Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 32
32 Myndaalbúmið
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
Hjálmar
Hjálmarsson
Móðurættin Amma og afi, Þórdís og Ferdinand Eyfeld, ásamt börnum
sínum Eyjólfi, Sólveigu móður minni og Pétri Eyfeld. Afa og ömmu
hitti ég aldrei en þau létust löngu áður en ég fæddist. Mamma og bræð-
ur hennar eru sömuleiðis komin yfir móðuna miklu.
1977 Alvarlegur ungur maður í JMJ
jakkafötum horfir dreyminn til framtíðar.
Barbie Þetta er hljómsveitin Barbie sem var stofnuð 1987, en hætti 1988
og varð ekki mjög vinsæl. Héldum eina tónleika minnir mig. Þarna eru
Árni Kristjánsson, Hlynur Höskuldsson, ég, Úlfar Úlfarsson (Búffi) og
Magnús Jónsson síðar leikari. Búffi er dáinn en Hlynur, Árni og Maggi
voru síðar í Silfurtónum og Maggi í GusGus. Mér hins vegar hefur ekki
verið boðið í hljómsveit aftur þó ég hafi suðað í mörgum.
Einleikarinn Ágúst Orri aðstoðar mig við undirbúning sinfóníutónleika.
Hljómsveitartöffari
Unglingaástir í Breiðholtinu
Zorro og ég með Bomma-grettuna
Fermingardagur Sölku 2002 Fjölskyldan og tengdaforeldrar mínir,
Margrét Reimarsdóttir og Ólafur Halldórsson, sem bæði eru látin, á
fermingardegi Sölku.
Veiðiferð Með Sölku í veiðiferð við Kirkjubæjarklaustur.
„Eighties“ Fátæklegur húsbúnaður en mikið
lagt í hárgreiðslu okkar Guðbjargar.
Ánægður með Tinna-h
árgreiðsluna
Heima á Dalvík Litli Bommi í nýjum sparifötum með pabba, Hjálmari Blómkvist Júlíussyni,
í pössun hjá Unnu systur og í öruggum höndum hjá mömmu, Sólveigu Eyfeld.
H
jálmar Hjálmarsson, leikari,
leikstjóri, handritshöfundur og
þáttastjórnandi, útskrifaðist frá
Leiklistarskóla Íslands 1987.
Hann hefur leikið í fjölda verka í Þjóðleik-
húsinu, Borgarleikhúsinu, Hafnarfjarð-
arleikhúsinu og víðar sem og í kvikmynd-
um, útvarps- og sjónvarpsþáttunum, t.d.
Svörtum englum, sem sýndir eru í Sjón-
varpinu um þessar mundir. Einnig hefur
hann skrifað handrit og stjórnað mörgum
útvarps- og sjónvarpsþáttum eða verið í
hlutverki leikstjóra. Hann hefur nokkrum
sinnum leikið í Áramótaskaupi Sjónvarps-
ins, fyrst 1988, og er einn höfunda þess í
ár eins og árin 2001 og 2002. Jafnframt
stjórnar hann útvarpsþættinum Fyrst og
fremst á Rás 2 á sunnudögum, þar sem
hann rifjar upp 25 ára sögu rásarinnar.
Hjálmar er kvæntur Guðbjörgu Ólafs-
dóttur grunnskólakennara og eiga þau
Sölku Sól, 20 ára, Hjálmar Óla, 15 ára, og
Ágúst Orra, 7 ára.
Bommi Í upphafi leikferilsins 1988 fékk ég
hlutverk Bomma, sem kynnti teiknimyndir
í barnatíma Sjónvarpsins.