Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 37

Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 37
Umræðan 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 ÞAÐ hefur lítið ver- ið um góðar fréttir að undanförnu en þó kom ein góð frétt á föstu- daginn: Að Ísland hefði ekki náð kosn- ingu í öryggisráðið. Þetta er að mínu áliti góð frétt af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi eigum við ekkert erindi í ör- yggisráðið. Þar er helst tekist á um mál- efni sem varða ofbeldi milli ríkja. Íslenska ríkið er herlaust og við höfum enga reynslu af milliríkjaofbeldi nema sem áhorfendur. Ís- lenskir stjórnmálamenn hafa aldrei þurft að horfast í augu við þá ábyrgð að senda unga þegna sína út á víg- völl. Við höfum ekki upplifað vopnuð átök á Íslandi síðan á sextándu öld. Við erum stolt af því að vera kölluð friðsöm þjóð, jafnvel þótt friðsemin byggist fremur á vanmætti fámenns ríkis en innri sannfæringu. Við get- um ekki vænst þess að for- stöðumenn þjóða sem standa í blóðs- úthellingum á næstum hverjum degi hlusti á okkur. Við getum ekki veitt tillögum okkar sannfæringargildi með því að bjóða fram friðargæslulið sem einhverju máli skiptir, því síður getum við boðið upp á efnahags- aðstoð sem dygði óháð öðrum þjóð- um. Auðvitað getum við lagt ým- islegt fram og eigum að gera það en við þurfum til þess samvinnu við aðr- ar og stærri þjóðir. Þess vegna gæt- um við aldrei verið óháð stærri þjóð- um í öryggisráðinu og enginn útlendingur mundi trúa að svo væri. Í öðru lagi höfum við ekki efni á því að vera í öryggisráðinu. Kosn- ingabaráttan hefur kostað okkur nokkur hundruð milljóna. Ég vil gjarna trúa því að þessir peningar komi að gagni á einhvern hátt. Það má vel vera að landið hafi verið kynnt meðal þjóða sem lítið þekktu til þess áður. En öflugasta land- kynning sem ég man eftir er auðvit- að gjaldþrot bankanna og yfirvof- andi þjóðargjaldþrot þótt það sé varla sú landkynning sem við ósk- uðum okkur. Við ættum nú að nota þá peninga sem sparast við þá skyn- samlegu ákvörðun allsherjarþings- ins að hlífa okkur við setu í örygg- isráðinu í þá hluti sem Ísland getur lagt al- þjóðasamfélaginu til. Við ættum að leggja þá í þróunarhjálp, í mennt- um í þróunarlöndunum og til þess að styrkja ungt fólk úr þróun- arlöndunum til mennt- unar á Íslandi. Á þessu sviði getum við verið sjálfstæð þjóð og þurf- um ekki að halla okkur að stóru löndunum. Við eigum að standa okkur í því að taka við flótta- fólki frá átakasvæðum og svæðum fátæktar að minnsta kosti til jafns við þær vestrænu þjóð- ir sem standa sig best. Við eigum að mennta þetta fólk svo að það geti snúið aftur til heimalandsins þegar ástandið batnar þar öfl- ugra en það fór. Í þriðja lagi hefði seta í örygg- isráðinu grafið undan sjálfsímynd þjóðarinnar. Ef við sætum í örygg- isráðinu hefðum við ímyndað okkur að Ísland væri mikilvægt á al- þjóðavettvangi. Vonbrigðin hefðu ekki látið á sér standa nema við hefðum gerst taglhnýtingar ein- hvers af stærri ríkjunum. Ef við reyndum að hafa sjálfstæða skoðun og greiða atkvæði samkvæmt því væri það einfalt mál fyrir stórt ríki að sýna okkur í tvo heimana. Það þurfti varla meira en eitt pennastrik hjá Bretum til að kippa fótunum undan Kaupþingi og þar með að setja íslenska ríkið næstum því á hausinn. Íslenska þjóðin er mjög veik fyrir sjálfsblekkingum. Þannig höfum við talið okkur trú um að við værum ein ríkasta þjóð í heimi og sú trú byggðist að miklu leyti á óða- vexti bankanna. Nú er mýraljósið sem við dönsuðum í slokknað og þó að við reynum að forðast myrkfælni með því að hrópa hátt hvert upp í annað að við séum enn rík og krepp- an muni aðeins taka skamman tíma fer ískaldur hrollur um okkur öll. Við þurfum að byggja upp nýtt sjálfstraust sem reist er á traustum grunni en ekki á sjálfsblekkingu. Til þess þurfum við að byggja upp lýð- ræðið sem hefur átt í vök að verjast á Íslandi enda ekki löng lýðræð- ishefð hér. Ég er þeirrar skoðunar að núverandi kreppa eigi rætur að rekja til vöntunar á lýðræðislegu að- haldi en það er önnur saga. Til hamingju, mín ágæta þjóð! Reynir Vilhjálms- son skrifar um aðildarumsókn Íslands að öryggisráðinu Reynir Vilhjálmsson » Ísland var ekki kosið til setu í örygg- isráðinu. Því ber að fagna af ýms- um ástæðum. Höfundur er eðlisfræðingur. Á TÍMUM efna- hagsþrenginga er lík- legt að fólk fagni hugmyndum um nýj- ar virkjanir og álver. En mun það raun- verulega styrkja ís- lenskt efnahagslíf? Þann 28. sept. sl. útskýrði Geir Haarde í sjónvarpsþættinum Mannamál að ein aðalástæðan fyr- ir falli krónunnar sé stór- iðjuframkvæmdir; bygging Kára- hnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls. Hvaða áhrif munu fleiri stóriðjuframkvæmdir hafa? Hvað mun það kosta íslenska skattborg- ara? Útskýring Geirs kemur ekki á óvart. Áður en Kárahnjúkavirkjun var reist spáðu hagfræðingar fyrir um neikvæð áhrif á verðbólgu, er- lendar skuldir og verðgildi krón- unnar. Auðvitað fylgir nýjum ál- verum einhver fjárhagslegur ávinningur en í skýrslu Glitnis frá 2006 um áhrif uppbyggingar áliðn- aðarins á Íslandi sagði að hann jafnist líklega út vegna óbeinna áhrifa framkvæmdanna á eft- irspurn, verðbólgu, vexti og verð- gildi krónunnar. Í skýrslu Þorsteins Siglaugs- sonar hagfræðings sem kom út fyrir byggingu stíflunnar sagði að Kárahnjúkavirkjun myndi aldrei skapa gróða og íslenskir skatt- borgarar myndu líklega enda á að greiða fyrir Alcoa. Hvaða þátt á álver Fjarðaáls í núverandi efnahagsþrengingum? Þá tvo milljaða dollara sem kost- aði að reisa landsins stærstu stíflu varð að fá lánaða frá íslenska rík- inu. Það leiddi af sér aukinn tekjuhalla sem lætur nú finna fyr- ir sér með aukinni verðbólgu og rýrnun gjaldmiðilsins. Allar nýjar virkjanafram- kvæmdir sem byggðar eru á stóru láni munu hafa sömu áhrif, hvort sem rafmagni er veitt til álvers, sílíkonverksmiðju eða netþjóna- bús. Dæmið er einfalt: Ef þú færð lánaðan pening þarftu að borga hann til baka á einn eða annan hátt. Álver gefa vissulega einhverja innkomu. Þau skapa jú störf. En það sem hefur nánast ekkert verið rannsakað á Íslandi er hversu mörg störf á staðnum tapast í kjölfar álversframkvæmda. Allur iðnaður, t.d. fisk- vinnsla, á Reyðarfirði hefur drepist niður vegna ómögulegrar samkeppni við álverið. Mörg ný hús sem voru byggð eru nú tóm. Á árunum 2002-8 fluttu að meðaltali 73 fleiri frá Austfjörðum en öfugt. Álverið þarf enn á fjölda erlends verkafólks að halda. Lítil samfélög þar sem stór verkefni á borð við Fjarðaál eiga sér stað, verða algjörlega háð erlendum fjárfestingum. Það er óákjósanleg og ósjálfbær aðstaða. Það eru fleiri ástæður fyrir því að reisa ekki fleiri álver. Verðið sem álrisarnir borga Landsvirkjun fyrir orku er tengt heimsmark- aðsverði áls. Ef framboð eykst lækkar verð og heildartekjur Ís- lands minnka. Einhver gæti haldið að nokkur hundruð þúsund tonn af áli hafi engin áhrif á alþjóðamark- aðinn. Sannleikurinn er sá að það er ekki summa framleiðslunnar sem ákvarðar verðið, heldur árekstrar framboðs og eft- irspurnar. Örlítil breyting hefur mikil áhrif á verðlag. Krafan um ál er nú þegar minnkandi í Banda- ríkjunum og Evrópu. Það sama mun gerast í Kína þegar hægist á gróða þar, sem er líklegt til að gerast áður en ný álver Alcoa og Century á Íslandi munu hefja starfsemi, ef litið er til efnahags- ástands heimsins. Málmfyrirtækin keppa sín á milli. Þess vegna er það ekki ein- ungis heimsverðið sem ákvarðar arðbærnina. Fyrst og fremst ákvarðast hún af því hversu ódýr framleiðslan getur verið. Arð- bærni álframleiðslu ákvarðast bókstaflega af einu: orkuverði. Orkuverðið á Íslandi nær botni – það lægsta í heiminum. Það er engin tilviljun að þegar álver Fjarðaáls hóf framleiðslu hafi 400 verkamenn í Rockdale, Texas misst vinnu sína þar sem álvers- framkvæmdir voru stöðvaðar. Í BNA borgar Alcoa miklu meira fyrir orku. Og þess vegna vilja Alcoa, Cent- ury, Rio Tinto Alcan og Norsk Hydro öll byggja ný álver á Ís- landi og í þriðja heims löndum þar sem ódýra orku er að fá, t.d. Trínidad og Austur-Kongó. Þegar eftirspurn minnkar er hægt að loka dýrum álverum fyrir ódýrari, eins og áætluð álver á Bakka og í Helguvík. Og þar sem verðbólga er há og orkutekjur lágar, borga íslenskir skattgreiðendur brúsann. Bygging nýrra virkjana, álvera eða annarra stórverkefna mun leiða af sér einhvern gróða til skammtíma litið, þegar efnahag- urinn er fylltur fjármagni. En eins og Geir benti á fylgja fjárhags- legir bakþankar framkvæmdunum. Stórum verkefnum í smáum efna- hag hefur verið líkt við heróínfíkn. Skammtímaskammtur leiðir til langtímafalls. Við getum valið skammtíma innspýtingu eða sjálf- bæra efnahagsþróun til langtíma. „Fjarðaáls-skammturinn“ ofhit- aði íslenskan efnahag. Það sem kallað er „Kárahnjúkavandinn“ leiddi til sögulegs hámarks krón- unnar sem hefur skaðað útflutning og fiskiðnaðinn sérstaklega. Með þessa „ofurmynt“ ofmátu bank- arnir stöðu sína og fóru á eyðslu- fyllirí. Víman beinir jú sjónum af raunveruleikanum. Fyrirhugaðar áætlanir um hvernig nýta eigi orkuauðlindir Ís- lands hafa verið harðlega gagn- rýndar. Þeir sem fylgjandi eru hafa aðallega sagt framkvæmd- irnar vera fjárhagslega hag- stæðar. Hver sá sem leiðir hugann að því um stutta stund getur séð að hér er mýta á ferð. Ætlaðan hagnað vegna nýrra virkjana og stóriðjuframkvæmda þarf að ræða og meta frá gagnrýnu og raun- sæju sjónarhorni. Ísland er að koma niður úr vímu. Mun það taka annan skammt eða fara í frá- hvarf? Fleiri álver og virkjanir leiða af sér óstöðugan efnahag Jaap Krater skrifar um álver, álnotkun og virkjanir » Fleiri virkjanir munu leiða af sér frekari efnahagsþreng- ingar. Við getum valið skammtíma innspýtingu eða sjálfbæra efna- hagsþróun til langtíma. Jaap Krater Höfundur er talsmaður Saving Iceland. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.