Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 33

Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 33
Ólöfu Jakobínu Ernudóttur langaði tilþess að fólk gæti styrkt gott málefni ogeignast fallegan hlut í leiðinni. Ólöf sem er innanhúsarkitekt er hönnuður bleika snagans Bínu, sem seldur er til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands en eins og margir vita er október helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini. „Hugmyndin að hönnuninni kemur frá skápahöldu af eldhúsinnréttingum sem voru al- gengar í húsum byggðum hér á árunum 1950- 60. Mér fannst þetta svo fallegt form og langaði að gera eitthvað úr því. Upphaflega ætlaði ég aðeins að gera nokkra snaga í mismunandi lit- um til að hengja upp á vegg í herberginu hjá syni mínum,“ útskýrir Ólöf Jakobína um hvern- ig hugmyndin að hönnuninni kom til. Íslensk hönnun og handverk Hún segir að ekki hafi verið hlaupið að því að finna einhvern sem gæti gert þetta fyrir hana því ekki margir renni í tré. Hún fann að lokum samstarfsmann í Úlfari Sveinbjörnssyni, sem renndi snaga fyrir hana úr beyki. Þegar hún var komin með prufur í hendurnar minnti lög- un snagans, séð aftan frá, hana á brjóst. „Þá fékk ég þessa hugmynd að sprauta hann bleik- an og leggja Krabbameinsfélaginu lið í leið- inni,“ segir hún. Málefnið stendur henni nærri en móðir hennar lést úr brjóstakrabbameini fyrir 15 árum. Kristján Heiðberg hjá Glugga- og hurðasmiðju Selfoss sá síðan um að sprauta snagana bleika en Ólöf Jakobína lét framleiða 100 stykki af hönnun sinni. „Snaginn er seldur á ekki ósvipuðu verði og happdrættismiði. Þarna leggurðu góðu málefni lið og færð nytjahlut í staðinn sem framvegis minnir þig á að mæta á Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins og vera á varðbergi, sem er ekki síður ætlunin,“ segir hún. Fyrir sloppa, slæður og festar Snagann er hægt að nota með ýmsu móti. „Það er hægt að hengja herðatré á hann. Líka fer mjög vel um hálsfestar á snaganum og slæð- ur. Einnig er hægt að setja snaga upp í eldhús- inu fyrir viskastykkin eða setja nokkra í röð upp í svefnherberginu fyrir föt í notkun og bað- sloppinn,“ nefnir hönnuðurinn sem dæmi. Snaginn, sem kostar 2.500 krónur, er til sölu í Epal, þar sem Ólöf Jakobína vinnur, og Sirku á Akureyri, heimabæ hönnuðarins. Allur ágóði af sölunni fer til Krabbameinsfélagsins. ingarun@mbl.is Minnti á brjóst Flottur í pari Hér sést lögun snagans vel og fer vel að hafa tvo saman. Andrew Motion hefur sagt aðþað sé ekki tekið út meðsitjandi sældinni að vera lárviðarskáld. Þegar hann tók við titlinum að Ted Hughes gengnum var honum sagt að ekki væri ætlast til yrkinga af honum, heldur skyldi hann njóta heiðursins í makindum. Honum var í lófa lagið að fara að dæmi Williams Wordsworths, sem orti ekki eitt einasta lárviðarljóð, en þess í stað kaus hann að gangast upp í hirðskáldinu og nota tækifær- ið til að gera veg ljóðsins sem mestan. Ekki þar fyrir; hann hefur ekki ort eina einustu minnisstæðu línu, segja þeir sem þykir lítið til ljóða hans koma, en aðrir segja þar fulldjúpt í árinni tekið, hann sé vel frambærilegt skáld þótt ekki kom- ist hann með tærnar þar sem for- veri hans hafði hælana. En það sem vanta kann upp á skáldskapinn bætir Motion fyrir með dugnaði sínum við skáldakynningar í ræðu og riti. Motion fær ekki frið með lárvið- arsveiginn alla sína ævidaga, heldur rennur skipunartími hans út á næsta ári. Þá hætta fimm þúsund pundin að berast, en hann á þó allt- af kaupaukann inni: 750 sherry- flöskur sem eru gjöf frá Spán- arkonungi, sem Motion hefur reyndar aldrei kallað eftir. freysteinn@mbl.is Á þessum degi … 26. OKTÓBER 1952 FÆDDIST LÁRVIÐARSKÁLD BRETA, ANDREW MOTION Íslensk hönnun 33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.