Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 29
A
lþýðusamband Íslands sam-
þykkti á ársfundi sínum
sem lauk í gær, föstudag,
afdráttarlausa ályktun um
að Ísland eigi að sækja um
aðild að Evrópusamband-
inu. Þannig telur „Alþýðu-
samband Íslands afar mik-
ilvægt að stjórnvöld fylgi
lánafyrirgreiðslu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins eftir með því að tryggja stöð-
ugan gjaldmiðil til framtíðar. Það er skoðun
ASÍ að yfirlýsing um að sótt verði um aðild Ís-
lands að ESB og upptöku evru sé eina færa
leiðin. Þannig verði látið á það reyna í aðildar-
viðræðum hvaða samningur Íslandi standi til
boða og hann lagður fyrir þjóðina í atkvæða-
greiðslu.“
Alþýðusambandið telur að yfirlýsing um að
stefnt verði að aðild að evrópska myntsamstarf-
inu (ERM II) á næstu 2 árum „myndi leggja
mikilvægan grunn að því að hægt yrði í sam-
starfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að skapa
nauðsynlegan trúverðugleika fyrir meiri festu í
skráningu krónunnar á næstu árum þangað til
full aðild að Evrópska peningamálasamstarfinu
(EMU) og upptaka evrunnar næðist.“
Alþýðusambandið hefur ekki áður samþykkt
svo afdráttarlausa ályktun um að stefna beri að
ESB-aðild. Skýringin á breyttri stefnu er ein-
föld; atburðirnir undanfarnar vikur hafa sýnt
okkur að tilrauninni um sjálfstæðan, lítinn
gjaldmiðil í alþjóðlegu hagkerfi er lokið. Það er
hvorki hagur íslenzkra launamanna né fyr-
irtækja að halda í krónuna. Við höfum ekki efni
á henni lengur.
Meirihluti aðildarsambanda Samtaka at-
vinnulífsins hefur sagt sína meiningu. Nú tekur
Alþýðusambandið af skarið. Það er út af fyrir
sig engin furða því að bent hefur verið á að þó
ekki sé nema vegna munar á greiðslubyrði hús-
næðislána og verðlagi neyzluvöru, sem fylgir
því að hafa krónu en ekki evru, sé með-
allaunamaðurinn á Íslandi þrjá mánuði á ári
hverju að vinna fyrir þeim „forréttindum“ að
hafa krónuna.
Við þurfum sterkan, stöðugan gjaldmiðil og
við þurfum öflugan seðlabanka sem getur stutt
við hann. Þetta fáum við ekki nema með inn-
göngu í Evrópusambandið og upptöku evr-
unnar. Látið hefur verið reyna á hugmyndir um
að hægt sé að fá evruna án aðildar að Evrópu-
sambandinu. Þær hafa ekki reynzt raunhæfar
og þá er nokkuð augljóst hvað þarf að gera.
Fyrirgreiðsla IMF – og hvað svo?
Í ályktun Alþýðusambandsins er talað um
ESB-aðild og nýjan gjaldmiðil sem næsta skref
á eftir lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins (IMF). Í raun er nauðsynlegt að
ræða þetta tvennt í sömu andrá. Fyrirgreiðsla
IMF og einstakra ríkja, sem hafa gefið fyrirheit
um að lána Íslandi fé, mun gera okkur kleift að
koma upp gjaldeyrisvarasjóði, sem mun styðja
gengi krónunnar næstu árin. En hvað svo?
Fram hefur komið af hálfu Olli Rehn, sem fer
með stækkunarmál í framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins, að Ísland geti samið um aðild
að sambandinu á skömmum tíma. Hann sagði í
viðtali við AFP-fréttastofuna síðastliðinn mánu-
dag að Ísland væri lýðræðisríki, sem hefði þegar
gert samninga um líklega 2⁄3 af regluverkinu
sem þarf að uppfylla að fá aðild að ESB. „Þetta
þýðir, að ef Ísland myndi óska eftir aðild yrði
hægt að ljúka viðræðum á skömmum tíma,“
sagði Rehn. Þessi orð falla eftir fjármálahrunið
hér á landi og sýna að afstaða framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins til aðildar Íslands
er óbreytt.
Ísland gæti þannig samið sig inn í Evrópu-
sambandið á skömmum tíma. Það þyrfti að
breyta stjórnarskrá landsins og efna til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um aðild. Það þyrfti ekki að
taka langan tíma, ef pólitískur vilji er fyrir
hendi á annað borð.
Margir hafa bent á að þótt aðild væri náð,
tæki a.m.k. þrjú ár til viðbótar að fá evruna. Þá
gleyma menn því hins vegar, sem Alþýðu-
sambandið heldur til haga, að mjög fljótlega
eftir að Ísland fengi aðild að ESB, stæði því til
boða þátttaka í myntsamstarfinu, ERM II.
Slóvenía fékk til dæmis aðild að myntsamstarf-
inu innan við tveimur mánuðum eftir að landið
gekk í ESB.
Þátttaka í ERM II þýðir að gengi gjaldmiðils
aðildarríkis ESB er haldið stöðugu gagnvart
evrunni. Miðað er við að það megi ekki sveiflast
meira en um 15% upp eða niður fyrir ákveðið
miðgengi sem samið er um fyrirfram. Um leið
og Ísland gengi í ESB ætti það því kost á stuðn-
ingi Seðlabanka Evrópu við að halda gengi
krónunnar innan þessara marka.
Tveggja ára aðild að ERM II er skilyrði fyrir
upptöku evrunnar. Þennan tíma gæti Ísland
síðan notað til að leitast við að uppfylla önnur
skilyrði fyrr upptöku evrunnar. Þar hefur stað-
an snúizt við; fyrir nokkrum vikum uppfyllti Ís-
land auðveldlega skilyrðin um lágar skuldir
hins opinbera og lítinn fjárlagahalla, en vextir
og verðbólga voru langt yfir þeim mörkum sem
Maastricht-sáttmálinn setur. Nú stefnir hins
vegar í að vextir og verðbólga fari lækkandi á
næstu áru, en ríkisbúskapurinn mun snar-
versna.
Við eigum þó engan annan kost en að ná jafn-
vægi í ríkisfjármálunum og byrja á ný að greiða
niður skuldir ríkisins eins fljótt og auðið er. Yf-
irlýsing um að stefnt sé að ESB-aðild og upp-
töku evrunnar myndi gefa umheiminum til
kynna að Ísland sé reiðubúið að beita sig þeim
aga, meðal annars í ríkisfjármálunum, sem
nauðsynlegur er til að ná hagkerfinu aftur á
réttan kjöl.
Aðalsteinn Leifsson, stjórnmálafræðingur við
Háskólann í Reykjavík, orðar þetta þannig í
Morgunblaðinu í dag, laugardag: „Þá vita menn
að með þeim skammtímaaðgerðum sem eru
óhjákvæmilegar núna með stuðningi IMF er
jafnframt stefnt að einhverju til langframa.“ Að-
alsteinn nefndir sem dæmi að þegar alþjóðlegir
markaðir meti skuldatryggingarálag íslenzkra
aðila næstu 5 árin myndi sú vitneskja að Ísland
yrði innan þess tíma orðið hluti af ESB breyta
verulega skynjun manna á þeirri áhættu sem
fylgi því að eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki.
Aðalsteinn segir að eins og staðan sé í dag sé
erfitt að finna nokkurs staðar fjárfesti reiðubú-
inn að fjárfesta í íslensku fyrirtæki vegna þess
hve ástandið er ótryggt. „En þegar þessi fram-
tíðarsýn er skilgreind gjörbreytist sú mynd og
það myndi strax hafa jákvæð áhrif. Að sama
skapi myndi sú yfirlýsing að við ætluðum aldrei
að sækja um aðild hafa neikvæð áhrif,“ segir
Aðalsteinn.
Sjálfstæðismenn og Evrópumálin
Í ljósi þess, sem að framan er sagt, hljóta menn
að spyrja hvers vegna Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra, sem mest mæðir nú á í vinnunni við
endurreisn efnahagslífsins, skuli ekki vilja tala
um Evrópusambandsaðild og evruna þessa
dagana.
Forsætisráðherra sagði í Spegli Rík-
isútvarpsins síðastliðinn miðvikudag: „Mér
finnst bara að við eigum að koma okkur í gegn-
um þessa erfiðleika sem eru núna áður en við
förum að ræða það mál af alvöru. Það er alveg
ljóst að hugmyndir um aðild að Evrópusam-
bandinu, hvað þá að taka upp evruna, sem er
margra ára ferli úr því sem komið er, leysa ekki
vandann eins og hann er í dag. Þetta vita allir
og það flækir bara málin að vera að draga slík
mál inn í þá umræðu sem við þurfum núna að
fara í gegnum.“ Geir bætti við að ekki ætti að
„rugla fólk í ríminu með því að vera að tala um
einhver allt önnur mál“.
En forsætisráðherra sagði jafnframt í Spegl-
inum: „Við þurfum að beita öllum þeim ráðum
og öllum þeim aðgerðum í efnahagsmálum sem
við höfum tök á.“
Væri ekki yfirlýsing um að Ísland stefndi á
aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru
slík efnahagsaðgerð? Rétt eins og forsætisráð-
herra vakti athygli á því í gær, föstudag, að
samkomulag stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn myndi senda jákvæð skilaboð út á al-
þjóðlega markaði, myndi slík yfirlýsing auka
traust Íslands á alþjóðlegum mörkuðum.
Ástæðan er að þá vissi umheimurinn hvert
stefnt væri og að Ísland hygðist beita sig þeim
aga í efnahagsmálum sem nauðsynlegur er til
að fá aðild að Myntbandalagi Evrópu, EMU.
Af hverju vill forsætisráðherra ekki ræða
málið núna? Líklega vegna þess að það er við-
kvæmt í flokki hans, Sjálfstæðisflokknum.
Fleiri sjálfstæðismenn taka undir að það eigi
að slá ákvörðun í þessum efnum á frest. Árni
Helgason, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins, skrifaði grein í vefritið Deigl-
una í vikunni og hvatti til þess að beðið yrði þar
til óróinn í efnahagsmálum væri liðinn hjá. Hér
hafa verið færð rök fyrir því að ákvörðun um að
sækjast eftir ESB-aðild sé þáttur í því að kom-
ast út úr efnahagsvandanum. En í grein Árna
koma líka fram þær röksemdir, sem ESB-
andstæðingar í Sjálfstæðisflokknum halda
gjarnan á lofti: „Lýðræðishallinn og miðstýr-
ingaráráttan í ESB hefur ekkert minnkað
þrátt fyrir að Íslendingar glími við kreppu og
fiskveiðireglur sambandsins eru enn þær
sömu.“
Fyrri röksemdin er dálítið skondin. ESB
glímir vissulega við lýðræðishalla, sem felst í
því að valdamestu stofnanir sambandsins,
framkvæmdastjórnin og ráðherraráðið, eru
ekki kosnar beinni kosningu heldur sækja um-
boð sitt aðeins óbeint til almennings. Og vissu-
lega er ákveðin miðstýringartilhneiging í ESB.
Hún er mest á sviði innri markaðarins, þar sem
sameiginlegar reglur eru nauðsynlegar til að
tryggja virkni markaðarins. Reynslan af fjár-
málakreppunni bendir raunar til að fjölga geti
þurft reglunum, að minnsta kosti um fjár-
málamarkaðinn.
En þetta hvort tveggja, lýðræðishallann og
miðstýringuna, höfum við Íslendingar löngu
flutt inn með EES-samningnum. Lýðræðishall-
inn er raunar tvöfaldur hér á landi, vegna þess
að ákvarðanir stofnana ESB, sérstaklega ráð-
herraráðsins, taka gildi nánast sjálfkrafa hér á
landi. Þeir sem taka þessar ákvarðanir sækja
umboð sitt með óbeinum hætti til kjósenda í
ESB-ríkjunum, en ekki með nokkrum hætti til
íslenzkra kjósenda. Með aðild að ESB myndi
því draga úr lýðræðishallanum hér á landi og
Ísland hefði tækifæri til að hafa áhrif á miðstýr-
inguna, sem það hefur ekki í dag.
Raunar má líka segja að þrákelknin við að
standa utan ESB og evrunnar hafi nú þegar
haft þann kostnað í för með sér fyrir lýðræði og
sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar að hér hafa
verið sett neyðarlög, þar sem ótal laga-
ákvæðum er sópað til hliðar, og við höfum
neyðzt út í stórfellda erlenda lántöku og fengið
erlenda aðstoð við að stýra efnahagsmálum
þjóðarinnar.
Seinni röksemdin, um hagsmuni sjáv-
arútvegsins, er góð og gild. Sjávarútvegsstefna
ESB hentar illa íslenzkum sjávarútvegi. En
hér þarf að hafa tvennt í huga. Annars vegar
yrði reynt í aðildarviðræðum að fá undanþágur
eða sérlausnir varðandi sjávarútveginn. Og
engin dæmi eru um að ESB hafi gengið þvert
gegn mikilvægum þjóðarhagsmunum umsókn-
arríkis í aðildarviðræðum. Það myndi eingöngu
leiða til þess að aðildarsamningurinn fengist
ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hins vegar hafa forsendur sjávarútvegsins,
rétt eins og annarra atvinnugreina á Íslandi,
breytzt á undanförnum vikum og mánuðum.
Hvort vegur þyngra, óhagræðið af því að þurfa
að lifa með sjávarútvegsstefnu ESB, eða hag-
ræði útflutningsfyrirtækjanna af stöðugum
gjaldmiðli?
Sjálfstæðismenn hljóta að þurfa að hefja um-
ræðurnar um ESB-aðild alveg á næstunni. Þær
eru hluti af því að leysa til langframa úr þeim
efnahagsvanda sem hér er kominn upp.
Áhyggjur af alvarlegri misklíð í flokknum eru
ekki tímabærar. Hópur hinna hörðu ESB-
andstæðinga er bæði minni og einangraðri en
hann var fyrir nokkrum vikum, vegna þess að
aðstæðurnar hafa breytzt.
Ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu verður ekki tekin án Sjálfstæðis-
flokksins. En hún varðar þjóðarhagsmuni, ekki
flokkshagsmuni.
Við höfum ekki efni á krónunni lengur
29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
Reykjavíkurbréf
251008
ESB
Alþýðusamband Íslands vill sækja
um aðild að Evrópusambandinu
og leggja aðildarsamning fyrir
þjóðina í atkvæðagreiðslu.
ERM II
ASÍ telur að stefna eigi að aðild að
evrópska myntsamstarfinu á
næstu tveimur árum.
EMU
ASÍ telur þannig hægt að leggja
grunn að stöðugu gengi, í sam-
starfi við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn, þar til evran kæmi með fullri
aðild að Myntbandalagi Evrópu.
Morgunblaðið/Ómar