun. Jónas Óskarsson og Geir Sverrisson hlutu silf- urverðlaun, Ólafur Eiríksson tvenn bronsverðlaun og Sóley Ax- elsdóttir ein bronsverðlaun.“ . . . . . . . . . . 25. október, 1998: „Fátækt er af- stætt hugtak en við mat á því, hvort fátækt ríki á Íslandi hljóta menn að taka mið af því um- hverfi, sem við lifum í en ekki bera saman lífskjör hér og í þriðja heims löndum og spyrja á þeim grundvelli, hvort fátækt ríki hér.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.