Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 35
unum ná kjöri næst í öryggisráðið.“ – Hefðu Íslendingar átt að draga framboð sitt til baka? „Nei, alls ekki. Það er komin upp alvarleg staða á Íslandi, sem mun reyna á þjóðina. En Ísland er Ísland eftir sem áður, með sínar hefðir og gildi, og hefði verið góður fulltrúi í ör- yggisráðinu.“ Þurfið að axla ábyrgð – Geta Íslendingar dregið einhvern lærdóm af því hvernig norsk stjórn- völd brugðust við bankakreppunni? „Ef svo er, þá ætti sendinefndin sem fór til Íslands að geta miðlað þeirri reynslu. Það eru til dæmi um hvernig ríkisstjórnir geta gripið inn í og skapað með því öryggi, en að- stæður eru breytilegar. Auðvitað reynum við að miðla af okkar reynslu, ef þess er óskað.“ – Hvaða áhrif hefur það á stöðu Noregs innan EES ef Ísland gengur í Evrópusambandið? „Þetta eru aðeins vangaveltur. Ég veit að deilt er um aðild á Íslandi og Íslendingar verða sjálfir að leysa úr því. Sjálfur er ég fylgjandi aðild Nor- egs að ESB, en ég virði það að þjóðin hefur tvisvar fellt það í kosningum. Við gerum okkar besta úr því, tökum ábyrga afstöðu, og ef Ísland ákvæði að fara í Evrópusambandið, þá breyt- ir það ekki sjálfkrafa viðhorfum Norðmanna. Það er of snemmt að segja til um það. En Íslendingar verða að taka afstöðu, ef þeir svo kjósa, með þeirri ábyrgð og tækifær- um sem því fylgja.“ – Það leynir sér ekki að Íslend- ingar mæta hlýhug hjá Norð- mönnum. „Ég held að samstaðan end- urspegli norrænan skyldleika, og í öðru lagi eiga Norðmenn og Íslend- ingar sameiginlegar rætur sem standa á gömlum meiði og vekja sam- stöðu. Svo finna margir Norðmenn til skyldleika, einkum meðfram strand- lengjunni, og einnig hér í Ósló, sem hafa komið til Íslands sem ferða- menn, eða átt viðskipti við þá. Þannig að þetta er samstaða tveggja nor- rænna þjóða, lítilla ríkja sem deila sömu gildum. En þetta felur líka í sér að Ísland verður að axla ábyrgð. Þetta voru ekki náttúruhamfarir, og Íslendingar þurfa að ræða það, hvort stefnan var rétt, hvort reglurnar stóðust. En þegar Íslendingar verða fyrir alvarlegu áfalli, þá virkjar það samstöðuna.“ Saga hlutanna 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 M ér finnst ríkisstjórnin sýna meiri vilja til að- gerða núna,“ sagði Erna Solberg, formaður Hægri- flokksins í Noregi, eftir ræðu utanríkisráðherrans í norska stórþinginu á fimmtudag. „Ég skrifaði bréf til forsætis- ráðherra fyrir tæpum tveimur vikum, þar sem ég fór fram á virkari umræðu um aðstoð til Ís- lendinga. Nú er hún hafin. Það er mikilvægt að íslensk stjórn- völd skilgreini hvar aðstoðar er þörf, tæknilegrar eða fjárhags- legrar. Og það er greinilegt að það er þverpólitísk sátt um það í norska þinginu.“ – Af hverju þessi stuðningur? „Ég held að það sé vegna þess að Ísland stendur okkur nær en aðrar þjóðir. Og þó að það hafi kannski ekki mikil áhrif á norskt efnahagslíf, þá hefur það áhrif á efnahagslegt sam- starf Norðurlanda. Svo held ég að það sé almenn skoðun í Nor- egi, að Íslendingar eigi að sækja aðstoð til Noregs, frekar en Rússlands.“ Formaðurinn Erna Solberg. ÍSLAND STENDUR OKKUR NÆR í vinnuna. Þeir hafa ekki hugmynd um hver staða þeirra er, en fengu þó laun um síðustu mánaðamót.“ Á norskri sjónvarpsstöð segir einn viðmælandinn: „Allt er á leið til hel- vítis á Íslandi.“ Og bætir við: „Drífið ykkur þangað – þar er allt á spott- prís!“ Sjálfir sitja Norðmenn á olíu- sjóðnum og eru öruggir með sig. Og þeir þykjast reynslunni ríkari. Þegar bankakreppan gekk yfir í Noregi lentu margir illa í því. Fasteignaverð hafði hækkað mikið, en snarlækkaði á skömmum tíma og atvinnuleysi fór upp úr öllu valdi. Hljómar kunn- uglega, enda systurþjóð Íslendinga, eins og utanríkisráðherra orðaði það í þinginu. Og Norðmenn hafa oft séð það svart, ekkert síður en Íslendingar. Gestapo hreiðraði um sig þar sem ut- anríkisráðuneytið er nú til húsa, pyntaði og myrti Norðmenn í kjall- aranum. Þetta er glæsileg bygging, sem sagt er að hafi verið reist vegna þess að kóngurinn vildi útsýni yfir falleg hús, ekki síðra en í Kaup- mannahöfn. Á skrifstofu ráðherra vinnur kona, sem vann áður í norska sendiráðinu á Íslandi, og hún kemur áhyggjufull til blaðamanns: „Hvernig er hljóðið í Íslendingum?“ spyr hún nærgætin. Svo færir hún blaðamanni kaffi. „Viltu mjólk eða sykur?“ Sú var tíðin að nánast hvert ein-asta fermingarbarn á Íslandifékk bakpoka í fermingargjöf. Sumir þeirra voru aldrei notaðir og komnir jafnvel á söfn. Skáta- hugsjónin átti talsverðan þátt í þess- ari fermingargjafahugmynd, sem og einnig vaxandi áhugi á ferðalögum. En þótt bakpokinn hafi heldur látið undan síga sem fermingargjöf held- ur hann þó sannarlega velli og vel það. Nú ganga til dæmis allflest ís- lensk börn með skóladótið sitt í bak- poka og ungbörn eru gjarnan borin um af móður eða föður í bakpoka. Eru þá ótaldir allir þeir ferðalangar sem við rekumst á hér og þar á veg- ferðinni með þumalfingurinn upp í loftið og bakpokann sinn á þreyttum öxlum. En bakpokinn á sér sína sögu eins og önnur mannanna verk. Í sinni einföldustu mynd er hann úr skinni eða klæði með tveimur böndum sem hengd eru á hvora öxl. Bakpokar eru afskaplega þægilegir til þess að bera misþungar byrðar án þess að hendur okkar séu bundn- ar. Talið er að bakpokinn eigi rætur að rekja til þeirrar venju veiði- manna forsögulegra tíma að kasta veiði sinni yfir axlirnar í einhvers- konar pakkningu sem búin var til úr skinnum veiðidýra og reimuð saman með fléttuðum skinn- ræmum. Nafnið backpack komst á flot í Bandaríkjunum um 1910, áður hét fyrirbærið þar Knapsack eða packsack og vissulega á það sér margvísleg önnur nöfn á hinum mismunandi tungumálum. Bakpokinn hefur átt sér margar birting- armyndir, ein sú þekkt- asta er líklega úr eins- konar seglefni og var mikið notuð í bak- poka hermanna. Margir þeirra létu lífið undir slíkri byrði í heims- styrjöldunum tveimur og enn deyja menn unn- vörpum undir bakpokum sínum í stríði og friði. Á seinni tímum er bakpokinn orð- inn miklu algengari og úr hinum margvíslegustu efnum. Hann er sem fyrr eitt helsta einkenni ferðalanga, óhemju vinsæll í skólatöskuformi og einnig í sportformi og líka sem kventöskur. Bakpokinn hefur líka stundum komið við sögu í stjórnmálum – minnisstætt er þegar Geir H. Haarde og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir hittust á Þingvöllum til að ræða stjórnarmyndun – hún með bakpokann sinn á öxlinni. Yndislegastur er þó bakpokinn þegar upp úr honum gægist spurult andlit ungviðis – barna og jafnvel gæludýra. Sennilega er bakpokinn aldrei vin- sælli en núna, þótt hann sé ekki lengur skilyrð- islaus fermingargjöf til unglinga á Íslandi. Rætur bakpokans ná aftur þangað sem engar sögur eru til um – hann hefur því fylgt mannkyn- inu frá ómunatíð á hinu stór- furðulega ferðalagi þess – og mun vafalaust fylgja því langa stund enn. gudrung@mbl.is Bakpokinn í styttri og lengri ferðir Gæludýr Bakpokar geta verið nytsam- legir til að geyma gæludýr í, rétt eins og fólk ber í þeim ungbörn Skólabakpokinn Börn hafa bakpokann á öxlum lengi í sinni skólatíð www.tskoli.is Tími menntunar Innritun að heast • Í dagskóla þann 27. okt. • Í kvöldskóla og arnám þann 3. nóv. Nánari upplýsingar á www.tskoli.is @

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.